Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989
*
i
í
(
i
I
Með
morgimkaffmu
Tengdapabbi og mamma
eru fyrir löngu búin að
kaupa uppþvottavél...
HÖGNI HREKKVÍSI
flpl# \\ •m ?, r? * ' t «2 P
„ pöú.1 -- HANJN FÚKhi &ÓOA LÚPU /HE-Ð
j?E-SSÚ ! "
Einhverfiim bömum vísað fi*á
Til Velvakanda.
Tilefni þessara skrifa er hroki
og fordómar sem við, nokkrir upp-
eldisfulltrúar og nemendur við Dal-
brautarskóla, urðum fyrir á einu
veitingahúsi borgarinnar nú fyrir
skömmu.
Við Dalbrautarskóla er sérjeild
fyrir einhverf börn. Einn liðúr í
meðferð þessara barna eru vett-
vangsferðir einu sinni í viku. Mark-
mið slíkra ferða er að börnin kom-
ist í snertingu við mannlífið með
beinni og náinni reynslu og læri að
„hegða sér rétt“ við mismunandi
aðstæður. Með vaxandi skilningi á
umhverfi sínu líður einhverfum
börnum betur. Þau bregðast við á
jákvæðari hátt og auka möguleika
sína á tengslum við annað fólk.
í tæpt ár höfum við víða komið
við á ferðum okkar og alls staðar
mætt velvilja, skilningi og kurteisi.
Miðvikudaginn 19. júlí fórum við,
— fjórar konur og fjögur 6—7 ára
Til Velvakanda.
Þeir sem leið hafa átt framhjá
görðum um lágnættið í myrkrinu
og rigningunni síðustu vikur, hafa
hugsanlega tekið eftir mannaferð-
um þar. Ef þetta fólk gengur um
garðinn hokið, læðist fet fyrir fet
og bregður fyrir sig geisla vasa-
ljóss, má vegfarandi vera um að
hér eru maðkatínslumenn á ferð.
Nú getur þetta verið ósköp eðli-
legt næturráp. Garðeigandi eða
fólk með leyfi að afla sér beitu í
næstu laxveiðiferð. En vegfarandi
má allt eins búast við því að þetta
sé önnur gerð fólks, sem þeir ættu
að hafa afskipti af, ef þeir vissu
hið sanna, og koma í hendur lög-
reglu. Oftar en hitt kemur slíkt
fólk upp um sig með flóttalegum
börn — niður að tjörn að gefa önd-
unum. Að því loknu ákváðum við
að setjast inn á veitingastað og fá
okkur hressingu. Fyrir vaiinu varð
Kínahúsið við Lækjargötu. Þegar
við komum þangað inn kallaði eitt
barnið „pissa“ _og hljóp af stað í
leit að salerni. í því kom þjónustu-
stúlka og sagði með þjósti að salern-
in væru aðeins fyrir matargesti.
Hún gerði ekki minnstu tilraun til
að komast að því hvað við vildum
þarna inn, hvað þá að bjóða okkur
sæti eða matseðil. Hún horfði með
fyrirlitningu á börnin, sem líta að
öllu leyti út eins og önnur böm og
það hnussaði í henni. Ein okkar
reyndi að ná sambandi við stúlkuna
og sagði að þessi börn væru ein-
hverf og vildi útskýra hegðun
drengsins sem hljóp að salerninu.
Stúlkan virtist ekki hlusta en yfir-
gaf okkur þarna eins og illa gerða
hluti. Þegar hún kom aftur var með
henni karlmaður, sem fyrirvara-
viðbrögðum þegar aðra ber að og
það veit upp á sökina.
Hér eru á ferð maðkaþjófarnir
senj svífast einskis. Þeir virða
hvorki eignarrétt manna né frið-
helgi heimila. Þeir eru margir
hveijir ekki í maðkatínslu fyrir eig-
in veiðiferð, heldur er markmiðið
að selja maðkana á uppsprengdu
verði í næstu þurrkatíð og græða.
I mínum huga eru þessir menn
þjófar. Það væri enginn eðlismunur
á því, að þeir tíndu öll rifsberin í
garðinum mínum eða tækju reið-
hjólið mitt, sem ég kynni að hafa
geymt úti um nóttina og auglýstu
þetta síðan til sölu.
Það eru líka til aðrar mikilvæg-
ar hliðar á þessu. Þetta aumkunar-
verða fólk skilur þær ekki. Það
skilur ekki þátt maðksins i lífríki
laust hellti sér yfir okkur á máli
sem illa gekk að skilja. Við reyndum
að útskýra okkar mál með litlum
árangri þó, því við komumst aidrei
að. Að lokum var þessi maður orð-
inn svo illilegur ásýndum og öskraði
jafnframt „just get out, just get
out“, að við sáum okkar óvænna
og hrökkluðumst út á götu ringlað-
ar og hissa.
Það má taka fram að börnin
höfðu öll verið stillt (fyrir utan sal-
ernishlaupið) og enginn gestur var
fyrir á veitingahúsinu. Við spyrjum
okkur nú hvort þetta viðhorf sem
við mættum á Kínahúsinu séu for-
dómar í garð barna almennt eða
einskorðist við þá sem ekki haga
sér nákvæmlega eftir settum sam-
félagsreglum.
Hvort heldur sem er, er það jafn
sorglegt og fólkinu í Kínahúsinu til
lítils sóma.
Fjórir uppeldisftilltrúar
garðsins. Það ræðst á þennan
hlekk og stefnir honum í voða. En
sárast er að horfa upp á eyðilegg-
inguna. Margra vikna vinna við
snyrtingu beða fer í súginn og blóm
sem kosta mikla fjármuni, eru
troðin niður. Síðan liggur moldar-
slóðin um stéttir og stíga út að
bíl ódæðismannanna.
Erfitt er að hafa hendur í hári
þessa fólks. Það er ekki víst að
það komi þegar maður leggur það
á sig að vaka. Dæmi veit ég um
það í mínu hverfi, að ijölskyldur
hafa stundað þessa iðju. Sést hefur
-til kvenna, karla og barna. Þokka-
legt uppeldi það!
Ég hvet alla til samátaks um
að uppræta þessa plágu. Fjölmarg-
ir garðar í borginni eru dýrmætar
perlur í umhverfinu. Þeir eru ekki
aðeins gleðigjafar eigendum
sínum. Við hin njótum þess líka
að horfa á þá og dást að fegurð
þeirra.
Garðeigandi
MAÐKAÞJÓFAR
Víkveiji skrifar
egar íslendingar hittast er-
lendis berst talið fljótt að því
hvernig ferðalagið yfir hafið með
Flugleiðum eða Arnarflugi hafi
gengið, hvort vélar hafi verið á
áætlun eða eitthvað forvitnilegt
gerst. Víkveiji flaug utan á dögun-
um, þegar þokan var sem mest og
setti áætlun flugfélaganna úr
skorðum. Heppnin var með
Víkveija því að Flugleiðavélin til
Lúxemborgar fór frá Keflavík á
áætlun og lenti vegna meðvinds
fyrr en ráðgert hafði verið.
Vinafólk Víkveija ætlaði með
sömu vél út til Islands þennan
sama dag og var í flughöfninni í
Lúxemborg, þegar Víkveiji hafði
heimt farangur sinn og farið í
gegnum tollinn. Sagði það þá sínar
farir ekki sléttar, þar sem í ljós
hefði komið, þegar ættunin var að
skrá sig á vélina, að sólarhrings
töf yrði á heimferðinni. í stað þess
að fá brottfararspjald fékk fólkið
ávísun á hótel í Lúxemborg og var
þá sagt að flogið yrði með það til
Islands sólarhring síðar.
Áður en þessir ferðalangar
héldu af stað til Lúxemborgar til
að taka flugvélina höfðu- ferðir
hennar verið kannaðar bæði með
því að hringja til afgreiðslu Flug-
leiða í Keflavík og almenna af-
greiðslu á flugvellinum í Lúxem-
borg. Á hvorugum staðnum var
annað gefið til kynna, en farþegar
ættu að gefa sig fram á réttum
stað og tíma, • enda yrði vélin á
áætlun. Það stóðst en vélin fór
bara með aðra farþega en áttu
bókað far með henni! Þeir lentu 'í
24 tíma seinkun!
xxx
Um svipað leyti var annað vina-
fólk Víkveija á leið til ís-
lands, einnig frá Lúxemborg. Flug-
vélin reyndi tvisvar að lenda í
Keflavík og sáu farþegarnir í
græna fóstuijörðina undir þok-
unni. Af öryggisástæðum létu flug-
mennirnir af frekari tilraunum og
sneru til Glasgow og var lent þar
að kvöldi til. Þegar gengið var inn
í flugstöðina í átt að hóteli sem
Flugleiðir útveguðu, veltu farþegar
því fyrir sér hvenær nauðsynlegt
væri að vakna daginn eftir og sagði
þá flugliði, að það skyldu menn
gera klukkan sjö. Þegar á reyndi
var nauðsynlegur hvíldartími
áhafnarinnar ekki runninn út fyrr
en um hádegisbilið daginn eftir,
þannig að þessi tímasetning var
röng.
Fyrir hádegi voru farþegar
skráðir samtímis inn í þá vél Flug-
leiða sem beið um nóttina í Glas-
gow vegna þokunnar og áætlunar-
vél Flugleiða Jiann daginn, sem
átti að fara til Islands um hádegis-
bilið samkvæmt áætlun. Það var
ekki fyrr en farþegarnir með áætl-
unarvélinni lásu á skjá í brott-
fararsalnum, að þeir sáu að þeirra
vél seinkaði um sjö klukkustundir,
og máttu þeir bíða í salnum í þann
tíma.
xxx
Nokkrar vikur eni liðnar síðan
farþegum frá Lúxemborg til
Orlando með Flugleiðum var til-
kynnt við komuna til Keflavíkur,
að þeir ættu að gista eina nótt á
Laugarvatni vegna þess að flugvél-
ina þyrfti að nota ti annars en að
flytja þá áfram. Víkveiji heyrði því
fleygt að tveir farþegar úr þessum
hópi hefðu ákveðið að kæra Flug-
leiðir fyrir mannrán. Þessa sögu
selur Víkveiji ekki dýrara en hann
keypti hana. Hitt er víst, að reynsl-
an eins og sú sem hér hefur verið
lýst á að jafnaði rætur að_ rekja
til óviðráðanlegra atburða. Á hinn
bóginn sætta menn sig betur við
að lenda í atvikum sem þessum
ef fyrirtækið sem hefur selt þeim
þjónustu kemur fram við þá af
hreinskilni og gefur greinargóðar
upplýsingar, ef eitthvað fer úr
skorðum.
Þessum vangaveltum um undar-
lega atburði í flugi má ljúka með
spurningu um það, hvernig nokkr-
um datt í hug að lýsa nýjum þyrlu-
palli í Kolbeinsey sem „keilulaga“
eins og gert var á baksíðu Morgun-
blaðsins 20. júlí. Hefði ekki verið
betra að lenda á Kolbeinsey eins
og hún var heldur en að breyta
henni í strýtu eða keilu? Getur
keila á Kolbeinsey verið 7 metrar
í þvermál?