Morgunblaðið - 26.08.1989, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989
Aðalfundur skógræktarfélags íslands:
Undirbúið átak um land-
græðsluskóga árið 1990
ísafirði. Frá blaðamanni Morgunblaðsins Kristínu Gunnarsdóttur.
UNDIRBÚNINGUR að átaki um landgræðsluskóga árið 1990 er
viðfangsefni aðalfundar Skógræktarfélags Islands, sem að þessu sinni
er haldinn á Isalírði. Við setningu fundarins minntist Hulda Valtýs-
dóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, Hákonar Bjarnasonar
fyrrverandi skógræktarstjóra, en hann var heiðursfélagi félagsins.
Sagði hún að Hákon hefði verið brautryðjandi í íslenskri skógrækt.
Hann hefði átt á brattan að sækja framan af en með atorku tókst
honum að efla skilning á mikilvægi skógræktar á íslandi. í tilefhi
fúndarins voru Skógræktarfélagi IsaQarðar færðar birkiplöntur að
gjöf sem fúndarmenn munu gróðursetja í reit félagsins í dag. í
ávarpi Sigurðar Blöndals skógræktarsfjóra sagði hann meðal annars
að nú væri tími til kominn að ríkið styrkti skógræktarfélögin með
myndarlegu Qárframlagi.
Sigurður, sem lætur af störfum
sem skógræktarstjóri um næstu
áramót, minntist samskipta sinna
við skógræktarfélögin í þau 12 ár
sem hann hefur gegnt embætti.
Sagði hann að innan félaganna
væri að finna fólkið sem biði með
útréttar „grænar hendur“ eftir að
fá tækifæri til að klæða skógi eitt-
hvað af því landi sem laust er und-
an beitaráþján liðinna alda þar
væri:„Fólkið, sem spyr ekki um efn-
islegan hag í ræktuninni, en þráir
þann andlega hag, sem hún veitir
því. Fólkið, eins og ykkur skógrækt-
arfélaganna, hjálpræðisher landsins
okkar, sem hefir það hlutverk að
ganga feti framar en hið mögulega
í ræktuninni og uppsker oftast
árangur, stundum óvæntan og iðu-
lega óskiljanlegan. Fólkið, sem á
ekki hvað minnstan þátt í að skóg-
rækt á íslandi, er nú að því er virð-
ist orðin þjóðarmál.
Þessi „myndarlegi stuðningur"
sem ég nefndi svo, af hálfu Al-
þingis þarf að felast í því, að grænu
hendurnar ykkar fái eins margar
trjáplöntur til að binda með um
sárin á landinu okkar og þið komist
yfir að nota með svo góðum kjörum
sem ykkur dugir til þess að geta
unnið þetta líknarstarf óhindrað.
Um leið og ég dreg mig nú í hlé
sem atvinnumaður í skógrækt,
slæst ég formlega í hóp ykkar
áhugafólksins og vonast til þess að
mæta ykkur sem oftast í skóginum
sjálfum, því þar þykir mér best að
vera.“
I gærkvöldi kynnti framkvæmda-
nefnd um landgræðsluskóga hug-
myndir um skipulagningu og mark-
VEÐURHORFUR í DAG, 26. ÁGÚST
YFIRLIT í GÆR: Um 400 km suð-suð-vestur af Vestmannaeyjum
er 1.002ja mb. lægð, sem færist austur og síðan suð-austur, en
yfir norð-austur Grænlandi er 1.021 mb. hæð. Hiti verður víða um
4-8 stig norðanlands, en 10-14 stig í öðrum landshlutum.
SPÁ: Hæg breytileg átt á landinu, víða þokuloft við norðurströnd-
ina og jafnvel suð-vesturströndina fram eftir morgni, en annars
léttskýjað víða um land. Hiti víðast 8-14 stig að deginum.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg suð-austar) átt og lítils-
háttar súld á annesjum suð-vestan- og vestanlands, en úrkomu-
laust annars staðar. Hiti 6-14 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Sunnan og suð-austanátt. Súld eða rign-
ing sunnanlands en að mestu þurrt annars staðar. Hiti 9-12 stig.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
■J0° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
— Þoka
= Þokumóða
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
’ , ’ Súld
CO Mistur
—{* Skafrenningur
Þrumuveður
w VEÐUR VÍÐA UM HEIM k\. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl voSur Akureyri 6 þoka Reykjavík 12 léttskýjað
Bergen 13 skýjað
Helsinkí 13 skýjað
Kaupmannah. 16 léttskýjað
Narssarssuaq 8 léttskýjað
Nuuk 5 þoka i grennd
Ósló 15 skýjað
Stokkhólmur 12 skýjað
Þórshöfn 11 alskýjað
Algarve 30 þokumóða
Amsterdam 18 skýjað
Barcelona 30 mistur
Berlín 14 rigning
Chicago 18 léttskýjað
Feneyjar 27 þokumóða
Frankfurt 19 skýjað
Clasgow 14 skýjað
Hamborg 16 skýjað
Las Palmas 29 heiðskírt
London 21 alskýjað
Los Angeles 18 mistur
Lúxemborg 15 skýjað
Madríd 32 léttskýjað
Malaga 29 skýjað
Mallorca 31 skýjað
Montreal 20 léttskýjað
New York 17 heiðskírt
Orlando 26 hálfskýjað
París 21 hálfskýjað
Róm 29 þokumóða
Vín 28 iéttskýjað
Washington 19 léttskýjað
Winnipeg vantar
Morgunblaðið/ÚlfarÁgústsson
Frá setningur aðalfundar Skógræktarfélags íslandi.
mið átaksins á næsta ári. í dag sem veittar verða leiðbeiningar um
heimsækja fundarmenn skógarreit gróðursetningaraðferðir og með-
Skógræktarfélags ísafjarðar þar ferð ungplantna
Aðalfundur SSA:
Verðum að komast
út úr hrepparígnum
- segir Hraftikell A. Jónsson
Aðalfundur Sambands sveitarfé-
laga í Austurlandskjördæmi hófst á
Vopnafirði í gær. Yfirskrift fundar-
ins að þessu sinni er Austurland
árið 2000. Guðmundur Malmquist
forstjóri Byggðastofnunar var einn
framsögumanna. Hann sagði að til
greina kæmi að Byggðastofnun
keypti stóran jarðgangabor til að
lána íslenskum verktökum til jarð-
gangagerðar. Hann sagðist setja
þessa hugmynd fram til að undir-
strika þá skoðun sína að bættar
samgöngur væru forsenda raun-
hæfrar byggðarþróunar í landinu.
Þetta væri kannski eina ráðið til
að snúa þróuninni við landsbyggð-
inni í hag.
Það var Hrafnkell A. Jónsson
formaður Sambands sveitarfélaga
í Austurlandskjördæmi sem setti
fundinn. Hann sagði í ræðu sinni
að það væri kominn tími til að
breyta uppbyggingu Samtaka
íslenskra sveitarfélaga til þess að
reyna að koma í veg fyrir það að
landshlutasamtök sveitarstjórnar-
manna vinni sífellt hvert gegn öðru.
Hrafnkell sagði einnig að Austfirð-
ingar yrðu að komast út úr þeim
landlæga hrepparíg sem þar væri.
„Við verðum að endurmeta stöðu
okkar megin atvinnulega og af
raunsæi án tilfinningasemi og án
þess að sjá hlutina í rómantískum
hillingum. Við verðum að sætta
okkur við að þróun sem við ráðum
ekki við, getur leitt til þess að
byggðir fari í eyði.“
Hann sagði einnig að menn yrðu
að beygja sig undir þá staðreynd
.að heilbrigt atvinnulíf krefst þess
að gætt sé hagkvæmni í rekstri og
skynsamleg byggðastefna hlyti að
krefjast þess sama. Hann sagðist
telja að eitt meginmarkmiðið hlyti
einnig að vera að geta lagt stofnun
á borð við Byggðastofnun niður og
það sem fyrst. „Við verðum að
byggja upp samfélag sem gerir
okkur kleift að bera ábyrgð á eigin
gerðum,“ sagði Hrafnkell.
Garðar Rúnar
Bolungarvík:
Deilt um framkvæmd-
ir við grunnskólann
ÚTBOÐ vegna innanhússfrágangs í nýbyggingu Grunnskólans í
Bolungarvlk heíúr valdið nokkrum deilum í bænum. Bæjarstjóm
Bolungarvíkur samþykkti í síðustu viku með fjórum atkvæðum gegn
tveimur að semja við trésmiðjuna Þrótt um verkið eftir að bæjaryfir-
völd töldu jjóst að ekki næðust samningar við Jón Friðgeir Einars-
son, verktaka á Bolungarvík, sem hafði verið með lægra tilboð í
útboði er fram fór. Jón Friðgeir telur sig hafa verið misrétti beitt-
ur, formlegar samningaviðræður við hann hafi aldrei átt sér stað.
Hefúr Verktakasamband ísland sent bæjarstjórninni bréf þar sem
málsmeðferð er gagnrýnd.
Fimm aðilum var boðin þátttaka
í útboði um verkið en tilboð bárust
einungis frá tveimur verktökum,
Trésmiðjunni Þrótti og Jóni Frið-
geiri Einarssyni. Voru bæði tilboðin,
sem opnuð voru 31. mars sl., tölu-
vert yfir kostnaðaráætlun en tilboð
Jóns Friðgeirs nokkuð lægra. Var
ákveðið að ógilda útboðið og endur-
skoða kostnaðaráætlun. Var báðum
aðilum sent bréf 27. apríl þar sem
þeim var tilkynnt um þá ákvörðun
og Jóni Friðgeiri boðið að ganga
til samninga um hluta verksins.
Síðan deilir aðila á um hvað gerð-
ist. Jón Friðgeir telur að aldrei hafi
verið hafnar formlegar samninga-
viðræður og engar formlegar tölur
lagðar fram heldur hann einungis
fengið bréf þar sem hann var beð-
inn um að taka verkið að sér miðað
við endurskoðaða kostnaðaráætlun.
Deila aðilar um hvort sundurliðuð
kostnaðaráætlun hafi fylgt með
bréfinu eða ekki. Hafi hann óskað
eftir viðræðum en ekki heyrt frekar
frá bygginganefnd. Bæjaryfirvöld
telja hins vegar að viðræður hafi
farið fram og sýnt hafi verið að
ekki gæti náðst samkomulag og
ákváðu að semja við Þrótt.
Jón Friðgeir Einarsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að hann
kynni enga skýringu á þessu og
gæti lítið gert, þetta væri sjálfsagt
allt löglegt en siðlaust. Taldi hann
að ekki hafi svo mikið legið á að
ekki hefði .verið hægt að fresta
málinu og skoða það betur.
Verktakasamband íslands hefur
sent bæjarstjórn Bolungatvíkur
bréf vegna þessa máls þar sem seg-
ir að Verktakasambandið telji að
ekki hafi verið staðið rétt að málum
varðandi samningsgerð við lægst-
bjóðanda og að þau vinnubrögð se'm
eðlileg hljóta að teljast í máli eins
og þessu hafi verið sniðgengin.