Morgunblaðið - 16.08.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1989, Blaðsíða 27
sem einn af bestu reiðmönnum landsins er hann öllum á óvart sigr- aði í töltinu á Tinnu frá Flúðum. Sjálfsagt hefur sigurinn komið hon- um sjálfum mest á óvart því ekki leist honum betur á hryssuna en svo að hann hugðist hætta við þátt- töku daginn fyrir keppnina. Nær- staddir gátu þó talið honum hug- hvarf og síðan þá hefur hann verið í fremstu röð. Skemmst er þess að minnast þegar hann reið Júní frá Syðri-Gróf til sigurs í A-flokki gæð- inga á Landsmótinu 1986 og reynd- ar einnig á fjórðungsmótinu 1985. Einar stundar kandídatsnám við Bændaskólann á Hvanneyri auk þess sem hann stundar tamningar í nokkrum mæli með námi. En nú keppir hann á stóðhestin- um Fjalari frá Hafsteinsstöðum sem er steingrár sex vétra giæsihestur undan Hrafni 802 frá Holtsmúla og Toppu 4960 frá Hafsteinsstöð- um. Keppnisgreinar eru tölt og fimmgangur og má reikna með honum sterkum í fimmgangi. Jón Pétur Ólafsson og Glaumur frá Sauðárkróki Segja má að Jón Pétur sé eini áhugamaðurinn í Iiðinu að þessu sinni því hann er múrari að at- vinnu. Eigi að síður hefur hann starfað mikið við tamningar áður en hann snéri sér að múrverkinu. Af og til tekur hann þátt í keppni af ýmsu tagi og hefur honum vegn- að vel hjá félagi sínu, Sörla í Hafn- arfirði. Einnig hefur hann verið dijúgur í kynbótasýningum og þá gjarnan með hryssur í sýningum. Hestur Jóns Péturs er okkar aðal- tromp í skeiðinu en það er Glaumur frá Sauðárkróki, ellefu vetra rauð- blesóttur undan Hrafni 802 frá Holtsmúla og Vöku frá Sauðár- króki. Hefur Glaumur staðið nokk- uð framarlega í skeiðinu undanfarin ár og oftsinnis skeiðað undir 23 sekúndum, einnig hefur hann verið sýndur sem gæðingur og staðið þar efstur á félagsmóti. Má ætla að Jón Pétur og Glaumur eigi góða mögu- leika á EM-titili í 250 metra skeiði. Sigurður Sæmundsson, liðsstjóri Það eitt að hafa góða hesta og snjalla reiðmenn í landsliði tryggir ekki hámarksárangur á Evrópu- mótum. Segja má að stór hluti keppninnar fari fram utan vallar þar sem upp geta komið hin ýmsu mál sem eru flókin og oft erfið við- ureignar. Er því áríðandi að hafa þar góðan mann sem er öllum hnút- um kunnugur. í þetta starf var valinn Sigurður Sæmundsson sem nú gegnir liðsstjórastöðu í þriðja sinn. Auk þess hefur Sigurður keppt fjórum sinnum á Evrópumótum og er hann því öllum hnútum kunnug- ur frá báðum hliðum. Eru menn sammála um að vandfundinn sé betri maður í starfið. Sterkasta liðið? Ef litið er yfir árangur íslands á Evrópumótum frá upphafi má sjá að okkar menn hafa ávallt staðið sig með mikilli prýði og oftar en ekki komið heim með einn eða fleiri EM-titla. Vera kann að ýmsum finnist það dramb eða þjóðarremb- ingur að ætla að liðið sem nú er Purolator jqr fiaam Urvals síur ■ * i. rjTr 'i h :r_Tn i&m SKEIFUNNI SA SÍMI 91-8 47 88 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989 27 Jón Pétur Ólafsson og Glaumur frá Sauðárkróki. Hinrik Bragason og Vafi frá Hvassafelli. Einar Öder Magnússon og Fjalar frá Hafsteinsstöðum. teflt fram sé það sterkasta sem héðan hefur farið. En samt er það nú svo að flestir ef ekki allir þeir sem fylgst hafa náið með þessum málum undanfarið virðast sammála um að svo sé. Ekki virðist nein goðgá að ætla að liðið fari heim þÚá til fjóra EM-titla að þessu sinni og telja má góða möguleika á að allir íslensku keppendurnir komi til með að blanda sér í toppbaráttuna í einhveijum af fjölmörgum grein- um mótsins. En allt skýrist þetta á næstu dögum. ERT ÞÚ ÁSKRIFANDI? Tfmaritið EIÐFAXI hefur komið út mánaðarlega ftólf ár, uppfullt af fróðleik, frœðslu og fréttum um allt sem við kemur hestum og hestamennsku Með þvf að gerast áskrifandi að EIÐFAXA, fylgist þú best með hvað er að gerast íhinum lifandi og fjölbreytiiega heimi hestamennskunnar, hverju sinni. 'Eldri árgangarfáanlegir. Ármúla 36, 108 Reykjavík Sími 91 -685316 og 91 -687681 íslenskarBrrruður! - því það er stutt úr bökunarofnunum okkar á borðíð tíl þín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.