Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989 Vinmilöggjöfin - gegn láglaunafólkinu eftir Vilhjálm Egilsson Nú er hlé í samningaviðræðum aðila vinnumarkaðarins. Lokið er samningum við flesta hópa laun- þega en ný lota hefst aftur að lokn- um sumarfríum þegar samningar við iðnaðarmenn renna út. Þetta er því ágætis tími til að hugleiða íslensku vinnulöggjöfina og hvort ástæða sé til breytinga á henni. Síðasta lota kjarasamninga dró vel fram galla þessarar löggjafar sem hefur staðið óbreytt frá fjórða áratug þessarar aldar. Félög laun- þega þar sem láglaunahópar eru fjölmennir sömdu fyrst og báru minnst úr býtum en síðan komu í kjölfarið félög þar sem fólk er betur sett og náðu fram mestu hækkun- unum. Vel þekkt mynstur Þetta er vel þekkt mynstur í samningum aðila vinnumarkaðarins og vekur upp þá áleitnu spurningu hvort vinnulöggjöfin í núverandi mynd sé í reynd að verða tæki sem beitt er gegn hinum iægst launuðu á vinnumarkaðnum. Viðleitni til þess að hækka hina lægst launuðu hefur gengið eins og rauður þráður í gegn um flesta kjarasamninga milli heildarsamtak- anna á vinnumarkaðnum. Síðustu kjrasamningar voru þar engin und- antekning með því'að samið var um krónutöluhækkanir sem gefa þeim lægst launuðu hlutfallslega mest. Mesta átak til þess að hækka þá lægst launuðu var gert í desem- bersamningunum 1986 og í fast- launasamningum í framhaldi af þeim. En þrátt fyrir alla þessa viðleitni til þess að hækka þá lægst launuðu umfram aðra hafa launahlutföll lítið breyst í gegnum tíðina. Ástæður þess eru sjálfsagt margar en ég vil nefna tvær sem skipta miklu máli. Markaðsaðstæður ráðandi Markaðsaðstæður á vinnumark- aðnum ráða miklu um launahlut- föll. Segja má að kaup og kjör í einstökum störfum ráðist í meginat- „Með því að setja aðra vinnulöggjöf fyrir þá hærra launuðu væri hægt að auka jafhræði milli þeirra og hinna lægst launuðu á vinnu- markaðnum. Þá væri hægt að koma í veg fyr- ir að ýmsir hópar gætu gefíð þeim lægst laun- uðu langt nef með því að notfæra sér þá gífiir- lega sterku samnings- stöðu sem þeir hafa með núverandi löggjöf.“ riðum af markaðsaðstæðum, þ.e. framboði og eftirspurn eftir fólki í viðkomandi störf. Þannig runnu til- raunirnar til þess að hækka þá lægstu umfram aðra á árinu 1987 út í sandinn vegna þess að gífurleg Vilhjálmur Egilsson eftirspurn myndaðist eftir vinnuafli sem leiddi til sprengingar í launa- kostnaði fyrirtækja. Þessi mikla eftirspurn kom vegna þess að þjóð- in lét sér ekki nægja' að eyða því sem hún aflaði í mesta góðæri ís- landssögunnar heldur var bætt við eyðsluna með erlendri lántöku opin- berra aðila. Oft heyrist sú gagnrýni að for- ráðamenn fyrirtækjanna beri ábyrgð á hinu mikla launaskriði sem varð á árinu 1987. Það má að sjálf- sögðu halda slíku fram en þeir stjórnendur sem reyna að standa móti straumnum og berjast við markaðslögmálin urðu fyrir því að starfsfólkið flúði frá þeim og þeir stóðu uppi með hálftóm fyrirtæki og hafa tæpast komist yfir það áfall ennþá. Vinnulöggjöfin tæki hálaunafólks Hin meginástæðan fyrir því að erfiðlega gengur að breyta launa- hlutföllum hinum lægra launuðu í hag er sú að ýmsir hópár hafa mjög sterka samningsstöðu og geta allt að því haft sjálfdæmi um eigin kjör. Þessir hópar eru oft fámennir en geta með verkföllum bakað tjón sem er svo margfalt meira en þær upphæðir sem deilt er um í samn- ingaviðræðúm við þá. Þegar hinir lægra launuðu fara í verkföll er tjón mun nær þeim upphæðum sem deilt er, um. Þess vegna vaknar sú áleitna spurning hvort það sé eðlilegt að þeir sem hærri hafa launin búi við samskonar vinnulöggjöf og þeir lægst launuðu. Væri t.d. nokkuð óeðlilegt að segja sem svo að núver- andi vinnulöggjöf gilti aðeins fyrir þá sem hefðu undir 80-90 þúsund króna manaðarlaunum m.v. dag- vinnu? Vinnulöggjöfin gildi ekki fyrir þá hæstu Þegar fólk er komið yfir þær upphæðir í launum semur það hvort eð er að miklu leyti beint um sín kjöi; við vinnuveitandann, ef ekki um dagvinnulaun þá um alls kyns aukagreiðslur og starfskjör. Kjara- samningar við fólk með hærri tekj- ur en 80-90 þúsund króna dag- vinnufólk eru oftast notaðir til þess að færa þessum hópum á þurru það sem hinir lægst launuðu hafa feng- ið og síðan er pijónað við eftir afli og áhuga hvers og eins af þessum hópum. Með því að setja aðra vinnulög- gjöf fyrir þá hærra launuðu væri hægt að auka jafnræði milli þeirra og hinna lægst launuðu á vinnu- markaðnum. Þá væri hægt að koma í veg fyrir að ýmsir hópar gætu gefið þeim lægst launuðu langt nef með því að notfæra sér þá gífurlega sterku samningsstöðu sem þeir hafa með núverandi löggjöf. Burt með einokunaraðstöðuna Segja má að vinnulöggjöfin sé tiltölulega lítið í trássi við markað- aðslögmálin hjá þeim sem lægri hafa launin en hún færir mörgum hálaunahópum hreina einokunarað- stöðu sem ýmsir þeirra notfæra sér óspart. Hér skulu ekki tekin nein sérstök dæmi um hálaunahópa sem eru gráðugir í skerfinn af þjóðarkök- unni. Þau þekkja allir sem eitthvað hafa fylgst með. Það sem mestu máli skiptir er að hefja umræðu um þessi mál og gera þær breytingar sem þarf til þess að tryggja að viðleitni til þess að bæta hag hinna lægst launuðu sé a.m.k. ekki eyðilögð með sjálfu tækinu sem á að vernda hag þessa fólks. Höfundur er framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands. .•u? mor^unuiaoio/Agusi öionaai Færeyingar og Þröttarar heilsast við upphaf heimsóknar Færeyinga frá Sandavogi tíl Neskaupstaðar. N eskaupstaður: Neskaupstað. 55 Færeyingar frá vinabæ Neskaupstaðar, Sandavogi á Vogey í Færeyjum, komu hingað þann 20. júlí. Þeir dvöldu hér í viku að undanskildum tveimur dögum sem þeir notuðu til ferðar norður í íand. Var hér aðallega um íþróttafólk að ræða og sá íþróttafélagið Þrótt- ur að mestu um móttöku gestanna. Keppt var í ýmsum íþróttagreinum svo sem knattspymu og handbolta, bæði í karla- og kvennaflokkum. Einnig voru háðir óopinberir lands- leikir í reiptogi og sigruðu Færey- ingar í karlaflokki en konurnar slitu reipið svo úrslit fengust ekki þar. Gestirnir gistu í skólum en borð- uðu á heimilum vítt og breitt um bæinn. Þessi vinabæjatengsl hafa staðið í 21 ár og skiptast bæirnir á heimsóknum annað hvert ár til skiptis hér og í Færeyjum. Þessi heimsókn heppnaðist mjög vel enda einstök veðurblíða meðan á henni stóð. i »i; 1;.H Ágl'ist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.