Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989 19 Red Lobster endumýjar samning um kaup á ufsa „Fagna yfírlýsingu grænfriðunga,“ segir forstjóri Coldwater Veitingahúsakeðjan Red Lobster endurnýjaði í gær pöntun sína á ufsa frá Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Red Lobster hefiir ekki keypt sjávarafurðir af Coldwater á þessu ári vegna herferðar grænfriðunga, sem hætt var í gær. Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater sagði við Morgunblaðið að Red Lobster keðjan hefði verið stærsti einstaki kaupandi að ufsa- flökum í Bandaríkjunum og keypt árlega ufsa fyrir jafnvirði um 3-400 milljóna króna. Magnús sagðist fagna því að grænfriðungar hefðu nú lýst því yfir að herferðinnni gegn íslenskum sjávarafurðum væri hætt. „Þessi yfirlýsing var svo sannar- lega löngu tímabær því Alþjóða- hvalveiðiráðið gaf það rækilega til kynna á síðasta fundi sínum, að rannsóknaráætlun okkar stangaðist ekki á við samþykktir ráðsins. Við höfum látið helstu viðskiptavini okkar vita um þróun málsins upp á síðkastið og væntum þess einnig að grænfriðungar komi þessum upplýsingum á framfæri til þeirra fyrirtækja sem þeir hafa nálgast," sagði Magnús. Hann sagði að Goldwater hefði nú áhyggjur af þeim áhrifum sem neikvæður áróður grænfriðunga hefði hugsanlega haft á aðila sem ekki hafa látið í ljós áhyggjur og Coldwater hefði því ekki haft tæki- færi til að leiðrétta mögulegan mis- s'kilning. „Það sem hefur þó dregið veru- lega úrmætti áróðursins, er að sjáv- arútvegsráðherra gætti þess að ís- lendingar lentu ekki í útistöðum við Bandaríkjastjóm. Af þeim ástæðum var vísindaáætluninni breytt nokkr- um sinnum svo taka mætti tillit til aðstæðna í Bandaríkjunum án þess að víkja frá meginstefnunni. En þetta er búinn að vera erfiður tími, og hér fagna allir því að vera laus- ir við þetta. Það er við nóg annað að glíma, ef koma á fiskinum út á skikkanlegu verði, þótt strögl vegna svona mótmæla bætist ekki við,“ sagði Magnús. Mótmælum grænfriðunga í Bandaríkjunum var aðallega beint gegn veitingahúsakeðjunum Burg- er King, Long John Silver’s, Treac- her’s, Red Lobster og Marriott. Af þeim hætti Red Lobster viðskiptum um tíma við Coldwater og Long John Silver’s hætti að kaupa sjávar- afurðir af Iceland Seafood, sölufýr- irtæki Sambandsins, en hélt áfram viðskiptum við Coldwater. Ein stór veitingahúsakeðja, Hardy’s, hætti í miðjum samningaviðræðum við Coldwater vegna mótmælanna. „Þegar á heildina er litið, létu þó fæstir undan hótunum, heldur héldu áfram að kaupa íslenska gæðafiskinn," sagði Magnús Gúst- afsson. Grænfriðungar tilkynntu í gær að þeir hefðu látið af aðgerðum gegn íslendingum, þar sem hvalveiðum hefði nú verið hætt. Þeir tóku þó fram, að hæfiist veiðar á ný, myndu þeir sýna andstöðu sína í verki. Myndin var tekin í hvalstöðinni við Hvalfjörð. Skynsamleg ákvörðun - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra segist te^ja það skyn- samlegt af hálfu grænfriðunga að hafa hætt herferðinni gegn íslensk- um sjávarafurðum, svo saklausir aðilar, sem ekkert hafí haft með ákvarðanir um hvalveiðar að gera, liggi ekki lengur undir stöðugum óþægindum. „Ég tel að þessi vinnubrögð óheiðarleg en tel ástæðulaust að grænfriðunga hafi verið mjög ræða meira um fortíðina. Vonandi Betra er seint en aldrei - segir forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segist fagna því að grænfriðungar hafi hætt herferð sinni þótt seint sé. „En betra er seint en aldrei“, sagði Steingrímur. Hann sagðist leggja áherslu á með þessum samtökum, til dæmis að hann vildi hafa gott samband að vori, um umhverfismál í Norður- við alla friðunarsinna, sem vildu höfum,“ sagði Steingrímur. vernda náttúru og umhverfið. „Ef grænfriðungar eru nú að Hann sagði síðan að afstaða sín tala um slíkt samstarf er ég mjög til hvalveiða væri óbreytt, að hann opinn fyrir því og hef raunar hvað teldi að nýta bæri hvalastofnana eftir annað sagt, að ég vilji gjarnan undir vísindalegu eftirliti og gæta að við beittum okkur fyrir ráðstefnu jafnvægis í náttúrunni. hafa þeir lært eitthvað af þessu og freistast ekki til að taka upp þess- háttar vinnubrögð aftur,“ sagði Halldór. Fulltrúar ^grænfriðunga sögðu í gær, að ef íslendingar hæfu aftur hvalveiðar, myndu Greenpeace- samtökin hefja baráttu á ný, burt- séð frá afstöðu Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Um þetta sagði Halldór: „Aðilar sem eru ekki tilbúnir til að hlýta vísindalegum niðurstöðum og al- þjóðlegu samstarfi eru um leið að betjast gegn lýðræðislegum vinnu- brögðum í alþjóðlegu samstarfi. Þeir eru með þessu að segja, að þeir muni beita öllum brögðum til að grafa undan samstarfi á þessu sviði, sem kemur vissulega ekki á óvart. Ég hef ekki breytt um skoð- un í þessu efni: ég tel að það eigi aldrei að láta undan hótunum slíkra aðila.“ Ú T I H Á T í Ð I N í ÁRNESI, GNÚPVERJABÆJARHREPPI HESTALEIGA • LEIKJADAGSKRÁ KVÖLDVERÐUR MEÐ VÍNVEITINGUM TJALDSTÆÐI MEÐ HEITUM POTTI OG GÓÐRI HREINLÆTISAÐSTÖÐU STUTT í SUNDLAUG AÐEINS KLUKKUTÍMA AKSTUR FRÁ REYKJAVÍK MIÐAVERÐ FYRIR ALLA HELGINA KR. 2.950,- AUK ÞESS ER HÆGT AÐ KAUPA MIÐA FYRIR EINSTÖK KVÖLD. KVÖLDVERÐARGESTIR FÁ FRÍTT INN Á BALLIÐ • BORÐAPANTANIR ( SlMA 98-66504 $

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.