Morgunblaðið - 16.08.1989, Blaðsíða 19
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
19
JMttgtsttMaMfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
FlaraldurSveinsson. '
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Aukin skattheimta
leysir ekki vandann
Samdráttur er mikill í
íslenzkum efnahags- og
þjóðarbúskap. Skiptahluturinn
á þjóðarskútunni hefur dregizt
saman í stjórnartíð þeirra, sem
enn sitja í brúnni. Undirstöðu-
greinar eru reknar með tapi,
fjöldi fyrirtækja steytir á skeri
gjaldþrota, fleiri ganga at-
vinnulausir en verið hefur
síðustu tvo áratugi og kaup-
máttur launa hefur minnkað.
Fyrirtæki og fjölskyldur hafa
neyðst til að rifa útgjaldasegl
sín.
Öðru máli gegnir um ríkis-
búskapinn — á heildina litið.
Þar vaxa útgjöldin langt' um-
fram skattheimtu, sem þó er
hvorki meiri né minni en sjö
milljörðum króna hærri í ár en
í fyrra — og hærri sem hlut-
fall af landsframleiðslu en
nokkru sinni. A-hluti ríkis-
sjóðs, sem skila á 630 m. kr.
tekjum samkvæmt fjárlögum,
stefnir í 5.000 m.kr. halla að
sögn stjórnarherranna sjálfra.
Forystugrein Þjóðviljans í
gær gerir tilraun til að skjalda
stóraukna skattheimtu fjár-
málaráðherrans sem og vax-
andi ríkisútgjöld. „Báknið er
engin dæmigerð vinstrivilla,“
segir Þjóðviljinn, og ber heild-
arútgjöld íslenzks ríkisbúskap-
ar saman við útgjöld stórþjóða,
sem m.a rísa undir umtalsverð-
um varnarútgjöldum og her-
kostnaði. Samanburður af
þessu tagi er meir en hæpinn
og hylur víðs fjarri þá stað-
reynd, sem skiptir íslenzka
skattgreiðendur mestu: að
ríkisbúskapurinn hefur hvergi
nærri axlað afleiðingar sam-
dráttar í þjóðarbúskapnum í
sama mæli og almenningur og
atvinnuvegir. Það er meir en
tímabært að hemja heildarút-
gjöld ríkisins innan ákveðins
hlutfalls af þjóðartekjum. Ekki
bætir það úr skák skattheimt-
unnar að „kjarabætur" ný-
gerðra samninga gufa upp í
afleiðingum stjórnarstefnunn-
ar í skatta-, gengis- og verð-
lagsmálum.
Halldór Blöndal alþingis-
maður vekur athygli á því í
grein hér í blaðinu sl. laugar-
dag, að heildarskattar ríkisins,
sem vóru 29,4% af landsfram-
leiðslu 1986, samkvæmt upp-
lýsingum Þjóðhagsstofnunar,
eru komin upp í 33,2% af
landsframleiðslu í ár, sam-
kvæmt sömu heimild. „Þessi
þróun er ískyggileg,“ segir
þingmaðurinn réttilega, „sér-
staklega þó vegna þess, að
þrátt fyrir þyngingu skatt-
byrðarinnar má búast við 5
milljarða halla á ríkissjóði á
þessu ári. Loks hefur ríkis-
stjórnin boðað frekari skatta-
hækkanir á næsta ári.“
Skattbyrði beinna skatta
hefur hækkað um tæp 67% frá
1987 að sögn þingmannsins,
en þá var tekjuskattur hvað
lægstur, og um 19,5% frá í
fyrra. „Mín skoðun er sú,“
segir Halldór Blöndal, „að
skatthlutfallið megi ekki fara
yfir þriðjung launa og sé þó
nauðsynlegt að vextir séu frá-
dráttarbærir. Það er forsenda
þess að sjálfseignarstefna
Sjálfstæðisflokksins haldi
velli.“
Ríkisforsjármenn staðhæfa
oft að tekjuskattar séu lægri
hér en annars staðar. Er þá
gjarnan vitnað til ríkja þar sem
tekjuskattar skila bróðurparti
ríkissjóðstekna. Hér skila bein-
ir skattar hinsvegar aðeins um
15% af heildartekjum ríkis-
sjóðs. Um 80% af sköttum til
íslenzka ríkisins eru innheimtir
í verði vöru og þjónustu, þar
af rúmur helmingur óbeinna
skatta í söluskattinum einum
saman. Sú staðreynd skýrir
að hluta til hátt verðlag í
landinu, m.a. á nauðþurftum
fólks.
Tilburðir fjármálaráðherra
til enn frekari skattheimtu, í
stað þess að draga saman segl
í ríkisbúskapnum, mæta að að
vonum vaxandi andspyrnu í
samfélaginu. Hennar gætir
langt inn í raðir stjórnarflokk-
anna. Þannig segir Alþýðu-
blaðið fyrir fáum vikum:
„Ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar verður að
skilja þá einföldu staðreynd
að tími ríkisforsjár og póli-
tískrar samtryggingar er lið-
inn. Almenningur vill opið
nútímasamfélag, ekki höft og
haftalausnir. Einfaldar lausnir
eins og nýjar skattaálögur
leysa ekki þjóðarvandann held-
ur víðfeðm endurskipulagning
og uppstokkun í anda frelsis,
fijálsræðis og lýðræðis.“
Þetta eru sannyrði. Þau
stangast hinsvegar á við veru
Alþýðuflokksins í ríkisstjórn-
inni og skjóta honum ekki
undan pólitískri ábyrgð á
stjórnarstefnunni og afleiðing-
um hennar.
Tillögur Hafrannsóknastofnunar um sjávarafla 1990
Þorskafli inifinki um 90
þúsund tonn á næsta ári
Grálúðuaflinn minnki um helming á tveimur árum KatmmumminniUS
HER FER á eftir ágrip af tillög-
um Hafrannsóknasto&iunar um
um veiðar landsmanna árið 1990.
Millifyrirsagnir eru Morgun-
blaðsins.
Árferðið í sjónum við ísland hefur
einkum verið metið af gögnum sem
safnað er í vorleiðangri ár hvert. í
heild sýndu niðurstöður vorleiðang-
urs 1989 síðbúna vorkomu í sjónum
við landið. Innstreymi hlýsjávar á
norðurmið náði austur á móts við
Siglunes. Þrátt fyrir mikið fannfergi
á landinu gætti ferskvatnsáhrifa
síðar en venjulega vegna hægrar
bráðnunar. Átumagn var víðast hvar
undir meðallagi síðustu ára sem
væntanlega má rekja til síðbúinnar
vorkomu. Ætla má að flæði hlýsjáv-
ar austur eftir norðurmiðum haldi
áfrarri a.m.k. fram eftir sumri. Þess-
ar niðurstöður sýna almennt betra
ástand en vorið 1988 en það jafnast
þó ekki á við góðærin 1984—1987.
Þorskafli minnki um
90 þús. tonn
Þorskaflinn á tímabilinu janúar-
maí 1989 var 187 þús. tonn miðað
við 181 þús. tonn sömu mánuði 1988.
Gæftir voru stirðar framan af en þó
aflaðist vel er gaf á sjó. Gert er ráð
fyrir að árið 1989 verði þorskaflinn
um 340 þús. tonn og munu árgang-
arnir frá 1983 og 1984 verða þrír
fjórðu hlutar aflans í íjolda. Meðal-
þyngd þorsks árið 1989 er svipuð
og á síðastliðnu ári en kynþroska-
hlutfall eftir aldri hefur lækkað mið-
að við árið 1988.
Nýliðun í þorskstofninn er á þann
veg að 1985-árgangurinn er undir
meðallagi og árgangarnir frá 1986,
1987 og 1988 eru mjög lakir. Ekki
varð vart við neinar göngur þorsks
frá Grænlandsmiðum og ekki gert
ráð fyrir neinum göngum þaðan fyrr
en á vertíðinni 1991.
Samkvæmt nýrri úttekt er stærð
þorskstofnsins svipuð og kom fram
í síðustu skýrslu Hafrannsóknastofn-
unar frá júlí 1988. Veiðistofn í árs-
byijun 1990 var áætlaður um 1 millj-
ón tonn og hrygningarstofn um 340
þús. tonn.
Ef veidd verða 350 þús. tonn árið
1990 mun veiðistofninn minnka í 820
þús. tonn fram til ársins 1992 en
hrygningarstofn stendur í stað. Við
300 þús. tonna afla mun veiðistofn
minnka um 70 þús. tonn en hrygn-
ingarstofn vaxa lítið eitt. Við 250
þús. tonna afla mun veiðistofn vaxa
um 5% næstu 2 árin en hrygningar-
stofn um rúmlega 100 þús. tonn. I
þessum útreikningum er ekki gert
ráð fyrir neinni göngu þorsks frá
Grænlandi.
Enda þótt mikil óvissa sé um göng-
ur frá Grænlandi var reiknað dæmi
þar sem gert er ráð fyrir að 1984-
árgangurinn komi frá Grænlandi til
hrygningar á Islandsmið árið 1991
og 1992, í jafnríkum mæli og ár-
gangurinn frá 1973 gerði árin 1980
og 1981. Ef veidd verða 400 þús.
tonn árin 1990 og 1991 mun veiði-
stofninn nánast standa í stað en
hrygningarstofninn vaxa um rúm-
lega 100 þús. tonn. Verði aflinn tak-
markaður við 350 þús. tonn mun
veiðistofn vaxa um-tæplega 100 þús.
tonn og hrygningarstofn um 180
þús. tonn. Við 300 þús. tonna afla á
ári mun veiðistofn vaxa um 20%
næstu tvö árin.
Af framansögðu má ljóst vera að
ef þorskstofninn á ekki að fara
minnkandi má afli ekki fara yfir 250
þús. tonn árin 1990 og 1991, en hins
vegar er nauðsynlegt að endurskoða
þessar tillögur með tilliti til hugsan-
legra gangna frá Vestur-Grænlandi,
þegar nýjar upplýsingar um ástand
stofnsins og veiðarnar þar liggja fyr-
ir í ársbyijun 1990.
Ýsan óbreytt
Ýsuaflinn á árinu 1988 varð um
54 þús. tonn og gert er ráð fyrir að
aflinn árið 1989 verði 60 þús. tonn.
Veiðistofninn, þ.e. 4 ára fiskur og
eldrj, er nú áætlaður 250 þús. tonn
og hrygningarstofninn 140 þús. tonn.
Þetta eru svipaðar niðurstöður og
fengust við síðustu úttekt á ástandi
ýsustofnsins árið 1988. Stóru ár-
gangarnir frá 1984 og 1985 eru nú
uppistaðan í ýsustofninum. Yngri
árgangar frá árunum 1986, 1987 og
1988 virðast allir fremur lakir. Fram-
reikningar á stærð ýsustofnsins
benda til þess að veiðistofninn muni
fara örlítið minnkandi á næstu árum
þegar lakari árgangarnir koma inn
í veiðina. Gert er ráð fyrir að stærð
ýsustofnsins verði um 240 þús. tonn
í ársbyijun 1990. í ljósi þessa leggur
Hafrannsóknastofnunin til að afla-
hámark árin 1990 og 1991 verði 60
þús. tonn.
10 þús. tonna aukning
ufsaafla
Ufsaaflinn árið 1988 var tæplega
78 þús. tonn og er gert ráð fyrir að
hann verði um 80 þús. tonn árið
1989. I nýrri úttekt er veiðistofn
ufsa áætlaður um 60 þús. tonnum
stærri í ársbyijun 1989 en gert var
ráð fyrir í síðustu úttekt sumarið
1988. Það er vegna þess að árgang-
ur 1984 hefur reynst talsvert sterk-
ari en þá var gert ráð fyrir. Bæði
veiðistofn og hrygningarstofn munu
vaxa örlítið á næstu árum. Þar sem
aukin sókn í ufsa mun ekki leiða til
aukins afraksturs til langframa legg-
ur Hafrannsóknastofnunin til að
aflahámark árin 1990 og 1991 verði
90 þús. tonn.
Karfi sem veiðist á Austur-Græn-
landsmiðum, við Island og Færeyjar,
er talinn tilheyra sama stofninum.
Karfaafli íslendinga árið 1988 var
94 þús. tonn. Á árinu 1989 er gert
ráð fyrir að karfaafli verði um 90
þús. tonn.
Niðurstöður nýrrar úttektar á
stærð karfastofnsins (S. marinus)
eru mjög áþekkar fyrri niðurstöðum
en ekki tókst að gera úttekt á djúp-
karfa (S. mentella) frekar en áður.
I framreikningum á þróun karfa-
stofnsins næstu árin mun veiðistofn
minnka iítillega við 100 þús. tonna
ársafla árin 1990 og 1991. Við 80
þús. tonna afla munu bæði veiði- og
hrygningarstofn standa nánast í
stað.
Undanfarin ár hefur hlutur djúp-
karfa í karfaafla íslendinga verið um
20 þús. tonn. Ilafrannsóknastofnun
leggur til að hámarksafli á ísland-
smiðum árin 1990 og 1991 verði 80
þús. tonn af báðum tegundunum
samanlagt.
Helmings samdráttur
grálúðuaflans
Grálúða við Austur-Grænland, ís-
land og Færeyjar er talin tilheyra
sama stofninum. Gífurleg sóknar-
aukning hefur orðið í grálúðu undan-
farin 3 ár. Árið 1986 var grálúðuafl-
inn um 31 þús. tonn, 1987 47 þús.
tonn, 1988 um~51 þús. tonn og gert
ráð fyrir að aflinn 1989 verði um
60 þús. tonn. Vegna betri nýliðunar
hefur veiðistofn farið vaxandi undan-
farin ár en framreikningar sýna, að
grálúðustofninn minnkar verulega á
næstu árum verði núverandi sókn
haldið áfram. Reynslan sýnir að grá-
lúðustofninn getur staðið undir
30—35 þús. tonna ársafla og með
hliðsjón af því leggur Hafrannsókn-
arstofnunin til að afli verði minnkað-
Harkalegri aðgerðir en þjóðarbúið þolir
-segir Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri á fsafirði
„MIKLU harkalegri samdráttaraðgerðir heldur en þetta vesæla þjóð-
arbú okkar þolir,“ sagði einn viðmælandi Morgunblaðsins aðspurður
um tillögur Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla á næsta ári. Onnur
ummæli voru meðal annars: „Við höfúm lengi ætlað að Iifa á ósk-
hyggjunni og vonast til að þetta gengi allt saman,“ og: „Ekkert smá-
ræði, ofan á að vera með allt of stóran fiskiskipaflota og þar af leið-
andi minna til skiptanna."
Meira en þjóðarbúið þolir
„Ég held að þetta séu miklu harka-
legri aðgerðir en þjóðarbúið þolir,“
segir Jón Páll Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Norðurtangans á
ísafirði. Hann kvaðst kvíða því sér-
staklega hvernig Vestfirðir verði úti,
ef þessar tillögur ganga eftir. „Það
liggur ljóst fyrir að samdráttur hefur
orðið meiri hér á Vestfjörðum heldur
en annars staðar vegna þess að Vest-
firðingar eru eingöngu háðir botn-
fiskveiðum og rækjuveiðum. Þá hafa
ýmsar stjórnvaldsaðgerðir á liðnum
árum, síðan kvótakerfíð var sett upp,
orðið þess valdandi að samdrátturinn
hefur orðið meiri hér heldur en ann-
ars staðar. Það liggur alveg ljóst
fyrir að í byggðarlögum sem byggja
alfarið á sókninni í botnlægar fisk-
tegundir, hlýtur það að skapa slíka
röskun ef farið verður eftir þessum
tillögum, að ég sé ekki hvaða afleið-
ingar það kann að hafa fyrir byggð
á þessum svæðum.“
Mikið áhyggjuefiii
„Auðvitað slær mann fyrst hve
mikið á að minnka þorskveiðarnar,"
segir Friðrik Pálsson forstjóri Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna. „Ég
veit ekki hvort það á beinlínis að
koma okkur á óvart, því að við vitum
jú að það hefur verið farið talsvert
fram yfir tillögur fiskifræðinga í
mörg ár. Hins vegar held ég að við
höfum lengi ætlað að lifa á ósk-
hyggjunni og vonast til að þetta
gengi allt saman. Það kemur reyndar
fram að fiskifræðingarnir ætlast til
að þetta verði endurskoðað í byijun
ársins 1990, en eins og er hlýtur
þetta að vera mikið áhyggjuefni.
Annað er þarna líka mjög sláandi,
það er grálúðan, því að þrátt fyrir
allar spár um hið gagnstæða, þá er
aflinn kominn langt fram úr öllum
spám á þéssu ári. Það er stofn sem
vissulega hefur verið mjög mikilvæg-
ur í rekstri frystihúsanna og í þeirra
afla upp á síðkastið," sagði Friðrik
Pálsson.
Geysilegt áfall
Óskar Vigfússon formaður Sjó-
mannasambands íslands kvaðst ekki
hafa haft tækifæri til að kynna sér
efni tillagnanna til að tjá sig um ein-
stök atriði þeirra, „...annað en að það
sem kemur frá þeim er ekki meira
en við áttum von á.“ Hann segir til-
lögurnar um minnkun þorskaflans
vera mikið áfall. „Ég átti nú undir
niðri von á að eitthvað slíkt mundi
verða uppi á teningnum hjá þeim,
en samt sem áður hlýt ég að segja
það fyrir hönd minna umbjóðenda,
að þetta er geysilegt áfall, ofan á
það sem þegar er komið fram í
þessu, þegar aflinn var minnkaður
um tíu prósent í fyrra. Þetta er ekk-
ert smáræði, ofan á að vera með
allt of stóran fiskiskipaflota og þar
af leiðandi minna til skiptanna. Þetta
hefur geysileg áhrif." Óskar kvaðst
ekki að svo stöddu geta metið áhrif
þessara tillagna á störf og afkomu-
möguleika sjómanna.
Best eins og það hefúr verið
„Ég get ekki sagt að mér lítist
vel á þessar tillögur. Ætli það sé
ekki best að halda þessu eins og
þetta hefur verið,“ sagði Þorsteinn
Vilhelmsson skipstjóri á Akur-
eyrinni, þar sem hann var að veiðum
vestur á Hornbanka í gær. Hann var
spurður hvort tillögurnar kæmu hon-
um á óvart. „Bæði já og nei, þetta
kemur alltaf annað slagið upp hjá
þeim að skera svo og svo mikið nið-
ur. Fóru þeir ekki eitt árið niður í
tvö hundruð þúsund tonn? Ég held
að aldrei hafi verið annað eins mok
og árið eftir. Það er vonandi svipað
núna. Mér líst ekki á að fara neðar
en veitt er á þessu ári.“
Ekki raunhæfar tölur
„Mér sýnist þeir setja fram
ákveðnar tölur og vita að ekkert er
farið eftir þeim og fara nógu neðar-
lega, svo er farinn einhver milliveg-
ur,“ segir Siguijón Óskarsson skip-
stjóri á Þórunni Sveinsdóttur frá
Vestmannaeyjum. „Svo taka stjór-
málamennirnir ákvarðanir, ég held
að þeir taki ekki tilit til þess sem
fiskifræðingarnir eru að segja. Við
sjáum það með grálúðuna, það verð-
ur veitt meira en helmingi meira af
henni heldur en var leyft. Þetta er
engin stjórnun. Það verður ekkert
farið eftir þessum 250 þúsund tonn-
um, ég hef ekki trú á því. Ég er al-
veg inni á því að við þurfum að halda
eitthvað í við veiðarnar. Við þurfum
að friða, en þetta finnst mér ekki
raunhæfar tölur. Ég hef sagt það
áður, að það er ekki spurt að því
hvað fiskistofnarnir þola, heldur hvað
við þurfum fyrir þjóðfélagið. Ég held
að við séum að ganga of nærri þorsk-
inum, við veiðum svo mikið af smáum
fiski. Á vertíðinni í vetur vorum við
að veiða smærri fisk en nokkru sinni
áður, það er engin spurning."
Gífúrlegar efiiahagslegar
afleiðingar
„Það iíst engum á minnkun veiða,“
segir Eiríkur Tómasson útgerðar-
stjóri hjá Þorbirni hf í Grindavík.
„Það hefur auðvitað gífurleg áhrif
ef þessar tillögur ganga eftir.“ Hann
kveðst ekki hafa séð röksemdir fiski-
fræðinganna, og því ekki geta tjáð
sig um þær. „En greinilega hefur
þetta gífurlegar efnahagslegar af-
leiðingar. Það getur hins vegar vel
verið að framtíðin krefjist þess.“
Eiríkur segir vertíðina síðastliðinn
vetur ekki hafa verið neinn prófstein
á að mikið meiri þorskur hafi verið
sjónum heldur en endranær. „Þetta
var bara fyrir það að allur fiskur fór
af norður- og austursvæðinu suður
fyrir land og var allur hérna suður
í köntum. Það eina sem gerðist var
að hann dreifðist minna en hann
hefur gert.“
Morgunbladid/Ámi Sæberg
Hafrannsóknastofiiun kynnti í gær, þriðjudag, tillögur sínar um hámarksafla árin 1990 og 1991. Talið
frá vinstri: Viðar Helgason fiskifræðingur, Jakob Magnússon aðstoðarforsjóri Hafrannsóknastofiiunar og
Jakob Jakobsson forsljóri stolhunarinnar.
ur í um 30 þús. tonn á ári á næstu
tveim árum. .
Árið 1988 var steinbítsaflinn um
14.500 tonn. Stærð steinbítsstofns-
ins er nú áætluð svipuð og árin 1986
og 1987.
Heildarafli skarkola árið 1988 var
rúmlega 14 þús. tonn. Gert er ráð
fyrir heldur minni afla árið 1989 en
hámarksjafnstöðuafli úr skarkola-
stofninum er talinn vera um 10 þús.
tonn.
Engar tillögur eru gerðar um há-
marksafla blálöngu, löngu, keilu og
hrognkelsa.
Síldin óbreytt
' Síldaraflinn árið 1988 var tæp 93
þús. tonn og dreifðist á marga ár-
ganga allt frá 4 til 11 ára aldurs.
Gert er ráð fyrir að hrygningarstofn
árið 1989 verði um 400 þús. tonn.
Við 90 þús. tonna veiði árið 1989
mun hrygningarstofninn vaxa í um
430 þús. tonn 1990. Varanlegur
hámarksafrakstur síldarstofnsins er
talinn 75 þús. tonn. Vegna. betri
nýliðunar og þeirrar staðreyndar að
stofninn hefur líklega verið van-
metinn í síðustu stofnmælingu, er
lagt til, að aflinn árin 1989 og 1990
Hrikalegur samdráttur
„Þetta er auðvitað alveg hrikaleg-
ur samdráttur ef þetta verður að
veruleika og mun hafa ófyrirsjáan-
legar afleiðingar fyrir fiskvinnsluna
í landinu og allan sjávarútveg," seg-
ir Arnar Sigurmundsson formaður
Samtaka fiskvinnslustöðva. „Fyrst
bitnar þetta á útgerðinni og síðan á
vinnslunni, maður getur á þessari
stundu ekki gert sér fyllilega grein
fyrir þessu, því að þetta eru svo stór-
ar tölur.“ Arnar segist telja að menn
í sjávarútvegi hafi almennt ekki
reiknað með aukningu aflans á næsta
ári, „...heldur að kvótinn yrði eitt-
hvað í þá veru sem hann er á þessu
ári. Þessi niðurstaða kemur mér að
minnsta kosti verulega á óvart og
þetta er mikið alvörumál. En, þarna
eru auðvitað fagmenn að fjalla um
þessa hluti og menn hafa tekið tillit
til þeirra og verður sjálfsagt ekki
mikil breyting þar á.“
verði 90 þús. tonn hvort árið.
Heildaraflinn á loðnuvertíðinni
1988—1989 var 1.023 þús. tonn.
Bergmálsmæling á ókynþroska loðnu
af árgangi 1986 fór fram í ágúst
1987. Frekari tilraunir til þess að
endurmæla stærð 1986 árgangsins
hafa mistekist m.a. vegna hafíss. Til
þess að framreikna stærð veiði-
stofnsins í byijun sumarvertíðar
1989 var stuðst við framangreinda
mælingu á stærð 1986 árgangsins
sem fór fram í ágúst 1987. Bærilega
tókst að mæla árganginn frá 1987
í ágúst 1988 og er talið áð mælingin
hafi náð til þess árgangs að lang-
mestu leyti. Ut frá þessum mæling-
um og framreikningi er lagt til að
leyfilegur hámarksafli á tímabilinu
júlí-nóvember 1989 verði 900 þús.
tonn. Stærð veiðistofnsins verður
síðan mæld haustið 1989 eins og
venja hefur verið á undanförnum
árum. Að því loknu verða settar fram
tillögur um hámarksafla fyrir seinni
hluta 1989/1990-vertíðarinnar. Ekki
eru gerðar tillögur um hámarksafla
á sumarvertíð 1990.
íslendingar hafa ekki stundað kol-
munnaveiðar síðan 1984. Árið 1987
var kolmunnaaflinn samtals 632 þús.
tonn og uppistaðan í veiðinni stóru
árgangarnir frá 1982 og 1983. Al-
þjóðahafrannsóknaráðið leggur til
630 þús. tonna hámarksafla fyrir
árið 1989.
Humar í lægð
Árið 1988 varð heildarafli humars
2.240 tonn miðað við 2.712 tonn
árið 1987. Mikill samdráttur varð í
humarafla á suðausturmiðum og afli
á togtíma minnkaði stórlega þar. I
samræmi við þessa þróun var hám-
arksafli árið 1989 takmarkaður við
2.100 tonn. Á þessari vertíð (1989)
hafa aflabrögð verið afar misjöfn.
Þar eð veiðistofninn virðist í nokk-
urri lægð er lagt til að leyfilegur
hámarksafli árið 1990 verði 2.100
tonn.
Heildarafli hörpudisks árið 1988
var aðeins um 10 þús. tonn en árið
1987 veiddust rúmlega 13 þús. tonn.
Þessi samdráttur í veiðum stafaði
af lágu markaðsverði í Bandaríkjun-
um. Á þessu ári hefur sóknin í hörpu-
disk aukist á ný og markaðshorfur
eru nú betri en undanfarin 2 ár.
Samkvæmt niðurstöðu stofnmæling-
ar á hörpudiski í Breiðafirði í mars
1989 hefur veiðistofninn stækkað um
10% frá því að athuganir voru gerð-
ar í mars 1988. í samræmi við það
er lagt til að hámarksafli verði 10
þús. tonn úr Breiðafirði en tillögur
um hámarksafla af öðrum svæðum
eru óbreyttar frá fyrri tillögum.
Rækjuafli á grunnslóð var svipað-
ur árið 1988 og árið 1987 en á djúp-
slóð minnkaði aflinn verulega á árinu
1988. Þarinig minnkaði heildar-
rækjuaflinn úr tæplega 39 þús. tonn-
um árið 1987 í tæplega 30 þús. tonn
árið 1988. Afli á grunnslóð verður
svipaður árið 1989 og árið 1988.
Afli hefur aukist í Húnaflóa og ísa-
fjarðardjúpi en rækjustofninn við
Éldey virðist hafa hrunið. Tillögur
um hámarksafla rækju á hinum
ýmsu veiðisvæðum á vertíð 1989 og
1990 eru sýndar í töflu 12 í kafla 17.
Nýjustu niðurstöður á ástandi út-
hafsrækjustofna árið 1989 liggja
ekki fyrir. Stofnmælingar voru gerð-
ar í fyrsta sinn sumarið 1987 og
mælingar sem hófust í júní síðast-
liðnum standa út ágúst. Að þeim
loknum og með hliðsjón af upplýsing-
um um afla, sókn og veiðisvæði, verð-
ur gerð úttekt á stöðu úthafsrækju-
stofnanna og settar fram tillögur um
hámarksafla fyrir árið 1990.
Heildarúttekt á
hvalastofiium
í samræmi við samþykkt Alþjóða-
hvalveiðiráðsins mun fara fram
heildarúttekt á ástandi hvalastofna
eigi síðar en árið 1990. í þeim til-
gangi gerði Hafrannsóknastofnun
fjögurra ára áætlun um víðtækar
hvalarannsóknir hér við land þar sem
m.a. var gert ráð fyrir takmörkuðum
veiðum í rannsóknaskyni árin
1986—1989 í samræmi við heimild-
arákvæði í stofnsáttmála Alþjóða-
hvalveiðiráðsins. Sumarið 1987 voni
leyfðar veiðar á 80 langreyðum og
20 sandreyðum í vísindaskyni. Veiði-
þáttur rannsóknaráætlunarinnar var
takmarkaður frekar sumarið 1988
en þá voru einungis leyfðar veiðar á
68 langreyðum og 1Ó sandreyðum
og árið 1989 voru ekki leyfðar nein-
ar veiðar á sandreyðum. Engin leyfi
hafa verið gefin til hrefnuveiða enda
þótt gert hafi verið ráð fyrir þeim í
rannsóknaáætlun stofnunarinnar.
Fyrir forgöngu íslendinga og í
samvinnu nokkurra þjóða fór fram
víðtæk hvalatalning á Norður-At-
lantshafi sumarið 1987. Fjöldi lan-
greyða í Austur-Grænlands-íslands-
stofninum er áætlaður 11.500 dýr.
Fjöldi sandreyða um 1.200 dýr,
steypireyðar innan við eitt þúsund
og tæplega tvö þúsund hnúfubakar.
Talningar á hrefnu benda til þess.
að stofninn sé á bilinu 10—15 þús.
dýr hér við land og sé bætt við niður-
stöðum úr talningum Norðmanna
utan grunnslóðar er heildarstofn-
stærðin áætluð 19.500 dýr. Einnig
sást mikill fjöldi smáhvala og talið
er að marsvín á svæðinu milli Aust-
ur-Grænlands, íslands og Færeyja
séu 100 þúsund. Háhyrninga var víða
að sjá við ísland og Færeyjar og
samkvæmt talningunni eru þeir tald-
ir a.m.k. 4.000 á leitarsvæðinu.
Þar eð talningarnar 1987 þóttu
bera mjög góðan árangur var ákvéð-
ið að telja á ný surnarið 1989 á
stærra svæði en áður. Megináhersla
verður lögð á sandreyði í stað lang-
reyðar og hrefnu í fyrri talningu og
í því skyni verður leitað á suðlægari
slóðir en áður.
Heildarselveiðin 1988 var rúmlega
3.400 dýr og er gert ráð fyrir að
heildarselveiði 1989 verði 5 þús. dýr.
Kannanir á stærð landselsstofnsins
1980 og 1985 gáfu svipaða niður-
stöðu (um 43 þús. dýr) og er stofn-
inn talinn í jafnvægi. Fyrirhugað er
að kanna ástand landselastofnsins
nú í ár (1989) með talningum úr
lofti meðfram allri ströndinni. Árið
1982 var gerð könnun á útselsstofn-
inum sem benti til þess að stofninn
væri um 10.600 dýr. Athugun 1986
leiddi í ljós að stofninn hefur vaxið
um 2% á ári. Ástand útselsstofnsins
verður kannað í haust með talningum
á haustkópum í látrum.
Þorskstofiiinn nýttur langt
umfram það sem eðlilegt er
- segir forstjóri Hafrannsóknastofiiunar
„VIÐ TELJUM þorskstofiiinn nýttan langt umfram það sem eðlilegt
er,“ sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofhunar, á blaða-
mannafimdi sem haldinn var í gær, þriðjudag. Á fiindinum voru lagð-
ar fram tillögur stoftiunarinnar um hámarksafla árin 1990 og 1991
en þar segir m.a. að ef þorskstofhinn eigi ekki að fara minnkandi
inegi afli ekki fara yfir 250 þúsund tonn árin 1990 og 1991.
Jakob Jakobsson sagði að tillögur
Hafrannsóknastofnunar um 250 þús-
und tonna hámarksafla á þorski á
næstu tveimur árum ættu í sjálfu sér
ekki að koma neinum á óvart. Nýting
þorskstofnsins hefði verið með þeim
hætti að ársaflinn hefði verið 35 til
40% veiðistofnsins en Hafrannsókna-
stofnun telji að þetta hlutfall eigi að
vera undir 30%. Þessi harða sókn
hafi leitt til þess að árgangar séu fá
ár í veiðinni og aflinn byggist fyrst
og fremst á þriggja til sex ára göml-
um fiski.
Jakob sagði að lélegir árgangar
frá árunum 1986-1988 verði uppi-
staðan í stofninum næstu árin og
því sé fyrirsjánlegt að verulegur sam-
dráttur verði í þorskstofninum og
þorskveiðunum. Hann sagði að þó
væri nauðsynlegt að endurskoða
þessar tillögur í byijun næsta árs
þegar upplýsingar um ástand þorsk-
stofnsins við Grænland og veiðar þar
lægju fyrir.
Jakob sagði að mikið væri af fimm
ára gömlum þorski við Grænland.
Mikið af þorskseiðum hefði rekið
héðan til Grænlands haustið 1984
og hugsanlegt væri að.þessi þorskur
kæmi hingað til hiygningar að ein-
hveiju leyti árið 1991 en aðallega
árið 1992. „Þó verður að hafa í huga
að uppistaðan í þorskstofninum við
Grænland er þessi eini árgangur frá
1984 og miklar veiðar þar myndu
draga stórlega úr líkum á sterkum
Grænlandsgöngum á íslandsmið árin
1991 og 1992.“
Jakob sagði að Hafrannsókna-
stofnun hefði á undanförnum árum
lagt til að veidd yrðu 300 þúsund
tonn af þorski á ári en ekki hefði
verið farið eftir þessum tillögum.
Þorskaflinn hefði verið tæp 390 þús-
und tonn árið 1987, um 376 þúsund
tonn 1988 og reiknað væri með að
hann yrði um 340 þúsund tonn á
bessu ári.
Hann sagði að þorskárgangarnir
1986, ’87 og ’88 væru allir lélegir,
eða um 150 milljónir nýliða, og því
sambærilegir við 1981 og ’82 ár-
gangana sem taldir væru með þeim
lökustu sem fram hefðu komið
síðustu þijá áratugina. Jakob sagði
að hins vegar væri talið að þorskár-
gangar frá 1983 og. ’84 væru sterk-
ir, eða 342 og 300 milljónir þriggja
ára nýliða en árgangurinn frá 1985
væri í tæpu meðallagi, eða 190 millj-
ónir þriggja ára nýliða.