Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 34
MORGUNBJAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989
34
Kveðjuorð:
Helga Magnús-
dóttir kennari
Einn sólbjartan sunnudag fyrir
fáeinum árum vorum við hjónin stödd
í nágrenni Skálhoits og sáum aug-
lýsta messu í Skálholtskirkju. Við
drifum okkur á staðinn en engin bif-
reið var sjáanleg fyrir utan kirkjuna.
Við héldum fyrst að okkur hefði yfír-
sést dagsetningin á auglýsingunni,
Ien sáum að kirkjudymar voru opnar
og gengum inn. Presturinn stóð fyrir
altari og á tveimur fremstu bekkjun-
um vinstra megin sátu nokkrir
kirkjugestir sem okkur virtist vera
heimilisfólk prestsins. Við settumst
á aftasta bekk í sömu röð og skömmu
síðar komu ung hjón og settust í
miðja kirkjuna hægra megin. Fleiri
voru ekki í kirkjunni.
Þegar ég skoðaði sálmana áttaði
ég mig á að þetta væri barnamessa
og brátt fylltist kirkjan af kröftugum
söng. Minningar frá bernskuárum
um Ijúfar og glaðar stundir í Vind-
áshlíð og KFUM og K fylltu hugann
og ég söng með af hjartans list. Eg
fór óhjákvæmilega að hugsa um
Helgu, kennarann minn úr
ísaksskóla, sem jafnframt hafði verið
forstöðukona í Vindáshlíð og oftar
en ekki stjórnað fundum á Amt-
mannsstígnum og hafði kennt mér
marga af þessum sálmum.
í kirkjunni var einstaklega af-
slappað andrúmloft. Presturinn stóð
rétt framan við fremsta bekkinn og
flutti texta sinn yfirlætislaust eins
og um samtal væri að ræða. Sólin
skein inn um opnar kirkjudyrnar, og
meðan presturinn er að tala, kemur
heimiliskötturinn og labbar makinda-
lega inn eftir kirkjunni í áttina til
hans. Lítil stúlka tók hann fumlaust
upp. Allt var þetta með einhverri
sérstakri friðsæld.
Ég velti mikið fyrir mér hvar söng-
fólkið í kirkjunni væri. Söngurinn var
mikill og fallegur og ég sá að leikið
var á lítið orgel við hliðina á kirkju-
orgelinu. Þegar messan var búin
gekk presturinn og fólkið hans út
og prestsfrúin sendi okkur geislandi
bros. Ég hinkraði við og beið eftir
að sjá hveijir hefðu sungið. Ég gekk
til konunnar við orgelið sem var að
taka saman nótumar og spurði hvort
hún gæti sagt mér hvar söngfólkið
hefði verið. Hún sneri sér brosandi
að mér. Þetta var þá Helga Magnús-
dóttir, konan sem ég var búin að
vera hugsa um alla messuna og hafði
ekki hitt í áratugi.
Það urðu miklir fagnaðarfundir.
Hún var í heimsókn hjá systur sinni
sem var gift prestinum og hafði
hlaupið í skarðið fyrir organistann.
„Söngfólkið“ við þessa sólskinsmessu
var hún og fjölskyldan.
Hún fór samstundis að tala við
okkur um altaristöfluna, kirkju-
gluggana, kirkjuna og nágrennið.
Henni var svo eiginlegt að fræða og
vekja athygli manns á umhverfinu
að hún gerði það eins og ósjálfrátt.
Ég fann að hún hafði ekkert breyst.
Hún var ekki síður gefandi við full-
orðið fólk en börn.
Mér finnst ég aldrei geta full-
þakkað að fá Helgu sem kennara í
Isaksskóla. Hún kenndi manni ekki
aðeins ljóð og lög, lestur og skrift,
heldur gerði hún það af svo mikilli
gleði að næsta skref var alltaf til-
hlökkunarefni. Eftir því sem ég verð
eldri og sé fleiri hryggilegar afleið-
ingar lélegrar kennslu á fyrstu
skólaárum vex þakklæti mitt. Hún
var ákveðin og stjórnsöm, en alltaf
glöð og mannbætandi. Það kom mér
skemmtilega á óvart þegar ég var
send í Vindáshlíð, að hún skyldi ráða
ríkjum þar. Hún stjórnaði eins og
hún kenndi. Allt var spennandi leik-
ur. í gönguferðum um nágrennið
fræddi hún um náttúruna og um-
hverfið og hvaðeina sem manni datt
í hug að spyrja hana um.
Þegar ég skrifaði bók um Þuríði
Pálsdóttur, fór ég með eintak heim
til Helgu fyrir jólin og gaf henni með
kveðju „Til fyrsta og besta kennar-
ans míns, með hjartans þakklæti".
Ég átti að sjálfsögðu ekki aðeins við
þá kennsli'. sem fer fram innan
veggja skólastofunnar, heldur þeirr-
ar óbeinu kennslu sem fólk eins og
Helga Magnúsdóttir veitir öllum sem
umgangast það með fordæmi sínu
og mannkostum.
Heimilið hennar var komið í jóla-
búning og við sátum og töluðum
saman lengi dags. Hún sagði mér
sögur af sjálfri mér, bæði úr skólan-
um og Vindáshlíð sem ég mundi
ekkert eftir og undraðist hvernig hún
gerði skil eftir öll þessi ár, hafandi
kennt þúsundum nemenda. Hún
sagðist muna jafnvel betur eftir nem-
endum fyrstu áranna en hinna síðari.
Hún sagði mér líka frá sjálfri sér,
gleðinni sem hún hefði haft af söng-
starfi gegnum árin, kennslunni og
mörgu fleiru. Þetta var persónulegt
samtal og ógleymanleg stund.
Ég færi aðstandendum þessarar
einstöku konu samúðarkveðjur og
kveð Helgu Magnúsdóttur með djúp-
ri virðingu og þakklæti.
Jónína Michaelsdóttir
Bernsku- og æskuminningar eru
okkur oft kærustu minningarnar. í
minningum mínum frá þeim árum
eru margar tengdar samvistum við
Helgu Magnúsdóttur, sem nú hefur
kvatt. Og minningarnar um þær
samvistir eru með þeim dýrmætustu
sem ég á.
Þær fyrstu tengjast sumarbúða-
dvöl í búðum KFUK þegar ég fór á
barnsaldri úr foreldrahúsum I fyrsta
skipti, kvíðin og feimin. Forstöðukon-
an söng svo fallega og hafði lag á
að laða fram söng allra, líka þeirra
allra feimnustu. Og það var svo
skemmtilegt að syngja með henni.
Forstöðukonan hét Helga. Hún var
ósérhlífin, iðaði af lífi og eldmóði.
Mikill göngugarpur var hún og hafði
allar stelpumar með sér í langri hala-
rófu. Þetta var spennandi reynsla
fyrir unga Reykjavíkurstelpu. En það
sem var allra skemmtilegast og
mesta tilhlökkunarefnið dag hvern
var að hlusta á framhaldssögur henn-
ar, og þa'er efst í huga mínum þear
hún endursagði sögurnar úr gamla
testamentinu, sagði sögurnar af
Abraham, ísak og Jakob og gerði
úr þeim langa framhaldssögu sem
entist alla vikuna, sem dvölin stóð.
Nokkrum árum síðar þegar ég var
15 ára og hóf sjálf störf með Helgu
í sumarbúðum KFUK í Vindáshlíð
kynntist ég henni enn betur og á
annan hátt. Hún var einstakur leið-
beinandi og það var mér ómetanlegt
að fá að stíga fyrstu skrefin til sjálf-
stæðis utan heimilisins með hennar
stuðningi. Samstarfið stóð lengi og
var svo farsælt að í mörg ár kom
mér ekki til hugar að velja annað
sumarstarf en sumarbúðastarfið í
Vindáshlíð. Það sem gladdi og örvaði
hvað mest var traustið sem hún sýndi
mér. Og ekki hvað síst þegar hún
fól mér ungri mikið ábyrgðarstarf.
Á skólaárum mínum í Kennara-
skóla íslands var Helga að hefja starf
þar við æfingakennslu og kennara-
nemarnir ungu fengu tilsögn og
stuðning hennar í kennslu „yngri
barna“ eins og það kallaðist. Þar
voru engin vettlingatök á málunum
hjá Helgu fremur en annars staðar
og gott var að vera þar undir hand-
leiðslu hennar. Hún tók hlutverk sitt
alvarlega og fylgdi því eftir til hins
ýtrasta.
En það sem var mér hvað mikils-
verðast var hlýjan og kærleikurinn
sem hún sýndi. Vinátta hennar var
svo einlæg og tengslin svo sterk að
þó að langur tími liði oft milli sam-
funda okkar hin síðari ár stafaði allt-
af af henni einhver geislandi ein-
lægni, sem erfitt er að koma orðum
að.
Helga átti einlæga trú, enda engin
tilviljun að hugur hennar til starfs í
KFUK var mikill. Tilgangur sumar-
starfsins í Vindáshlíð yar ekki.ein-
ungis fólginn í skemmtilegri og fjöl-
breytilegri samveru þar sem við
sungum hressilega saman „í Vind-
áshlíð, í Vindáshlíð þar vil ég eyða
sumartíð, heitar stað ég engum ann
og engan leit jafn fallegan".
Starfið er rekið af Kristilegu fé-
lagi ungra kvenna og tilgangurinn
því fyrst og fremst fólginn t boðun
Guðs orðs. Og Helga átti einlæga trú
sem hún miðlaði af bæði í söng og
frásögn. Hún hafði mikinn áhuga á
kristniboði og studdi íslenska kristni-
boðsstarfið af heilum hug. Einnig
starfaði hún að félagsmálum trúaðra
kennara á Norðurlöndum.
í mörg ár bjuggu aldraðir foreldr-
ar Helgu á heimili hennar og hún
studdi þaú og hjúkraði þeim í veikind-
um þeirra. Af sömu óeigingirni studdi
hún systur sína í veikindastríði henn-
ar uns yfir lauk. og nú var röðin
komin að henni sjálfri. Þegar ég sá
hana í síðasta sinn var hún orðin
mjög veik, en sama einbeitnin og
hlýjan og fyrr skein úr andliti hennar.
Þessi stutta kveðja er rit.uð fremur
af vilja en mætti þar sem Helga er
ein perlan í minningafesti minni. Við
erum mörg sem hefðum óskað þess
að fá að njóta samvista við hana
lengur. Systur hennar, bróður, mág-
konu, mági, systkinabörnum og fjöl-
skyldum flytjum við hjónin samúðar-
kveðjur okkar.
Rúna Gísladóttir
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast föðursystur minnar, Helgu
Magnúsdóttur, sem var okkur svo
kær.
Helga er látin voru boð er fjöl-
skylda mín fékk að heyra um leið
og við komum heim eftir hálfsmánað-
ar frí hjá ættmennum okkar á er-
lendri grund.
Það kom okkur ekki á óvart. Við
höfðum fylgst vel með veikindum
Helgu, en hún veiktist alvarlega fyr-
ir tæpu ári og í vor og sumar fór
heilsu hennar hrakandi.
Fyrir unga drengi okkar var fregn-
in erfið því mikill söknuður er að
Helgu frænku.
Hún geislaði af lífi og gleði og frá
henni þekktu þeir bara kærleika og
hlýju.
Oft var spurt í ferðinni á erlendri
grund „Hvernig heldur þú að Helgu
líði núna, er ekki örugglega einhver
hjá henni“. Afi, amma og Didda
frænka umvöfðu Helgu þessa síðustu
daga og gættu þess að -hún væri
ekki ein.
Helga giftist aldrei en átti unnusta
er lézt langt um aldur fram. Engin
börn átti hún heldur. En Helga var
mjög barngóð og var allt hennar
ævistarf tengt börnum, sem kennari
og sem forstöðukona í sumarbúðum
KFUK í Vindáshlíð í mörg ár.
Helga átti 5 bróðurbörn og feng-
um við systkinin oft að njóta henn-
ar, en lífsgleði hennar og leikgleði
áttu sér lítil takmörk:
Mér er svo minnisstætt úr æsku
er við systkinin fórum í okkar fínasta
skart ár hvert þann 1. desember, því
þá voru „litlu jólin“ hjá Helgu
frænku.
Þá var föndrað og leikið og sung-
ið allan daginn með Helgu í farar-
broddi og stórt langborð eftir borð-
stofunni fullt af krásum sem börn
kunnu að meta.
Síðar er okkar böm komust á legg
fundu þau fljótt að gott var að vera
nálægt Helgu, hún hafði alltaf tíma
til að hlusta og gefa sig að börnum
í leik og söng.
A stórhátíðum með fjölskyldunni
eða á mannamótum settist Helga svo
oft við píanóið og söng af hjartans
list og smitaði þannig frá sér að all-
ir tóku undir og verður nú sárt sakn-
að.
Minningar streyma fram og
drengirnir minnast einnig margs, það
var svo gaman ef Helga og Didda
frænka áttu að gæta þeirra eina og
eina kvöldstund.
Eftirvæntingin sem svo sannar-
lega var skiljanleg, því um leið og
komið var inn úr dyrunum var farið
í feluleik um allt hús og síðan var
skoðað í veskið hennar Helgu, sem
alltaf hafði að geyma eitthvað gott
og einnig eitthvað skemmtilegt.
Og þegar pabbinn og mamman
komu heim var allt dottið I dúna-
logn, en föndrið á borðinu og bæk-
urnar allt í kring báru vott um að
hér hafði verið ánægjulegt kvöld. Það
er margs að minnast og þakklæti
efst í huga.
Það var erfitt að fylgjast með veik-
indum Helgu. Hún sem hafði svo
gaman að vera með á mannamótum
og skiptast á skoðunum og oft hrók-
ur alls fagnaðar átti nú erfitt með
að tjá sig.
En hún gat beðið til Guðs, þess
er hún setti allt sitt traust á í öllu
sínu lífi,
Ég bið þig faðir blíði
um bót í lífsins striði
[■ Jesú nafni nú.
í hæðir hjartað mænir,
þú heyrir allar bænir
í Jesú nafni, í Jesú trú.
(Valdimar Briem)
Blessuð sé minning Helgu Magn-
úsdóttur.
Rósa, Ragnar, Baldur,
Pétur og Einar Helgi.
t
Sonur okkar,
TEITUR EIRÍKSSON
frá Laugarvatni,
lést á heimili sínu, Karolinevej 9, Middelfart, Danmörku, mánudag-
inn 31. júlí.
Ásbjörg Teitsdóttir,
Eirikur Eyvindsson.
t
Móðir okkar, tengdamóöir og amma,
AÐALHEIÐUR M. JÓHANNSDÓTTIR,
Stóragerði 38,
sem lést 26. júlí sl., verður jarðsuhgin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 3. ágúst kl. 15.00.
> j ' ‘ Blóm,erú vinsamlegast afþökkuðen þeim sem vilja minnast henn-
* '• ar er bent á Hjartavernd eðá.aðrpr líknarstofnanir.
Guðmundur Hallgrímsson,
Jóhanna H. Gunnarsd. Hinz, Hans Gunnar Hinz,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Sverrir S. Gunnarsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir,
Hörður S. Gunnarsson, ÁsaSólveig,
Aðalheiður Birna Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
JÓNA SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Skipasundi 87,
Reykjavík,
lést á heimili sínu 21. júlí.
Jarðarförin fer fram á Hofi í Vopnafirði miðvikudaginn 2. ágúst
kl. 14.00.
Foreldrar, systkini og fjölskyldur þeirra.
t
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
KARA ÁSLAUG HELGADÓTTIR,
Frakkastig 7, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl.
13.30.
Ingibjörg Jónsdóttir, Sigurður Kristjánsson,
Áslaug Sigurðardóttir,
Sigrún Sigurðardóttir,
Jón Sigurðsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir,
GUOMUNDUR SIGURGEIR ILLUGASON,
Háahvammi 15,
Hafnarfirði,
andaðist 30. júlí.
Jarðsett verður frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. ágúst kl.
13.30.
Sigurbjörg Kristinsdóttir,
börn, tengdasynir og systkini.