Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
MIÐVIKUDAGUR 2. AGUST 1989
43
tofam
FOLX
■ KRISTJAN Kristjánsson ,
markahæsti leikmaður Þórs í sum-
ar, var Ijarri góðu gamni í gær-
kvöldi en hann lék ekki með liði
sínu gegn KA vegna meiðsla.
■ JON Grétar Jónsson fram-
heiji KA-manna var heldur ekki
með sínum mönnum í uppgjöri
Akureyrarliðanna. Jón Grétar
nældi sér í flensu í sólinni á Akur-
eyri, hann er eflaust ekki vanur
svo góðu veðri enda lék drengurinn
áður með Val í Reykjavík.
■ SVEINN Pálsson varnarmað-
ur úr Þór, lék sinn síðasta leik með
liðinu í gærkvöldi. Sveinn er á leið
til Bandaríkjanna til náms.
■ FINNUR Kolbeinsson lék
fyrsta leik sinn í 1. deild með Fylki
gegn KR í gærkvöldi.
■ HEILMIKIL rekistefna varð
eftir að Heimir Guðjónsson hafði
skorað fyrra mark KR gegn Fylki
í gær. Ástæðan var sú, að Sæ-
mundur Víglundsson, dómari,
hafði séð Gísla Guðmundsson,
línuvörð, lyfta flaggi sínu eilítið en
setja það síðan snöggt niður aftur.
Eftir að Sæmundur hafði ráðfært
sig við Gísla dæmdi hann markið
gilt. Ástæðan fyrir því að Gísli hóf
ftagg sitt á loft, var ekki sú að
hann sæi einhvem rangstæðan eins
og sumir áhorfendur héldu, heldur
sú að hann sá einn varaboltanna
sem hafðir em til taks við markið,
rétt utan við stöng og hélt ör-
skamma stund að skot Heimis hefði
farið framhjá markinu.
KARFA
Magnús
íVal
Stærsti íslenski leik-
maðurinn í deildinni
agnús Matthíasson, sem leik-
ið hefur í Bandaríkjunum,
hefur ákveðið að leika með Vals-
mönnum í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í vetur. Hann leikur þar
við hlið Matthíasar, bróður síns.
Magnús er stærsti íslenski leik-
maðurinn í deildinni, 2,05 m, og
hefur leikið í Bandaríkjunum und-
anfarin sjö ár. Hann lék í 1. deild
í háskólakörfuboltanum með Rice-
háskólanum í Houston. Magnús
hefur reyndar ekki leikið mikið með
landsliðinu vegna náms en lék sex
leiki með liðinu 1987.
„Það er gott að koma í Val og
þetta var eina félagið sem kom til
greina. Það verður gaman að leika
með Matthíasi bróður mínum í vet-
ur,“ sagði Magnús.
í kvöld
í kvöld er einn leikur í 1. deild karla í knatt-
spyrnu. Víkingur og ÍA leika á Víking-
svelli. í 2. deild leika ÍBV og Selfoss i Vest-
mannaeyjum. Báðir leikirnir heijast kl.
20.00. KA og Þ6r leika i undanúrslitum i
bikarkeppni kvenna. Leikurinn fer fram á
KA-velli og hefst kl. 20.00.
Landsmótið í golfi heldur áfram í dag.
Keppni hefst i meistaraflokkum og 1. flokk-
um karla og kvenna og eru meistaraflokk-
amir ræstir út kl. 6:30 en keppni f 1. flokk-
unum hefst kl. 9.40.
KNATTSPYRNA / UNDANKEPPNI HM
Ásgeir ekki með gegn
Austurríki og Tyrklandi?
„Virðist ekki ætla að ganga upp,“ segirÁsgeir Sigurvinsson
LITLAR líkur eru á því að
Ásgeir Sigurvinsson geti leik-
ið með íslenzka landsliðinu í
tveimur af þremur leikjum
liðsins í undankeppni Heims-
meistarakeppninnar í haust.
Ásgeirer nú að hefja sitt 17.
og síðasta keppnistímabil
sem atvinnumaður og hef ur
að sögn kunnugra sjaldan
verið í jafn góðu formi f upp-
hafi leiktímabils.
Stuttgart, lið Ásgeirs, leikur
gegn Frankfurt í þýzku
deildarkeppninni miðvikudaginn
23. ágúst, sama kvöld og ieikið
er gegn Austurríkismönnum úti í
Salzburg. Þá á Stuttgart heima-
leik gegn 'Bayern Miichen mið-
vikudaginn 20. september, sama
dag og ísiand leikur gegn Tyrk-
landi á Lauga.rdalsvellinum. Hins
vegar getur Ásgeir komið í lands-
leikinn gegn Austur-Þjóðverjum á
Laugardalsvelli miðvikudaginn 8.
september.
„Ég talaði við Ari Haan á
mánudaginn og hann gaf mér iitla
von um að ég kæmist í landsleik-
ina tvo. í það minnsta tel ég eng-
ar líkur á því að ég fái mig lausan
daginn sem við leikum gegn Bay-
ern Munchen. Hins vegar sagði
ég KSÍ að vera í sambandi við
Stuttgart vegna málsins,“ sagði
Ásgeir í samtali við Morgunbladið
í gær.
Ásgeir sagðist vera í betra
formi núna en oft áður, í bytjun
keppnistímabils. Hann er t.d. 6
kg léttari en hann var í byijun
tímabilsins í fyrra. „Mér hefur
gengið vel í leikjum að undan-
fömu og finn mig vel. Ég hafði
mikinn hug á þvi að taka þátt i
öllum landsleikjum haustsins en
það virðist ekki ætla að ganga
upp, því miður. Eina örugga ráðið
virðist vera að ísland semji uin
sömu leikdaga og vestur-þýzka
landsliðið," sagði Asgeir.
Ásgeir Sigurvinsson
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Jafnt í uppgjör-
inuá Akureyri
Morgunblaðið/Rúnar Þór ..
Jón Kristjánsson (til hægri) og Bojan Tanevski beijast hér um knöttinn í
leik Þórs og KA í gær. Jón, sem skoraði mark KA, virðist hafa betur.
þriðjudaginn 1. ágúst 1989.
IBK—FRAM
Keflavikurvöllur íslandsmótið, 1. deild,
Mark Fram: Pétur Ormslev 75.
Gul spjöld: Jóhann B. Magnússon ÍBK, Þorsteinn Þorsteinsson Fram og Pétur Ormsiev
Fram.
Áliorfcndur: Um 600.
Dómari: Óli Olsen - dæmdi ágætlega.
Lið ÍBK: Þorstcinn Bjarnason, Jóhann Júlfusson, (Kristján Geirsson 87.), Ingvar Guð-
mundsson, Valþór Sigþórsson, Gestur Gylfason, Arni Vilhjálmsson, Óli Þór Magnússon,
Kjartan Einarsson, Siguijón Sveinsson, Jóhann B. Magnússon og Jón Sveinsson (Gaiðar
Jóhannsson 82.).
Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þorsteinn Þoreteinsson, (Helgi Bjamason 87.), Kristján
Jónsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Ómar Torfason, Guð-
mundur Steinsson, (Ríkharður Daðason 83.), Ragnar Margeirsson, Jón Sveinsson og
Steinn Guðjónsson.
Fj. lelkja u j T Mörk Stig
FH 12 6 4 2 17: 11 22
FRAM 12 7 1 4 17: 11 22
VALUR 12 6 3 3 14: 7 21
KA 12 5 5 2 18:12 20
KR 12 5 4 3 19: 16 19
ÍA 11 5 1 5 12: 14 16
ÞÓR 12 2 5 5 12: 18 11
VÍKINGUR 11 2 4 5 16: 16 10
l'BK 12 2 4 6 12: 19 10
FYLKIR 12 3 1 8 11: 24 10
AKUREYRARLIÐIN, KAog Þór,
skildu jöfn 1:1 í miklum bar-
áttuleik í gærkvöldi. Leikur
þessi hafði upp á flest það að
bjóða er knattspyrnuleikur get-
ur boðið upp á. Dramatík, bar-
áttu, glatt spil, fínt veður og
umfram allt fjölmarga líflega
áhorfendur. Liðin skipta stig-
unum bróðurlega sín á milli,
0:0 lauk fyrri viðureign þeirra.
Hafi sú fyrri verið daufleg var
þessi hressileg í meira lagi,
allir gáfu hvað þeir gátu og
hinum tæplega átján hundruð
áhorfendum var berlega
skemmt. Sannast sagna var
það botnliðið Þór er stóð fyrir
mestum ærslaganginum, liðið
sótti miklu mun meira ífyrri
háifleik en hafandi forystu eftir
51 mínútu var frumkvæðið
KA-manna.
Þór hóf leikinn af miklum krafti
og þegar á fyrstu mínútu fengu
þeir aukaspyrnu skammt utan teigs
KA. Júlíus Tryggvason skaut bylm-
■■■■■■I ingsskoti í stöng
Magnús Már KA-marksins og
skrifarfrá KA-ingar vörpuðu
Akureyri öndinni léttar um
stund. Þórsarar
komu þó æðandi við og við, Tanev-
ski sneri gjarnan á andstæðinga
sína en allt kom fyrir ekki, Haukur
Bragason markvörður sá við Þórs-
urum. KA átt eina og eina skyndi-
sókn en sóknir Þórsara voru hvoru-
tveggja betur útfærðar og beittari.
Síðari hálfleikur byijaði í sama
takti og sá fyrri, íjema hvað KA-
menn voru betur með, raunar svo
vel að þeir ná forystunni á 51.
mínútu. Ormarr leikur ákaflega lag-
lega upp kantinn hægra megin og
falleg sending hans ratar á höfuð
Jóns Kristjánssonar er skorar með
fastri kollspyrnu 1:0 fyrir KA.
Næstu mínútur sækja liðin á víxl,
margar snarpar og vel útfærðar
sóknir glöddu augu áhorfenda og
mun vera ár og dagar síðan jafn
gaman var á Akureyrarvelli á inn-
byrðisviðureign þessara liða.
Flestir töldu víst sigur KA gef-
inn, tíminn virtist hlaupinn frá Þórs-
urum nema hvað skyndisókn þeirra
færði þeim vítaspyrnu á lokamínútu
leiksins. Einn varnarmanna KA
gerði sig sekan um að handleika
knöttinn innan vítateigs og víta-
spyrna var dæmd. Og sú varð all
söguleg. Meðan afburða dómari
leiksins, Gylfi Orrason, atti kappi
við smávaxna forvitna áhorfendur
við markið skaut Júlíus Tryggvason
yfir mark KA. Húrra var hrópað í
herbúðum KA, mikil gleði og Hauk-
ur gerði sig líklegan ti! þess að
spyrna frá marki. Svo fór þó aldr-
ei, vítaspyrnan skildi endurtekin og
nú gerði Júlíus engin mistök,
spyrnti föstum bolta í hliðamet
KA-marksins, 1:1 og gífurlegt
spennufall meðal viðstaddra.
Sögulegum leik lauk með jafn-
tefli, leik sem er Akureyrarliðunum
og dómara til sóma og er vonandi
að framhald verði á.
KA
1
Þór
1
íslandsmótið i knattspyrnu, 1. deild,
Akureyrarvelli, 1. ágúst 1989.
Mörk KA: Jón Kristjánsson (51.)
Mörk Þórs: Júlíus Tryggvason (víti
89.)
Gult spjald: Ormarr Örlygsson KA og
Sævar Arnason Þór.
Áhorfcndur: 1770
Dómari: Gylfi Orrason, mjög sannfær-
andi.
Lið KA: Haukur Bragason, Arnar
Bjarnason, Gauti Laxdal, Halldór Hall-
dórsson, Erlingur Kristjánsson, Ámi
Hermannsson (Óm Viðar Arnarson vm
85.), Ormarr Órlygsson, Bjarni Jóns-
son, Jón Kristjánsson, Antony Karl
Gregory (Steingrímur Birgisson vm
55.), Þorvaldur Örlygsson.
Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Luca
Kostic, Nói Bjömsson, Þorsteinn Jóns-
son, Valdimar Pálsson (Sævar Árnason
vm 75.)Ólafur Þorbergsson, Júlíus
Tryggvason, Hlynur Birgisson, Bojan
Tanevski, Sveinn Pálsson, Ámi Þór
Ámason.
URSLIT
KNATTSPYRNA
4. deild A:
Ægir — Augnabtik..............7:0
Steinn Skúlason 3, Halldór Sigþórsson,
Hannes Haraldsson, Björgvin Guðmunds-
son, Armann Einarsson.
Fyrirtak — Njarðvík...........0:2
— Einar Einarsson, Rúnar Jónsson.
4. deild C:
Baldur — Árvakur..............2:3
Kristján B. Halldórsson, Helgi Jens Arnars-
son — Sigurður Indriðason, Ami Guðmunds-
son, Páll Björnsson.
Ármann — Skallagrímur.........3:1
Gústav Alfreðsson, Ingólfur Daníelsson,
Arnar Halldórsson — Valdimar Sigurðsson.