Morgunblaðið - 04.08.1989, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.08.1989, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST ,1989 J 10 Magnús Tómasson Magnús Tómasson hefur lengi verið í fremstu röð framúrstefnu- Iistamanna hér á landi, enda lengi í innsta hring SÚM-félagsskapar- ins. Þekktastur er hann fyrir smá- rýmisverk sín svo og fluguna stóru, sem svo mikla athygli vakti í eina tíð. Á undanförnum árum hefur Magnús lagt áherslu á að málverk- ið eins og svo margir, sem voru áður uppteknir af hugmyndafræði- Listamannahúsið Myndlist BragiÁsgeirsson Þar sem áður var til húsa hin nafntogaða bókabúð Snæbjarnar við Hafnarstræti, er nú fombóka- sala Braga Kristjónssonar. Á efri hæðinni, þar sem um skeið var rekinn sýningarsalur fyrir ungt fólk undir nafninu Hafnargallerí, er kominn nýr sýningarsalur í tengslum við bókabúðina er hlotið hefur nafnið Listamannahúsið. Þar er fyrirhugað að haida uppi jöfnu sýningarhaldi á myndum eldri og yngri listamanna, efna til bók- menntakvölda og fyrirlestra og flytja leikrit, eins og segir. A fyrstu sýningunni má sjá myndverk eftir m.a. Grétu Linch Scheving, Jóhannes S. Kjarval, Karl Einarsson Dunganon, Sverri Haraldsson, Magnús Tómasson og leirverk eftir Kolbrúnu Kjarval. Þá eru til sýnis og sölu gamlar sýningarskrár og eru þær ekki minnst áhugaverði þáttur sýning- arinnar ásamt ýmsum eldri tímarit- um um listir og listaverkabækur. Eftir innlit í myndhúsið þykir mér það hafa alla burði til að verða eitthvað alveg sérstakt í íslenskri listhúsaflóru. Upphafið lofar góðu, en allt veitur að sjálfsögðu á fram- haldinu. íslenzkar myndlistarsýningar eru nefnilega oft svo hráar og hát- íðlegar, en hér er kominn sýningar- salur, sem hefur tii að bera inni- leika og þokka, ásamt listauka þar sem eru minningar úr fortíðinni, sem lætur engan áhugasaman ós- nortinn. Það er og gaman að þessari léttu uppstokkun eldri og nýrri mynd- verka, og t.d. má greinilega sjá það á myndum Grétu Linch Scheving, að hún hefur verið á sama skóla og Gunnlaugur eiginmaður hennar. Þá er fróðlegt að endumýja kynni af mynd Sverris Haraldsson- ar af Jóni Eiríkssyni magister, sem allir þekktu, er stunduðu rúntinn í gamla daga og eins og átti heim- inn, en mun nú flestum gleymdur. Með tilkomu þessa myndaat- hvarfs í miðborginni er hún um leið orðin þokkafyllri og meira spennandi, og ,er það von mín, að í kringum það verði aldrei logn- molla. Að sjálfsögðu er ljósmyndin full- gild listgrein og um það munu fáir efast. Á stundum sjást jafnvel ljós- myndir í yfírstærð á myndlistarsýn- ingum, svo sem sjá má dæmi um á sýningu sýnishorna núlista að Kjarvalsstöðum. En það fer sjaldan vel á því að rugla saman ólíkum listgreinum, og þannig dytti t.d. engum málara í hug að ryðjast inn á svið ljósmyndarinnar, þótt marg- ur noti hana sem hjáipartæki eða lið í myndheild, og því síður ritiist- arinnar eða tónlistarinnar. En slík frávik inn í garð annarr- ar listgreinar má að sjálfsögðu rökstyðja og þá einkum er mynd- iistin á í hlut því að sjónræn atriði koma svo víða við. Tilefni þessa inngangs er sýning ungs ljósmynd- ara í Listasafni ASÍ, Bjarna Jóns- sonar að nafni, er var opnuð sl. laugardag og mun standa til 13. ágúst. Bjarni sýnir þar margvísleg- ar gerðir ljósmynda, sem hann stækkar á sérstakan pappír, því að hann er gefinn fyrir hvers kon- ar tilraunir innan ljósmyndatækn- innar — sumar myndanna leiða þannig hugann sterklega að súr- realisma, en aðrar að óhlutlægri litasinfóníu. Fiestar myndanna eru þó af ýmsum fyrirbærum allt um kring Undanfarnar vikur hefur SPRON í Mjóddinni verið með kynningu á nýjum málverkum eft- ir myndverkasmiðinn Magnús Tómasson og mun hún standa út ágústmánuð. Þetta er sem ég hef áður bent á góður og menningar- legur siður hjá bankanum og mjög til fyrirmyndar og skal þess getið hér til gaman, að ég las í menning- arauka Berlingsins nú nýverið, að bankar í Færeyjum kepptust við að styrkja innlenda myndlist og myndlistarmenn á allan hátt. Þar segir og einnig að eitt sé það land í norðrinu þar sem listamenn séu virtir borgarar og bankarnir séu hreinu listasöfnin, listamenn elski land sitt og landið elski listamenn sína! — Drottningin heitir Margrét Þórhildur, í stuttu máli, ekki Dan- mörk heldur Færeyjar! Fylgdi þáð einnig frásögninni að sennilega hefðu hvergi í veröldinni jafn margir framfæri af myndsköpun né væru jafn margir velunnarar skapandi lista, miðað við mann- fjölda náttúrulega, en eyjaskeggjar eru nú 48.000 talsins. Þótt við íslendingar séum meira en fimmfalt fleiri er óhætt að full- yrða, að þeir sem lifa af myndsköp- un í Færeyjum séu ekki færri en hér á landi. Ég á þá við gilda lista- menn, sem lifa fyrir list sína og stunda þá enga aukavinnu til að fjármagna sköpunarþörfina. og þá einkum þeim, er hafa yfir sér svip hins liðna, segja óræðar sögur svo sem bílhræ og gamlir bátar. Eru það sannverðugar myndir, en höfða ekki sterkt til mín nema þá helst myndimar „Túnfiskabátur" (36) og „Fagurt fley“ (43). En það sem vakti langsamlegast mesta athygli mína á syningunni voru tvö portrett (nr. 53 og 54) svo og röð blómamynda, sem eru nr. 55-65 á skrá. Allt eru þetta hrein- ar og klárar ljósmyndir og mjög vel útfærðar sem slíkar og þá eink- um myndimar „Chrysanthemum maximum" (58) og „Rosa“ (63). Það er vandasamt. verk að taka myndir af blómum, svo að eitthvað meira komi fram en fegurð þeirra ein, en þetta virðist mér Bjarna hafa tekist og er það honum til mikils sóma. Ýmsir ljósmyndarar hafa orðið frægir fyrir blómamyndir sínar og nefni ég hér af handahófi Imogen Cunnigham sem fulltrúa eldri kyn- slóðar, en myndir hennar höfðu m.a. mikii áhrif á málarann Georgíu O’Keeffe og hinn nýlátna Robert Mapplethorpe sem fulltrúa nýrri strauma. En báðir voru þetta framúrstefnuljósmyndarar um sína Lj ósmyndasýning legu listinni og hér hefur hann reynt að finna sína eigin frumlegu leið. Og víst er það nógu frumlegt að leggja alla áherslu á að mála dýr frumskógarins hér uppi á ís- landi svo og risatré með klær í stað róta, jafnvel fær hið eina og sanna skilningstré ekki að vera í friði fyrir þessari áráttu lista- mannsins. í myndum Magnúsar sjáum við, tígrisdýr, nashyrninga, fíla og villi- svín ásamt slöngu, sem vefur sig upp um stofn skilningstrésins. Og athafnir þessara dýra eru og ekk- ert venjulegar, svo sem hjá tígrin- um, sem er í þann veginn að hoppa yfir leikfimihest, sem virðist klæddur hlébarða- eða sebraskinni. Nokkuð eru trén með stóru klón- um óhugnanleg, enda nefnast þau „Óargatré" og má vera, að lista- maðurinn sé hér að opinbera ósk sína um, að þau snúist til varnar gegn eyðingaröflunum. Og til að undirstrika fáránleik- ann þá eru myndirnar iðulega hrátt málaðar að myndinni „Lasinn nas- hyrningur" undanskildri, en það málverk þykir mér satt að segja bera af öllum öðrum á kynningar- sýningunni fyrir myndræna út- færslu. Vera það, sem menn, er dýrka fótmenntir, skilgreina sem þrumu- skot í bláhornið. Bjarni Jónsson ásamt tveim verka sinna. daga og m.a. frægir fyrir magnað- ar blómamyndir. Það felst þannig framúrstefnuiist í nærtækustu hlutum í kringum okkur, sem um- breyta má í sterka skírskotun til tilfinninga og hugarflugs vökuls skoðanda. Draga má þá ályktun, að styrkur þessarar sýningar felist í þeim myndum þar sem gengið er hreint, nákvæmt og umbúðalaust til verks og skynrænar tilfinningar til við- fangsefnisins ráða ferðinni. Eitt, sem ég gat alls ekki fellt mig við, var, að Bjarni skrifar nöfn myndanna og áritar þær með penna á kartonið, en slíkt verður einungis til að trufla skoðandann. Menn eiga helst að forðast slíkt, enda hálfan- kannalegt og tíðkast yfirleitt ekki, og ef það þykir nauðsyn, skal það gert svo að sem minnst beri á og með blýanti. Þetta ber vott um reynslu- og þekkingarleysi og er næsta algengt meðal byrjenda en í þessu tilfelli virðist ákafinn hafa verið feti framar skynseminni, en gerandinn hefur tímann fyrir sér. Magnús Tómasson Frábær Candy uppþvottavél á ótrúlega góðu verði • Falleg hönnun • Ein sú hljóðlátasta á markaöinum • Tveir kraftmiklir þvottaspaðar • Sérstök úðun yfir efri grind* Sjálfhreinsandi sigti • Hæð 85 sm, breidd 60 sm, dýpt 60 sm. AFMÆLISTILBOÐ: Áður kr. 47.500, nú kr. 42.750. Staðgreidd kr. 40.610 — sparnaður 6.890! Æ ,1 J I J ^ Borgartúni 20, sími 26788 ™ fé w ■ 1 ■ J Kringlunni, sími 689150 Sömu kjör hjá umboðsmönnum okkar um land allt SUMARHÚSASÝNING VANDAÐ NORSKT HEILSÁRSHÚS VERÐUR SÝNT AÐ HRAUNBORGUM GRÍMSNESI (SUMARHÚSASVÆÐI SJÓMANNADAGSRÁÐS) SUNNUDAG NÝTT jr A KL. 14-18 ÍSLANDI KC & Cc. ¥( S 91-670470 lífioo hí •>?*'>■///

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.