Morgunblaðið - 12.08.1989, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚ.ST 1989
Brotabrot núlista
________Myndlist________________
Bragi Ásgeirsson
Núlistir er yfirgripsmikið hugtak
sem merkir það sem gert er í sam-
tímanum og er afkvæmi hræringa
dagsins. Ekki þó í þeim skilningi,
að allt sé sett undir einn hatt, sem
er einungis skilgreining hagsmuna-
aðila, heldur skal listsköpun vera
í samræmi við umhverfi sitt hverju
sinni og spegla tíðarandann. í þeim
tilgangi eru áhrif frá nýjum hrær-
ingum að utan jafn sjálfsögð og
frá eldri tímaskeiðum, allt eftir því
hvert upplag viðkomandi lista-
manns er og hveiju hann vill koma
á framfæri.
Fjölbreytni í myndlistarheimin-
um getur ekki talist glundroði, en
þegar áhrifaríkum listpáfum tekst
að einoka listheiminn í eiginhags-
munaskyni, telst það miðstýring
eins og svo skýr dæmi eru um frá
síðustu áratugum. Á sjötta ára-
tugnum varð mikil uppstokkun í
listheiminum með tilkomu poppsins
svonefnda í myndlistinni. Skyndi-
lega var sjálft neyzluþjóðfélagið
orðið að viðurkenndri staðreynd í
skapandi listum, svo og allur vett-
vangur ofnægtaþjóðfélagsins, allt
frá skrautlegum raflýsingum og
raflýsingaskiltum og til fátæklegra
hluta, „moyens pauvres", sem það
skilar frá sér.
Og að sjálfsögðu kom þessi list
aðallega frá Bandaríkjunum, of-
gnóttarþjóðfélagi jarðarinnar núm-
er eitt, þótt anga hennar megi einn-
ig rekja til Englands, en það liðu
ár, þangað til hún festi rætur í
Evrópu. Listamenn í Bandaríkjun-
um komu auga á það, að helstu
einkenni þjóðarinnar mátti um-
forma í list. Þeir sáu fegurðina í
íburðinum jafnt og afgangshlutum
og rusli, en þó voru þetta einungis
hlutir, sem menn höfðu gert sér
ljósa um árþúsundir, t.d. sér næmt
auga fegurðina í litbrigðum rotn-
andi hluta, sem bragðlaukunum er
andstyggð.
En að umforma þetta í list hafði
fáum dottið í hug fram að þessu,
hvað þá að athöfnin yrði að fjölda-
hreyfingu og síðar að viðurkenndri
list. Pop-listin olir gríðarlegum
hræringum í myndlistaheiminum
og skyndilega var svo ótalmargt
leyfilegt, sem áður var jafnvel jafn-
að við erfðasyndina, menn settir
út af sakramentinu og útskúfaðir.
Þegar pop-listin kom fram, var
hún sem hnefahögg framan í fyrri
gildi og alla miðstýringu, og við-
brögðin voru eftir því, og vafalítið
hvergi harðari en í miðstöð heims-
listarinnar fram að þessu, Parísar-
borg.
Það var mjög skiljanlegt í ljósi
aldagamallar franskrar arfleifðar
og evrópskrar hefðar í myndlist,
sem t.d. Bandaríkjamenn höfðu
ekki og voru fram að því þiggjend-
ur. Svo hafði neyzluþjóðfélagið í
sinni algjörustu mynd ekki ennþá
náð til Evrópu, þannig að forsend-
urnar voru aðrar. En það var nú
einmitt á leiðinni og með því óx
trúlega í og með skilningurinn á
hinrii nýju list.
Ég hafði þegar árið 1960 orðið
var við ýmislegt dularfullt, sem bar
þó í sér kímið af því, sem koma
skyldi og staðfesti, að í Evrópu
voru menn einnig að þreifa fyrir
sér. Grísk skólasystir mín við lista-
háskólann í Miinehen af efnuðu
fólki, sem jafnan kom akandi í
dýrustu gerð af Mercedes Benz í
skólann, hafði jafnvel meiri áhuga
á því að sanka að sér alls konar
dóti bak við skólann en að nota
sígildari og dýrari efni, en enga
mynd sá ég eftir hana úr slíkum
tilfallandi hlutum, enda gerði hún
ósköp venjulegar myndir, þá sjald-
an hún stundaði skólann að ráði.
En í maímánuði árið'1965 upp-
lifði ég í New York uppgang og
sigur pop-listarinnar, er þá mátti
sjá gott úrval af á MoMA og víðar.
Sumarið 1968 gerði ég mér ferð
um þvera Evrópu til að skoða stór-
sýningar, er þá voru óvenju margar
og slóst Einar Hákonarson í för
með mér, seldi bílinn sinn til að
kosta ferð sína!
Er skemmst frá því að segja,
að við upplifðum einmitt uppgang
pop-listarinnar í Evrópu og hafði
þessi ferð ómæld áhrif á okkur
báða. Það var ótrúlega margt nýtt
að sjá í Dokumenta í Kassel, Bi-
ennalinum í Feneyjum og Trienna-
linum í Míianó og á leiðinni út til
íslands var komið við í París og
London, en þá ferðuðumst við sitt
í hvoru lagi. En kannski var eftir-
minnilegu'st heimsókn okkar í Haus
der Kunst í Miinchen, þar sem þá
stóð yfir árleg sýning Munchen-
listamanna og sérsýning á safni
Ströher-Kraushar. Listasafnarinn
Karl Ströher ferðaðist á þeim tíma
víða um og keypti af merkilegu
hugrekki það, sem honum þótti
nútímalegast af því, sem á vegi
hans varð. Á árinu hafði hann ein-
mitt fest kaup á öllu safni hins þá
nýlátna Kraushar í New York af
pop- og op-list, en það var víðfrægt
og kostaði Ströher morð fjár.
Miinchen var fyrsti staðurinn í
Evrópu, þar sem safnið var sýnt
almenningi. Þannig upplifðum við
Einar hlutina ferska, augliti til
auglitis, sem er nokkuð annað og
áhrifaríkara en að fletta í uppslátt-
arbókum og tímaritum.
Minntist ég á það í grein er heim
kom, að forsíða Morgunblaðsins
hafi verið uppistaðan í einu lista-
verkanna eftir þá, á alþjóðagrund-
velli, lítt kunnan listamann Joseph
Beuys, prófessor við listaháskólann
í Dússeldorf, en ekki gat ég birt
mynd af því þrátt fyrir góðan vilja,
þar sem ég átti hana einungis á
litskyggnu og slíkar myndir var
áhættuspil að yfirfæra í svart-hvítt
í dagblað á þeim tíma.
Sagði ég frá öllum þessum sýn-
ingum í greinaflokki í blaðinu, sem
birtist einmitt í ágúst fyrir 21 ári,
svo að greinin gæti talist fullveðja
í þessum mánuði, ef svo má að
orðj komast.
Ég hef þannig kynnt það nýjasta
í listinni eftir bestu getu á ferli
mínum, sem listrýnir blaðsins og
umfram allt ef ég hef átt þess
kost að standa augliti til auglitis
við viðburðina. Treysti hér listtíma-
ritum einungis mátulega vel.
Ég minnist þessa hér vegna þess,
að Morgunblaðið var þannig meðal
fyrstu blaða í Evrópu til að kynna
þessi nýju viðhorf á veglegan hátt,
er uppgangur þessarar listar var
fyrst að byija í álfunni og margur
áhrifamaðurinn í listheiminum
hamaðist á móti, allt hvað hann
gat. Kynning núlista frá listasafn-
inu í Epal í Frakklandi hlýtur þann-
ig að vera mér mikið ánægjuefni,
en ég vil álíta, að hér séum við
íslendingar um margt upplýstari
en aðrar þjóðir, þrátt fyrir að fáar
markverðar erlendar sýningar hafi
ratað hingað. Hér eru ágrip mynd-
listarsögu ekki kennd í skólum, illu
heilli, en aftur á móti hefur íslenzk-
ur almenningur meiri áhuga á upp-
runalegum nýjungum í núlistum
en fólk almennt ytra, sem hlýtur
að merkja það, að listræn kennd
sé óvenju rík meðal íslendinga.
Sjálfur var ég furðu lostinn, er ég
fyrst kom fram með áhrif frá pop-
list í verkum mínum á sýningum
1964, ’66, ’67, og’69, hve móttæki-
legir landar mínjr voru fyrir ýmsum
hlutum, sem aldrei höfðu áður sézt
í íslenzkri myndlist því að vel þriðj-
ungur verka á þessum sýningum
seldist að jafnaði og langmest til
almennra borgara. Má vera að það
hafi verið vegna þess, að ég reyndi
að tengja áhrifin íslenzkum veru-
leika.
í ljósi framanskráðs tel ég óþarft
að koma fram með margs konar
staðreyndir á opinberan vettvang
eins og þær hafi aldrei litið dagsins
ljós hér áður, því að þá eru menn,
eins og Danir segja iðulega, að
finna upp heita vatnið!
Hef ég verið að rekast á sitthvað
í blöðum hér á síðustu árum, sem
ég gerði skil fyrir áratugum, en
er sett fram sem algjört nýnæmi
og opinberun af viðkomandi!
Eitt vil ég viðurkenna varðandi
ýmislegt í pop-list, að það verður
hálf leiðigjarnt með tímanum,
vegna þess hve gjörsamlega það
er þá svipt listrænni tilfinningu,
en var hins vegar fjarska skemmti-
legt í upphafi og hafði mikla þýð-
ingu í niðurrifi gilda og viðhorfa,
sem höfðu þá lifað sig. En það
voru aðferðir listamanna til þess
að þvinga fólk til að taka nýja af-
stöðu til hversdagslegra hluta og
fyrirbæra. Pop-listin varð m.a. til
þess, að margur fann í fyrsta skipti
á ævinni til meðfæddrar form-
kenndar, sem ekki hafði fengið
tækifæri til að komast upp á yfir-
borðið fyrr. Sumir urðu fyrir
taugaáfalli en öðrum var það and-
leg uppljómun, er þeir sáu rafljósa-
skilti og myndir af súpudósum í
yfirstærð á virðulegum listsýning-
um, sáu þessa hversdagslegu hluti
í nýju ljósi. Mér varð það fljótlega
ljóst, að hið vélrænasta í poppinu
myndi úreldast fyrst enda andstætt
mannlegu eðli, sem og einnig hefur
komið á daginn, en hinar lífrænni
og blóðmeiri myndir standa enn
fyrir sínu.
Auðvitað eru margar fleiri stefn-
ur en poppið kynntar á sýningunni
að Kjarvalsstöðum, en listastefnan
varð einmitt til þess, að hjól fóru
að snúast og hér má sjá árangur-
inn, en að vísu einungis í hnot-
skurn, því að svo ótal margt vantar.
Það renna þó á mann tvær
grímur, er maður uppgötvar, að
margt í núlistum er einungis hug-
myndafræðilegs eðlis — listamað-
urinn hugsar verkið en sendir svo
á auglýsingastofu eða verkstæði
til útfærslu og allt vegna skorts á
kunnáttu í flestum tilvikum. Þá eru
ódýrar tæknibrellur á fullu sem og
áhrifameðöl ýmiss konar, sem ég
kann lítt að meta, og raunar marg-
ir nútímamálarar einnig. En þykir
fínt og einkum í yfirstærð. Slíkt
þykir mörgum ekki í tengslum við
rennandi blóð né upprunans æð.
— Það er og áberandi í dag, hve
uppsetningar slíkra sýninga þurfa
að vera hnitmiðaðar til að verkin
komist til skila og að sýningarnar
verði áhugaverðar í kynningu,
þannig að þær dragi til sín almenn-
ing. Hér hafa þeir, sem settu upp
sýninguna, haft húsnæðið á móti
sér, allt í senn loftið og skort á
hreyfanlegum og sveigjanlegum
skilrúmum og breytilegri lýsingu,
enda njóta sum verkanna sín alls
ekki og koparverkið á gólfinu næst-
um samlagast því.
Að gefa gott og fullnægjandi
yfirlit af nútímalist krefst umburð-
arlyndis og yfirsýnar, sem kemur
ekki fram á þessari sýningu, þar
sem tækifærið er notað til að gera
lítið úr þýska nýbylgjumálverkinu,
nákvæmlega á sama hátt og gert
var lítið úr listastefnunum á sýn-
ingunni, er þær komu fyrst fram.
En yfirlýsingar Frakka um, að
Þjóðveijar kunni ekki að mála er
jafngömul öldinni og hefur einung-
is skaðað þá sjálfa. Einna hörðust
var og einnig andstaðan gegn
poppinu í Frakklandi, þegar það
kom fyrst fram, en þegar það seint
um síður var viðurkennt, lyfti það
m.a. Erró verðskuldað á stall. En
það er líka alveg víst, að meðal
listamannanna og forsvarsmanna
þeirra er fólk, sem alls enga tilfinn-
ingu hefur fyrir málverki í sjálfu
sér, og skilur það hvorki né upplif-
ir frekar en blint fólk, en leitast
við að ýta því út úr myndinni til
hags fyrir ýmiss konar orðaleiki
og uppákomur. Ég er þó á því að
nálgast skuli flest atriði sjónrænna
lista með forvitni og opnum huga,
en varast að fordæma, því að þá
fetar maður einmitt í spor þeirra,
sem maður er að saka um skiln-
ingsleysi, þröngsýni og fordóma.
Það sem ég rek mig helzt á í sam-
bandi við þessa sýningu er, hve
margt er þar til sýnis, sem við
hér, a.m.k. þeir upplýstari, gjör-
þekkjum og höfum lengi gert og
hve takmörkuð og stuttarleg kynn-
ingin er.
Það er þannig ekki nóg, að sýn-
ing sé nútímaleg, til að íslendingar
iáti hrífast — hún þarf einnig að
vera fersk og gædd safa og vaxtar-
mögnum. í ljósi þess er misvísandi
að leggja áherzlu á það sem var
nýtt fyrir aldarfjórðungi eða svo —
t.d. súpudósir Ándy Warhols.
Þá er hún á alröngum tíma þar
sem skólarnir eru allir lokaðir, en
hún á nú einmitt erindi til unga
fólksins.
Og eins og á sýningunni á upp-
stillingum Kjarvals þá saknaði ég
nafnaskrár á milli handanna og að
myndirnar væru kyrfilega númer-
aðar. Verkin verða ekki nógu að-
gengileg, er sýningargestirnir
þurfa að leita að miðum á veggjun-
um til að fá upplýsingar um höf-
unda þeirra og eins hefði sýningar-
skrá með fróðlegum upplýsingum
haft mikið gildi, — mér skilst ein-
mitt að undirbúningstíminn hafi
verið nógur.
Þetta tel ég brotalöm jafnvel
þótt slíkt kunni að tíðkast sums
staðar í útlandinu. Ergir mann allt-
af jafn mikið.
En að sjálfsögðu þakkar maður
fyrir sig. Og þá einkum fyrir fersk-
ari verkin.
4j
Norræna húsið:
Atta konur
sýna steind
glerverk
ÁTTA konur frá Bandaríkjunum
og Evrópu opna sýningu á steind-
um glerverkum í kaffifstofu
Norræna hússins í Reykjavík' í
dag kl. 18. Listakonurnar eru
Maud Cotter frá írlandi, Wal-
traud Hackenberg og Helga Ray-
-Young frá Vestur-Þýskalandi,
Amber Hiscott og Catrin Jones
frá Wales, Linda Lichtman og
Ellen Mandelbaum frá Banda-
ríkjunum og Sigríður Ásgeirs-
dóttir frá Islandi.
Sýningin í Norræna húsinu
stendur í rúma viku frá 12.-21.
ágúst.
í Kavelaer í Vestur-Þýskalandi
fór fram alþjóðlegt námskeið 16
listamanna sem vinna í steint gler
árið 1984. Þar myndaðist kjarni
listakvenna sem síðan hafa haft
öflugt samband sín á milli. Haldnar
hafa verið sýningar og þar á meðal
er sýningin „Internationales Flach-
glas, 36 Frauen aus 12 Lándern"
sem opnaði í Bremen í Vestur-
Þýskalandi 1. maí 1988 og ferðast
hefur um Þýskaland til. Kölnar,
Immenhausen og Dusseldorf; tií
Chartres í Frakklandi og er nú í
Vestur-Berlín.
í fyrra ákvað kjarni hópsins að
hittast á íslandi í ágúst 1989. Til-
gangur stefnumótsins er að efla
menningarleg samskipti, ræða mál-
efni listgreinarinnar, nýja strauma
og stefnur, tæknileg atriði í vinnu-
brögðum og aðferðum, gera lista-
verk og kynnast íslandi. Hver þátt-
takandi kemur með tvö listaverk í
handfarangrinum og er það sýning-
in í kaffistofu Norræna hússins
dagana 12.-21. ágúst.
Blaðbemr
óskast
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Kleifarvegur
MIÐBÆR
Lindargata 39-63 o.fl.
Fróðleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!