Morgunblaðið - 26.08.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 26.08.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989 7 Ný hverfisbæki- stöð á Miklatúni NÝ hverfisbækistöð gatnamálastjóra í Reykjavík var vígð síðastlið- inn miðvikudag. Stöðin er á Miklatúni norðanverðu og mun þjóna íbúum Austurbæjar, frá Lækjargötu og Fríkirkjuvegi að Kringlu- mýrarbraut. Bækistöðin á Miklatúni er ein af sitt hverfi. Bækistöðin við Njarðar- fimm hverfisbækistöðvum í borg- götu, Skeijafjarðarmegin, þjónar inni, sem hver sér um þjónustu við Vesturbænum að Lækjargötu, Fríkirkjuvegi og Sóleyjargötu. Bækistöð við Sigtún þjónar svæðinu frá Kringlumýrarbraut að Elliðaám. Stöð við Jafnasel þjónar Breiðholti og bækistöð við Stórhöfða sér um þjónustu við byggðina austan og norðan Elliðaáa. í fréttatilkynningu frá gatna- málastjóra segir að borgarbúar geti snúið sér til hverfisbækistöðvarinn- ar í sínu hverfi, þurfi þeir á þjón- ustu að halda vegna viðhalds og rekstrar gatna, gangstétta, holræsa og opinna svæða. Til hverfisbæki- stöðva sé meðal annars hægt að Frá vígslu hverfisbækistöðvarinnar á Miklatúni. Morgunbiaðið/Arni Sæberg koma ábendingum og óskum um lagfæringu á skemmdum á yfir- borði gatna og gangstétta, viðgerð á ónýtum umferðarmerkjum, snjó- ruðning eða hálkueyðingu, götu- merkingar, stífluð holræsi, hreinsun gatna og lóða og brottflutning bílgarma. POTTAPIONTU f20-50 .. m + mMmmrnt % afslátiur Okkar árlega pottaplöntuútsala er hafin. Nú seljum við allar pottaplöntur með 20-50% afslætti. Aldrei fyrr höfum við boðið eins mikið af góðum plöntum á eins góðu verði. Missið ekki af þessu einstaka tækifærí. Dæmi um verð: Verðáður Verð nú Jukkur 35 cm 682 341 Jukkur45 cm 990 495 Jukkur 60 cm 1.738 869 Jukkur75cm 2.090 1.045 Burknar 451 225 Burknar 649 324 Drekatré 440”* 220 Drekatré 770 499 Begóníur 440 264 Ástareldur Nflarsef 330 165 418 271 ' l Gullpálmi 858 598 Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.