Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B
173. tbl. 77. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Pólland:
Ovænt
andóf g’egn
Kiszczak
Varsjá. Reuter.
ÞRETTÁN þingmenn pólska
kommúnistaflokksins og allir 60
fúlltrúar bændaflokksins lögðust
í gær óvænt gegn því að Czeslaws
Kiszczak hershöfðingi og fyrrum
innanríkisráðherra yrði útnefhd-
ur forsætisráðherrá í stað Miec-
zysiaws Rakowskis, sem sagði því
starfí af sér í gær.
Andstaðan við kjör Kiszczaks á
sér enga hliðstæðu frá valdatöku
kommúnista í Póllandi 1944. Deilur
um Kiszczak risu eftir að Lech Wa-
lesa, leiðtogi Samstöðu, hafði lýst
andstöðu við hann í gær, sem eftir-
mann Rakowskis. Aleksander
Bentkowski, formaður þingflokks
bændaflokksins, sagði hann óhæfan
í starfið þar sem hann hefði stjórnað
framkvæmd herlaga, sem Wojciech
Jaruzelski, þáverandi yfirmaður
pólska hersins og núverandi forseti,
hefði gripið til 1981.
Vegna andófsins gegn Kiszczak
var kjöri forsætisráðherra frestað
og Rakowski beðinn að gegna starfi
forsætisráðherra til bráðabirgða.
Var hann iagður inn á sjúkrahús í
gærdag vegna lágs blóðþrýstings og
óreglulegs hjartsláttar en fékk að
fara heim síðdegis. Hann á við hjart-
veilu að stríða. Gat hann ekki tekið
þátt í þingstörfum en fulltrúar Sam-
stöðu á þingi gagnrýndu ríkisstjórn
Rakowskis harðlega fyrir óstjórn í
efnahagsmálum og hótuðu að lög-
sækja hann fyrir að vera valdur að
óðaverðbólgu.
. , Reuter
/ nýjan grafreit
Kistur með jarðneskum leifum Litáa sem Jósef I Þær verða jarðsettar í Litháen á næstunni. Ekki
Stalín, fyrrum harðstjóri í Sovétríkjunum, lét fylgdi firéttum hversu margar kisturnar voru.
flytja nauðungarflutningum til Síberíu, voru Myndin var tekin við athöfn á flugvellinum við
fluttar til Vilnu, höfúðborgar Litháens í gær. | Vilnu í gær þegar tekið var á móti þeim.
Hafimrverk-
falli aflýst
í Bretlandi
London. Reuter.
LEIÐTOGAR breskra hafhar-
verkamanna aflýstu í gær verk-
falli sem hófst við 60 hafinir Bret-
lands fyrir þremur vikum og
hvöttu umbjóðendur sína til að
snúa aftur til vinnu.
Verkfallsaðgerðirnar höfðu mis-
heppnast og verkfallsmenn víðast
hvar snúið til vinnu áður en leið-
togar samtaka flutningaverka-
manna ákváðu að aflýsa verkfalli.
Sögðust verkfallsmenn hafa snúið'
til vinnu vegna hörku og hótana
vinnuveitenda.
Afboðun verkfallsins var sapi-
þykkt með 18 atkvæðum gegn 12.
Hafnarverkamenn í Liverpool for-
dæmdu ákvörðunina og hétu því
að halda verkfalli áfram. Starfs-
bræður þeirra í Hull og Southamp-
ton ákváðu um síðustu helgi að
hætta aðgerðum og snúa aftur til
vinnu.
í gær lá vinna aðeins niðri við
hafnirnar í Liverpool, Bristol og
Middlesborough, eða þremur höfn-
um af þeim 60, sem verkfallið
náði í upphafi til.
Efnt var til verkfallsins til þess
að knýja bresku stjórnina til að
falla frá þeirri ákvörðun sinni að
nema úr gildi æviráðningu 9.400
hafnarverkamanna.
Öfgamenn í Líbanon slá af-
Gefið var til kynna í gær að
bændaflokkurinn, sem verið hefur
samstarfsflokkur kommúnista-
flokksins í yfir 40 ár, væri hugsan-
lega reiðubúinn að slíta samstarfinu
og mynda meirihlutastjórn með
Samstöðu, óháðu verkalýðsfélögun-
Sjá „500% verðhækkanir á mat-
vöru á einni nóttu“ á bls. 18.
töku bandarísks gísls á frest
Washington. Beirút. Reuter.
HINIR líbönsku ræningjar I áskorana og tilmæla eiginkonu
Bandaríkjamannsins Joseph hans, Ilham Ghandour Cicippio,
Cicippio frestuðu í gær fyrir- en hún er líbönsk.
hugaðri aftöku hans um tvo sól- Mannræningjar Cicippio nefna
arhringa vegna „vinsamlegra“ | samtök sín „Samtök byltingar og
Brú yfír Stórabélti:
Útboðið kært til Evrópu-
dómstólsins í Lúxemborg
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) hefúr ákveðið að
kæra útboð danskra stjórnvalda vegna brúarsmíði yfiir Stórabelti
og eru sakargiftir brot á lögum EB um útboð. Danir segja að for-
sendur kærunnar séu brostnar þar sem ólögleg ákvæði hafi verið
tekin út úr samningum um smíðina.
Framkvæmdastjórn EB telur að efni og verkfæri að mestu í Dan-
Danir hafi brotið reglur bandalags-
ins um opinber útboð við úthlutun
verksamningsins. Því hefur fram-
kvæmdastjómin kært útboðið til
Evrópudómstólsins í Lúxemborg
og krafist þess að útboðið verði
dæmt ógilt. Því er haldið fram að
verktakasamsteypan sem fékk
verkið hafi skuldbundið sig til að
láta Dani ganga fyrir með vinnu
■ við brúarsmíðina og að sama skapi
hafi fyrirtækið samþykkt að kaupa
mörku. Dönsk stjórnvöld segja að
ákvæðið um forgang danskra
þegna hafi verið fellt úr samningn-
um og því sé ástæðulaust að ógilda
liann. Stjórn EB fer fram á að
dómstóllinn dæmi aðferðir Dana
við útboðið óheimilar og krefst úr-
skurðar um tafarlausa ógildingu
verksamningsins og nýtt útboð.
Að sögn danska blaðsins Jyl-
landsposten reyndi Poul Schlúter,
forsætisráðherra Danmerkur, í
síðustu viku að stöðva frekari um-
ræður um útboðið. Hann skýrði þá
frá leynilegri fundargerð frá 17.
maí á síðasta ári þar sem fimm
fyrirtæki, er annast munu bygg-
ingu brúarinnar í sameiningu,
fengu að vita að ekki væri skilyrði
að nota efni frá dönskum fyrirtækj-
um við smíðina. Blaðið Det Frí
Aktuelt segir hins vegar að ráð-
herrann hafi aðeins lesið upp hluta
fundargerðarinnar; síðar á fundin-
um hafi komið fram að kaupa
skyldi byggingarefnið í Danmörku.
Stórabeltisbrúin nýja verður ein-
hver mesta brú í Evrópu og út-
boðið hljóðar upp á sem svarar
23,2 milljörðum íslenskra króna.
réttlætis“. Þeir sögðust ekki myndu
fresta aftökunni aftur og yrði hann
líflátinn á fimmtudag ef ísraelar
hefðu ekki áður sleppt shítaklerkn-
um Abdel Karem Obeid. ísraelskar
víkingasveitir rændu honum sl.
föstudag í Suður-Líbanon. Obeid
var leiðtogi öfgasamtakanna Hiz-
bollah, flokks Guðs, sem leita and-
legrar leiðsagnar til Irans.
George Bush, Bandaríkjaforseti,
boðaði helstu ráðgjafa sína til neyð-
arfundar í Hvíta húsinu í gær til
að fjalla um hugsanleg viðbrögð
Bandaríkjamanna við lífláti Higg-
ins og hótunum líbanskra hryðju-
verkamanna um frekari aftökur á
gíslum. Ekkert spurðist út um fyr-
irhugaðar aðgerðir en greint var
frá því að flugmóðurskipið Coral
Sea hefði látið úr höfn í Egyptal-
andi í gær. Sagt var að það hefði
farið til venjulegra eftirlitsstarfa á
Miðjarðarhafi.
Bandarískir fjölmiðlar fjölluðu í
gær af hamslausri heift um lífiát
bandaríska gíslsins Williams Higg-
ins, sem talið er að hafi verið tek-
inn af lífi í fyrradag. „Bastarðar,“
sagði í risastórri fyrirsögn á forsíðu
New York Post og „svívirðing" var
fyrirsögn New York Daily News.
Greindi íjölmiðla á um hvar ábyrgð-
in lægi. New York Times sagði
hana liggja hjá Hizbollah-hreyfing-
unni og sagði samtökin nota ránið.
Ilham Ghandour Cicippio
á Obeid sem skálkaskjól. Los Ang-
eles Times tók í sama streng en
Washington Post sagði að með rán-
inu á Obeid hefðu ísraelar boðið
hættunni heim.
Moshe Arens, utanríkisráðherra
ísraels, hafnaði í dag þeim mögu-
leika að láta Obeid lausan. „Slepp-
um við þessum glæpamanni yrði
það einungis til að hvetja til auk-
inna hryðjuverka í Líbanon,“ sagði
hann. ísraelar höfðu átt í leynileg-
um viðræðum við líbanska öfga-
menn um skipti á Obeid og þremur
ísraelskum hermönnum og vest-
rænum gíslum, en Hizbollah-sam-
tökin höínuðu þeim i gær.