Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
~~ Guðmundsson
PllltÓ
í dag er það umíjöllun um
Plútó sem er síðust og fjarlæg-
ust plánetanna. Plútó er tákn-
rænn fyrir innra sálarlíf og
huldari þætti tilverunnar, svo
sem tilfinningalega og sál-
ræna krafta sem eru á milli
manna.
Ógnvekjandi?
Orka Plútós þykir heldur dökk
og ógnvekjandi þó raunveru-
leikinn sé hversdagslegri, því
Plútó er hvorki betur né verri
en aðrar plánetur. Það sem
endanlega skiptir máli er það
hvernig við meðhöndlum orku
hans.
Völd og hreinsun
Aðalmerking Plútós er
tvíþætt. Annars vegar er hann
táknrænn fyrir völd og hins
vegar fyrir hreinsun og endur-
sköpun. Það má segja að hann
sé dauði þess gamla sem end-
urfæðist og umbreytist í nýjan
búning. Fólk sem hefur Plútó
sterkan þarf oft að takast á
við kaflaskipti og leitar oft
-t undir yfirborðið, vill svipta frá
hulunni og finna kjarna og fræ
að nýrri byijun.
Hœgöalosun
í daglegu lífi birtist Plútó á
nokkra vegu. Hvað varðar
hreinsunarþáttinn, þá fylgir
honum oft mikill áhugi á öllu
sem viðkemur hægðum, eða
því að hreinsa úrgang úr
líkamanum. Þó þetta hljómi
kannski undarlega, er stað-
reyndin eigi að síður sú að til
er fólk sem hefur mikinn
áhuga á hægðamálefnum. Það
selst t.d. töiuvert af stólpípum
og skrifaðar eru lærðar grein-
ar um nauðsyn þess að hafa
góðar hægðir. (Ef Plútó er iila
tengdur er hætt við að líkam-
inn eigi í erfíðleikum með það
að vinna úr og losa sig við
úrgang.)
Engin hrœsni
í öðru lagi birtist hreinsunar-
árátta Piútós á sálrænan hátt,
í þörf fyrir að stinga á yfir-
borðsmennsku og hræsni í
mannlegu samfélagi eða í
mannlegri hegðun. Plútó getur
skapað persónuleika sem bros-
ir kaidhæðnisiega að yfir-
borðsmennsku mannlífsins,
eða talar hvössum rómi um
spillingu þjóðfélagsins. Hvöss
rannsóknarblaðamennska er
t.d. Plútó-Merkúr fyrirbæri.
Enga afskipta-
semi
Plútó tengist völdum. Það birt-
ist í því að vilja hafa 100%
völd yfir eigin lífi. Plútó þolir
ekki að láta ráðskast með sig
og þolir ekki afskiptasemi
annarra. Hann hlustar ekki á
stjórnmáiamenn sem segja að
nú þurfi allir að herða ólarn-
ar, taka saman höndum
o.s.frv. Hann brosir kuldalega
og telur slíkt fals nema 'hann
sjái stjómmálamanninn sjálf-
an herða ólamar.
Einbeiting
Ef stjómmálamenn herða
sjálfir ólina má hin% vegar
búast við að stuðningur hans
verði 100%. Það er einmitt
eitt af Plútómálunum, að gefa
ekkert eða gefa allt. Það má
kalla þetta öfgar eða einbeit-
ingu, en ekki hálfkák.
Undirheimar
Ef Plútó er ekki í aðstöðu til
^ að stjórna eða ráða, þá dregur
hann sig í hlé eða færir sig
um set. Það er því svo að
stundum fer Plútó niður í und-
irheima, eða eins og einn Plútó
sagði: „Eg er kóngur betlar-
anna!“ Ef hann staðsetur sig
ekki bókstaflega í undirheim- .
um þjóðfélags þá kafar hann
^ niður í eigin undirheima, enda
eru lykilorð hans sálfræðing-
ur, öskukall, garðyrkjumaður
(sálarinnar) og læknir.
GRETTIR
DDCIUHA CTA DD
BKtlMUA o 1 AKK
LJÓSKA
FERDINAND
í dag er afmælisdagur Beethov-
ens! Er það. Hvað keyptirðu fyrir
mig?
Maður kaupir ekki gjafir fyrir
stelpur á afinælisdegi Beethovens.
En sú sóun.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Danska_ kvennasveitin sem
sigraði á ÓL sl. haust náði aldr-
ei að blanda sér í baráttuna um
efsta sætið á Evrópumótinu í
Turku. Þýsku konurnar sigruðu
eftir harða baráttu við þær hol-
lensku, en þessar sveitir skáru
sig nokkuð úr. Frakkar lentu í
3. sæti og Danir í 4., sem auðvit-
að er ágætis árangur. Hér er
hörku slemma, sem þær Bettina
Kalkerup og Kirsten Steen Möll-
er renndu sér í á móti Bretum:
Vestur gefur; AV á hættu.
Norður
♦ 2
VG875
♦ DG9864
Vestur +AD
♦ DG8764 „
▼kd II
♦ K72
♦ 96
Suður
♦ ÁK9
V Á10432
♦ Á5
*KG3
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði 2 tíglar Pass 2 hjörtu
Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd
Pass 5 tíglar Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Útspil: spaðadrottning.
Bettina Kalkerup hélt á spil-
um suðurs og var fljót að finna
vinningsleiðina. Hún drap á
spaðaás og lagði niður hjartas í
öðrum slag. Hreinsaði svo upp
svörtu litina og spilaði trompi.
Vestur fékk slaginn og varð að
spila frá tígulkóngnum eða
spaða út í tvöfalda eyðu.
í sjálfu sér ekki flókin spila-
mennska. Hins vegar ber að taka
eftir þeirri vandvirkni að leggja
niður trompásinn í öðrum slag.
Þá er þyngra fyrir vestur að
henda kóngnum undir með Kx.
_________Brids_____________
Amór Ragnarsson
Bikarkeppnin
Síðasti leikurinn úr 32ja
sveita úrslitum Bikarkeppni
Eurocards og Útsýnar fór fram
á mánudagskvöldið 31. júlí. Þar
mættust Skrapsveitin og sveit
Sameindar, og náði Skrapsveitin
að vinna nauman og óvæntan
sigur á sveit Sameindar. Munur-
inn var aðeins tveir impar í lok-
in, 99-97, en Skrapsveitin leiddi
allan leikinn. Skrapsveitin á leik
við sveit Sigfúsar Arnar Árna-
sonar í 16 sveita úrslitum.
í 16 sveita úrslitum hafa þrír
leikir farið fram til þessa. Sveit
Sigmundar vann sveit Guðlaugs
Sveinssonar. Sveit Braga
Haukssonar lék gegn sveit
Trésíldar frá Reyðarfirði laugar-
daginn 29. júlí, og vann sveit
Braga með 14 impa mun, loka-
tölur 83-69. Mánudagskvöldið
31. júlí fór einnig fram leikur
Flugleiða og Guðmundar Eiríks-
sonar, og hafði sveit Flugieiða
öruggan sigur úr þeirri viður-
eign, 132-73. Fresturinn fyrir
16 sveita úrslit rennur út þann
10. ágúst, og sveitir, sem geta
ómögulega spilað innan þeirra
tímamarka, verða að hafa sam-
band við mótanefnd BSÍ, til sam-
ráðs um áætlanir.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
: fWotgtinlilCftbU)
Austur
♦ 1053
V96
♦ 103
♦ 1087542