Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989 17 Gjörðir nianna eru hafii- ar yfir orðaleppa þeirra eftir Tómas Inga Olrich ; Morgunblaðið birtir í dag, laugar- daginn 29. júlí svar Svavars Gests- sonar menntamál^ráðherra við grein minni í Morgunblaðirgi 27.7. sl. Svar ráðherrans virðist vera í þremur lið- um. I fyrsta lagi ber hann skýrt og skorinort til baka þá fregn, sem barst með Bylgjunni, að meðal fyrirhug- aðra sparnaðarhugmynda ríkis- stjórnarinnar væri að leggja niður Háskólann á Akureyri. Þessi yfirlýs- ing ráðherrans var nauðsynleg, bæði fyrir hann, menntamálaráðuneytið, Háskólann á Akureyri og alla þá, sem vilja að vegur Háskólans verður sem mestur og vinna að því. Hún va einnig nauðsynleg fyrir ríkisstjórn ina, sem setti sér í upphafi ferils sín sérstök markmið í byggðamálum. í öðru lagi ásakar ráðherrann mij um „að búa til lygasögu" og reyn; að koma pólitísku höggi á sig „mei eindæma óheiðarlegum hætti sam kvæmt því lögmáli sem.Sjálfstæðis flokkurinn iðkar í stjórnarandstöði að hafa ætíð fremur það sem ósann ara reynist ef það gæti komið högg á andstæðinginn". Þessi umsögn ráð herrans um grein mína er með ölh óskiljanleg. Það þarf ekki að less hana af mikilli athygli né beita neme lágmarkssanngirni til að átta sig á því að fyrir fyllyrðingum ráðherrans er enginn fótur. I grein minni vitnaði ég í frétt Bylgjunnar, frétt sem sú útvarpsstöð fullyrðir enn, eftir því sem ég veit best, að sé byggð á öruggum heimiid- um. Ég tók það skýrt fram að ég væri sannfærður um að fréttin væri ekki sönn. Ég benti á að kvitturinn væri skaðlegur fyrir Háskólann á Akureyri og harmaði að ráðherra hefði ekki kveðið hann niður. Það hefur hann nú gert. Ástæðurnar fyrir ásökunum ráð- herrans í minn garð eru því ein- hveijar aðrar en grein mín í Morgun- biaðinu. Ég lít svo á að þar hljóti að vera um mannleg mistök að ræða, og eru þau sem slík hér með gleymd af minni háifu. Svavar Gestsson hefur veitt Há- skólanum á Akureyri brautargengi, bæði á meðan hann var þingmaður og eftir að hann varð menntamála- ráðherra. Hefur ekki setið á mér að viðurkenna það, bæði í ræðu og riti. Mun svo verða áfram, því gjörðir manna eru hafnar yfir orðaleppa þeirra. í þriðja lagi er það tekið fram í grein Svavars Gestssonar, að hann hafi „knúið fram“ í ríkisstjórninni samþykkt um Háskólann á Akur- eyri. Orðalagið bendir til þess að ekki hafi verið fullkomin eining um málefni Háskólans á Akureyri innan ríkisstjórnarinnar. Það kemur mér ekki á óvart, þar sem utanríkisráð- herra hefur gefið út þá yfirlýsingu að „í þessu litla-samfélagi eigi bara að vera einn háskóii" (Alþbl. 13. okt. 1988). Árið 1975 kom út álit nefndar, sem Pennavinir Pjórtán ára vestur-þýsk stúlka með áhuga á íþróttum og ferðalög- um auk þess sem hún safnar póst- kortum: Verena Resch, Weltistr. 65, 8000 Miinchen 71, West Germany. Átta barna nýsjálensk móðir, 58 ára, með áhuga á garðyrkju, íþrótt- um, og safnar þjóðbúningadúkkum salt- og piparstaukum, og jteskeið- um, vill eignast pennavini á íslandi: Marilyn Reid, 266 East Coast Road, Takapuna North, Auckland, New Zealand. átti að kanna staðarval ríkisstofnana og athuga hveijar breytingar kæmu helst til greina í því efni. í þeirri nefnd áttu s_æti tveir núverandi ráð- herrar, þeir Ólafur Ragnar Grímsson, sem var formaður nefndarinnar, og Jón Baldvin Hannibalsson. Þessi nefnd lagði m.a. til að fluttar yrðu til Akureyrar eftirtaldar stofnanir: Stofnun Árna Magnússonar, Tækni- skóli íslands, Kennaraháskólinn, Verkfræði- og raunvísindadeild Há- skóla íslands, Raunvísindastofnun Háskólans og grasadeild Náttúru- fræðistofnunar Islands. I nefndará- „Þessi umsögn ráð- herrans um grein mína er með öllu óskiljanleg. Það þarf ekki að lesa hana af mikilli athygli né beita nema lág- markssanngirni til að átta sig á því að fyrir fyllyrðingum ráðherr- ans er enginn fótur.“ Tómas Ingi Olrich. litinu segir m.a.: „Nefndin telur að í samanburði við stærð Reykjavíkur þegar Háskóli ísiands var stofnaður sé Akureyri bæði nægilega stór og á margan hátt betur búin til að taka við æðri menntastofnunum." Nú er að sjálfsögðu langt síðan þetta nefndarálit var birt og einnig verður að taka fram að gjörðir manna eru hafnar yfir nefndaráiit þeirra. Þjóðfélagið hefur breyst og mennirn- ir með. Nefndarmennirnir tveir eru orðnir ráðherrar. Staða landsbyggð- arinnar hefur að vísu ekki batnað en Akureyri er betur búin til að fóstra æðri menntastofnanir en hún var 1975. Með tilliti til fortíðarinnar ætti lítið að vera því til fyrirstöðu að báðir ráðherrarnir, Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibals- son, styddu Svavar Gestsson dyggi- lega í viðleitni hans til að halda fram málstað Háskólans á Akureyri. Höfundur er menntaskólakennari á Akureyri. IDE ■hurðirnar frá Bústofni með fræstum „fullningum" prýða heimilið og gefa því virðu- legan blæ. Þær fást gegnheilar eða með „frönskum11 gluggum, sem hleypa birtu á milli herbergja. Frönsku hurðirnar eru einnig fram- leiddar tvöfaldar. Hurðirnarfaravel í nýtízku húsakynnum sem og til endurnýjunar [ eldri húsum. Þær eru því hvarvetna aðlaðandi og hagnýt lausn. Arkitektar og iðnaðarmenn hafa lokið lofs- orði á hurðirnar fyrir vandaða smíði. Tré er lifandi efni, sem rakastig loftsins hefur áhrif á. IDÉ-hurðirnar eru hannaðarog smíðað- ar til að þola 70% sveifluaukningu á rakastigi. • Hurðarfleki samiímdurog karmurúrmassívri furu eða greni með innfræstum spjöldum. • Allir karmar m/þéttilista • Allar hurðir fulljárnaðar með sterkum, sér- smíðuðum lömum. • Allar breiddir fáanlegar af ýmsum gerðum. • Verðið er vitaskuld hagstætt eins og á öllu öðru hjá BÚSTOFNI. Biðjið um bækling.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.