Morgunblaðið - 16.08.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.08.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989 fclk f fréttum ÍÞRÓTTIR Ivan Lendl segist vera mjög hamingjusamur — þótt hann brosi sjaldan COSPER — Og hér hefur maðurinn minn innréttað fyrir sig tónlistar- herbergi. Orraurinn langi í Brasilíu Reuter Pedro Matsuo Hirata er rúmlega sextugur Brasilíumaður af jap- önskum ættum er stundar óvenjulegan búskap; hann ræktar orma. Hirata byijaði á þessu fyrir 12 árum og selur framleiðsluna áfj- áðum fiskimönnum sem veiða vatnafisk af ýmsu tagi og hann hefur nú hafið útflutning til ann- arra landa. Þetta eru þó ekki ánamaðkar eins og íslenskar veiðiklær grafa upp á rigningar- nóttum heldur tegund sem Brasilíumenn nefna „minhocucus“ og getur þessi fiskafæða orðið á annan metra að lengd. Á myndinni sýnir Hirata hluta framleiðsl- unnar. Ivan Lendl er einn af fremstu tennisleikurum heims. Hann er fæddur í Tékkóslóvakíu en fluttist til Bandaríkjanna fyrir átta árum. Velgengni hans í tennis hefur fært honum góðar- tekjur en ekki miklar vinsældir. Margir hafa gagnrýnt hann fyrir að vera allt of alvörugef- 'inn og nánast eins og vélmenni. „Ég er mjög hamingjusamur en margir eiga erfitt með að trúa því vegna þess að ég brosi ekki mikið framan í ljósmyndarana," sagði Ivan í samtali við blaðamann sænsks vikurits. Þegar Ivan kom fyrst til Bandaríkjanna kunni hann lítið sem ekkert í ensku og fékk leiðinlega utnfjöllun í blöðum. Leikstíll hans þótti líka vélrænn og líflaus. „Ég hef oft heyrt þessa gagnrýni en svona verð ég bara að leika. Ég þarf að einbeita mér og hafa mikið fyrir því að ná árangri." Ivan Lendl er 29 ára gamall og hann hefur fengið sem samsvarar tiærri 900 milljónum króna í verð- laun fyrir árangur sinn á tennismót- um og líklega helmingi hærri upp- hæð í auglýsingatekjur. Hann hefur fjárfest af skynsemi og éignir hans í dag eru metnar á um níu milljarða króna. „Ég hef aðallega keypt fast- eignir, húsið sem ég bý í og veit- ingastaði og verslanamiðstöðvar. Svo hef ég stofnað fyrirtæki sem heitir Grand Slam,“ segir Ivan. Hann viðurkennir að peningamir geri líf hans þægilegt en leggur áherslu á að það skipti hann mestu máli að hafa góða heilsu og ein- hvem til að þykja vænt um. Ivan er trúlofaður 21 árs gam- alli stúlku sem heitir Samantha Frankel en þau kynntust þegar hún var 15 ára. Hún er fædd og uppal- in á eyju í Vestur-Indíum en þar á STJORNUR Ástamál Madonnu Astamál söngkonunnar Ma- donnu em flókin. Hjónaband hennar og leikarans Seans Penns var stormasamt og lauk með skiln- aði. Sean telur sig þó alltaf eiga eitthvað í Madonnu og var ekki hrifinn þegar hún fór að sjást æ oftar með Warren Beatty, sem einn- ig er leikari. Hann hringdi margoft í eiginkonuna fyrrverandi og bað hana um að sljta sambandinu. Það hefur hún þó ekki gert og nýlega sáust skötuhjúin á götu í New York á leiðinni í leikfimi. Sögur hafa verið á kreiki um það að Madonna eigi von á barni en að hvorki Warr- en Beatty né Sean Penn sé faðir- inn. Madonna er þó sögð vera hæstánægð með það að vera orðin bamshafandi en hún verður 31 árs á morgun, miðvikudag. BANDARÍKIN Brosir sínu breiðasta Þessi kona vann nýlega keppni um það hver hefði breiðasta brosið í Bandaríkjunum. Bros henn- ar mældist vera 11,25 sm á breidd. Konan sem heitir Uv Kamm og er 28 ára fékk 200 Bandaríkjadali í verðlaun. , . Ivan Lendl og unnusta hans Sam- antha. Á innfelldu myndinni situr tennisstjaman í skrifstofu sinni en hann er sagður hafa gott við- skiptavit og fulla umsjón með fjárfestingum sínum. hann geta einbeitt sér að henni. Starfs síns vegna þarf hann að ferð- ast mikið og Samantha fylgir hon- um í öllum hans ferðum. Venjulegt flölskyldulíf þarf því að bíða í nokk- ur ár enn. faðir hennar lúxushótel. Um leið og hann hefur fengið bandarískan ríkisborgararétt ætla þau að gifta sig. En þau ætla helst ekki að eign- ast böm strax því að á meðan að Ivan stundar tennisíþróttina vill TÓNLIST Julian Lennon er ekki treyst fyrir peningum Þegar John Lennon lést fyrir níu árum lét hann eftir sig mikil auðæfí sem síðar átti að skipta á milli sona hans Julians og Seans. Nú er Julian orðinn 26 ára gamall en enn hefur hann ekki fengið greiddan neinn föðurarf. Það er vegna þess að ekkja Lennons, Yoko Ono, finnst Julian vera svo ábyrgðar- laus að hún treystir honum ekki fyr- ir peningunum en talið er að hlutur Julians geti numið allt að 15 milljörð- um króna. „ Yoko er í fullum rétti,“ segir Julian. „Hún mun ekki láta mig fá neitt fyrr en hún telur að ég geti borið ábyrgð á sjálfum mér og gerð- um mínum. Og það er ekki óskyn- samlegt. Hegðun mín hefur ekki ver- ið til fyrirmyndar síðustu þijú, fjögur árin.“ Julian hefur fetað tónlistar- brautina eins og faðir sinn. Nokkur lagá hans hafa náð talsverðum vin- sældum og söngrödd hans þykir mjög lík rödd Johns heitins Lennöns. En líf margra tónlistarmanna á sínar dökku hliðar og fyrir tveimur árum stefndi allt í óefni hjá Julian. „Ég drakk eins og svampur og neytti ýmissa fíkniefna. Ég fitnaði og var alls ekki í neinu jafnvægi. Stundum fannst mér útlitið vera svo svart að ég hugleiddi sjálfsmorð." Líf hans tók þó aðra stefnu þegar vinir hans komu honum til bjargar og nú líður Julian Lennon þessum unga tónlistarmanni mjög vel. Það eina sem hann saknar er að það er svo fátt sem tengir hann við minningu föður síns. „Ég vildi að Yoko leyfði mér að fá einhveija persónulega muni frá John. Ég vildi gjaman fá gítarana hans og ein- hveija jakka...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.