Morgunblaðið - 16.08.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
15
I tilefiii leiðaraskrifa um út-
flutningsbætur á hrossakjöt
eftir Halldór
Gunnarsson
Hneykslun Morgunblaðsins á því
að útflutningur á landbúnaðarfram-
leiðslu sé styrktur, kemur mér á
óvart, vegna þess að ég hélt að
allir íslendingar vissu að land-
búnaðarvörur sem eru til sölu landa
í milli eru styrktar með háum upp-
hæðum. Yfir 65% af heildarútgjöld-
um Efnahagsbandalagsins fer í að
greiða niður landbúnaðarfram-
leiðslu með einum eða öðrum hætti
í þágu neytenda og framleiðenda.
Á Norðurlöndum, í Kanada og í
Bandaríkjunum nýtur landbúnaðar-
framleiðslan verulegra fjárfram-
laga, til að hægt sé að bjóða neyt-
endum landbúnaðarvörur á „viðráð-
anlegu“ verði. í Póllandi hækkuðu
t.d. landbúnaðarvörur um allt að
500% þegar niðurgreiðslum var
skyndilega hætt.
Erlendis er fjárframlögunum
beitt þannig að þau skili sér á sem
hagkvæmastan hátt, nær eingöngu
við að greiða niður kostnað við
frumframleiðsluna og einnig fá
bændur .greitt fyrir að framleiða
ekki. Með þessari aðferð er komið
í veg fyrir margfeldisáhrif hækkana
við meðhöndlun framleiðslunnar og
einnig er óþekkt að greiða geymslu
og vaxtagjald vörunnar eins og hér
er gert.
Því miður hefur þessa ekki verið
gætt hér á landi. Niðurgreiðslur
hafa miðast við heildsölustig og
ríkissjóður hefur tekið niðurgreiðsl-
urnar til baka að stærstum hluta
með álagningu söluskatts. Virðis-
aukaskattur í Evrópu er í öllum
löndum nema í Danmörku með
tveimur þrepum eða fleirum þar
sem matvæli eru alls staðar í lægsta
skattþrepi og t.d. í Englandi án
skattlagningar. Eftir 1992 verður
hámarksskattur á matvælum 9%
hjá Efnahagsbandalagsþjóðum.
Neytendum hér á landi er dýr 25%
söluskattur á smásöluverð vörunn-
ar, einkum á allar unnar land-
búnaðarvörur þar sem margfeldis-
áhrif gjaldtöku og skattlagningar
hækka vöruna svo mikið að hún er
nær ókaupandi.
Þegar fjölmiðlar hneykslast á
greiðslum útflutningsbóta til einnar
búgreinar verður að líta til þessara
þátta og fleiri sem ég vil leyfa mér
að nefna:
1. 1985 var samþykkt í búvöru-
samningi milli ríkisstjórnarinnar og
bænda að hrossakjöt myndi njóta
útflutningsbóta að hámarki 2 millj-
ónir. Þetta var ákveðið með tilliti
til þess að hrossakjöt var ekki niður-
greitt á innanlandsmarkaði eins og
önnur hefðbundin kjötframleiðsla
og voru þessar útflutningsbætur
skoðaðar sem nokkurskonar flutn-
ingsstyrkur á erlendan markað. Á
næsta verðlagsári eru þessar út-
flutningsbætur nálægt 4,5 milljón-
um að hámarki.
2. Um áramót 1987/1988 þegar
25% söluskattur var lagður á mat-
væli var hrossakjöt eitt kjöttegunda
látið bera þennan skatt að fullu.
aðrar kjöttegundir fengu auknar
niðurgreiðslur úr ríkissjóði eða end-
urgreidd úr kjarnfóðursjóði um 10
til 15% af söluskattinum. Söluskatt-
urinn af hrossakjöti gefur ríkissjóði
í tekjur á ári um 30 milljónir.
3. Söluskatturinn olli því að
hrossakjöt seldist ekki fyrstu mán-
uðina á eftir, og var því mætt með
lækkun á verði til bænda. Jafnframt
var leitað eftir markaði erlendis
fyrir kjöt af fullorðnum hrossum,
sem mjög lítill markaður er fyrir
innanlands, en vegna reiðhrossa-
verslunarinnar og ræktunarinnar
þarf að fella árlega um 1.500 full-
orðin hross í landinu.
4. Þessi markaður fannst, annars
vegar í Belgíu og hins vegar í Jap-
an. Undanfarin ár hafa verið send
út á fæti til slátrunar í Belgíu um
300 hross árlega. Útflutningsbætur
voru nýttar.til að greiða I'yrir flutn-
Halldór Gunnarsson
„Á þessu ári fór Eftia-
hagsbandalagið sínar
leiðir til að hindra inn-
flutning á hrossakjöti
frá íslandi og taldi að
íslendingar gæfu horm-
ónalyf til að auka kjöt-
vöxt. Yfirlýsingar héð-
an og vottorð frá yfir-
dýralækni um hið gagn-
stæða eru ekki tekin
gild. Því var ákveðið
að leita eftir möguleik-
um á útflutningi til Jap-
ans á þessu ári.“
ing reiðhrossa og sláturhrossa með
sérútbúnu flutningaskipi sem var
fengið hingað upp að hausti. Með
þessu móti var hægt að lækka
kostnað við flutning reiðhrossa
verulega þannig að útflutningur
þeirra stóijókst.
Á þessu ári fór Efnahagsbanda-
lagið sínar leiðir til að hindra inn-
flutning á jirossakjöti frá íslandi
og taldi að íslendingar gæfu horm-
ónalyf til að auka kjötvöxt. Yfirlýs-
ingar héðan og vottorð frá yfirdýra-
lækni um hið gagnstæða eru ekki
tekin gild. Því var ákveðið að leita
eftir möguleikum á útflutningi til
Japans á þessu ári.
Hér sjáum við hvaða leiðum er
beitt erlendis til að koma í veg fyr-
ir innfiutning búvara.
5. Japanir eru tilbúnir til að
kaupa af okkur hrossakjöti á hærra
„Björnsbúð var stofnsett 1904
af Birni Guðmundssyni gullsmið á
ísafirði. Eftir Björn tók Guðmund-
ur sonur hans við rekstrinum og
stjórnaði lengi. Synir Guðmundar
komu síðan til starfa með föður
sinum. Gunnar og Aðalbjörn hófu
ungir störf við verslunina og Kjart-
an og Sigurður unnu þar líka um
allmörg ár, uns þeir fluttu suður
og stofnuðu eigin verslanir.
Er Gunnar hafði lokið glæsileg-
um námsferli í Verslunarskólanum
í Reykjavík starfaði hann í Björns-
búð rúman aldarfjórðung. Mörg
síðustu árin var hann verslunar-
stjóri og forstöðumaður. Rekstur
Björnsbúðar hvíldi þá mjög á herð-
verði en fæst fyrir það hér. Út-
flutningsbætur eru samsvarandi
hálfum flutningsstyrk héðan tii Jap-
ans. Ef hægt verður að selja Japön-
um svonefnda framparta kjötsins
eru allar líkur á að hægt verði að
flytja kjötið í heild út án útflutn-
ingsbóta. Það skilaverð, sem nú
fæst, er það hæsta sem þekkst hef-
ur í kjötútflutningi.
6. Hrossabúskapur er eina bú-
greinin í landinu sem flytur út af-
urðir með þeim árangri að ísland
er ef til vill mest þekkt erlendis af
þeim útflutningi..Það er útflutning-
ur reiðhrossa. Sá útflutningur nýtur
engra styrkja en er aftur á móti
skattlagður sérstaklega með 10%
skatti á útfluttar hryssur og 20%
skatti á útflutta stóðhesta. Svona
skattlagning á útflutning er eins-
dæmi í heiminum. Erlendar þjóðir
leggja skatta á þennan útflutning
okkar til að reyna að hindra hann,
t.d. er í Svíþjóð lagður á sláturskatt-
ur sem nemur um 30 þúsund kr. á
reiðhest og síðan leggst 24% sölu-
skattur ofan á heildarverð, þannig
að hestur sem seldur er héðan á
120.000 kr. hækkar um helming
með flutningsgjaldi og álögðum
gjöldum í því landi, sem hann er
keyptur til.
í ár verða seld um 800 hross úr
landi sem gefa í gjaldeyristekjur
af sölunni einni yfir 100 milljónir
en að auki gefur þessi útflutningur
um 30 milljónir til þjónustuaðila hér
ásamt með sjóðagjöldum og stofn-
verndarsjóðsskatti, sem áður er vik-
ið að.
7. Stofnuð hafa verið hesta-
mannafélög erlendis um íslenska
hestinn og mynduð alþjóðleg sam-
tök (FEIF) sem hafa haldið Evrópu-
móti annaðhvert ár í hinum ýmsu
löndum Evrópu í hestaíþróttum og
ræktun. Á sýningum með hrossa-
kynjum (EQUITANA) hefur
íslenski hesturinn náð því að vera
í flokki eftirsóttustu sýningaratriða.
Hingað komu sérstakleg 2.500 er-
lendir hestamann til að vera_ á
síðasta landsmóti hestamanna. Ár-
lega kemur hingað sérstaklega til
að kynnast hestinum fjöldi ferða-
manna frá hinum ýmsu löndum.
Upppantað er núna hjá flestum
hestaleigum sem bjóða vikuferðir
fyrir útlenda ferðamenn.
Að þessum rökum framsettum
vænti ég þess að leiðarahöfundar
Morgunblaðsins taki tillit til fleiri
þátta þessa málefnis í framtíðinni
en mér hefur fundist þeir gera í
þeim tveimur leiðurum sem nýlega
hafa birst um þetta efni.
Höíundur er formaður
markaðsnefndar Félags
hrossabænda.
um Gunnars, þar sem heilsuleysi
Guðmundar föður hans olli því að
hann var oft frá störfum og þá
langdvölum annars staðar sér til
lækninga. Gunnar lét af störfum
í Björnsbúð 1958 og dó í janúar
1959. Enn minnast .margir ísfirð-
ingar starfa og stjórnar Gunnars
á Björnsbúð.
Áðalbjörn Guðmundsson er nú
að láta af störfum í Björnsbúð eft-
ir langan starfstíma þar. Bróðir
hans Garðar kom síðastur sinna
bræðra sem stjórnandi í Björnsbúð
og synir hans eru nú að taka þar
við forystunni.“
Böm Gunnars Guðmundssonar.
Athugasemd vegna grein-
ar um Bjömsbúð á Isafírði
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd í tilefni af
grein, sem birtist í blaðinu þann 5. ágúst síðastliðinn. Þar var fjall-
að um Björnsbúð á ísafírði og Qórða ættliðinn, sem þar er að taka
forystuna.
Komdu meú íolvöni sælkeraferú
Þrjár skemmtilegar sælkeraferðir um vínupp-
skerutímann í Norður-Portúgal.
Gist í höllum og herragörðum.
Fararstjóri: Friðrik Ásmundsson Brekkan.
Brottför: 20.-27. september og 4. október.
Hámarksfjöldi þátttakenda i hverri ferð er 20 manns.
Evrópuferðir,
Klapparstíg 25,
símar 628181 og 27830.
Hraðlestrainámskeið
Námskeið í hraðlestri hefst 30. ágúst nk.
Þú lærir áhrifaríkar aðferðir í hraðlestri á námskeið-
um Hraðlestrarskólans!
Á níu ára starfstíma skólans hafa nemendur að
jafnaði þrefaldað lestrarhraða sinn í öllu lesefni.
Viljir þú bætast í hóp ánægðra nemenda skólans,
skaltu skrá þig sem fyrst á námskeið.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091.
Hraðlestrarskólinn
FRAMKVÆMDASTJÓRI
LANDSBANKA
ÍSLANDS
Landsbréfhf. er nýstofnaður verðbréfamarkaður
Landsbankans. Auglýst er eftir umsóknum um
starf framkvœmdastjóra. Umsœkjandi þarf að
bafa viðskiptafrœði-, hagfrœði- eða aðra
sambærilega menntun. Frumkvœði og sjálfstœði
í starfi er nauðsynlegt. Umsóknir ásamt
upplýsingum um menntun, aldur og fyni störf
berist fyrir 1. september n.k. stílaðar á:
Stjóm Landsbréfa hf,
c/o Landsbanki íslands,
Austurstrœti 11, 3■ hœð,
Pósthólf 170,
155 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um starfið veita
Bjöm Líndal og Brynjólfur Helgason
aðstoðarbankastjórar.
LANDSBRÉF HF.
Verðbréfamarkaður Landsbankans