Morgunblaðið - 12.08.1989, Page 36

Morgunblaðið - 12.08.1989, Page 36
A ÞJOÐVEGI1 SUMARÞÁnURKL. 13.30 tQíRÁSl I ÚTVARPID J Efstir á blaði FLUGLEIÐIR LAUGARDAGUR 12. AGUST 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Aurskrið- ur féllu á Seyðisfjörð Engin slys á fólki - mannvirkj atj ón ókannað FJÓRAR aurskriður féllu á Seyðisfirði seint í gærkvöldi, þar af tvær innan kaupstaðar- ins. Fregnir af atburðinum voru óljósar um miðnættið, en ljóst var að engin slys höfðu orðið á fólki. Almannavarnanefnd og björgunarsveitir voru þá að kanna eignatjón og mögulega hættu á frekari skriðuföllum. Hættuástandi hafði ekki verið lýst yfir skömmu eftir miðnætt- ið, en ákveðið var að rýma nokkur hús. Tvær skriður féllu á veginn utan við bæinn að sunnanverðu, á Strandaveg og Hafnargötu, þar sem Síldarverksmiðjur ríkisins eru. Skriða féll í Búðará og svo- kallaðan Stöðvarlæk. Úrhellis rigning var í Seyðis- firði í gærkvöldi og vatnavextir miklir, meðal annars var Fjarðará mjög mikil. Adólf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs hf, sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir miðnættið í gær, að ástandið væri nokkuð alvar- legt. Ekkert útlit væri fyrir upp- styttu og vatnavextir gífurlegir, líkt því og verið hefði í ágústmánr uði 1974. Allir lækir væru yfirfull- ir, Fjarðará í miklum vexti og að auki væri stórstreymt og bætti það ekki ástandið. Hann sagði að almannavarnanefndin væri á fundi og hættuástandi hefði ekki verið lýst yfir. Þó hefði verið ákveðið, að rýma verbúð Hafsíld- ar, en þar byggju 5 manns. Einn- ig hefðu íbúar húsa austast í bænum ákveðið að rýma hús sín í öryggisskyni, Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Lögreglu og almanna- varnanefndina, en vegna anna við könnun aðstæðna og skipulagn- ingu hugsanlegra björgunarað- gerða, gáfu þessir aðilar sé ekki tíma til að ræða við blaðið. Tekið íkríulöpp á kajanum iuuiguumauiu/ xmiicir raiur Drög að samkomulagi um yfírstjórn íslandsbanka: Ásmundur formaður banka- ráðs, Yalur bankastj órnar Gísli V. Einarsson verði bankaráðsformaðiir að ári DRÖG að samkomulagi milli formanna bankaráða Iðnaðar- banka, Verzlunarbanka og Al- þýðubanka um bankastjórn og verkaskiptingu yfirstjórnar ís- landsbanka liggja nú fýrir. Fyrsti fúndur nýkjörins bankaráðs hef- ur verið ákveðinn á þriðjudag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gera samkomulagsdrög- in ráð fyrir að þar verði lagðar fram tillögur um að formaður bankastjórnar fram til aðalfúnd- ar bankans 1991 verði Valur Valsson, bankasfjóri Iðnaðar- banka. Formaður bankaráðs verði Asmundur Stefánsson, nú- verandi bankaráðsformaður Al- NESCO-Kringlan gjaldþrota: Eignirnar seldar kvöldið fyrir gjaldþrotaúrskurðinn „Hef krafíst riftunar,“ segir bússtjóri NESCO-Kringlan var lýst gjaldþrota í gærmorgun hjá skiptaráð- anda. Hinsvegar munu eigendur verslunarinnar hafa selt eignir henn- ar í fyrrakvöld, eða kvöldið áður en gjaldþrotaúrskurðurinn var kveðinn upp. Forsaga málsins er sú að í kjöl- far gjaldþrots fyrirtækisins Nesco- Framleiðslufélags voru stofnuð nokkur fyrirtæki með Nesco-nafn- inu. Eitt þeirra var Nesco-Kringlan. Þrotabú Nesco-Framleiðslufélags gerði 6 milljóna króna kröfu á hend- ur Nesco-Kringlunni og gekk dómur síðla vetrar fyrir bæjarþingi Reykjavíkur um að Nesco-Kringlan ætti að greiða þrotabúinu þá upp- hæð. Þegar leitað var fjárnáms í eign- um Nesco-Kringlunnar fyrir þessari upphæð lagði verslunin fram áfrýj- unarstefnu hjá Hæstarétti. Þrotabú Nesco-Framleiðslufélags krafðist þá tryggingar af hendi Nesco- Kringlunnar fyrir fyrrgreindri upp- hæð. Þegar á reyndi gat Nesco- Kringlan ekki lagt fram þær trygg- ingar og varð það grundvöllur gjald- þrotabeiðninnar. „Ég hef þegar mótmælt sölunni og krafist riftunar. Ég vil að þessi kaupsamningur gangi til baka og mun nota öll þau úrræði, sem fyrir- finnast, til að fylgja því eftir. Ég lít á þetta sem ólöglegan samning,“ sagði Skarphéðinn Þórisson, bús- stjóri, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Skarphéðinn sagðist hafa farið þess á leit við kaupanda eignanna í gær að hann rifti samningnum við eigendur Nesco-Kringlunnar. Hinsvegar hefði hann ekki viljað samþykkja riftun, en kaupsamning- urinn hljóðaði upp á 4,3 milljónir króna. Skarphéðinn bjóst við að mál þetta myndi enda hjá dómstól- um í einni eða annarri mynd strax eftir helgi. þýðubankans, en á næsta aðal- fúndi, árið 1990, verði Gísli V. Einarsson, bankaráðsformaður Verzlunarbanka, formaður bankaráðs. Endanlegt samþykki allra málsaðila lá ekki fyrir í gærkvöldi, en viðmælendur Morgunblaðsins töldu fátt því til fyrirstöðu að eining næðist um drögin. Samkomulagsdrögin gera ráð fyrir að auk Váls Valssonar verði þeir Tryggvi Pálsson frá Verzlunar- banka og Björn Björnsson frá Al- þýðubanka titlaðir bankastjórar. Valur verði bankastjóri án sérsviðs en hinir tveir settir yfir tvö af sex sérsviðum bankans. Þessi sérsvið verða almenn viðskipti, fyrirtæki, afgreiðsla, alþjóðasvið, skipulag og fjárhagur. Ætlunin er að bjóða fjórum mönnum til viðbótar framkvæmda- stjórastöður á sérsviði. Þrír eru núverandi bankastjórar, Þeir Ragn- ar Önundarson í Iðnaðarbanka, Guðmundur Hauksson í Utvegs- banka og Kristján Oddsson í Verzl- unarbanka. Einnig á að bjóða Jó- hannesi Siggeirssyni, fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða, framkvæmdastjóra- stöðu. Gert er ráð fyrir að yfirmenn sérsviðanna víxli störfum með nokkurra ára millibili. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ætlunin að Guðmundur Hauksson sjái áfram um rekstur Útvegsbankans til áramóta, er bankarnir sameinast. Lánanefnd verður sett á .stofn, sem ásamt Guðmundi á að fara með meirihátt- ar ákvarðanir um mál Útvegs- bankans fram að sameiningu. Gert er ráð fyrir að staða for- manns bankaráðs íslandsbanka verði til eins árs í senn. Á næsta aðalfundi á Gísli V. Einarsson að taka við henni, en samkomulag er um að varaformaðurinn komi frá Alþýðubanka og ritarinn frá Iðnað- arbanka. Tillaga verður væntanlega lögð fyrir bankaráðsfundinn á þriðjudag um að Gísli V. Einarsson verði varaformaður bankaráðsins og Brynjólfur Bjarnason, formaður bankaráðs Iðnaðarbankans, ritari. „Ég reikna ekki með að það verði neinn ágreiningur um meiriháttar mál og tel að á bankaráðsfundinum verði allt í góðu samkomuIagi,“ sagði Ásmundur Stefánsson, for- maður bankaráðs Alþýðubankans, eftir fund bankaráðsformannanna í gær. Hilmir SU á loðnuveiðar HILMIR SU fer á loðnuveiðar í dag, laugardag, og rannsókna- skipið Bjarni Sæmundsson fór í seiðaleiðangur í gær. Hilmir SU er fyrsta íslenska skip- ið sem fer á loðnuveiðar á þessari vertíð. í gærmorgun voru þrjú fær- eysk loðnuskip innan íslensku lög- sögunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.