Morgunblaðið - 16.08.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.08.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989 SUND / EVROPUMEISTARAMOTIÐ I BONN UÆFINGAMÓT Evrópskra knattspyrnuliða fyrir vetrarvertíð- ina standa nú sem hæst á Spáni og um helgina fóru nokkur slík mót ^■■■■1 þar fram. Úrslita- FráAtla leikurinn í einu Hilmarssyni þeirra var á milli * áSpán/. Steua Búkarest og Bayern Munhen og sigruðu Þjóðverjarnir með fjórum mörkum gegn einu. Koehler, Kast- enmayer, Bender og Johnsen skoruðu fyrir Bayern en Lacatus skoraði fyrir Steua. Um þriðja til fjórða sætið léku PSV Eindhoven og Real Madrid. Spánverjarnir sigruðu 4:2. Áður höfðu Bæjarar sigrað PSV Eindhoven og Steua borið sigurorð af Real Madrid. UTOTTENHAM tók þátt í móti ásamt Dinamó Búkarest og Atlico Madrid. Tottenham tapaði gegn Búkarest með þremur mörkum _ gegn einu, og Tottenham tapaði ** svo leik sínum gegn Atletico Madrid 1:0. Guðni Bergsson spil- aði nær allan leikinn gegn Atletico, en var tekinn útaf á 77. mínútu, og var þá staðan jöfn Hann lék sem hægri bakvörður og átti góðan leik, og kom á óvart að hann skildi vera tekinn útaf. Inná fyrir hann kom Polston. ■ MEXIKÓ sigraði ítalska liðið Juventus í úrslitaleik æfingakeppni sem fram fór í Los Angeles. Mex- ikanar sigruðu með þremur mörk- '*um gegn tveimur, og komu öll mörkin á 20 mínútna kafla í síðari hálfleik. I þriðja sæti í mótinu urðu Norður-Kóreumenn; þeir sigruðu Bandarikin 2:1. UJORGINHO hinn brasilíski fer að öllum líkindum ekki frá Flam- engo í Brasiliu til vestur þýska félagsins Bayern Leverkusen, eins og um hafði verið samið. Þjóðver- jarnir voru reiðubúnir að láta af hendi 800 þúsund doilara, en Flam- engómenn töldu að þeim bæri í krihgum 2,4 milljónir dollara, og sögðu þá upphæð vera í meira sam- ræmi við þau laun sem Jorginho hafa verið boðin í Þýskalandi. UBORDEOUX skaust á topp J frönsku fyrstu deildarinnar með marki Hollendingsins Pieter Den Boer í 1:0 sigri gegn Lille á laugar- daginn. Marseilles á hins vegar í nokkrum erfiðleikum; gerði einung- is jafntefli gegn Nice um helgina, og það þrátt fyrir að miiljónamær- ingurinn Bernard Tapie hafi lagt til fáeina aura úr pyngju sinni að undanförnu til kaupa á leikmönn- um. UALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið skýrði frá því í gær að það hefði fengið skýrslu um að sex manns hefðu látið lífið í troðningi á knattspyrnuvelli í Nigeríu um helgina. Virðist sem allt of mörgum hafi verið hleypt inn 'á Ieikvanginn, þar sem landslið Nígeríu og Angóla áttust við í undanúrslitum Heimsmeistara- keppninnar. Dagblöð í Nígeríu giskuðu á að 20 þúsund áhorfendur hefðu komið sér fyrir á vellinum umfram það sem eðlilegt mætti telj- ast. Leikurinn var fyrsti landsleik- urinn sem fram fer í höfuðborg landsins í tvö ár. Tvö heimsmet á fyrsta degi Adrian Moorhouse og Giorgio Lamberti bættu metin í 100 metra bringusundi og 200 metra skriðsundi karla TVÖ heimsmet litu dagsins Ijós á fyrsta degi Evrópumótsins í sundi sem hófst í Bonn í Vest- ur-Þýskalandi í gær. Adrian Moorhouse frá Bretlandi setti heimsmet í 100 metra bringu- sundi karla og Giorgio Lam- berti frá Ítalíu bætti metið í 200 metra skriðsundi karla. Moorhouse synti í undanrásun- um á 1:01.49 mín. og bætt eldra metið, sem Bandaríkjamaður- inn Steve Lundquist setti á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. „Tíminn kom mér ekki á óvart því ég var staðráðinn í að setja heimsmet á mótinu," sagði Moorhouse, sem náði ekki að bæta tímann í úrslitunum sem fram fóru í gærkvöldi eins og hann ætlaði sér. Ekki var útlit fyrir að Bretinn næði að setja heimsmet í undanrás- unum, því hann hafði 0,02 sek. lak- ari millitíma en þegar Lundquist setti gamla metið 1984. En Moor- house átti frábæran endasprett og 'mm inn á 0,16 sek betri tíma. I úrslitunum synti Moorhouse á 1:01.71 mínútu. Dmitri Volkov frá Sovéttíkjunum varð annar á 1: 01.86mín. og Nick Gillingham, Bretlandi, þriðji á 1:02.12 mín. „Ég ætlaði ekki trúa mínum eig- in augum er ég sá tímann. Ég er svo ánægður að ég kann mér varla læti,“ sagði ítalinn, Giorgio Lam- berti, eftir að hafa sett heimsmet í 200 m skriðsundi. Lamberti, sem er aðeins 20 ára, synti á 1:46.69 mín. og bætt met Duncan Armstr- ong frá því á Ólympíuleikunum í Seoul um meira en hálfa sekúndu. Artur Wojdat frá Póllandi varð ann- ar á 1:47.96 og Svíinn, Anders Holmertz, þriðji á 1:48.06 mín. Austur-þýsku stúlkurnar voru í sérflokki og unnu öll gullverðlaunin sem í boði voru í gær. Katrin Meissner sigraði í 100 m skriðsundi á 55,38 sek., Daniela Hunger í 400 m flórsundi á 4:41.82 mín. og loks sigraði austur-þýska sveitinn með yfirburðum í 4 X 200 m.skriðsundi kvenna, synti á 7:58.54 mín. Heimsmet! Adrian Moorehouse frá Bretlandi fagnar hér heimsmeti sínu í 100 metra bringu- sundi í undanrásum Evrópumótsins í sundi sem hófst í Bonn í gær. KNATTSPYRNA / BELGIA Anderlecht ætlar sér stóra hluti í vetur Helga bætti sig ÍSLENSKA sundfólkiö hóf keppni á Evrópumeistaramótinu í Bonn í gær. Helga Sigurðardóttir var eini íslenski kepp- andinn sem náði að bæta fyrri árangur sinn. Helga Sigurðardóttir keppti í 100 m skriðsundi og synti á 59.85 sek og var næst síðust af 29 keppendum. Hún náði þó að bæta fyrri árangur sinn um 0,15 sekúndur. Bryndís Ólafsdóttir á ísland- metið í þessari grein, 58.87 sek. Magnús Ólafsson varð í 24. sæti af 30 í 200 m skriðsundi, synti á 1:53.75 mín. íslandsmet hans er 1:52.91 mín. Arnþór Ragnarsson varð í 31. sæti af 32 keppendum, synti á 1:07.91 mín. sem er 0.75 sek frá íslandsmetinu sem hann á sjálfur. Ragnheiður Runólfsdóttir keppir i 200 m bringusundi í dag og Helga Sigurðardóttir í 200 m skriðsundi. FYRSTA umferð deildarkeppn- innar í Belgíu hefst í dag og þá mætir Anderlecht, lið Arn- órs Guðjohnsens, Waregen á heimavelli. Töluverðartilfær- ingar hafa átt sér stað í her- búðum Anderlecht manna; nýr þjálfari var keyptur frá meistur- um Mechelen og tveir lands- liðsframherjar fengnir. Það er því greinilega ætlunin að gera stóra hluti í vetur og skjóta Mechelen aftur fyrir sig. Arnór Guðjohnsen er ekki enn búinn að fá grænt ljós frá læknum um að mega æfa og spila, en í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist hann fara í skoðun i dag og yrði þá úr því skorið hvort hann fengi að spila með varaliðinu á laug- ardag eða ekki. „Eg mun samt ekki spila meira en annan hálfleikinn á laugardag- inn og sjá til hvernig það kemur út; reynist allt eins og það á að vera þá er ekki um annað að ræða en að setja á fulla ferð og reyna að vinna sér sæti í liðinu,“ sagði Arnór. Tveir nýir framherjar Hinn nýi þjálfari Anderlecht, Aad de Mos, hefur keypt tvo belgíska m VOLVO ÍSLANDSMÓTID HÖRPUDEILD FYLKISVÖLLUR FYLKIR - VÍKINGUR í KVÖLD KL. 19.00 qaihATSU framheija; þá Marc Van der Linden frá Antwerpen og Marc Degryse frá Club Biigge, en sá þykir ein- hver efnilegasti framhetji Belga um þessar mundir. Báðir hafa þeir ver- ið í Belgíska landsliðinu; Degryse hefur verið fastamaður þar en Van der Linden kynnt sér varamanna- bekkinn. Samanlagt kaupverð þeirra var rúmlega 220 milljónir króna, en auk þess var keyptur júgóslavneski markvörðurinn Ranko Stjoic, sem undanfarin tvö ár hefur leikið með FC Liege. Mech- elen reyndi mikið til að fá Degryse í sínar raðir en Anderlecht varð ofaná. Liðið frestaði meðal annars framkvæmdum við áhorfendastúku til að fjármagna kaupin á honum. Arnór hefur ekkert getað tekið þátt í undirbúning Anderlecht fyrir keppnistímabilsins, og sagði hann það vera mjög slæmt, því liðið væri mjög breytt frá því í fyrra og spil þess yrði töluvert breytt. Sagði hann að undirbúningurinn hefði gengið ágætlega; t.d. hefði liðið unnið Leeds 5:1 í Englandi og Bordeoux 3:0 á heimavelli. „Það má kannski segja að liðið sé sterkt á pappírnum, en það er nýtt og mun taka nokkurn tíma fyrir það að fullmótast. Þettá lítur Arnór Guðjohnsen er að ná sér eftir meiðsli og fær úr því skorið í dag hvort hann fær að leika með varaliði Anderlecht á laugardaginn. allt hins vegar mjög vel út og mein- ingin er að gera stóra hluti á þessu keppnistímabili," sagði Arnór „Takist mér að komast í mitt form þá er ég ekkert smeykur við að fá ekki sæti í liðinu, þó auðvitað muni það taka einhvern tíma. Það gefast alltaf einhver tækifæri til þess; keppnistímabilið er langt og menn meiðast eða detta út úr liðinu af öðrum sökum og þá fæ ég mitt tækifæri," sagði Arnór að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.