Morgunblaðið - 16.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1989, Blaðsíða 1
40 SIÐUR B 183. tbl. 77. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Pólland: Walesa reynir að sefa Sovétmenn Ursögn úr Varsjábandalaginu ekki á dagskrá Varsjá. Reuter. WOJCIECH Jaruzelski, forseti Póllands, hvatti í gær til neyðar- fiindar um stjórnarkreppuna í landinu en í fyrradag gafst Czezlaw Kiszczak, forsætisráðherra kommúnista, upp við stjórnarmyndun. Samstöðumenn hafa dregið nokkuð í land og segjast nú geta sæst á, að kommúnistar fari með varnar- og innanríkismál í væntan- legri samsteypustjórn. Jaruzelski sagði í yfirlýsingu sinni, að fulltrúar allra stjórn- málaflokka yrðu að koma saman sem fyrst til að ræða stjórnar- kreppuna en það hefur ekki gerst Eystrasaltsríkin: Pravda send- ir þjóðernis- sinnum tóninn Moskvu. Reuter. MALGAGN sovéska kommúnista- flokksins, Pravda, fór í gær hörð- um orðum um stjórnmálahreyfing- ar þjóðernissinna í Eystrasalts- ríkjunum, fordæmdi þjóðernis- stefiiu þeirra og sakaði þær um að hafa stuðlað að and-sovéskri og „borgaralegri" starfsemi. Þetta er harðasta gagnrýni blaðsins til þessa á hreyfingarnar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen, sem krefjast þess að Eystrasaltsríkjunum verði veitt aukin sjálfstjórn. „Viss öfl berjast fyrir aðskilnaði frá Sovétríkjunum og borgaralegu kerfi hefur verið komið á að nýju í lýðveldunum," segir meðal annars í Prövdu. Blaðið heldur því fram að hreyfingarnar hafi tekið til sín völd á kostnað kommúnistaflokka lýð- veldanna, en fjölmargir kommúnistar styðja kröfur þjóðernishreyfinganna. Pravda segir að þjóðernisstefna hreyfinganna stangist á við umbóta- stefnu Gorbatsjovs og sakar þær um grafa undan völdum kommúnista- flokksins. Afleiðingarnar séu þær að klofningur sé á meðal flokksmanna í ríkjunum auk þess sem tengsl þeirra við stofnanir kommúnistaflokksins og verkalýðssamtök hafi verið rofin. fyrr í Austur-Evrópu, að komm- únistaforingi hafi orðið að gefa stjórnamyndun upp á bátinn. Kiszczak lét umboðið í hendur Roman Malinowski, formanni Bændaflokksins, en hann, fulltrú- ar Demókrataflokksins og Sam- stöðu hafa síðustu daga rætt um myndun samsteypustjórnar. Samstöðumenn hafa verið andvígir samstarfi við kommún- ista en Lech Walesa sagði í gær, að unnt væri að fallast á, að kommúnistaflokkurinn færi með varnar- og innanríkismál. Með því vill hann augljóslega sefa Sovét- menn, sem hafa miklar áhyggjur af þróuninni í Póllandi, og hann tók fram, að Samstaða ætlaði ekki að beita sér fyrir úrsögn Póllands úr Varsjárbandalaginu. Það, sem Samstaða vildi, væri að koma á efnahagslegum umbótum, sem kommúnistar hefðu verið ófærir Reuter Líbanskt barn grætur þar sem það skríður yfir rústir heimilis síns í Beirút, en stór svæði borgarinnar eru i molum eftir stórskotabardaga Sýrlendinga og kristinna manna undanfarna daga. Líbanon: Sýrlendingar herða sókn- ina gegn kristna lierniim Beirút. Reuter. SÝRLENDINGAR héldu áfram liðsflutningi til víglínunnar í norðurhluta Beii-út í gær, en a.m.k. 15 sýrlenskir hermenn féllu í skriðdrekabardögum við sveitir kristinna manna. Sýr- landsher og sveitir Michels Aouns, hershöfðingja kristinna, skiptust á stórskotaliðshryðjum og er talið að a.m.k. 6 óbreyttir borgarar hafi fallið í gær og 15 særst. Stór svæði í borginni eru nú rjúkandi rúst. Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Blóðbaðá Filippseyjum Filippeyskur herflokkur batt í gær enda á gíslatöku í herfangelsi í Davao, um 1.000 km suðvestur af Manilu, og létu 15 fangar lífið í áhlaupinu. Aður en það var gert höfðu fangarnir nauðgað og myrt ástralska konu og vegið íjóra gísla til viðbótar. 10 gíslar komust lífs af úr hildarleiknum. Konan, ungur trúboði frá Sydney, Jacqueline Hamill að nafni, var skorin á háls og skotin í hnakkann. Hún sést fyrir miðri mynd hér til hliðar, en hnífi er haldið að hálsi hennar. Sjá „Gíslataka endar ... “ á síðu 16. Reuter Sameinuðu þjóðanna, nýtti sér í gær rétt til að kalla saman fúnd Oryggisráðsins til þess að fjalla um málið. Þá sagði Jóhannes Páll páfi II að Sýrlendingar fremdu nú flöldamorð í Líbanon og sakaði þá um að vilja leggja landið í auðn. Sýrlendingar hafa þrengt mjög að hersveitum Aouns, sem halda til í kristna hluta borgarinnar. Víglínan er nú við Madfoun-á, um 40 km norður af Beirút. Hafa þeir óspart beitt stórskotaliði og sprengjuvörp- um. Talið er að þungavopn þessi geti ráðið úrslitum í orrustunni. Við suðurhluta hverfis kristinna manna eiga sveitir Aouns í vök að veijast vegna stórskotaliðsárásar drúza, en kristna hernum tókst að hrinda sókn þeirra á sunnudaginn. Hernaðarsérfræðingar telja að Sýrlendingar vilji reyna á herstyrk Aouns við útjaðra kristna hverfisins, en safni jáfnframt liði til þess að reyna beina innrás í hverfið. Her- sveitir Sýrlendinga og íslamskra bandamanna þeirra í Líbanon hafa einnig sést safna miklu liði fyrir utan Austur-Beirút. Meira en 140 manns hafa látið lífið síðan stórskotahríðin hófst síðastliðinn fimmtudag, en 525 hafa verið fluttir særðir í sjúkrahús. . Bardagar þessir hófust um miðjan mars þegar Aoun lýsti yfir „frelsis- striði" gegn Sýrlendingum, en þeir hafa um 33.000 manna her í Líban- on og hafa ekki sýnt á sér neitt fararsnið. Sýrlendingar hafa viljað koma á stjórn múslima, sem treysta megi til þess að vera þeim hliðholl. Nú virðist hins vegar sem þeir ætli að ganga á milli bols og höfuðs kristnum mönnum í eitt skipti fyrir öll. í gær héldu helstu leiðtogar stríðandi fylkinga múslima í Líbanon fund, en auk þeirra sóttu fundinn utanríkisráðherrar Sýrlands og ír- ans. Eftir fundinn kváðust þeir hafa myndað bandalag til þess að ráða niðurlögum Aouns og hers hans. Aoun hvatti á hinn bóginn lands- menn, hverrar stjórnmálaskoðunar og trúar sem þeir annars væru, til þess að sameinast gegn hernámi Sýrlendinga í stað þess að styðja það með því að láta sem um inn- byrðis stríð Líbana væri að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.