Morgunblaðið

Date
  • previous monthAugust 1989next month
    MoTuWeThFrSaSu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 02.08.1989, Page 44

Morgunblaðið - 02.08.1989, Page 44
SJOVAuíirrALMENNAR FÍLAG FÓIKSINS rogtmflNbifeife Vega HANDBÓKIN Traust leiðsögn um land allt ORN OG ÖRLYGUR MIÐVIKUDAGUR 2. AGUST 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Nefiid um líf- færagjafir í undirbúning'i NEFND til að athuga ýmsa þætti líffæragjafa er í undirbúuingi á vegum heilbrigðisráðherra. Breskir hjartalæknar hafa beðið íslenska starfsbræður sína um hjörtu og önnur líffæri til líffæra- flutninga. Ekki hefur verið hægt að verða við þeim óskum, meðal annars vegna þess að ekki eru til lög sem skilgreina dauða. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- issráðherra sagði við Morgunblaðið, að hann ætlaði að láta athuga laga- lega og siðferðilega þætti þessa máls og myndi hann væntanlega skipa til þess nefnd í haust. Atvinnurek- endur ræða við forsætis- ráðherra STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra hefúr boðað forsvarsmenn nokkurra samtaka atvinnurekenda á sinn fund í Stjórnarráðinu klukkan 14 í dag. Á fúndinn munu mæta forsvars- menn Vinnuveitendasambands Islands, Vinnumálasambands samvinnufélaganna, Félags íslenskra iðnrekenda og Sam- taka íískvinnslustöðva. Öllum formsatriðum fyrir stoftiun íslandsbanka fullnægt: Til fundarins er boðað vegna bréfs sem ofangreindir forsvars- menn rituðu forsætisráðherra fyrir skemmstu. Þar var dregið í efa að ríkisstjórnin gæti staðið við fyrir- heit gefin í kjölfar kjarasamninga í vor um að styrkja stöðu útflutn- ingsatvinnuveganna. Nýjar hugmyndir um fyrir- komulag yfírstjóraar bankans Hlaup í Súlu HLAUP kom í Súlu í gær og fylgdust vegagerðarmenn með ánni í nótt. Að sögn Reynis Ragnarssonar, lögreglumanns í Vík, var ekki útlit fyrir mikið hlaup að þessu sinni,. en að jafnaði kemur hlaup í ána einu sinni á ári. Ferðamönnum sem staddir voru í Núpsstaðarskógi var þó veitt aðstoð við að komast til byggða. Á hluthafafúndi Útvegsbanka íslands hf., sem haldinn var í gær, voru samþykktar allar tillögur bankaráðs um breytingar á sam- þykktum bankans. ÖIl formsatriði bankasamrunans eru því frágengin og ekkert er því nú til fyrirstöðu að Alþýðubanki, Iðnaðarbanki og Verzlunarbanki sameinist bankanum í íslandsbanka um næstu ára- mót. Bankaráð Útvegsbanka hefúr sagt af sér og þess í stað var kos- ið nýtt bankaráð, skipað fúlltrúum Qögurra helztu eigenda bankans. í bankaráðinu sitja nú fyrir Iðn- aðarbanka þeir Brynjólfur Bjarna- son og Haraldur Sumarliðason, en varamenn þeirra eru Sveinn Val- fells og Indriði Pálsson. Fyrir Verzl- unarbanka voru kjörnir Gísli V. Einarsson og Þorvaldur Guðmunds- son, Guðmundur H. Garðarsson og Þorvarður Elíasson til vara. Frá Alþýðubanka eru Ásmundur Stef- ánsson og Magnús Geirsson, til vara Ólafur Ólafsson og Baldvin Hafsteinsson. Fulltrúi Fiskveiða- sjóðs er Kristján Ragnarsson og varamaður hans er Árni Benedikts- son. Landsbankinn - Samvinnubankinn: Viðræður um kaup á hlut SÍS heflast á ný VIÐRÆÐUR hefjast á nýjan leik á morgun, fimmtudag, milli Lands- bankans og Sambands íslenskra samvinnufélaga um kaup Lands- bankans á hlut SÍS í Samvinnubankanum, en þær hafa nú legið niðri um hríð. Það er Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, sem fer með þetta mál fyrir hönd bankans. Hann mun á morgun kl. 9 eiga fund með Guðjóni B. Ólafssyni, for- stjóra Sambandsins, um þetta mál, ásamt ráðgjöfum frá Sambandinu og Landsbankanum. Sverrir sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann gæti ekki gert sér í hugarlund hvenær niður- staða í þessu máli lægi fyrir, en hann myndi leggja áherslu á að hraða viðræðunum eftir megni. Fyrsti fundurinn eftir það hlé sem verið hefur um nokkurra vikna skeið yrði vinnufundur, þar sem farið yrði yfir stöðuna. Nýja bankaráðið mun koma sam- an til síns fyrsta fundar öðru hvoru megin við verzlunarmannahelgina. Fyrsta verk þess verður væntanlega að kjósa sér formann. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom fram hugmynd um, að formanns- staðan yrði gildara embætti en tíðkazt hefur í viðskiptabönkunum og yrði formaðurinn í hálfu starfi. Þeirri hugmynd var hins vegar al- gerlega hafnað. Fyrsti bankaráðsfundurinn mun einnig taka afstöðu til framtíðar- stjórnskipulags íslandsbanka. Ýmislegt bendir til að það verði með óhefðbundnu sniði. Morgun- blaðið hefur heimildir fyrir því að rætt sé um að setja yfir bankann sex framkvæmdastjóra, sem hver beri ábyrgð á sínu sviði. Úr hópi þeirra verði síðan valin þriggja manna bankastjórn með sérstökum formanni. Enn hefur hvorki skipu- lag yfirstjómarinnar verið endan- lega ákveðið né hveijir muni skipa hana. Á hluthafafundinum var sam- þykkt að breyta nafni Útvegs- bankans í íslandsbanka. Sú nafn- gift tekur þó ekki gildi fyrr en um áramótin, er bankarnir sameinast. Eftir að samningur um kaup einka- bankanna þriggja á hlut ríkisins í bankanum var gerður, var efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á nýja bankann meðal starfsfólks bankanna fjögurra. Hátt á þriðja hundrað tillöjgur bárust, þar af 80 um nafnið Islandsbanka og voru einum tillöguhöfundi veitt verðlaun á fundinum í gær. Morgunblaðinu er hins vegar kunnugt um að farið var að nota nafnið í óformlegum viðræðum milli forsvarsmanna bankanna löngu áður en samkomu- lag lá fyrir, fyrst á fundi sem hald- inn var 22. febrúar síðastliðinn. Flestar tillögur bankaráðs Út- vegsbankans um breytingar á sam- þykktum voru samþykktar í einu hljóði af hluthöfum. Skrifleg at- kvæðagreiðsla fór fram um tillögu um útgáfu jöfnunarhlutabréfa upp á allt að 38% af nafnverði hluta- fiár, sem var einn milljarður króna. Samþykktu 99,68% hluthafa tillög- una. I umræðum um hana kvaddi sér hljóðs Halldór Guðbjarnarson, fyrrverandi bankastjóri Útvegs- bankans, og sagðist telja að eigið fé bankans væri allt að 1.900-2.100 milljónir króna. Til þess að tryggja hag minnihlutaeigenda í bankanum þyrfti að gefa út jöfnunarhlutabréf upp á 90-110% af nafnverði hluta- fjár, ættu þeir að hafa rétta pappíra í höndum. Á fundinum var lesin upp yfirlýsing frá kaupendum hluts ríkisins, þar sem þeir kveðast munu beita sér fyrir samþykkt þeirrar til- lögu í bankaráði að hluthafar geti fengið innlausn hlutabréfa sinna á genginu 1,38 þar til jöfnunarhluta- bréfin verði gefin út. Gísli V. Ein- arsson, sem talaði á fundinum fyrir hönd kaupenda, sagðist vona að yfirlýsingin staðfesti ásetning kaupenda um sanngjörn viðskipti við minnihlutaeigendur í bankan- um. Sjá einnig á bls. 18. Auglýsend- ur athugið Athygli auglýsenda er vakin á því að síðasta blað fyrir verzl- unarmannahelgi kemur út laugardaginn 5. ágúst. Auglýs- ingar, sem birtast eiga í blað- inu, þurfa að berast auglýs- ingadeild Morgunblaðsins fyrir kl. 16 fimmtudaginn 3. ágúst. Fyrsta blað eftir verzlunar- mannahelgi kemur út miðviku- daginn 9. ágúst og þurfa aug- lýsingar í það blað að berast fyrir kl. 17 föstudaginn 4. ágúst.

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55869
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 173. tölublað (02.08.1989)
https://timarit.is/issue/122669

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

173. tölublað (02.08.1989)

Actions: