Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989 Til sölu íHafnarfirði Herjólfsgata: 4ra herb. 110 fm efri hæð með risi. Skipti á 5-6 herb. íbúð koma til greina. Verð 5,8 millj. Langeyrarvegur: 6 herb. álklætt timburhús á tveimur hæðum, alls 142 fm. Stór og góð lóð. Verð 5,6 millj. Arnarhraun: 184 fm 6 herb. 2ja hæða vandað stein- hús. Stór bílskúr. Verðlaunagarður. Verð 10,5 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. 3ja herb. íb. við Ofanleiti óskast eða í nágrenni fyrirtraustan og fjársterkan kaup- anda. Óskað er eftir íbúð í nýja miðbænum helst með bílskýli eða bílskúr. Skipti möguleg á 6 herb. íb. með bílskúr í Fossvogi. Huginn, fasteignamiðlun, Pósthússtræti 17, sími 25722. -ossvoc (f Fossvogur-raðhús Höfum fengið í einkasölu óvenju vandað raðh. vestast í Fossvoginum. Húsið er 207 fm auk bílsk. Stórar suð- ursv. og suðurverönd. Arinn í stofu. Allar innr. sérsmíð- aðar. Mikið útsýríi. Ákv. sala. Verð 13,5-14 millj. 26600 f 'íSS ... .... ' . .. fP Þorsteinn Steingrímsson allir þurfa þak yfir höfudiö *■ lögg. fasteignasali Sölumenn: Davíð Sigurðsson, hs. 667616, Kristján Kristjánsson, hs. 40396. rrmm STERKA RYKSUGAN SEM ENDIST LENGUR nú med nýjum 1000 w. mótor SÉRTILBOÐ stórlœkkað verð, nú aðeins (stgr. 14.999,-) ipanix HATÚNI6ASÍMI (91)24420 Gaudeamus igitur! Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Æviskrár M.A-stúdenta, I.bindi 1927-1944 Ritstjóri: Gunnlaugnr Haralds- son Útg. Steinholt Bókaforlag 1988 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að íslendingar eru öðrum forvitnari um ættir og uppruna og hvers konar uppsláttarbækur með upplýsingum af því tagi mælast vel fyrir. Vegna fámennis er auðveld- ara um vik hérlendis að gera slíkar bækur þannig úr garði að menn hafi gagn og gaman af. Æviskrár MA-stúdenta l.bindi kom út seint á síðasta ári, en hefur farist fyrir að geta um það fyrr en nú. I inngangi skýrir ritstjórn meg- instefnuna sem var fylgt enda er oft erfitt að velja og hafna, einkum og sér í lagi þegar menn eru mjög upplýsingaglaðir. Aðstandendur þessarar bókar segja og frá því sem flestir útgefendur uppsláttarbóka lenda í; menn eru tregir að svara þegar eftir upplýsingum er leitað. Oftast ræður sjálfsagt landlæg leti og svo hitt að okkur finnst nægur tími og þessu megi svara síðar og síðan vill gleymast að gera-það. I stöku tilvikum ræður sérkennileg hlédrægni. Mönnum finnst sem ver- ið sé að hnýsast um einkahagi þeirra. Ég get ómöguiega verið sammála þeirri skoðun, flestar ef ekki allar upplýsingar í bókum af þessari gerð má fá í opinberum skrám. Stúdentatal MA l.bindi er vönd- uð bók að ytri gerð og aðgengileg í notkun. Valin er sú leið að taka hvern árgang fyrir sig, oftast birtar myndir af stúdentshópnum og síðan fylgir mynd með hverjum einstakl- ingi. Næsta bindi nær yfir árin 1945-1954, þriðja um stúdenta 1955-1963, hið fjórða 1964-1969 og það síðasta 1970-1973. Verk þetta hófst 1985 að því er kemur fram í formála. Þar segir einnig: „... mörkuð var sú megin- stefna að birta ekki aðrar upplýs- ingar um einkahagi en þær sem komu fram í svörum og prentuðum heimildum og voru samþykktar af stúdentum eða aðstandendum þeirra. Til að auka sem mest ætt- fræðilegt gildi ritsins var einnig ákveðið að geta föður- og móðurfor- eldra viðkomandi ásamt upplýsing- um um fæðingardag og ár, dánar- dag og ár, starf þeirra og búsetu.“ Þetta hefur án efa kostað ritstjórn mikla vinnu, en hefur náð tilgangi sínum og gerir bókina fróðlegri fyr- ir vikið. Allur frágangur er til sóma og er bókin góð viðbót við uppslátt- arbækur sem fyrir eru. Góðan daginn! HONDA HEFUR VERIÐ 15 AR AISLANDI. GLÆSILEGT AFMÆLISTILBOÐ. Afsláttur 135.000 Afsláttur 80.000 Nhonda HONDA CIVIC SHUTTLE 4 WD Glæsilegur og rúmgóöur fjölskyldu- og ferðabíll meö sítengdu fjórhjóladrifi. Vélin er kraftmikil, 16 ventla meö tölvustýröri beinni innspýtingu og 116 din hestöfl. Einstök fjöðrun („Double Wishbone"). Hæð undir lægsta punkt er 18,5 sm. Á hurðum eru samlæsingar. Vökvastýri og litað gler. í afturrúðu er hiti og þar er einnig rúðuþurrka. Farangursrýmiö er ótrúlega mikið. í bílnum er dagljósabúnaður. GREIÐSLUSKILMÁLAR VIÐALLRA HÆFI. HONDA CIVIC HATCHBACK SPORT Er framhjóladrifinn meö kraftmikla 16 ventla vél fáanleg 75, 90 eöa 130 hestöfl. Fjöörunin er einstök („Double Wishbone“). Lit- að gler. Bíllinn er teppalagður í hólf og gólf. í afturrúðu er hiti og þar er einnig rúðuþurrka. Dagljósabúnaður er í bílnum. Bfllinn er fáanlegur með eða án sóllúgu. 1.130.000 ÞAD MUNAR UM MINNA Verðið var kr. 1.130.000,- Nú á afmælistilboði kr. 995.000,- UMBOÐSAÐILAR: AKUREYRI: Þórshamar hf. S 96-22700 KEFLAVlK: BG-bílasalan S 92-14690 Verðið var kr. 748.000,- Nú á afmælistilboði kr. 668.000,- HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.