Morgunblaðið - 16.08.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1989
35
ENGLAND
Svipling-
arhjá
Arsenal
EINHVERJAR si/iptingar
eiga sér stað hjá Arsenal
þessa dagana og hafa þrír
leikmenn liðsins óskað eftir
að verða settir á sölulista,
nú þegar einungis fjórir
dagar eru fram að því að
keppnistímabilið hefjist á
nýjan leik.
Martin Hayes er einn þess-
ara leikmanna, en í gær
óskaði þessi 23 ára gamli miðju-
leikmaður eftir því að verða sett-
ur á sölulista.
Frá Bob Hann hefur leik-
Hennessy ið með félaginu
lEnglandi síðan hann var
skólastrákur, en
nú þegar félagið hefur keypt til
sín nokkra miðleikjumenn, eins
Sigurð Jónsson, finnst honum
staða sín hjá liðinu vera orðin
frekar ótrygg, auk þess sem
Paul Merson hélt honum á vara-
mannabekknum lungann úr
síðasta leiktímabili. Hann vill
sem sagt óður og uppvægur
komast til annars félags og er
Celtic sagt hafa sýnt honum
áhuga.
Þá hefur Neil Quinn óskað
eftir því að verða settur á sölu-
lista og háværar raddir segja
að Kevin Richardson sé á förum,
en samningur hans við Arsenal
er útrunninn.
ÚRSLIT
2. DEILD:
Einheiji—Stjarnan.............frestað
ÍBV-ÍR.......................... 1:2
Bergur Ágústsson — Hörður Theódórsson 2.
Leiftur—Selfoss...................3:2
Garðar Jónsson, David Ubrescu, Gústaf
Ómarsson — Ingi Björn Albertsson, Ólafur
Ólafsson.
Fj. leikja U J T Mörk Stig
ViÐIR 13 9 2 2 19: 11 29
STJARNAN 12 9 1 2 28: 12 28
ÍBV 12 8 0 4 29: 18 24
BREIÐABLIK 13 5 4 4 28: 22 19
SELFOSS 13 6 0 7 16: 24 18
LEIFTUR 13 4 4 5 13: 15 16
ÍR 13 4 3' 6 16: 19 15
VÖLSUNGUR13 3 2 8 18: 29 11
EINHERJI 11 3 2 6 16: 29 11
TINDASTÓLL 13 2 2 9 19: 23 8
4. DEILD:
Ægir—Stokkseyri..................0:6
Jón Hreiðarsson 3, Siguijón Bigisson,
Hannes Haraldsson, Daníel Gunnarsson.
Skotfélagið—Augnablik............6:3
Snorri Már Skúlason 5, Jens Ormslev —
Viðar Gunnarsson, Guðmundur Halldórs-
son, Valdimar Jensen.
Víkingur ÓL.-Ármann..............6:1
Bogi Pétursson 2, Magnús Gylfason,
Víglundur Pétursson, Hjörtur Ragnarsson,
Hermann Hermannsson — Smári Jósafats-
son.
Skallagrímur—Baldur................15:1
Valdimar Sigurðsson 7, Þórhallur Jónsson
3, Gunnar Orrason 2, Snæbjörn Óttarsðn
2, Sigui'ður Már Harðarson — Kristján
Halldórsson.
Vestur—Þýskaland
Úrvalsdeild:
Homburg — Bayer Leverkusen.......2:1
Hetmanski, Theiss - Kree
Mannheim — Bayer Uerdingen.......1:1
Dais - Stickroth
Nurnberg’— Werder Bremen.........1:1
Wirsching - Browka
Gladbach — St Pauli.................
Effenberg, Criens, Hochstaette, Budde -
Wenzel
Skotland
Skoski deildarbikarinn, 2. umferð:
tserwick — St Mirrcn...............0:2
Dumbarton — Celtic.................0:3
Dundee — Clyde.....................5:1
Dunfermline — Raith................3:0
Hibernian — Alloa..................2:0
Kilmarnock - Motherwcll............1:4
Queen’s Park - Morton..............0:1
Rangers — Arbroath........... ..,.4:0
KNATTSPYRNA
Pétur Ormslev í bann
-fær ekki að vera með í bikarúrslitaleiknum gegn KR
PÉTUR Ormslev, fyrirliði Fram,
var dæmdur í eins leiks bann
á fundi aganefndar KSÍ í gær
vegna þess að hann hefur
fengið fjögur gui spjöld. Þar
með er Ijóst að fyrirliðinn verð-
ur ekki með í bikarúrslitaleikn-
um gegn KR 27. ágúst.
Tveir aðrir leikmen í 1. deild
fengu eins leiks bann í gær.
Það eru þeir Guðmundur Baldurs-
son, Val og Jóhann Júlíusson, ÍBK,
en þeir fengu báðir að sjá rauða
spjaldið. Leikbannið tekur gildi frá
hádegi næstkomandi föstudag.
Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum
á mánudag að leikir KR og FH og
Þórs og Fram í 1. deild færu fram
miðvikudaginn 30. ágúst, en þeir
höfðu verið settir á sunnudaginn
27. ágúst eða sama dag og bikarúr-
slitaleikurinn fer fram. Mótanefnd
hafði mælst til þess að leikirnir
yrðu færðir fram og spilaðir n.k.
sunnudag, en stjórn KSÍ hafnaði
því vegna landsleiksins við Aust-
urríki á miðvikudag í næstu viku.
Bikarúrslitaleikurinn í 2. flokki
karla milli Fylkis og Váls verður á
Valbjarnarvelli föstudaginn, 17.
ágúst, kl. 19.00.
Pétur Ormslev, fyrirliði Fram, verður að horfa á félaga sína leika bikarúr-
siitaleikinn gegn KR.
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
IR-ingar sóttu
þrjú stig til Eyja
Sigurlás misnotaði vítaspyrnu í lokin
EYJAMENN töpuðu nokkuð
óvænt fyrir ÍR í gærkveldi í
Vestmannaeyjum, og eftir að
hafa verið einu marki yfir í hálf-
leiksá Hörður Theódórsspn
um að skora tvívegis fyrir ÍR-
inga, sem þokuðu sér þar með
af mesta hættusvæðinu í neðri
hiuta deildarinnar.
Leikurinn fór fram í miklu roki
og léku heimamenn undan
vindi í fyrri hálfleík. Sóttu þeir lát-
laust allan hálfleikinn, uppskára tvö
mörk, en annað
FráSigfúsi þeirra var dæmt af,
Guðmundssyni og áttu margir erfitt
i Eyjum með að skilja þá ráð-
stöfun Ólafs Sveins-
sonar dómara.
Eyjamanna skoruðu svo fullgilt
mark á 16. mínútu eftir hom-
spyrnu. Knötturinn fór á fjærstöng-
ina og þar kom Bergur Agústsson
aðvífandi og skallaði í netið.
Með vindinn í fangið í síðari hálf-
leik sóttu Eyjamenn mun meira en
ÍR-ingar en tókst ekki að skapa sér
færi. Það tókst ÍR-ingum aftur á
móti, og á 55. mínútu jöfnuðu þeir
leikinn. Þá fengu þeir aukaspark
rétt fyrir utan vítateig, skotið fór
í varnarvegginn og þaðan til Harð-
ar Theódórssonar, sem afgreiddi
boltann í bláhornið með þrumuskoti
af 20 metra færi. Glæsilegt mark.
Á 66. mínútu áttu ÍR-ingar sláar-
skot og sex mínútum síðar náðu
þeir forystunni eftir þrumuskot
Páls Rafnssonar í stöng. Knötturinn
barst aftur til Harðar, sem sendi
knöttinn í autt markið. Staðan því
1:2 fyrir ÍR-inga. Eyjamenn áttu
þó kost á því að jafna á 82. mínútu,
þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir
að markvörður IR, Þorsteinn Magn-
ússon, hafði brotið á Sigurlási Þor-
Frá
Helga
lónssyni
á Ólafsfirði
leifssyni í vítateignum. Sigurlás tók
spyrnuna, þrumaði langt yfir mark-
ið og kórónaði þar með lánleysi ÍBV
liðsins í þessum leik.
Gústaf skoraði sigurmarkið á
elleftu stundu
Leiftur sigraði Selfoss með
þremur mörkum gegn tveimur
við frekar erfiðar aðstæður á Ólafs-
firði í gærkvöldi. Mikið rok og rign-
ing setti svip sinn á
leikinn. Það var þó
mesta furða hvað
liðin gátu sýnt góða
knattspyrnu við
þessar aðstæður.
Heimamenn náðu forystunni
strax á 5. mínútu. Garðar Jónsson
skoraði af stuttu færi eftir að Gú-
staf Ómarsson hafði átt skot í
stöng. Selfyssingar jöfnuðu rétt
fyrir leikhlé og var þingmaðurinn
fijálslyndi, Ingi Björn Abertsson,
þar á ferð. Selfoss fékk óbeina
aukaspyrnu við markteig. Þorvald-
ur varði gott skot, en boltinn barst
út í teiginn og þar komst Ingi Björn
inn í sendingu Leiftursmanna og
skoraði úr þröngu færi.
Útlendingurinn í liði Leifturs,
David Ubrescu, kom heimamönnum
yfir með stórglæsilegu marki í byrj-
un seinni hálfleik. Hann fékk bolt-
ann fyrir utan vítateig tók hann
viðstöðulaust og setti hann efst í
bláhornið.
Ólafur Ólafsson jafnaði síðan
leikinn fyrir Selfoss úr vítaspyrnu
er tíu mínútur voru til leiksloka og
reiknuðu þá flestir með að úrslitin
væru ráðin. En allt kom fyrir ekki,
Gústaf Ómarsson bjargaði öllum
þremur stigunum fyrir heimamenn
með lúmsku skoti tveimur mínútum
fyrir ieikslok.
ínémR
FOLK
H DANNY Ferry, einn efnileg-
asti körfuknattleiksmaðurinn í
Bandaríkjunum og sá besti í há-
skóladeildinni á síðasta keppn-
istímabili, gerði í gær árs samning
við italska liðið Messagero Roma.
Gert var ráð fyrir að Ferry myndi
hefja ferilinn í NBA hjá Los Ange-
les Clippers. „Þetta er sögulegur
atburður, því þetta er í fyrsta sinn,
sem bandarískur leikmaður ákveð-
ur að hefja ferilinn í atvinnumenns-
kunni á ítaliu frekar en í NBA,“
sagði Claudio Cocchia, fram-
kvæmdastjóri ítalska félagsins.
Kaupverðið var sagt milljón dollarar
(um 58 milljónir íslenskra króna),
en það var ekki staðfest.
H JÚLIUS Jónasson, landsliðs-
maður í handknattleik, fer til
Frakklands á föstudag þar sem
hann mun leika með 1. deildarliðinu
Snayeres í vetur.
Ikvöld
FJÓRTÁNDA umferð 1. deildar
karla hefst með leik Fylkis og
Víkings á Fylkisvelli í Árbænum í
kvöld kl. 19.00.
HHeil umferð er í A-riðli 3. deildar.
BÍ og Grindavík leika á ísafirði,
Þróttur og ÍK á Þróttarvelli, Reynir
og Leiknir í Sangerði, Grótta og
Víkverji á Valhúsavelli og Aftureld-
ing og Hveragerði leika á Tungu-
bökkum.
■í B-riðli 3. deildar verða fjórir leik-
ir. Reynir og Huginn leika á Árskógs-
strandarvelli, Kormákur og Magni á
Hvammstanga, Dalvík og Þróttur á
Dalvík og KS og Austri á Siglufirði.
■Fimm leikir verða í 4. deild. Eftir-
talin lið leika: Léttir—Hafnir, Efl-
ing-TBA, UMSE-b—HSÞ-b, SM-
Æskan og Neisti—Hvöt.
ÍÞiéinR
FOLK
■ FÉLAGASKIPTI leikmanna
standa nú sem hæst í Englandi
enda ekki nema nokkrir dagar þar
til deildarkeppnin hefst. Miðvörður-
inn John McLaugl-
Frá Bob in hefur verið seldur
Hennessyí frá Chelsea og til
Englandi Charlton og' var
kaupverðið 650 þús-
und pund. McLauglin er 29 ára og
hefur verið undanfarin 6 ár hjá
Chelsea og leikið 220 leiki með lið-
inu.
■ DÓMSÚRSKURÐUR er fall-
inn vegna deilna um kaupverð á
miðvallarleikmanninum Mickey
Quinn; en hann var seldur frá
Newcastle og til Portsmouth.
Urskurðurinn kvað á um að
Portsmouth skiidi greiða 608 þús-
un pund fyrir hann.
UEINVALDUR velska landsliðs-
ins, Terry Yorath, er einnig fram-
kvæmdastjóri annarar deildar liðs-
ins Bradford, og er hann nú byij-
aður á að sanka að sér velskum
landsliðsmönnum. í vikunni fékk
hann til liðs við sig Mark Ayzlewo-
od frá Leeds, og greiddi fyrir hann
200 þúsund pund.
I PAUL Miller, fyrrum leik-
maður með Tottenham, hefur verið
seldur frá Watford og til Bour-
nemouth fyrir einungis 50 þúsund
pund. Miller er orðinn 30 ára gam-
all.
UMILLWALL keypti á dögunum
Gary Waddock frá belgíska liðinu
Royal Charleroy, liðinu sem Guð-
geir Leifsson lék með hér í eina
tíð. Kaupverðið var 130 þúsund .
pund, en þar að auki þurfti liðið
að reiða fram 300 þúsund pund til
tryggingarfélags, sem þurfti að láta
þá summu af hendi, þegar
Waddock slasaðist í leik með
Q.P.R. fyrir nokkrum árum.
Waddock hefur spilað 19 landsleiki
fyrir Norður- Irland.
■ SIGURÐUR Jónsson lék
ekki með Arsenal gegn Liverpool
um Góðgerðarskjöldinn á laugar-
daginn. Sérstök nefnd ensku deild-
arinnar mun á morgun ákveða
kaupverðið á Sigurði Jónssyni, en
eins og komið hefur fram voru
Arsenal og Sheffield Wednesday
ekki sammála um kaupverðið er .
gengið var frá félagaskiptunum.
Eftir að frá kaupverðinu hefur ver-
ið gengið er Sigurður löglegur hjá
Arsenal.
■ FRANK McAvennie skoraði
sitt fyrsta mark fyrir West Ham
síðan hann var keyptur frá Celtic
í mars. Það gerði hann í ágóðaleik
fyrir Alan Devonshire, sem verið
hefur hjá félaginu í 10 ár. West
Ham lék gegn Crystal Palace og
sigraði 3:1 og fær Devonshire 65
þúsund pund í vasann.
■ ALAN Ferguson, fram-
kvæmdastjóri Manchester United,
er ekki ánægður með gengi liðsins
í æfmgaleikjum að undanförnu.
Hann segir að liðið sé ekki sannfær--*
andi og það þurfi að fá nýtt blóð í
vörnina. Hann hefur mestan áhuga
á að kaupa varnarmanninn, Gary
Pallister, frá Middlesbrough.
Ferguson hefur boðið 1.500 þús-
und pund í kappann og er búist við
að Middlesbrough taki því.
■ STEVE Coppell, fram-
kvæmdasjóri Crystal Palace sem
nú leikur í 1. deild, greiddi QPR
550.000 pund fyrir miðheijann
Andy Gray og varnarmanninn
sterka, Mark Dennis. Gray, sem
er 25 ára, var seldur frá Crystal
Palace fyrir tveimur árum til Aston
Villa fyrir 150.000 pund. Honum
líkaði ekki dvölin hjá Villa og var
seldur þaðan á síðata keppnistíma-
bili til QPR fyrir 450.000 pund.
Dennis er þekktastur fyrir að vera
grófasti leikmaður ensku deildar-
innar. Hann hefur alls 12 sinnum
fengið að sjá rauða spjaldið og 68
sinnum það gula.