Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 36
3Í--------------------------------------.................MÖfetatáíBLkÐIÐ MIÐVÍMjBAGBlt1 $ fClK í fréttum HOLLAND Þolinmæðin þrautir vinnur allar Stauraseta er íþróttagrein sem á vaxandi vin- reyna á staðfestu , þolinmæði og andlega yfirvegun sældum að fagna erlendis. Þessi mynd var tek- keppenda. Keppnin stóð yfir í sex sólarhringa og in í Hollandi á dögunum er þar fór fram heimsmeist- voru menn umsvifalaust dæmdir úr leik ef þeir arakeppni í þessari grein sem öðrum fremur þykir brugðu sér frá í einkaerindum. BARNSFAÐERNISMAL Tom Jones dæmdur faðir lítils drengs Söngvarinn Tom Jones sem er 48 ára gamall hefur nýlega eignast son. Ekki þó með eiginkonu sinni Lindu heldur bandarískri konu sem heitir Katherine Berkery. Hún höfðaði barnsfaðémismál á hendur söngv- aranum þar sem hún hélt því fram að Tom hefði boðið henni og vinkonu sinni upp á hótelherbergi þegar hann var á ferð í New York í október árið 1987. Katherine sagði að hún og Tom hefðu verið saman í fjóra daga og að sonur sinn væri ávöxtur þess sambands. Læknar báru að 99,7% líkur væru á því að Tom væri faðir litla drengsins og þrátt fyrir að Tom kannaðist ekki einu sinni við að hafa séð móðurina, þá var hann dæmdur faðirinn. Tom Jones var ekki viðstaddur réttarhöldin í málinu heldur dvaldi hjá eiginkonu sinni í Englandi. Þau hafa verið gift í yfir 30 ár en þegar dómur féll krafðist Linda skilnaðar og helmings af eigum þeirra hjóna. Katherine var hins vegar afar glöð yfir því að sonur sinn væri ekki lengur ófeðraður en þangað til úrskurðað verður um framfærslueyri til handa barninu var Tom Jones gert að greiða sem svarar ellefu þúsund ísl. krónum í meðlag á viku. BARNALÁN Með sex lítil börn á heimilinu Það er í nógu að snúast hjá hjón- unum Marie-Claude og Daniel Adams í Frakklandi en þau eignuð- ust sexbura 14. janúar sl. Þeir fæddust tveimur mánuðum fyrir tímann og þurftu því að dvelja nokkuð lengi á sjúkrahúsinu í París en eru nú komnir heim. Eins og gefur að skilja fylgir mikið umstang litlu börnunum og franska ríkið hefur því útvegað foreldrunum heimilisaðstoð allan sólarhringinn. Allan daginn er verið að skipta á börnunum og þvo af þeim. Sem dæmi má nefna þá þarf að gefa þeim 30 pela á sólarhring og þrjár manneskjur þarf til að fara með sexburana út að ganga. Börnin, sem eru tveir drengir og fjórar telpur, sofa tvö í hveiju rúmi en það er ekki bara til að spara pláss heldur vilja foreldrarnir að þau finni ná- lægð hvors annars eins og þau gerðu í móðurkviði. Sexburarnir þykja stilltir og þægir og segist pabbinn vera sérstaklega feginn því vegna þess að hann vinnur á nótt- unni og þarf að sofa á daginn. Telpurnar hafa nú verið skírðar Coralie, Doriane, Gaelle og Melanie en drengirnir Kevin og Cederick. Beatrice litía er hárprúð eins og móðir sín. Dómstóll í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að Tom Jones sé faðir þessa litla drengs sem sést hér í fangi móður sinnar. L- . ^ ' ‘ ■ > ■* BRESKA KONUNG SFJÖLSKYLDAN Söru langar í annað barn Sara Ferguson, hertogaynja af Jórvík, hefur trúað vinum sínum fyrir því að hana langi til að eignast annað barn sem fyrst. Hún á eina dóttur, Beatrice, með manni sínum, Andrési prins, en nú finnst Söru kominn tími til að Be- atrice fái lítið systkini. Líklega hef- ur það sitt að segja að Andrés sigl- ir með breska flotanum í september og er ekki væntanlegur heim aftur fyrr en eftir heilt ár. Því vonar Sara að hún verði barnshafandi sem fyrst svo þær mæðgurnar verði ekki einmana þangað til Andrés kemur aftur. ; É|b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.