Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1989, Blaðsíða 15
MQRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JULI 1989 15 Samnýting auðæfa hafs- botnsins á næsta leiti Hafsbotnssvæði sem tilheyra rílgum sem liggja að Norðurhöfum í samræmi við 76. grein hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna. 200 mílna mörkin á svæðum þeim sem hér er §all- að um eru sýnd með óbrotinni línu, en önnur mörk efnahagslögsögu með punktalínu. Kortið sýnir hina miklu víðáttu sem friða má á norðurslóðum. Svæði sem verða innan lögsögu ríkjanna ~~~1 Svæði utan lögsögu ? eftir EyjólfKonráð Jónsson Fyrir skemmstu var í London haldin alþjóðleg'ráðstefna vísinda- og áhugamanna um samnýtingu hafsbotnssvæða, en víða um heim skarast kröfur strandríkja til hafs- botnsins líkt og er á Halton- Rockallsvæðinu og var á hafs- botninum milli íslands og Jan Mayen áður en við sömdum við Norðmenn um samnýtingu hans 1981. Ráðstefnan var haldin á vegum virtrar breskrar lögvísindastofnun- ar og hafði lengi verið undirbúin af hæfustu vísindamönnum sem samið höfðu mikið og vandað rit um þessi málefni og var það grund- völlurinn sem þriggja daga fjörug- ar og geysifróðlegar umræður byggðust á. í „bókinni" eins og ritið var kallað er að líta þijár gerðir mismunandi sameignar- og samnýtingarsamninga sem byggja má á við mismunandi aðstæður og áhúgaefni. Þar er getið þeirra milliríkjasamninga sem gerðir hafa verið víða um heim og skipa Jan Mayen samningarnir frá 1980 og 1981 ekki óvirðulegan sess. Þá er og ijallað ítarlega um Rockall málið. Af íslendinga hálfu voru lögð fram margvísleg kort og upplýs- ingar sem safnast hafa saman í 10 ára sögu landgrunnsbaráttu okkar svo og tillögugerð sú sem varð undirstaða landgrunnssamn- ings íslendinga og Norðmanna 1981. Hún var sem kunnugt er afrakstur starfa sáttanefndar sem byggði tillögur sínar til ríkisstjórn- anna á hafréttarsamningi Samein- uðu þjóðanna. Sáttarnefndina skipuðu þrír meðal fremstu fræði- manna á sviði hafréttarins þeir Hans G. Andersen, Jens Evensen og Elliot Richardson, sem aðilar tilnefndu sameiginlega formann nefndarinnar. Á þessum merka samningi var auðvitað vakin verð- ug athygli og um hann urðu ánægjulegar umræður og líflegar. Á það var m.a. bent hvert for-' dæmi það hlyti að geta verið öðrum að tveim þjóðum skyldi í fullri sátt og samlyndi hafa tekist að leysa máí sín á örstuttum tíma einmitt með sáttanefnd og setja þannig niður deilur. Jafnframt var athygli á því vakin að íslendingar hefðu ætíð viijað og vildu enn leysa ágreiningsmál sín við vinveittar þjóðir í þeim anda sem þessi samn- ingur var gerður. Ekki er ofsagt að málið vakti athygli og fundar- menn vildu ólmir fá öll gögn enda margir hveijir að glíma við lausn viðkvæmra deilumála líkra þeim sem Islendingar og Norðmenn unnu að og leystu fyrir áratug. Eyjólfur Konráð Jónsson „Allir hljóta að sjá hve gífurlega þýðingarmik- ið þetta mál er einmitt nú þegar ógnir meng- unar og kjarnorkuslysa eru sem vofa yfir okkur og umhverfis.“ Ráðstefna þessi var glöggur vottur þess að stefna samnýtingar og sameignar hafsbotnsins utan 200 mílna nýtur mikils og vaxandi stuðnings strandríkja um víða ver- öld en þau eru mikill meirihluti þjöðanna og mynda sem fyrr al- þjóðaréttinn á höfunum í raun (de facto). Við íslendingar hljótum að gleðjast yfir þessari þróun þar sem nú hillir undir það að þjóðirnar við hin nyrstu höf, allt frá Noregs- og Skotlandsströndum til Kanada, muni í sameiningu nýta þau, eiga, vernda og rækta. Allir hljóta að sjá hve gífurlega þýðingarmikið þetta mál er einmitt nú þegar ógnir mengunar og kjarn- orkuslysa eru sem vofa yfir okkur og umhverfis. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Bjarni Jónsson ljósmyndari með tvö verka sinna. Ljósmyndasýning í Listasafni alþýðu BJARNI Jónsson opnar ljós- myndasýningu í Listasafhi al- þýðu, Grensásvegi 16, laugar- daginn 29. júlí. Á sýningunni eru um 75 myndir, sldptast þær í svart/hvítar, handlitaðar og lit- myndir stækkaðar á ciba- chrome-pappír. Bjarni Jónsson lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og var við nám í Germain school of photo- graphy í New York 1982-1983. Hann fékk meistarabréf 1983 og á og rekur ljósmyndastofnuna Mynd í Hafnarfirði síðan 1984. Bjarni hefur áður haldið ljós- myndasýningu í Listasafni alþýðu í september 1986 og hann tók þátt í samsýningu myndlistarmanna vegna 20 ára afmælis IBM á Kjar- valsstöðum í febrúar og mars 1987. 20. ólympíuleikarnir í eðlisfræði: Sautján ára bandarísk- ur piltur varð í efsta sætí ísland í næstneðsta sæti Varsjá, frá fréttaritara Morgnnblaðsins, Viðari Ágústssyni. 20. ólympíuleikunum í eðlisfræði var slitið á sunnudag með athöfii í hátíðarsal háskólans í Varsjá. Við það tækifæri sagði Januz Zakrzewski, forseti pólska eðlisfræðifélagsins, að glímu keppenda við verkefhin á ólympíuleikunum mætti líkja við rannsókn pólskra vísindamanna á lambda-ögninni fyrir 37 árum. „Fátt vekur eins mikla gleði í bijóstum manna og það að leita lausnar og finna hana.“ í efsta sæti af 150 með 46,3 stig á ólympíuleikunum var rúmensk og af 50 mögulegum lenti 17 ára bandarískur piltur, Steven Gubser, frá Engelwood í Colorado. í öðru sæti var Ungveiji með 45,5 stig og í þriðja sæti Rúmeni með 45 stig. í fjórða og fimmta sæti voru Vest- ur-Þjóðveijar. Efsta stúlkan af sex sem kepptu náði hún 28 stigum. Efsti íslending- urinn var Kristján Leósson, nem- andi í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík, með 23 stig sem nægði til að hann fengi sérstaka viður- kenningu fyrir jgóðan árangur og er hann þriðji Islendingurinn sem hlýtur slíka viðurkenningu. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði eru keppni einstaklinga. Engu að síður tíðkast það meðal fararstjóra að leggja saman stig allra keppenda frá hverri þjóð og mæla þannig heildarárangur. Mestum stigafjölda náðu að þessu sinni Vestur-Þjóð- veijar en næstir komu Kínveijar og Bretar en Pólveijar og Rúmenar voru í 4. og 5. sæti. Austantjalds- löndin eru því nú að missa þá yfir- burði í keppninni sem þau hafa haft sl. 20 ár, með vaxandi keppnis- reynslu vestrænna þátttakenda. í heildarárangri náði Island 28. sæti af 29 sem er svipaður árangur og oft áður. Dr Paula Horan Ph O. Sálfræöingur og leiöbeinandi Reynsla fyrri lífa Fortíöin, lykillinn aö því aö leysa vandamál líöandi stundar. Þú sérö nútímann í ööru Ijósi meö hlíðsjón af upplifun úr fortíöinni. Veröur haldiö dagana 28., 29. og 30. júlí. Matur og gisting jnnifalin. * Ókeypis kynning í kvöld miövikud. kl. 8.30 í Eiriksbuö Hótel Loftleiðum. Upplýsingar og skráning ( Heilsumiöstööinni LIND s. 686612, og í símun 54851,24179.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.