Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989
29
Kveðjuorð:
Gerður Rafhsdóttir
Magnús Kristjánsson
&'á Bildndíil - Minning
Fædd 27. febrúar 1935
Dáin 13. júlí 1989
„Blessaðar, já og takk fyrir í
dag.“ Þannig hljóða lokaorðin henn-
ar Siggu í Saumastofunni eftir
Kjartan Ragnarsson. Þetta voru
líka iokaorðin hennar Gerðar Rafns-
dóttur á svið Bíóhallarinnar á Akra-
nesi þar sem hún kvaddi í hlutverki
Siggu. Og það er svo stutt síðan,
bara nokkrir mánuðir. Þá hvarflaði
ekki að okkur að þetta væri í síðasta
sinn sem við heyrðum rödd hennar
óma á þessu sviði, né að við ættum
ekki oftar eftir að stafa með henni.
Þó að við vissum, að Gerður ætti
við veikindi að stríða, gerði enginn
sér grein fyrri hve alvarleg þau
voru.
Samstilltur hópur vinnur saman
í tvo mánuði eða meira, að æfingum
og sýningum, en svo hverfur hver
tii síns heima, en allir ákveðnir í
að gera eitthvað skemmtilegt sam-
an í haust. En nú er ein úr hópnum
farin, ekki um stundarsakir, heldur
að eilífu. En sem betur fer veit
maður ekki hvað bíður hvers og
eins.
Gerður var hin sanna félagsvera,
hún unni fögrum listum og lagði
sitt að mörkum til menningarstarfs
á Akranesi. Hún starfaði með
Kirkjukór Akraness og í Skagaleik-
flokknum í mörg ár. Hún sat í stjórn
Skagaleikflokksins til dauðadags
og nutum við þar áhuga hennar og
þekkingar á góðum bókmenntum.
Gerður vildi veg leikfélagsins sem
mestan og lagði á sig ómælda vinnu
til að það gæti orðið.
Tvívegis hefur Skagaleikflokk-
num hlotnars sá heiður að sýna í
Þjóðleikhúsinu og var Gerður þátt-
takandi í báðum þeim sýningunum.
í þeirri seinni, Eðlisfræðingarnir,
lék hún einmitt aðalhlutverkið. Við
í Skagaleikflokknum söknum ekki
aðeins góðrar leikkonu, heldur einn-
ig góðs vinar, en eins og segir í
Saumastofu Kjartans: „Það er von-
laust að halda að alit verði eins og
aldrei að neitt muni breytast."
Því það mun svo sannarlega
margt breytast þegar horfin er vin-
kona og félagi. En minningin lifir
um gáfaða konu, sem unni Skaga-
leikflokknum og bar hag hans fyrir
brjósti, henni sé þökk fyrir allt og
allt.
Heill þér, söngsins gyðjan góða,
gef mér nýja trú.
Alheimsmálið allra þjðða
alein túlkar þú.
Upp á við til æðri heima,
inn í Ijóss töfrageima
byggir töfrabrú.
Drottning lista, gyðjan góða,
gef mér von og trú.
Trú á eining allra þjóða,
að er stefnir þú.
Sameina í sorg og gleði
sálir manna. I hveiju geði
bygg til hæða brú.
(Margrét Jónsdóttir.
Draumur aldamótabamsins.)
Við vottum eiginmanni, börnum
og öðrum ástvinum okkar dýpstu
samúð.
Félag Skagaleikflokksins
Fæddur 20. júlí 1905
Dáinn 14. júlí 1989
Hin svokölluðu skyldleikatengsl
geta oft farið á þann veg að vissar
persónur innan þess hrings mynda
neikvætt og lævíst hugarfar gagn-
vart einhveijum einstaklingi ættar-
innar án þess að hafa til þessy/eiga-
mikið tilefni. Þannig hefur jarðlífið
verið og er það enn í dag.
Magnús heitinn Kristjánsson var
laus við þennan hvimleiða ókost,
hann var jákvæður maður og vildi
öllum vel. Hvað lífsferii hans við-
kemur, hef ég frekar lítið um það
að segja. Aðalstarf hans var sjó-
mennska. Hann giftist árið 1930
Fanneyju Friðriksdóttur Velding og
þau áttu saman, að ég held, fjögur
börn. Af þeim eru tvö á lífi. Síðar
meir skildi leiðir þeirra hjónanna
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofú blaðsins í Hafharstræti
85, Akureyri.
og var Magnús eftir það einhleypur
maður til æviloka.
Síðastliðin 15 ár var hann sjúkl-
ingur á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur og andaðist þar.Ég
votta börnum hans og barnabörnum
mína hiuttekningu.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn
og allt er orðið rótt'.
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upprunnin
á bák við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem)
Þorgeir Kr. Magnússon
t
MINNINGARKORT
Sími:
694155
FLUGBJORGUNARSVEITIN
_______Reykjavík____
BÁTAR-SKIP
FERÐIR - FERÐAl.ÖG
ATVINNUHÚSNÆÐI
Kvóti - kvóti
Okkur vantar kvóta fyrir togarana Arnar og
Örvar. Staðgreiðum hæsta gangverð.
Upplýsingar í símum 95-22690, 95-22620
og 95-22761.
Skagstrendingur hf.,
Skagaströnd.
HÚSNÆÐI í BOÐI
Barkarskemma
Tilboð óskast í Barkarskemmu, lengd 7,50
m, breidd 9,50 m og hæð 4,85 m. Tvær stór-
ar hurðir, breidd 3,40 m, tvær litlar hurðir á
göflum, sundurtekin, tilbúin til flutnings.
Upplýsingar í síma 92-11496.
Ferðir yfir
Fimmvörðuháls
Hinar vinsælu ferðir Fjalla-hesta upp með
Skógá og yfir Fimmvörðuháls inn í Þórsmörk
og síðan, ef óskað er, um kvöldið til baka
að Skógum, hefjast um næstu helgi. Fyrst
er bókað á laugardaga, síðan föstudaga og
síðast sunnudaga. Fyrir utan hestaferðirnar
er hægt að komast upp með fjallabíl, ganga
að nokkrum fossum og síðan ganga yfir.
Lagt er af stað kl. 11.15. Hægt er að taka
Austurleiðarútu úr Reykjavík að Skógum.
Bókun og nánari upplýsingar eru veittar hjá
Guðmundi Viðarssyni, Skálakoti, sími
98-78953, hjá Ferðaskrifstofunni Sögu, sími
624040 og hjá Ferðaþjónustu bænda, sími
623640, en í því númeri er símsvari.
- Geymið auglýsinguna -
Fjalla-hestar.
Hárgreiðslufólk athugið
Til leigu á góðum stað úti á landi hárgreiðslu-
stofa ífullum rekstri. Nýtt einbýlishús fylgir.
Upplýsingar hjá Leigumiðlun húseigenda
hf., símar 680510 og 680511.
SJÁLFSTJEÐISFLOKKURINN
F É L A G S S T A R F
Formenn FUS takið eftir!
Þau félög, sem ekki hafa tilnefnt fulltrúa á SUS-þing eru beðin um
að gera það í þessari viku. Sendið tilnefningar til skrifstofu SUS,
Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík, eða hringið í sima 91-82900.
SUS.
Wélagslíf
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Ferðir Ferðaféiagsins um
verslunarmannahelgina
,4.-7.ágúst.
1. Kirkjubæjarklaustur
Lakagfgarl- Fjaðrárgljúfur.
Gist í svefnpokaplássi á Kirkju-
bæjarKlaustri. Dagsferðir^ frá
Klaustri að Lakagígum og Fjaðr-
árgljúfri.
2. Þórsmörk - Fimmvörðu-
háls. Gist í Skagfjörðsskála í
Langadal. Dagsferð yfir Fimm-
vörðuháls (um 8 klst.) að Skóg-
um, þar sem rúta þíður og flytur
hópinn til Þórsmerkur. Göngu-
feröir um Mörkina eins og timi
gefst til.
3. Landmannalaugar - Há-
barmur - Eldgjá.
Gist i saeluhúsi Ferðafélagsins í
Laugum. Gengið á Hábarm og
ekiö i Eldgjá ef faerð leyfir.
4. Sprengisandur - Skaga-
fjarðardalir (inndalir).
Gist i sæluhúsi Ferðafélagsins i
Nýjadal (1 nótt) og Steinsstaða-
skóla (2 nætur). Pantið tíman-
lega í feröirnar. Farmiðasala á
skrifstofu félagsins, Öldugötu 3.
Ferðafélag fslands.
ikíj Útivist
Ferðir um verslunar-
mannahelgina 4.-7. ágúst:
1. Þórsmörk. Heim á sunnu-
degi eða mánudegi. Gist i Úti-
vistarskálunum Básum. Göngu-
ferðir.
2. Langisjór - Sveinstindur -
Lakagfgar - Fjallabaksleið
syðri. Gist í svefnpokaplássi i
hinu vinalega félagsheimili
Skaftártungumanna, Tunguseli.
Dagsferðir þaðan. Fararstj. Ingi-
björg S. Ásgeirsdóttir.
3. Núpsstaðarskógar. Tjöld.
Kynnist þessu margrómaða
svæði. Gönguferðir m.a. að
Tvílitahyl. Fararstj. Hákon J. Há-
konarson.
4. Hólaskógur - Landmanna-
laugar - Gljúfurleit. Ný ferð.
Gist i húsum. M.a,-skoðaðir til-
komumiklirfossar í Þjórsá: Gljúf-
urleitarfoss og Dynkur. Enn-
fremur dagsferðir í Þórsmörk á
sunnudag og mánudag.
Munið fjölskylduhelgina f Þórs-
mörk 11.-13. ágúst.
Uþþl. og farm. á skrifst. Gróflnni
1, simar 14606 og 23732.
Ath: Nauðsynlegt er að panta
tjaldgistingu i Básum fyrir versl-
unarmannahelgina.
Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Ferðir Ferðafélagsins
miðvikudaginn 2. ágúst:
Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð.
Verð kr. 2.000,-
Sumarleyfi í Þórsmörk er góð
hvild fré amstri hversdagsins.
Afsláttur ef dvalið er lengur en
fvo daga.
Kl. 20.00 Hrauntungustígur -
Gjásel.
Lótt kvöldganga á Almenningum
sunnan Hafnafjarðar.
Verð kr. 600,-
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bíl. Frítt fyrir börn.
Ferðafélag Islands.
útivist
Miðvikudagur 2. águst kl. 20
Strompaheilar (Bláfjallahellar).
Létt kvöldganga og hellaskoðun.
M.a. farið i Rósahellinn. Verð
800 kr., fritt f. börn m. fullorðn-
um. Brottförfrá BS(, bensinsölu.
Útivist, ferðafélag.
Hvitasunnukirkjan
Ffladelfía
Almennur bibliulestur i kvöld kl.
20.30. Ræðumaður Garðar
Ragnarsson.
Munið Seltjarnarneskirkju kl.
20.30 í kvöld og næstu kvöld,
Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
WLennsla
Vélritunarkennsla
Ný námskeið eru að hefjast.
Vélritunarskólinn,
s. 28040.
it