Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍi 1989 . 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Bjórinn er ekki bráðdrepandi Til Velvakanda. Fréttastofu útvarpsins bárust eins og öðrum þau tíðindi frá ÁTVR að áfengiskaup íslendinga mánuð- ina apn'l, maí og júní þetta ár hefðu verið 45% meiri en sömu mánuði í fyrra. Öll sú viðbót er bjórinn og er hlutur hans þó meiri því að dreg- ið hefur úr sölu annars áfengis. Fréttastofan flutti okkur álit Jóns Magnússonar fyrsta flutnings- manns bjórfrumvapsins í þessu sambandi. Hann sagði að þetta væri engin reynsla. Svo var hann í samtalsþætti með Páli Heiðari á laugardaginn og þar var að vonum rætt um þennan aukna drykkju- skap. Jón Magnússon segir að áður en bjórinn var leyfður hafí menn drukkið einhver ósköp af smygluð- um bjór. Nú vill svo til að forsjálir menn fengu drykkjuvenjur athug- aðar í janúarmánuði síðasta. Gallup á íslandi gerði þá könnun. Þar var m.a. spurt: „Hvað drekkur þú helst við eftir- farandi aðstæður? Með mat, í partýjum, á skemmtistað, heima á kvöldin." Nú skyldum við ætla að smygl- aði bjórinn hans Jóns hefði orðið fyrirferðarmikill í partýjum og heimahúsum. Svo reyndist ekki. Bjórdrykkjan var allsstaðar hverf- andi lítil. Hún náði því þó að verða 3% af drykkju karla í partýjum þegar þeir voru teknir sér. Þessi Gallup-könnun afsannar fullyrðingar Jóns Magnússonar um stórkostlega bjórdrykkju meðan hann var bannaður. Jón hélt því fram í umræðuþætt- inum að dregið hefði úr öllum verstu áhrifum áfengisneyslu eftir að bjór- inn kom. Þar játar hann enn þá trú bjórmanna að bjórinn geri mannlífið friðsælla og fegurra. Þessi-trú hef- ur þó alls ekki sannað sig. Það hefur t.d. ekkert lát orðið á því að lögregla sé kölluð í heimahús að afstýra voða og vandræðum. Hér verðum við að gera meira með það sem skrifstofa lögreglustjóra segir okkur en óskhyggjuþvaður Jóns Magnússonar. Svo leyfði þessi maður sér að segja að ríkisstjórnin hefði brugð- ist. Hún hefði svikist um að halda uppi þeim forvörnum sem Alþingi hefði ætlast til. Hvað lagði Jón Magnússon til að gert yrði? Hveijar eru þær forvarn- ir sem hann talar um? Hér er lítið hald í því að blaðra um að þurfi einhverjar.ótilgreindar forvamir. Hitt er vel skiljanlegt að þeir sem öðrum fremur eru ábyrgir fyrir bjórflóðinu séu hræddir við afleiðingarnar og reyni að koma ábyrgðinni af sér á aðra. Ríkisstjórnin skipaði nefnd sam- kvæmt tillögu þeirra sem sam- þykktu bjórinn. Sú nefnd hefur unnið vel, barið það inn í vitund almennings að bjór er áfengi. Telja má víst að það h'afi komið í veg fyrir fjölda ökuslysa. Raunar töld- um við sum að tilhögun um þá nefnd væri einkum til að friða órólega samvisku. Hvað sem um það er ástæða til að ætla að fengin reynsla væri hörmulegri hefði sú nefnd ekki verið. Bjórinn er ekki bráðdrepandi en banvænn er hann þó. Þegar menn hafa þambað hann daglega í nokk- ur ár lætur lifrin undan. Þá fer bjór- inn að bana sínum. Svo er það í öllum bjórlöndum. Nú er að því stefnt hér á landi. En auðvitað er hægt að breyta um stefnu. Og það verður reynt. Sú takmarkaða reynsla sem fengin er dregur á engan hátt úr ótta okkar vegna bjórsins. Það er öðru nær. Þessi óskaplega áfengis- neysla er staðreynd enda þótt fjár- ráð manna hafí þrengst svo að ætla mætti að drægi úr áfengis- kaupum. Það stoðar ekki að snúa sér und- an og segja: „Þetta er engin reynsla. Þetta er ekkert að marka.“ Staðreynd er staðreynd. Þær verðum við að viðurkenna og draga af þeim ályktanir. Halldór Kristjánsson Víkverji skrifar Fyrsta sem Víkveija var bent á þegar hann tók við bílnum í Lúxemborg og hóf að aka á hrað- brautum meginlandsins var, að á leiðinni til Brussel væri lögreglan með faldar myndavélar og fylgdist með þeim sem brytu hraðatakmark- anir. Þær eru 120 km á klukku- stund í Belgíu. Þeir sem aka hraðar kunna að lenda á mynd hjá lögregl- unni og fá síðan senda sektarmiða. Myndin er fullkomið sönnunar- gagn og þýðir ekki að mótmæla því sem á henni sést. Víkveija fínnst forvamir sem þessar hafa minna gildi en að hafa lögreglumenn á ferð á hraðbrautum eða sjá lög- reglubíl við þær. Leynilegar aðgerð- ir lögreglumanna við umferðar- gæslu kunna að leiða til þess að fleiri séu sektaðir en ella, þær draga hins vegar ekki almennt úr hraða með sama hætti og sýnileg gæsla. Vaxi mönnum í augum kostnað- urinn við að halda úti lögreglu- mönnum og ökutækjum má taka upp þann hátt, sem Víkveiji hefur séð í Frakklandi, að hafa veifandi plastlögregluroenn á þeim stöðum, þar sem ástæða er til að hvetja ökumenn til að hægja á sér. xxx Sá háttur að ferðast akandi og ráða sér sjálfur verður æ vin- sælli bæði meðal okkar og annarra. Leggja menn oft veralegar vega- lengdir að baki á degi hveijum. Þannig sá Víkveiji í blaði félags bifreiðaeigenda i Belgíu, að þar er talin hæfileg dagleið að aka 905 km frá Brassel til Bordeaux. Til að þetta takist þurfa menn að kunna að forðast tafir við stórborg- ir eins og París og velja sér greið- færar leiðir. Víkveiji hitti á dögunum unga íslenska ökukappa sem höfðu lagt upp frá London, farið með feiju yfir til Calais í Frakklandi og síðan ekið sem leið liggur til Benidorm á Spáni. Haft þar stutta viðdvöl og vora þeir tæpri viku síðar komnir til Brassel. Þeir höfðu á orði að helstu mistökin hefðu verið þau að „skreppa" inn í París, því að þar hefðu þeir lent í fjögurra tíma öng- þveiti daginn fyrir byltingarafmælið og aldrei ætlað að komast út úr borginni aftur. xxx F élag bifreiðaeigenda í Belgíu býður félagsmönnum sínum þátttöku í skipulögðum ferðum. Víkveiji _sá meðal annars auglýsta ferð til íslands, frá 23. júlí til 1. ágúst nú í ár. Ferðast er með leið- sögumanni í flugvél og langferðabíl í 10 daga. Fyrir félagsmenn kostar ferðin 79.390 belgíska franka eða um 120.000 í ísl. krónum. Við hvað skyldi þetta verð keppa? Fyrir 77.700 belgíska franka er unnt að fara með leiðsögumanni í flugvél og langferðabíl í 14 eða 15 daga ferð frá Brussel til Los Angel- es — San Diego — Phoenix — Grand Canyon — Las Vegas — Ysemite þjóðgarðsins — San Francisco — Santa Maria — Los Angeles — Brassel. Samanburður af þessu tagi sýn- ir, að samkeppnin er hörð fyrir þá sem vilja lokka ferðamenn til Is- lands. Liggur svona mikið á að skrifa þakkarkortin? HÖGISTI HREKKVtSI // EINHVER AHSSlciLNlNCaO)?. . . HANN El^ ÚTNEFMDOR ( K\AZ>OÓM ! "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.