Morgunblaðið - 12.08.1989, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. AGUST 1989
15
Morgunblaðið/Bjami
Sigríður Finnbogadóttir og Stefán Vilhelmsson eru eigendur
garðsins að Móaflöt 23, en þar er að finna fjölda plantna.
Hluti Holtsbúðar, en hún fékk viðurkenningu sem snyrtilegasta gata Garðabæjar.
Viðurkenningar veittar fyrir
snyrtilegar lóðir í Garðabæ
BÆJARSTJÓRN Garðabæjar
ákvað á fundi sinum þann 1.
ágúst síðastliðinn, að fenginni
tillögu umhverfismálaneftidar,
að veita viðurkenningu fyrir
snyrtilegan frágang og um-
hirðu á lóðum og umhverfi at-
vinnu- og íbúðarhúsnæðis. Við-
urkenningarnar voru afhentar
í Garðalundi fimmtudaginn 10.
ágúst.
Viðurkenningu fyrir lóðir við
íbúðarhúsnæði fengu eigend-
urnir að Móaflöt 23, Markarflöt
15 og Ægisgrund 16. Fyrirtæk-
ið Pharmaco við Hörgatún 1
hlaut viðurkenningu fyrir um-
hverfi og lóð við atvinnuhús-
næði en það hlaut einnig viður-
kenningu á síðasta ári. Snyrti-
Iegasta gata bæjarins var valin
Holtsbúð.
Bæjarstjóri Garðabæjar Ingi-
mundur Sigurpálsson afhenti eig-
endum lóðanna viðurkenningar-
skjöl fyrir snyrtilegan frágang og
umhirðu. Hjónin Sigíður Finn-
bogadóttir og Stefán Vilhelmsson
fengu viðurkenningu fyrir lóð sína
að Móaflöt 23, sem að áliti um-
hverfisnefndarinnar hefur verið
vel við haldið. Sigíður og Stefán
hófu garðrækt á húslóðinni fyrir
tæpum 20 ámm og er þar nú
fjöldi fjölærra blóma og íslenskra
planta. Sigríður sagðist í samtali
við Morgunblaðið meðal annars
vera með sjö tegundir af burknum
allsstaðar af landinu.
Að Markarflöt 15 búa hjónin
Sigurður Þórðarson og Sigrún
Andrésdóttir og er lóðin þeirra
sérlega snyrtileg að mati um-
hverfisnefndarinnar. Þau hafa
verið að rækta upp garðinn, sem
er mjög stór, síðustu 15 árin. Sig-
urður og Sigrún sögðust eyða ein-
hveijum tíma í garðinn á hveijum
degi þar sem alltaf væri hægt að
breyta, bæta og snyrta.
Eigendur þriðju lóðarinnar er
hlaut viðurkenningu eiu þau Guð-
rún Bóasdóttir og Jón Þorbjörns-
son að Ægisgrund 16. Garðurinn
þeirra er ungur en vel viðhaldið.
Jón sagði að þau hjónin hefðu flutt
í húsið fyrir þremur árum og strax
Jón Þorbjörnsson Ægisgrund 16 sagði eiginkonuna, Guðrúnu
Bóasdóttur, eiga mestan heiðurinn að umhirðu garðsins, en hún
var vant við látin þegar myndin var tekin.
byijaði að huga að því að gróður-
setja tré og plöntur á lóðinni. Þau
hafa hlaðið upp hellum meðfram
beðum sem gerir alla umhirðu
léttari.
Holtsbúð fékk -viðurkenningu
sem snyrtilegasta gata bæjarins.
Viðlagasjóðshús er reist voru
vegna gossins í Vestmannaeyjum
voru fyrstu húsin við götuna, en
þar eru nú 73 lóðir við bæði ein-
býlishús og raðhús. Einnig er þar
húsaþyrping systranna frá Landa-
koti.
Umhverfi lóðarinnar við Hörgatún 1 þar sem fyrirtækið
Pharmaco er til húsa.
Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdottir eiga stóran
og velhirtan garð að Markarflöt 15.
Selfoss:
Eyjavinir gæta
dýrgripa sinna
Selfossi.
EYJAVINIR á Selfossi nefiiist óformlegur félagsskapur nokkurra
manna sem hafa það að áhugamáli að vernda eyjarnar í Ölfúsá,
Laugardælaeyjar, og glæða þær lífi. Nýlega gerðu þeir sér ferð
í eyjarnar með nokkrar trjáplöntur til gróðursetningar.
í kringum 1950 var æðarvarp
í eyjunum en það lagðist af og
er vargfugli og minki kennt um.
Eyjavinir hafa reynt að koma upp
varpi aftur en hafa ekki haft er-
indi sem erfiði. Þó fannst eitt
andarhreiður með sjö eggjum í
þessari ferð á dögunum.
Eyjarnar eru gróðri vaxnar og
tré dafna vel á stöku stað. Þar
er um það bil hundrað ára gam-
all silfurreynir sem talið er að
Tryggvi Gunnarsson hafi gefið
Eggerti bónda í Laugardælum um
svipað leyti og Tryggvi vann að
garðinum við Alþingishúsið. Talið
er að Eggert hafi siðan gróður-
sett reyninn í eyjunni.
Eyjavinir telja eyjarnar nátt-
úruperlur og dýrgripi enda er þar
fjölbreytt gróðurfar og fuglalíf.
Þær eru þó ótrúlega ólíkar. í neðri
eyjunni ræður sigurskúfur ríkjum
en í þeirri efri er flóran mjög fjöl-
breytileg. Sigurskúfurinn breytir
um lit á haustin og tekur eyjan
þá smám saman á sig rauðbrúnan
lit í stað þess græna.
Frumkvöðlar að stofnun Eyja-
vina eru Guðmundur Kristinsson
bankagjaldkeri, Jón R. Hjálmars-
son fræðslustjóri, Hjörtur Þórar-
insson framkvæmdastjóri og
Oskar Þór Sigurðsson nýráðinn
skólastjóri barnaskólans.
— Sig. Jóns.
E"5ji '
" Ö 5 9 0 a a
Opió i dag,
laugardag
VÖNDUÐ ÍSLENSK
MLEIÐSLA
ELDHÚS - BÖÐ - FATASKÁPAR