Morgunblaðið - 04.08.1989, Side 33

Morgunblaðið - 04.08.1989, Side 33
MORQUNeLAÐIÐ FQSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989, 33 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þesslr hringdu .. Húrra fyrir Vigdísi! Erla hringdi: „Enn ein rósin hefur bætzt við í hnappagatið hjá Vigdísi, forseta okkar. Eg horfði á hana kanna heiðursvörð í Kanada á þriðju- dagskvöld. Hún horfði beint fram- an í alla mennina, sem er jú sjálf- sögð kurteisi. Ég hef horft á fharga fyrirmenn þjóðar okkar í ýmsum heimshornum kanna heið- ursvörð, sem stilt er upp þeim til heiðurs. Þeir vaða áfram og líta ekki í átt að heiðursverðinum. Ég hef oft skammast mín fyrir marga af þeim. Ég hélt að það væri ein- hver embættismaður hjá ríkinu, sem segði þessum mönnum hvern- ig þeir ættu að haga sér á svona stundum. En sem sagt húrra fyrir Vigdísi!“ Slæða Slæða tapaðist í Eden í Hvera- gerði sunnudaginn 9. júlí. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að skila henni í eldhúsið í Eden og er fundarlaunum heitið. Týndur köttur Mollý, sem eins árs gömul læða, týndist í Bústaðahverfmu nýlega. Hún er svört að lit með hvítt trýni, hvíta bringu og hvítar lopp- ur. Finnandi er beðinn um að hafa samband við Hildi eða Brynju i síma 37041. Myndavél Myndavél að Yashica-gerð, í svörtu hulstri, tapaðist við brúna yfir Brúarhlöð í Biskupstungum laugardaginn 29. júlí. Finnandi er beðinn um að hafa samband við Stefaníu í síma 666547. Frakki Grænn frakki tapaðist í skemmtistaðnum Tunglinu laug- ardagskvöldið 29. júlí. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Lenu í síma 675432. Vel unnin störf Hjörtur hafði samband: „Eg vil þakka þeim, sem sjá um að snyrta grasbletti og götur og sjá um malbikunarfram- kvæmdir í borginni. Það er mjög vel að þessu staðið. Ég vil þakka það sem vel er gert vegna þess að það er oft talað meira um það neikvæða en það jákvæða, sem er að gerast í kringum okkur.“ Popparar, skiljið flöskuna eftir heima! Konráð Friðfínnsson hringdi: „í dagblaði einu þann 21. júlí mátti lesa grein er bar yfísrskrift- ina: „Sauðdrukknir sviptir kaupi á sveitahátíðum“. Þar var héraðs- sambandið Skarphéðinn að skora á þá, sem standa fyrir útiskemmt- unum eða dandsleikjahaldi fýrir unglinga, að greiða ekki popp- hljómsveitum kaup, ef meðlimir þeirra væru í annarlegu ástandi sökum áfengisneyslu. Undir þetta sjónarmið Skarphéðinsmanna vil ég taka vegna þess að lítil án- ægja fylgir því að hlusta á ramm- falskan söng eða hljóðfæraleik. Staðreyndin er sú að allir menn gera betur „edrú“ en á skallanum eins bg sagt er. Það er einnig grófleg móðgun við popptónlistina sem slíka þegar hljómlistarmenn- irnir standa ekki í lappirnar en burðast þó við að framkalla hljóð á maskínur sínar. Poppið á ein- faldlega betra skilið. Kæru hljómlistarmenn, skiljið þá hálsmjóu eftir heima og verið ódrukknir frammi fyrir aðdáend- um ykkar. Slíkt mun færa ykkur aukna virðingu þeirra. Þetta ættu menn að hafa í huga nú um verzl- unarmannahelgina. “ Furðuleg umfjöllun um tónlist Til Velvakanda. Árni Matthíasson virðist ganga með þá grillu í kollinum, að hann verði að skrifa næstum því einung- is um tónlistarmenn, sem þorri þjóð- arinnar veit ekki deili á. Hver er til dæmis Siggi Björns? Ég hafði aldrei heyrt minnst á þennan mann fyrr en ég las í Mogganum að hann væri einhver. Ég er sannfærður um að 95% þjóðarinnar þekkja hann ekki heldur. Ham, Risaeðlan og Vinir Dar- wins eru allt nöfn, sem oft sjást í dálkum hans og er maður þó jafn- nær. í viðtali fyrir skömmu segir hann, að um 200-300 manns fylgist með þessum hljómsveitum og mæti á hljómleika þeirra. Mér finnst það ansi furðulegt, að meirihluta tón- listardálks sé eytt í bönd, sem 0,1% þjóðarinnar hefur áhuga á. Þetta kalla ég að fara að vilja ijöldans! Logi Ást er... .....að ganga arm í arm. TM Reg. U.S. Pat OH.—all rights reserved • 1989 Los Angetes Times Syndicate Þú verður að gefa sæljón- unum meiri mat. Víkverji skrifar Móttaka einnota umbúða hefst þriðjudáginn, 8. ágúst. Þá fyrst getur fólk fengið endurgreitt fimm króna skilagjald umbúðanna. Þetta skilagjald hafa allir þeir greitt, sem hafa keypt sér drykki í málm- eða plastdósum, plastflösk- um og einnota glerflöskum. En það virðist ekki eins auðvelt fyrir fólk að losa sig við umbúðirnar og nálg- ast skilagjaldið og ætla mætti. í frétt í Morgunblaðinu á þriðjudag er skýrt frá tilhögun þessa. Reyk- víkingar eru best settir, því í borg- inni verða fimm móttökustöðvar. Ekki er þó hægt að snara stóra sekknum með öllum gömlu umbúð- unum á bakið og skila honum af sér, því „til að flýta fyrir móttöku á stöðvunum þarf fólk að koma með hveija tegund einnota umbúða sér í poka, þ.e. málmdósir sér, plast- dósir og plastflöskur saman og ein- nota gler sér,“ eins og segir í frétt- inni. Móttökustöðvar verða einnig á Akranesi, ísafirði, Akureyri, Vest- mannaeyjum, Selfossi og Keflavík. Þar sem ekki eru móttökustöðvar, þ.e. í öllum öðrum bæjum á landinu, er verið að semja við flutningafyrir- tæki um móttöku og flutning. Fyrir- tækin munu taka við umbúðunum og flytja til Endurvinnslunnar í Reykjavík, þar sem umbúðirnar verða taldar úr pokunum og við- komandi síðan send ávísun. Þá bregður svo við, að fólk þarf ekki að skila umbúðunum flokkuðum til flutningafyrirtækjanna. Hins vegar fylgir sú kvöð, að fólk þarf að hafa safnað a.m.k. 100 umbúðum áður en pokanum er skilað á flutnings- stöð. Fyrir þessar 100 umbúðir fær það svo sent 500 króna ávísun síðar. Víkverja líst ekki meira en svo á þessar reglur. Hann hélt að tiígang- urinn með skilagjaldi og endur- vinnslu umbúðanna væri meðal annars sá, að hvetja fólk til að halda tómum umbúðum til haga, í stað þess til dæmis að kasta þeim út um glugga bifreiðarinnar á ferðalagi um landið. En reglurnar virðast settar til að gera fólki erfitt um vik. Nú hafa allir, sem á annað borð kaupa vöru í slíkum einnota umbúðum, greitt skilagjald og eiga þess vegna rétt á að fá það endur- greitt. Eðlilegast væri að það væri gert í versluninni, þar sem varan var keypt. Teiji menn það ófram- kvæmanlegt, þá er þó að minnsta kosti hægt að tryggja að landsmenn sitji allir við sama borð. xxx * Idálkum Víkverja hefur oftar en einu sinni verið býsnast yfír aug- lýsingum, þar sem talað er um góðu verðin eða lágu verðin. Það skal enn ítrekað, að eðli orðsins er eintala. Fleirtölumyndin er þó alltaf að skjóta upp kollinum og löngu hætt að koma Víkveija á óvart, þó alltaf sé hún jafn leiðinleg. Og nú er kom- in enn ein útgáfan á verði, svokall- að „uppítökuverð". Þannig auglýsti bílaumboð eitt, að það byði „hátt uppítökuverð" á notuðum bílum fram að verslunarmannahelgi. Von- andi standa þeir við loforðið og láta „uppítökuverðið" hverfa um helg- ina. HÖGNI HREKKVÍSI „ EG VIL AP PESSU L/MMI• -. OG LOSAÐU pl<3 VID pJÁLFARAMN !l "

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.