Morgunblaðið - 02.08.1989, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1989
30
Minning:
Sveinfríður Alda
Þorgeirsdóttir
Mig langar að kveðja mína ást-
kæru systur sem ég á svo margt
að þakka. Það voru aðeins 14 mán-
uðir á milli okkar og var ég yngri.
Það kom því í Öldu hlut að gæta
mín þegar aldur leyfði. Vorum við
mjög samrýndar í barnæsku og eins
á fullorðinsárum.
En það kom þafli í lífi okkar sem
við gátum ekki haft eins mikið sam-
neyti. Ég giftist mjög ung og fór
að búa í öðru bæjarfélagi og þá
voru ekki símar á hveiju heimili
eins og nú er. En þá var tekinn
strætó og komið í heimsókn. Þetta
gerði Alda og stytti hún mér oft
kvöldstundirnar með því. Eins var
sjálfsagt af hennar hendi að passa
börnin mín þrjú ef mig langaði í
heimsókn til vina minna. Alltaf var
Alda með pijóna sína eða eitthvað
sem hún var að sauma því ekki
mátti sitja auðum höndum.
Og enn kemur nýr kafli í Iíf okk-
ar en þó sérstaklega hjá Öldu, því
hún kynnist ungum pilti, fellir til
hans hug og fær svörun á móti.
Vilhjálmur Guðjón Sveinsson hét
sá ungi piltur. Þau gifta sig 27.
júní 1953 í Hafnarfirði og hafa
búið þar síðan. Byija þau að búa í
Grænukinn 6. Árið 1954 taka þau
að sér yngri dóttur mína vegna
veikinda minna og átti hún að vera
hjá þeim stuttan tíma en það fór
öðruvísi en ætlað var. Hún varð
fósturdóttir þeirra og hefur aldrei
verið Iitið á hana öðruvísi en sem
elsta barn þeirra. Ég vil þakka Öldu
~ og Villa umhyggju þá og kærleika
sem þau sýndu henni. Síðan eign-
ast þau fimm börn, Þorgeir f. 14.
febrúar 1956, Svein Rúnar f. 8.
október 1957, Sesselju Unni f. 28.
janúar 1962, Jónínu Sigurbjörgu f.
24. júní 1963 og andvana dóttur
f. 9. apríl 1974. Veit ég að börn
þeirra reynast föður sínum vel því
mikil samheldni er í fjölskyldunni.
Það segir sig sjálft að þegar
börnin er orðin svona mörg þá er
lítill tími til heimsókna hjá okkur
báðum, en fyrir 15-20 árum breytt-
ist þetta aftur. Við fórum að hitt-
ast oftar og nú síðustu árin hitt-
umst við eða heyrðum hvor í ann-
arri næstum daglega.
Eftir að Alda veiktist langaði
mig að launa henni.uppeldið á dótt-
ur minni í einhverri mynd. Það gat
ég best með því að vera hjá henni
sem oftast og atvikaðist það svo
að ég sat hjá henni ásamt dóttur
hennar þegar lífsneisti hennar dó
út. Er það mér minnisstæð stund
og góð því ró og kyrrð var yfir öllu.
Að leiðarlokum vil ég þakka syst-
ur minnþöll þau ár sem við áttum
saman. Ég veit að hún fær góða
heimkomu í heimi himnesks friðar.
Elskulegum mági, börnum og
tengdabörnum votta ég og maður-
inn minn innilega samúð og verði
það þeim huggun að nú líður henni
vel í Guðs friði.
Dedda systir
í dag er við systur og mágkona
kveðjum Öldu langar okkur að
minnast hennar með þökk fyrir
samveruárin í þessu lífi.
Alda var þriðja elst okkar syst-
kina, en við vorum 6, einn bróðir
og fimm systur. Bróðir okkar lést
24. nóvember 1984.
Alda fór ung að leika handbolta
með FH hér í Hafnarfirði og var
hún þar góður liðsmaður. Unni hún
• þeirri íþrótt alla tíð síðan og sýndi
henni brennandi áhuga. Alda var
mikil baráttumanneskja og vilja-
sterk og sýndi hún það í sinni erf-
iðu og ströngu sjúkragöngu að leið-
arlokum.
Alda var mikil hannyrðakona,
bæði á pijón og failegan útsaum,
og bei' heimili hennar því best vitni.
Síðast tók hún í pijón helsjúk dag-
inn fyrir-andlát sitt.
Alda giftist 27. júní 1953 elsku-
legum eiginmanni sínum, Vilhjálmi
Sveinssyni, miklum sæmdardreng
og ljúfmenni. Eignuðust þau fimm
börn, tvo drengi og þtjár stúlkur,
en yngstu dótturina misstu þau í
fæðingu.
Við systur viljum þakka henni
fyrir umhyggju hennar fyrir föður
okkar, en hann dvaldi lengi á heim-
ili hennar og Vilhjálms þar til hann
veiktist og fór á sjúkrahús. Hann
lést 8. júní 1972.
Einnig dvaldi tengdafaðir Öldu
hjá henni og syni sínum á sama
tíma og hlúði hún vel að þeim báð-
um. Sveinn dvelur nú sem vistmað-
ur á Sólvangi 98 ára að aldri, og
vitum við að hann vill þakka henni
umhyggju hennar og kærleika.
Yngsta systir okkar, Edda, kom
11-12 ára til Öldu og Villa vegna
sjúkleika móður okkar og þaðan fór
hún 15 ára. Vill hún nú þakka syst-
ur sinni þá umhyggju.
Mágkona okkar, Rakel, þakkar
henni góð kynni, en milli þeirra var
alltaf mikill samgangur.
Við systur og mágkona viljum
þakka Deddu systur okkar sérstak-
Iega umhyggju hennar fyrir Öldu í
veikindum hennar, en hún var hjá
henni öllum stundum síðustu dag-
ana og var hún við sjúkrabeð henn-
ar ásamt Sigurbjörgu dóttur Öldu
þegar hún kvaddi þetta iíf.
Nu þegar komið er að leiðarlok-
um biðjum við algóðan Guð að
blessa þessa systur og mágkonu og
vitum við að hún fær góða heim-
komu á strönd hins heilaga friðar.
Þar bíða faðir, móðir og kær bróðir
og taka á móti henni, einnig lítil
stúlka sem hún fékk ekki að ann-
ast hér í lífi. Hún bíður nú með litla
útbreidda hönd á hinni ströndinni.
Elsku Villi, börn, tengdabörn og
barnabörn, við færum ykkur inni-
legustu samúðarkveðjur. Guð veri
með ykkur öllum. Megi minningarn-
ar um góða eiginkonu, móður og
elskulega ömmu veita ykkur yl og
huggun.
Fari kær systir og mágkona í
friði. Friður Guðs blessi Öldu.
Hanna, Inga, Edda og Rakel.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbj. Egilsson)
Hún Alda frænka er dáin. Erf-
iðri baráttu er lokið. En samt, hún
hélt sínu striki alveg fram til þess
síðasta. Hún var góð frænka. Það
var 20 ára aldursmunur á okkur,
en við áttum sameiginlegt áhuga-
mál, sem tengdi okkur fast saman.
Ég var ekki gömul, þegar ég fór
að sækja ráð til hennar í sambandi
við pijónaskapinn. Síðan, eftir því
sem árin liðu þá þróuðust málin á
hinn veginn. Ég ráðlagði, hún þáði.
Það var aldrei lognmolla í kring-
um hana Öldu frænku. Henni þótti
gaman að segja frá og hún stóð
fast á skoðunum sínum. Hún átti
gott skap og það var stutt í brosið
og hláturinn. Gaman þótti henni
að spila á spil og það var oft spilað
fram eftir nóttu heima hjá henni
og Villa. Ég man eftir því, þegar
ég var lítil, að nokkrum sinnum
fórum við systurnar með foreldrum
okkar til þeirra á gamlárskvöld. Þá
var tekið í spil og þá var mikið fjör.
Það voru sérstaklega góð systkina-
tengsl milli pabba míns sem látinn
er og Öldu.
Villi minn og fjölskylda. Megi
minningin um Óldu vera ljós ykkar
í framtíðinni. Hafi hún þökk fyrir
allt og allt.
Katrín Markúsdóttir
Nú hefur hún kvatt þennan heim,
hún vinkona mín sem ég á meira
upp að unna en flestum öðrum. Við
kynntumst fyrst 5-6 ára, en vinátta
myndaðist fyrst fermingarárið okk-
ar 1943 er við fengpan sumarstarf
að bera út Morgunblaðið. Þá var
það starf falið tveimur unglingum
að koma blaðinu til allra kaupenda
í Hafnarfirði og ætlast til að það
tæki ekki lengri tíma en 3 klukku-
stundir. Ég man enn hversu erfiitt
mér fannst þetta en hún var allt
sumarið komin á Austurgötu 31 á
undan mér. Um haustið fórum við
í Flensborg og útksrifuðumst þaðan
1946. Hún var sérstaklega hjálp-
söm móður sinni þessi ár. Móðir
hennar var sjúklingur og að sjálf-
sögðu urðu þá verk Öldu mörg.
Sumarið eftir gagnfræðaprófið
fór ég að vinna í Borgarfirði en
Alda fékk vinnu á elliheimili okkar
Hafnfirðinga sem þá var á Austur-
götu 26. Þar lá rúmfastur sameigin-
legur vinur okkar, Páll Jónsson
járnsmiður. Páll skrifaði mér þetta
sumar í bréfi: „Mikið hamast Alda
í öllu. Hún hamast í að borða,
hlæja, masa, stríða hinum stelpun-
um og einkanleg í öllum verkunum.
Mér finnst gaman að hún skuli vera
hér með allt fjörið og hamaganginn.
Öll sín ár var hún jafn starfssöm,
ósérhlífin og reglusöm og þegar hún
var að sinna Páli og hinu gamla
fólkinu á elliheimilinu árið 1946.
Hún var alla tíð svona drífandi, var
búin að hlutum á meðan mínir líkar
voru enn að hugsa. Henni féll aldr-
ei verk úr hendi. Handavinnan
hennar á heimilinu sýnir það og
allar flíkurnar sem hún pijónaði á
fjölskylduna og svo var hún alltaf
að gefa, naut þess að gleðja þá sem
henni þótti vænt um. En mest gaf
hún af sjálfri sér. Hún safnaði ekki
prófgráðum eða veraldlegum auði,
en hún átti það sem margan alls-
nægtarmanninn skortir. Nefnilega
hjálpsemi og kærleika sem ekkert
fær grandað. Alltaf var hún reiðu-
búin að gera vinum sínum greiða.
Ég man ekki eftir að hafa beðið
hana um aðstoð, hún var bara allt-
af svo nálæg þegar einhvers þurfti
með, það gerðist einhvern veginn
af sjálfu sér. Á kveðjustund er mér
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
átt hana að vini. Þau hjón létu sig
ekki muna um að taka dóttur mína
18 mánaða í fóstur og annast hana
í 4 mánuði þegar á þurfti að halda.
Mín fyrstu búskaparár var ég sjó-
mannskona og eins og allar sjó-
mannsijölskyldur vita er sjómaður-
inn oftast langt ijarri heimilinu
þegar eitthvað kemur óvænt upp á
og mest liggur við, svo sem veik-
indi og jafnvel sjúkrahússvist, þá
var alltaf hægt að bæta ungunum
sínum í hreiðrið þeirra.
Ég hefi alltaf haldið því fram að
undirstaða vináttu og hjónabands
væri gagnkvæm virðing og um-
hyggja. Þar gæti annar aðilinn ekki
verið veitandinn, en er ég lít til
baka til áranna okkar Öldu þá finnst
mér ég alltaf hafa verið að þiggja.
Alda fæddist í Hafnarfirði 24.
október 1929, þriðja barn hjónanna
Katrínar Markúsdóttur frá Ystu-
Görðum í Kolbeinsstaðahreppi og
Þorgeirs Sigurðssonar frá Forsæti
í Flóa, eldri voru Markús Benjamín,
f. 1924, d. 1984 og Jóhanna Sigríð-
ur, f. 1925, en yngri voru Gestheið-
ur Þuríður, f. 1931, Ingibjörg
Kristín, f. 1935 og Edda Kolbrún,
f. 1942.
Alda giftist 27. júní 1953 Vil-
hjálmi Sveinssyni, f. 9. september
1927 í Hafnarfirði, en hann var
fæddur á Nýlendu undir Eyjafjöll-
um. Vilhjálmur var þá sjómaður en
nú er hann starfsmaður hjá ÍSAL.
t
DAGNÝ SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR
frá Arakoti á Skeiðum
andaðist að morgni þriðjudagsins 1. ágúst á Hrafnistu.
Börn hinnar látnu.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
ÓLAFUR TH. ÓLAFSSON,
Æsufelli 4,
lést í Borgarspítalanum mánudaginn 31. júlí.
Laufey Ásgeirsdóttir.
t
ÞORLEIFUR JÓHANN FILIPPUSSON
frá Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 29. júlí.
Bálför hans verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. ágúst
kl. 10.30 f.h.
Börn hins látna.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG STEINUNN JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis á Egilsgötu 30,
andaðist á Droplaugarstöðum 25. júlí sl. Útför hennar verður
gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 15.00.
Þórður Finnbogason,
Örlygur Þórðarson, Olöf Magnúsdóttir,
Elisabet Þórðardóttir, SavasTurker,
Brynja Örlygsdóttir,
Þórður Örlygsson,
Selma Svavarsdóttir.
Sambúð þeirra var farsæl, þau voru
um margt ólík en virtu og hlúðu
að eiginleikum hvors annars. Betri
lífsförunaut hefði hún ekki getað
eignast. 1954 kemur lítill ljósgeisli
á heimilið, Ester þá 2ja ára, vegna
veikinda móður sinnar. Skömmu
seinna kemur til þeirra Edda,
yngsta systir Öldu, þegar móðir
þeirra er hætt að geta haldið heim-
ili vegna veikinda og var orðin vist-
maður á sjúkrastofnun. Edda dvaldi
þar í 2-3 ár. Síðan eignuðust þau
fimm börn; Þorgeir, f. 1956, Svein
Rúnar, f. 1957, Sesselju Unni f.
1962 og Jónínu Sigurbjörgu, f.
1963 — allt efnisfólk. 1974 fæddist
yngsta barnið, dóttir, sem lést
skömmu eftir fæðingu. Einnig
dvöldu á heimili þeirra í nokkur ár
báðir afar barnanna. Tengdafaðir
hennar, Sveinn Guðniundsson, dvel-
ur nú á Sólvangi 98 ára gamall.
í byqun þessa árs var sýnt að
Alda ætti framundan erfið veikindi.
Maðurinn hennar sýndi henni mikla
ástúð og kærleika. Var hjá henni
öllum stundum sem hann gat og
dvaldi hjá henni á sjúkrahúsinu
næstum allan sólarhringinn síðustu
vikuna. Gestheiður systir hennar
var henni styrk stoð í þessum erfiðu
veikindum allan tímann. Þar sá ég
best að þær voru um margt líkar.
Við hjónin og börnin okkar send-
um eiginmanni hinnar látnu, fóstur-
dóttur, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum innilegar samúðar-
kveðjur svo og nánustu skyldmenn-
um með þeirri ósk að styrkur Guðs
sem öllur ræður hjálpi þeim að sefa
harminn.
Málfríður Linnet
Við lát frænku minnar og góðrar
vinkonu sækja minningarnar fast á
hugann. Við urðum nánast sam-
ferða í þennan heim, fæddumst
báðar í Hafnarfirði með aðeins
fimm daga millibili. Við vorum
skírðar saman og hlutum báðar um
leið nafn — eða nöfn — móðurömmu
okkar, Kristfríðar Sveinbjargar
Hallsdóttur. Frænka mín hlaut auk
þess nafnið Alda og undir því nafni
gekk hún æ síðan.
Þótt fjölskylda mín flytti til
Reykjavíkur þegar við Alda vorum
á 4. ári var alltaf töluvert samband
okkar á milli, mest þó á unglingsár-
unum. Þá var oft farið suður í
„Fjörð“, stundum um hveija helgi.
Var þá farið á dansæfingar í Flens-
borg, þar sem Alda stundaði nám,
eða á gömlu dansana í „tunnunni",
svo eitthvað sé nefnt. Við vorum
þá farnar að skjóta okkur í strákum
og trúðum hvor annarri fyrir þeim
leyndarmálum sem öðrum.
Það voru margar næturnar sem
ég gisti í Hafnarfirði á þessum árum
og að sjálfsögðu hjá frænku minni.
Var þá oft skrafað af kappi langt
fram á nótt og stundum farið að
roða af nýjum degi þegar svefninn
tók völdin. Frá þessum árum áttum
við báðar skemmtilegar minningar.
Við giftum okkur, stofnuðum
heimili og eignuðumst börn. Það
var á þeim tímum þegar heimsókn-
ir voru tíðar manna á milli og höfð-
um við því enn töluvert samband
hvor við aðra. Úr því dró á síðustu
árum eins og hjá fleirum. Þó hitt-
umst við alltaf af og til og ef of
langt varð á milli þess var slegið á
þráðinn og rabbað saman góða
stund
Nokkru eftir að Alda veiktist og
gerð var á henni lungnaaðgerð í
byijun þessa árs heimsótti ég hana
á Landspítaiann. Þann dag var hún
töluvert þjáð en lét þó engan bilbug
á sér finna. Ég minnti hana þá á
að við hefðum orðið samferða í
þennan heim og sagði síðan eitt-
hvað á þá leið, að hún færi varla
að stinga mig af. Hún svaraði tafar-
laust: „Nei, það hvarflar sko ekki
að mér!“ Við þau orð ætlaði hún
sannarlega að standa og barðist
hetjulegri baráttu fram á síðasta
dag. Sú barátta dugði þó ekki gegn
þeim vágesti sem sótti hana heim.
Foreldrar Öldu voru hjónin
Katrín Markúsdóttir, fædd og upp-
alin í Hnappadal, og Þorgeir Sig-
urðsson sjómaður, ættaður úr Ár-
nessýslu. Þau bjuggu allan sinn
búskap í Hafnarfirði og eignuðust
þar 6 börn og var Alda þriðja í
röðinni. Elstur var Markús, sem