Morgunblaðið - 26.07.1989, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.07.1989, Qupperneq 42
42 ÍÞRÚmR FOLK ■ NORMAN Whiteside gengur til liðs við Everton í dag. Fergu- son, stjóri Manchester United, sagði leikmanninum fyrir nokkru HBBB að hann væri ekki Frá inni í framtíðarplan- Bob inu. Félögin hafa Hennessy samið um kaupverð- lEnglandi ið, 750.000 pund, en '"ekkert verður greitt fyrr en Whit- eside hefur farið í nákvæma lækn- isskoðun. ■ PAUL McGrath fær meira en 2.000 pund í vikulaun hjá Aston Villa og er þar með hæst launað- asti leikmaðurinn í sögu félagsins. ■ ARTHUR Cox, stjóri Derby hefur gert fimm ára samning við félagið, sem tryggir honum meira en 500.000 pund í laun fyrir utan aukagreiðsiur vegna hugsanlegs árangurs liðsins. Hann er því kom- inn í ámóta launaflokk og Kenny Dalglish hjá Liverpool, Graham hjá ArsenaJ, Venables hjá Totten- -»ham og Ferguson hjá Manchester United. „Hér er verið að byggja upp lið, sem verður eitt af þeim stóru,“ sagði Cox, en blaðakóngur- inn Robert Maxwell stendur á bak við félagið. ■ NEIL Aspen, sem hefur verið bakvörður hjá Leeds í átta ár, var seldur til Port Vale fyrir 200.000 pund. Það er hæsta upphæð, sem Port Vale hefur greitt fyrir leik- mann. ■ DEREK Statham er genginn til liðs við Stoke. Liverpool ætlaði að kaupa bakvörðinn frá WBA fyr- ir tveimur árum, en hann féll á læknisskoðun. Statham fór þá til Southampton, en var nú seldur fyrir 250.000 pund. ■ IAN Cranson er dýrasti leik- maður, sem Stoke hefur keypt, en félagið greiddi Sheffield Wednes- day 450.000 purjd fyrir varnar- manninn í gær. ' ■ MICK Mills, stjóri Stoke, er einnig á eftir Adrian Heath og hefur boðið 400.000 pund í mann- inn. Heath fór frá Everton til Espanol á síðasta keppnistímabili, en fann sig ekki á Spáni. ■ BARNSLEY greiddi WBA 100.000 pund fyrir vamarmanninn Ian Banks, sem hóf ferilinn ein- mitt hjá Bamsley fyrir 11 árum. ■ DUNDEE í Skotlandi greiddi Chelsea 50.000 pund fyrir Billy Dodds. ■ PETER Shirtliff er genginn til liðs við Sheffield Wednesday. Félagið greiddi Charlton 500.000 pund fyrir leikmanninn, sem fór frá Sheffield til Charlton fyrir þremur árum. ■ GARRY Birtles, sem Nott- ^ ingham Forest seldi fyrir 1.200.000 pund til Manchester United fyrir níu árum, hefur lækk- að í verði svo um munar. Grimsby þurfti ekkert að greiða Notts County fyrir miðherjann. ■ VARNARMAÐURINN Mark Stimson, sem hefur lítið fengið að leika með Tottenham, var seldur til Newcastle fyrir 150.000 nund. ■ JORGHINO, fyrirliði bras- ilíska landsliðsins, hefur gert þriggja ára samning við v-þýzka liðið Bayer Leverkusen. Ekki hef- ur verið gert opinbert hvað liðið þurfti að borga brasilíska liðinu Flamengo fyrir kappann en talið að það sé um tvær milljónir dollara og fær Jorghino sjálfur helming- inn. H JÓNÍNA Víglundsdóttir skoraði mark Skagastúlkna gegn bikarmeisturum Vals í fyrrakvöld en ekki Margrét Akadóttir. MORGUNBLAÐIÐ. IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 1989 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Birgir og Júlíus farnir Tict rram LANDSLIÐSMENNIRNIR í handknattleik Birgir Sigurðs- son og iúlíus Gunnarsson klæðast ekki búningi Fram í framtíðinni, eins og undanfar- inár. engið verður frá félagaskipt- um þeirra í dag. Birgir Sig- urðsson, sem er línuspilari, hefur ákveðið að ganga til liðs við Víkinga og Júlíus Gunnarsson, sem er vinstrihandarskytta, fer yfir í herbúðir Vals. Birgir er þriðji ieikmaðurinn sem hefur gengið til liðs við Víkinga á stuttum tíma. Hrafn Margeirsson, landsliðsmarkvörð- Birgír Sigurðsson ur úr ÍR, og Erlendur Davíðsson, leikmaður Aftureldingu, eru einn- ig komnir í Víking. Valsmenn, sem hafa misst þrjá lykilmenn - Sigurð Sveinsson, Júlíus Gunnarsson. Júlíus Jónasson og Geir Sveins- son, til útlanda, höfðu áður fengið Finn Jóhannsson, línumann úr IR og Brynjar Harðarson, sem hefur leikið í Svíþjóð, til liðs við sig. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Fimmtán íbann FIMMTÁN knattspyrnumenn voru dæmdir í leikbann þegar aganefnd KSÍ kom saman í gær. Af þeim voru átta leik- menn yngri aldursflokka og er þetta ekki f fyrsta skipti sem yfir 50% af málum sem aga- nefndin tekur fyrir - eru mál yngri leikmanna. Þessi þróun er orðin uggvænleg og sýnir að meira en lítið er að í sam- bandi við uppeldi knattspyrnu- manna. Tveir leikmenn 1. deildar voru dæmdir í eins leiks bann. Freyr Sverrisson, Keflavík, sem var rek- inn af leikvelli í bikarleik gegn Þrótti og Birgir Skúlason, FH, sem var búinn að fá að sjá fjögur gul spjöld. Þorvaldur Guðmundsson, Leikni og Sigmundur Sigurjónsson, Stokkseyri, fengu eins leiks bann vegna brottreksturs og Kristján V. Björnsson, Gróttu, serh var búinn að fá fjögur gul spjöld. Sjö Júgóslavar á Víkingsvelli MorgunblaÖið/Guðmundur Jóhannsson ÚRSLIT Sjö Júgóslavar voru mættir á Víkingsvöllinn í fyrrakvöld þegar Víkingur mætti Þór frá Akureyri í 1. deildinni. Þjálf- ari Þórs og tveir leikmenn Iiðsins eru júgóslavneskir og einn leikmaður Víkings. Júgóslavinn í iiði Víkinga, Goran Micic, lék reyndar ekki í þessum leik, var í leikbanni. Þrír aðrir Júgóslavar fylgdust með leiknum. Efri röð frá vinstri: Bojan Tanevski, leikmaður Þórs, Uros Ivanovich, fyrrum atvinnumaður með Hannover í Þýzkal- andi og stjórnarmaður hjá Víkingi, Goran Micic, leikmaður Víkings og Luca Kostic, leikmaður Þórs. Neðri röð frá vinstri: Milan Djuriziz, þjálfari Þórs, Velimir Sargiz, þjálfari U-18 landsliðs Júgóslava í knattspymu og Mile, gamalkunn- ur þjálfari hér á landi. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Einherji færðist úr botnsætinu Sanngjarnt jafntefli gegn ÍR á Vopnafirði ENGLAND Arsenal og Liverpool leika á á Wembley Englandsmeistarar Arsenal og bikarmeistarar Liverpool taka þátt í íjögurra liða móti á Wembley-leikvanginum í Lon- don um helgina. Liverpool mæt- ir Dynamo Kiev frá Sovétríkjun- um á laugardag og Arsenal leik- ur gegn Porto frá Portúgal, en úrslitin verða á sunnudag. Svíinn Glen Hysen hefur enn ekkí fengið atvinnuleyfi, en án þess má hann ekki leika með Liverpool. Sama á við um Sig- urð Jónsson. Hann má ekki leika með Arsenal, fyrr en atvinnu- leyfið er í höfn. Arsenal og Liverpool leika um góðgerðarskjöldinn á Wembley laugardaginn 13. ágúst. EINHERJI og ÍR gerðu 2:2 jafn- tefli á Vopnafjarðarvelli í 2. deild karla ígærkvöldi. Bæði lið sóttu stífttil sigurs; heima- menn voru atkvæðameiri fyrir hlé og voru yfir, 2:1, en gestirn- ir komu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik og náðu að jaf na metin. Hallgrímur Guðmundsson skor- aði laglegt mark fyrir Einherja á sjöttu mínútu eftir fyrirgjöf frá Njáli Eiðssyni og 20 mínútum síðar ^^■■■1 bætti Kristján Dav- Frá íðsson öðru marki Birni við með góðu skoti. Björnssyni Hlynur Elísson opna ir i minnkaði muninn á 29. mínútu úr vítaspymu og var það þungur dómur af litlu tilefni, en dómarinn ræður. Leikmaður Ein- heija var með boltann rétt innan við eigin vítateig, en datt á hálu grasinu, er hann ætlaði að senda á samherja. ÍR-ingur sótti að honum og féll yfir hann. ÍR-ingar byrjuðu með miklum látum eftir hlé og á 57. mínútu jafn- aði Tryggvi Gunnarsson, 2:2. Eftir það datt leikurinn niður, en síðustu mínúturnar voru fjörugar. Bæði lið fengu gullin marktækifæri, en mörkin urðu ekki fleiri og úrslitin sanngjörn. Gísli Davíðsson var bestur í jöfnu liði heimamanna, sem færðist upp um eitt sæti af botninum — hafði sætaskipti við Tindastól — en mest bar á Tryggva Gunnarssyni hjá gestunum. 2. DEILD Einherji - ÍR......................2:2 Hallgrímur Guðmundsson, Kristján Davíðsson - Hlynur Elísson, vítasp., Tryggvi Gunnarsson 3. DEILD A Þróttur R. - Reynir S..............2:1 Óskar Óskarsson, sjálfsmark - Sigurður Þórarinsson. 3. DEILD B Austri - Dalvík..............'.....1:6 Óskar Garðarsson - Sigfús Kárason 5, Ragnar Rögnvaldsson. ■Þess má geta að Sigfús skoraði fjögur mörk gegn Val á dögunum. KS-Reynir Á......................3:0 Hlynur Eiríksson 2, Hugi Sævarsson. 4. DEILD A Njarðvík - Ægir..................2:1 Jón Ólafsson, Einar Einarsson - Jón Hreið- arsson. Augnablik - Stokkseyri...........2:0 Hrannar Erlingsson, Jón Ólason. 4. DEILD C Árvakur - Víkingur Ó1.............2:3 Páll Björnsson 2 - Magnús Gylfason 2, Víglundur Pétursson. V-ÞYSKALAND Dortmund lagði Bayern Dortmund vann Bayern Munc- hen í „Super Cup“ í gær- kvöldi, 4:3, í geysilega fjörugum og skemmtilegum leik. Nýliðarnir Alan Mclnally- og Júgóslavinn Mi- hajlovic skoruðu fyrir Bayern, en Grahammer bætti þriðja markinu við. Jurgen Wegmann skoraði fyrir Dortmund gegn sínum gömlu félög- um. Giinter Breitzke skoraði tvö og Andreas „Turbo“ Möller eitt. Frá Einari Stefánssyni ÍV-Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.