Morgunblaðið - 12.08.1989, Side 20

Morgunblaðið - 12.08.1989, Side 20
20 MORGUttBLÁÐIÐ LAXJGARDÁGUR 12. ÁGÚST 1989 Morgunblaðiö/Theodór Kr. Þórðarson Einar Ingimundarson listmálari á vinnustofu sinni við nýlega mynd frá Borgarnesi. Júpíters í Casablanca STÓRSVEIT Júpíters heldur tónleika í veitingahúsinu Casa- blanca í kvöld, laugardag, kl. 23.30. Sveitin hefur aldrei verið §ölmennari en nú, eða 13 manns, segir í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni. Bandoneon -djass í Heita pott- inum ÓVENJULEGIR djasstónleikar verða í djassklúbbi Reykvíkinga í Duus-húsi við Fischersund ann- að kvöld. Frá París hingað til Islands er kominn bandoneon- leikarinn Olivier Manoury. Olivier Manoury fæddist 1953 og hefur leikið á ýmis hljóðfæri en sl. 12 ár hefur hann fengist við að tengja suður-ameríska tónlist, svo sem tangó, við djass-tónlist og leik- ið á hljóðfærið bandoneon, sem einkum er þekkt í argentínskum tangó. Olivier Manoury hefur að undanförnu ieikið með eigin djass- kvartett „Tangoneon" í París og víðar í Frakklandi, í V-Þýskalandi og Hollandi. Hann hefur áður leik- ið á íslandi, bæði tangó og djass. Að þessu sinni verður með Olivi- er Manoury íslensk hljómsveit, Egill B. Hreinsson á píanó, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Birgir Baldursson á trommur. Tón- leikarnir heQast um kl. 21.30. Námskeið í kínverskri hreyfilist NÁMSKEIÐ í Tai Chi, sem er forn kínversk hreyíílist, verður haldið helgina 19.-20. ágúst. Tai Chi er ævafornt líkamsrækt- arkerfi sem einkennist af hægum, mjúkum og svífandi hreyfingum og minnir bæði á dans og skylming- ar eða sjálfsvarnarlist. Það krefst mikillar hugareinbeitingar og mætti skilgreinast sem hreyfi- hugleiðing, segir í fréttatilkynn- ingu. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Tai Chi-meistarinn Reza A. Hezaveh sem kemur frá Eng- landi. Námskeiðið verður haldið í Yogastöðinni Heilsubót, Hátúni 6a og hefst laugardaginn 19. ágúst kl. 10.00. Upplýsingar og innritun er hjá Skúla Magnússyni yoga- kennara. Básúnur, trompetar, saxófónar, rafmagnsorgel, hljóðgerfill, gítar, bassi, trommur og slagverk ýmiss konar eru meðal þeirra hljóðfæra sem leikið er á. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir Edward Grieg, Dollar Brand, Steingrím Eyfjörð, Herbie Hancock og Inga T. Lárusson auk verka eftir hljómsveitarmeðlimi. Þýskur „gospel“- kór í söngferð um ísland Hvammstanga. Unglingakór frá Kirkju Nathans Söderbloms í Reinbek í Þýskalandi kemur til íslands í dag. Kórinn fer víða um land og heldur tónleika í kirkjum. í tengslum við dvöl kórs- ins hérlendis verður söngnámskeið. fyrir sunnlenska unglinga í Skál- holti 19.-21. ágúst. Kórinn syngur gamla og nýja söngva, aðallega negrasálma. Stjórnandi er Wolf- gang Knuth, einleikari á þverflautu er Martin Gonschorek og á orgel Michael Petermann. Kórinn kemur frá borginni Rein- bek, sem er nærri Hamborg. Starf kórsins er þáttur í safnaðarstarfi kirkju Nathans Söderbloms en sá söfnuður var gestgjafi kirkjufólks frá Hvammstanga í Þýskalandsferð fyrr í sumar. Við það tækifæri söng kórinn nokkur lög og var mjög áhugaverður. Þá var kórinn einnig að læra fyrir Islandsförina lag Þor- kels Sigurbjörnssonar Heyr himna smiður við hinn forna sálm Kol- beins Tumasonar. Stjórnandi kórsins, Wolfgang Knuth, er nokkuð kunnur hér á landi, hefur haldið hér hljómleika í kirkjum og er mikill áhugamaður um íslenska menningu og tungu. Kórinn sem telur um 30 félaga syngur fyrst á Hólahátið í dagskrá að lokinni messu sunnudaginn 13. ágúst og síðar á eftirtöldum stöð- um: 15. ágúst í Akureyrarkirkju kl. 20.30, 16. ágúst í Hvamms- tangakirkju kl. 21.00, 17. ágúst í Hallgrímskirkju í Reykjavík kl. 20.30, 20. ágúst við messu í Skál- holti kl. 14, 21. ágúst í Selfoss- kirkju kl. 20.30, 22. ágúst í Þor- lákskirkju kl. 20.30 og 23. ágúst í Njarðvíkurkirkju, Ytri-Njarðvík, kl.20.30. Hilmar Örn Agnarsson, kantor við Skálholtskirkju, hefur skipulagt ferð kórsins, einnig er hann um- sjónarmaður með námskeiðinu í Skálholti. í viðkomu kórsins á Hvamms- tanga verður hann gestur Hvammstangasafnaðar og gista kórfélagar hjá kunningjum frá því í sumar. Hvammstangahreppur mun einnig taka þátt í móttöku hans. - Karl Munaðarnes: Málverkasýning Einars Ingi- mundarsonar Borgarnesi. EINAR Ingimundarson málara- meistari hefúr undanfarnar vik- ur sýnt 21 myndverk í Veitinga- staðnum Munaðarnesi í Borgar- firði. Hér er um sölusýningu að ræða sem verður opin út ágúst- mánuð. Einar byijaði snemma að fást við listmálun og hélt sína fyrstu málverkasýningu í Borgarnesi 1947 er hann var 16 ára. Einar stundaði myndlistarnám bæði hér- lendis, í Svíþjóð og Þýskalandi, jafnframt námi í húsamálun. Myndir Einars á þessari sýningu eru flestar úr Borgarfirðinum og margar úr næsta nágrenni Munað- arness. Að sögn Magnúsar Inga Magn- ússonar veitingamanns, sem rekur Veitingastaðinn Munaðarnes, hef- ur málverkasýningin lífgað rnjög upp á staðinn og vakið athygli matargesta og annarra sem á stað- inn koma. Aðspurður sagði Magnús að boðið væri upp á fullkomna þjón- ustu og allar veitingar á staðnum. Sérstaklega vinsælt væri svonefnt ijölskylduhlaðborð í hádeginu á sunnudögum og kæmi fólk víða að til þeirra um helgar, enda upp á margt að bjóða á fallegum stað. - TKÞ Námskeið hjá Skotreyni Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis heldur námskeið fyrir gæsaveiðimenn nú í ágúst. Tilhögun námskeiðsins verður þannig að á þriðjudag og miðviku- dag, 15. og 16. ágúst, eru fræðslu- fundir í Veiðiseli, Skemmuvegi 14 og hefjast þeir kl. 20.30. Flutt verða 6 til 7 erindi auk sýni- kennslu. Næstu þrjá mánudaga, 21. og 28. ágúst og 4. september hafa þátttakendur forgang að skot- vellinum í Óbrynnishólum og njóta kennslu. Þeir, sem mæta bæði kvöldin í Veiðisel og eitt kvöld á skotvöllinn, fá vottorð um þátttöku í gæsaveiði- námskeiði. Námskeiðsgjald er 1.000 krónur fyrir aðra en skuldlausa félags- menn, segir í fréttatilkynningu frá Skotreyni. Arngunnur Ýr. Arngunnur Ýr sýnir í Nýhöfti ARNGUNNUR Ýr hefúr opnað sýningu í Nýhöfn, Hafnarstræti 18. Á sýningunni eru olíumálverk unnin á tré með vaxáferð, ásamt ýmsum öðrum efniviði. Verkin eru unnin í San Francisco á síðustu tveimur árum. Arngunnur fæddist í Reykjavík árið 1962. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1982 og stundaði nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og einkanám í Kanada í flautuleik 1968—1984. Myndlistarnám stundaði hún við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1982—1984 og við San Francisco Art Institute í málun 1984—1986. Þetta er sjötta einkasýning Arn- gunnar en hún hefur einnig tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Þessi sýning Arngunnar er tileinkuð systur hennar, Gunn- hildi Sif, sem lést í nóvember 1987. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10—18 og frá kl. 14—18 um helgar. Henni lýkur 20. ágúst. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 11. ágúst FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 70,50 39,00 57,22 17,392 995.238 Ýsa 109,00 50,00 84,08 2,490 209.387 Samtals 55,44 35,613 1.974.381 Á mánudag verður selt úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur Ýsa Samtals 44,12 298,268 13.160.726 Selt var úr Viðey RE, Runólfi SH, Jóni Baldvinssyni RE og fleir- um. Á mánudag verður selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 64,50 38,00 58,84 3,631 213.644 Ýsa 100,00 52,00 76,87 0,746 57.327 Samtals 62,45 12,840 801.909 Á mánudag verður m.a. selt óákveðið magn af blönduöum afla úr Eini GK og 25 til 30 tonn af bl. afla úr Eldeyjar-Boða GK. SKIPASÖLUR í Bretlandi 7. til 11. ágúst. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Samtals 106,38 252,205 26.828.260 109,72 120,640 13.236.651 39,39 24,130 950.526 62,96 6,190 389.745 126,68 0,760 96.281 103,28 415,200 42.880.656 Selt var úr Sigurfara VE og Sunnutindi SU í Hull 7. ágúst, PáU ÁR í Hull 9. ágúst og Otto Wathne NS i Grimsby 10. ágúst. GÁMASÖLUR í Bretlandi 7. til 11. ágúst. Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Koli Grálúða Samtals 96,77 334,595 32.378.081 102,69 159,460 16.375.701 54.35 9,985 542.733 58,94 9,945 586.153 93,28 53,260 4.967.999 96.35 11,100 1.069.484 98,47 675,249 66.492.784 SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 7. til 11. ágúst. Þorskur 114,34 4,969 568.141 Ýsa 121,66 4,257 517.910 Ufsi 76,90 61,440 4.724.999 Karfi 95,78 216,706 20.756.173 Samtals 90,78 298,292 27.080.010 Selt var úr Ögra RE í Bremerhaven 7. ágúst og Klakki VE í Bremerhaven 9. ágúst. Sameinuðu þjóðirnar: Alþjóðaátak í náttúru- hamfaravörnum í YFIRLÝSINGU vinnu- hóps.sem falið var að gera til- lögur til allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna um skipulag og framkvæmd átaks til varnar gegn náttúruhamforum, segir GENGISSKRÁNING Nr. 151 11. ágúst 1989 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala gangi Dollari 59,67000 59,83000 58,28000 Sterlp. 95,57000 95,82700 96,57000 Kan. dollari 50.88000 51,01700 49,24400 Dönsk kr. 8,00130 8,02280 7,98900 Norsk kr. 8,49880 8,52160 8,46970 Sænsk kr. 9,14060 9,16510 9,09630 Fi. mark 13,80610 13,84310 13,80720 Fr. franki 9,19490 9,21950 9,17360 Belg. franki 1,48590 1,48990 1,48310 Sv. franki 35,98910 36,08560 36,12020 Holl. gyllini 27,55420 27,62810 27,53020 V-þ. mark 31,07810 31,16150 31,05700 ít. líra . 0,04322 0,04334 0,04317 Austurr. sch. 4,41720 4,42910 4,41230 Port escudo 0,37240 0,37340 0,37180 Sp. peseti 0.49630 0,49770 0.49530 Jap. yen 0,42342 0,42455 0,41853, írskt pund 83,01600 83,23800 82,84200 SDR (Sérst.) 75,40500 75,60720 74,66890 ECU.evr.m. 64,35110 64,52370 64.44310 Tollgengi fynr ágúst er sölugengi 28. júlí. Sjálfvirkur símsvari gengisskrárjingar er 62 32 70. m.a. að kominn sé tími til að beita fullum mætti vísindalegr- ar og tæknilegrar þekkingar til að minnka hörmungar mann- kynsins og efhahagsleg áfoll af völdum náttúruhamfara. Á 42. allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna 1987 var samþykkt ályktun, sem Japanir og Marakkó- búar lögðu fram, um að helga áratuginn 1990-2000 alþjóðlegu átaki til varnar gegn náttúruham- förum. Ári seinna skipaði Javier Pérez de Cuellar hóp sérfræðinga til að gera tillögur að fram- kvæmdaáætlun vegna þessa. Eftir að hafa lokið verkefninu og gengið frá tillögum sínum til Sameinuðu þjóðanna gaf starfs- hópurinn út yfirlýsingu sem kennd er við Tokyo. Þar skorar vinnuhópurinn á al- menning og stjórnvöld um heim allan að vinna að auknum við- búnaði gegn náttúruhamförum. Lögð er áhersla á að ríkisstjórnir allra landa taki fullan þátt í átak- inu með því að upplýsa og fræða almenning til fullrar meðvitundar um eflingu viðbúnaðar, sem felst í því að fella varnir gegn náttúru- hamförum inn í alla þróun sam- félagsins og fullnýta þá þekkingu í vísindum og tækni sem minnkað getur tjón í náttúruhamförum. Auk þess skorar vinnuhópurinn á Sameinuðu þjóðirnar, samtök vísinda- og tæknistofnana, svo og einkaframtakið, að styðja við al- þjóðlegt og svæðisbundið samstarf um varnir gegn vá og að leggja fram tækni og þekkingu til nátt- úruhamfaravarna, sérstaklega innan þeirra þróunarríkja sem búa við ógnir í náttúrunni. Að lokum skorar vinnuhópurinn á ríki heims að skipa landsnefndir sem samræmi aðgerðir innanlands og leggur til að allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna setji á stofn samstarfsstofnun sem geti lagt átaki áratugarins lið. Vinnuhópinn skipa 25 fulltrúar frá 24 löndum. Þeirra á meðai er Gúðjón Petersen, framkvæmdar- stjóri Almannavarna ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.