Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 44
SJOVAuíirrALMENNAR
FÍLAG FÓIKSINS
rogtmflNbifeife
Vega
HANDBÓKIN
Traust leiðsögn um land allt
ORN OG
ÖRLYGUR
MIÐVIKUDAGUR 2. AGUST 1989
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Nefiid um líf-
færagjafir í
undirbúning'i
NEFND til að athuga ýmsa þætti
líffæragjafa er í undirbúuingi á
vegum heilbrigðisráðherra.
Breskir hjartalæknar hafa beðið
íslenska starfsbræður sína um
hjörtu og önnur líffæri til líffæra-
flutninga. Ekki hefur verið hægt
að verða við þeim óskum, meðal
annars vegna þess að ekki eru til
lög sem skilgreina dauða.
Guðmundur Bjarnason heilbrigð-
issráðherra sagði við Morgunblaðið,
að hann ætlaði að láta athuga laga-
lega og siðferðilega þætti þessa
máls og myndi hann væntanlega
skipa til þess nefnd í haust.
Atvinnurek-
endur ræða
við forsætis-
ráðherra
STEINGRÍMUR Hermannsson
forsætisráðherra hefúr boðað
forsvarsmenn nokkurra samtaka
atvinnurekenda á sinn fund í
Stjórnarráðinu klukkan 14 í dag.
Á fúndinn munu mæta forsvars-
menn Vinnuveitendasambands
Islands, Vinnumálasambands
samvinnufélaganna, Félags
íslenskra iðnrekenda og Sam-
taka íískvinnslustöðva.
Öllum formsatriðum fyrir stoftiun íslandsbanka fullnægt:
Til fundarins er boðað vegna
bréfs sem ofangreindir forsvars-
menn rituðu forsætisráðherra fyrir
skemmstu. Þar var dregið í efa að
ríkisstjórnin gæti staðið við fyrir-
heit gefin í kjölfar kjarasamninga
í vor um að styrkja stöðu útflutn-
ingsatvinnuveganna.
Nýjar hugmyndir um fyrir-
komulag yfírstjóraar bankans
Hlaup í Súlu
HLAUP kom í Súlu í gær og
fylgdust vegagerðarmenn með
ánni í nótt.
Að sögn Reynis Ragnarssonar,
lögreglumanns í Vík, var ekki útlit
fyrir mikið hlaup að þessu sinni,.
en að jafnaði kemur hlaup í ána
einu sinni á ári. Ferðamönnum sem
staddir voru í Núpsstaðarskógi var
þó veitt aðstoð við að komast til
byggða.
Á hluthafafúndi Útvegsbanka íslands hf., sem haldinn var í gær,
voru samþykktar allar tillögur bankaráðs um breytingar á sam-
þykktum bankans. ÖIl formsatriði bankasamrunans eru því frágengin
og ekkert er því nú til fyrirstöðu að Alþýðubanki, Iðnaðarbanki og
Verzlunarbanki sameinist bankanum í íslandsbanka um næstu ára-
mót. Bankaráð Útvegsbanka hefúr sagt af sér og þess í stað var kos-
ið nýtt bankaráð, skipað fúlltrúum Qögurra helztu eigenda bankans.
í bankaráðinu sitja nú fyrir Iðn-
aðarbanka þeir Brynjólfur Bjarna-
son og Haraldur Sumarliðason, en
varamenn þeirra eru Sveinn Val-
fells og Indriði Pálsson. Fyrir Verzl-
unarbanka voru kjörnir Gísli V.
Einarsson og Þorvaldur Guðmunds-
son, Guðmundur H. Garðarsson og
Þorvarður Elíasson til vara. Frá
Alþýðubanka eru Ásmundur Stef-
ánsson og Magnús Geirsson, til
vara Ólafur Ólafsson og Baldvin
Hafsteinsson. Fulltrúi Fiskveiða-
sjóðs er Kristján Ragnarsson og
varamaður hans er Árni Benedikts-
son.
Landsbankinn - Samvinnubankinn:
Viðræður um kaup á
hlut SÍS heflast á ný
VIÐRÆÐUR hefjast á nýjan leik á morgun, fimmtudag, milli Lands-
bankans og Sambands íslenskra samvinnufélaga um kaup Lands-
bankans á hlut SÍS í Samvinnubankanum, en þær hafa nú legið niðri
um hríð.
Það er Sverrir Hermannsson,
bankastjóri Landsbankans, sem fer
með þetta mál fyrir hönd bankans.
Hann mun á morgun kl. 9 eiga
fund með Guðjóni B. Ólafssyni, for-
stjóra Sambandsins, um þetta mál,
ásamt ráðgjöfum frá Sambandinu
og Landsbankanum.
Sverrir sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að hann gæti ekki
gert sér í hugarlund hvenær niður-
staða í þessu máli lægi fyrir, en
hann myndi leggja áherslu á að
hraða viðræðunum eftir megni.
Fyrsti fundurinn eftir það hlé sem
verið hefur um nokkurra vikna
skeið yrði vinnufundur, þar sem
farið yrði yfir stöðuna.
Nýja bankaráðið mun koma sam-
an til síns fyrsta fundar öðru hvoru
megin við verzlunarmannahelgina.
Fyrsta verk þess verður væntanlega
að kjósa sér formann. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins kom
fram hugmynd um, að formanns-
staðan yrði gildara embætti en
tíðkazt hefur í viðskiptabönkunum
og yrði formaðurinn í hálfu starfi.
Þeirri hugmynd var hins vegar al-
gerlega hafnað.
Fyrsti bankaráðsfundurinn mun
einnig taka afstöðu til framtíðar-
stjórnskipulags íslandsbanka.
Ýmislegt bendir til að það verði
með óhefðbundnu sniði. Morgun-
blaðið hefur heimildir fyrir því að
rætt sé um að setja yfir bankann
sex framkvæmdastjóra, sem hver
beri ábyrgð á sínu sviði. Úr hópi
þeirra verði síðan valin þriggja
manna bankastjórn með sérstökum
formanni. Enn hefur hvorki skipu-
lag yfirstjómarinnar verið endan-
lega ákveðið né hveijir muni skipa
hana.
Á hluthafafundinum var sam-
þykkt að breyta nafni Útvegs-
bankans í íslandsbanka. Sú nafn-
gift tekur þó ekki gildi fyrr en um
áramótin, er bankarnir sameinast.
Eftir að samningur um kaup einka-
bankanna þriggja á hlut ríkisins í
bankanum var gerður, var efnt til
hugmyndasamkeppni um nafn á
nýja bankann meðal starfsfólks
bankanna fjögurra. Hátt á þriðja
hundrað tillöjgur bárust, þar af 80
um nafnið Islandsbanka og voru
einum tillöguhöfundi veitt verðlaun
á fundinum í gær. Morgunblaðinu
er hins vegar kunnugt um að farið
var að nota nafnið í óformlegum
viðræðum milli forsvarsmanna
bankanna löngu áður en samkomu-
lag lá fyrir, fyrst á fundi sem hald-
inn var 22. febrúar síðastliðinn.
Flestar tillögur bankaráðs Út-
vegsbankans um breytingar á sam-
þykktum voru samþykktar í einu
hljóði af hluthöfum. Skrifleg at-
kvæðagreiðsla fór fram um tillögu
um útgáfu jöfnunarhlutabréfa upp
á allt að 38% af nafnverði hluta-
fiár, sem var einn milljarður króna.
Samþykktu 99,68% hluthafa tillög-
una. I umræðum um hana kvaddi
sér hljóðs Halldór Guðbjarnarson,
fyrrverandi bankastjóri Útvegs-
bankans, og sagðist telja að eigið
fé bankans væri allt að 1.900-2.100
milljónir króna. Til þess að tryggja
hag minnihlutaeigenda í bankanum
þyrfti að gefa út jöfnunarhlutabréf
upp á 90-110% af nafnverði hluta-
fjár, ættu þeir að hafa rétta pappíra
í höndum. Á fundinum var lesin upp
yfirlýsing frá kaupendum hluts
ríkisins, þar sem þeir kveðast munu
beita sér fyrir samþykkt þeirrar til-
lögu í bankaráði að hluthafar geti
fengið innlausn hlutabréfa sinna á
genginu 1,38 þar til jöfnunarhluta-
bréfin verði gefin út. Gísli V. Ein-
arsson, sem talaði á fundinum fyrir
hönd kaupenda, sagðist vona að
yfirlýsingin staðfesti ásetning
kaupenda um sanngjörn viðskipti
við minnihlutaeigendur í bankan-
um.
Sjá einnig á bls. 18.
Auglýsend-
ur athugið
Athygli auglýsenda er vakin
á því að síðasta blað fyrir verzl-
unarmannahelgi kemur út
laugardaginn 5. ágúst. Auglýs-
ingar, sem birtast eiga í blað-
inu, þurfa að berast auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins fyrir
kl. 16 fimmtudaginn 3. ágúst.
Fyrsta blað eftir verzlunar-
mannahelgi kemur út miðviku-
daginn 9. ágúst og þurfa aug-
lýsingar í það blað að berast
fyrir kl. 17 föstudaginn 4.
ágúst.