Morgunblaðið - 26.08.1989, Page 12
98«í rrfOOÁ .98 aUOAtWAOtJ'AJ CÍKLyHKUÖMGM
“MOKGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST-I989
12
*
Asgeir S. Björnsson
cand. mag. — Minning
Á áttunda áratugnum urðu mikil
tíðindi í kennaramenntun. Þá var
Kennaraskóla íslands breytt í
Kennaraháskóla (1971) og þriggja
ára nám lögbundið. Þessu skrefi í
löggjöf fylgdu margháttaðar breyt-
ingar: Kennaranámið varð að
skírgreina og skipuleggja upp á
nýtt. Það var talsvert átak að færa
kennslu úr föstum skorðum fram-
haldsskóla upp á háskólastig. Stóðu
þessi umsvif raunar fram undir lok
áratugarins og gekk á ýmsu eins
og oft vill verða á umbrotatímum.
Því er þetta nefnt hér að við
upphaf þessa áratugar lágu ieiðir
okar Ásgeirs S. Björnssonar saman
í húsi Kennaraskólans við
Stakkahiíð og áttum við þar margt
saman að sælda við íslenskukennslu
og ýms önnur störf lengi síðan.
Reyndar má segja að alla starfsævi
sína hafi Ásgeir verið tengdur kenn-
aramenntun að meira eða minna
leyti.
Að loknu stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri (1966)
kenndi hann einn vetur við Reykja-
skóla í Hrútafirði en eftir það lá
leiðin. suður yfir heiðar og vorið
1968 lauk Ásgeir kennaraprófi í
stúdentadeild Kennaraskólans. Þar
með voru hafin tengsl hans við
þessa stofnun. Árið eftir gerðist
hann stundakennari við skólann og
var settur til starfa haustið 1970.
Upp frá því stundaði hann kennslu
við skólann jafnhliða námi í íslensku
við Háskóla íslands en þaðan lauk
hann cand. mag.-prófi með íslensk-
ar bókmenntir sem aðalgrein
(1976). Hann var settur lektor við
Kennaraháskólann haustið 1975 en
hafði haft með höndum kennslu þar
allt frá stofnun hans. Þessu starfi
gegndi hann með litlum hléum til
dauðadags.
Það kom því í hlut Ásgeirs að
taka þátt í þeirri endurskipulagn-
ingu sem breytingin 1972 hafði í
för með sér, einkum að því er varð-
aði kennslu í íslensku og íslenskum
bókmenntum. Kom brátt í ljós að
þeim vanda var hann vel vaxinn
og tók þátt í starfinu af lífi og sál.
Hann var allra manna fljótastur að
koma auga á meginatriði hvers mál
og átti því auðvelt með að leggja
skýrar línur. Ha,nn var maður hrein-
lyndur og hreinskiptinn, mat hans
á málefnum og mönnum óbrigðult.
Samvinna okkar verður mér æ
minnisstæð. Heilli og betri sam-
starfsmann get ég ekki hugsað mér.
Kennsla og skipulag hennar var
ekki eina viðfangsefnið á þessum
árum. Ljóst var að nauðsyn bar til
að efla ranns’oknarstarf sem yrði
kjöifesta í kennaramenntun á há-
skóiastigi. Þar reið Ásgeir einna
fyrstur á vaðið er hann hóf í sam-
vinnu við nemendur sína að kanna
lestrarvenjur barna og unglinga.
Síðar lagði hann dijúgan skerf til
undirbúnings og framkvæmdar á
viðamikilli rannsókn á máltöku og
málþroska.
í kennslu sinni var Ásgeir fundvís
á fijó viðfángsefni handa nemend-
um sínum og átti auðvelt með að
tengjaþau við kennslustarf í grunn-
skóla. I umfjöllun sinni um þjóðsög-
ur og ævintýri vann hann að mörgu
leyti algert brautryðjendastarf. Auk
þess sem hann kynnti þessa bók-
menntagrein rækilega hafði hann
forgöngu um að kennaranemar
nýttu í kennslu þjóðsögur úr um-
hverfi skólanna og aðstoðaði þá við
að útbúa slík verkefni sem þeir
reyndu í æfingakennslu sinni. Ilér
var efni sem Ásgeir hafði brenn-
andi áhuga á enda var hann allra
manna fróðastur um þjóðsögur og
íslenska sagnaskemmtun. Fornsög-
um gerði hann svipuð skil. Sagna-
listin var Ásgeiri hugstæð og hafði
hann varið til þess miklum tíma að
kanna hana og lögmál hennar. Hin
síðari ár fræddi hann nemendur
sína um þessi atriði og vandi þá
við að segja sögu. Er gott til þess
að vita að honum auðnaðist að
ganga frá lítilli bók um þessi fræði.
Ber hún nafnið „Eitt verð ég að
segja þér...“ — Listin að segja
sögu“ og kom út síðastliðið haust.
Kennsla af því tagi sem hér hef-
ur verið lýst er kreijandi og tima-
frek en Ásgeir S. Björnsson hugs-
aði aldrei um fyrirhöfn eða vinnuá-
lag. Hann spurði fyrst: Hvað er
viturleg kennsla? Hvað eru skyn-
samleg viðfangsefni og hvaða leiðir
henta? Þetta er aðal góðs kennara
og sérhlífni á þar ekki heima enda
slíkt hugtak ekki til í orðabók Ás-
geirs. Hann var slíkur eljumaður í
starfi að þar átti hann fáa sína líka.
Hér verða ékki tíunduð umfangs-
mikil störf hans að bókaútgáfu en
hann var um skeið útgáfustjóri hjá
forlaginu Erni og Örlygi. Þar vann
hann að stórvirkjum sem varða Ís-
land og íslenska menningararfleifð.
Áður hafði hann unnið að gerð lykil-
bókar við „íslenska annála 1400—
1800“ ásamt Eiríki Jónssyni. Var
það vandasamt verk. Þá er enn að
nefna starf hans að máiefnum
heyrnardaufra. Einkasonur hans
var fæddur heyrnarlaus og viðbrögð
Ásgeirs við þeirri reynslu sýna vel
hver maður hann var. Hann og Sig-
urveig kona hans hófu þegar að
læra táknmál heyrnardaufra og
bjuggu sig á allan hátt sem best
undir að takast á við þann vanda
sem hér var fyrir höndum. Þau ráku
sig brátt á að skilningur samfélags-
ins á slíkri fötlun var nokkuð tak-
markaður. Hófst þá starf þeirra í
Foreidra- og styrktarfélagi heyrn-
ardaufra. Um tveggja ára skeið
(1982—1984) var Asgeir formaður
félagsins og var áhugasamur um
að efla hag þess, einkum kynning-
ar- og útgáfustarf. Síðar réðist
hann í ásamt öðrum að láta þýða
og staðfæra handbók: „Hvað er
heyrnarleysi? Handbók handa for-
eldrum og uppalendum". Er þetta
hið gagnlegasta rit og Ásgeiri auðn-
aðist að sjá það koma út fyrir jólin
síðustu.
Meginstarf Ásgeirs var þó tengt
kennaramenntun. Hann hafði yndi
af kennslu enda lék hún honum í
höndum. Nemendur höfðu hann í
hávegum og sóttust eftir leiðsögn
hans. Hann gerði sér ljósa grein
fyrir því að mikilvægt var að halda
tengslum við grunnskólann, starfs-
vettvang kennaranema. Hafði hann
með höndum forfallakennslu
nokkra vetur í grunnskólum í
Reykjavík (1967—1970) og lengst
af tók hann virkan þátt í að semja
og dæma samræmd grunnskólapróf
í íslensku. Hann var og fenginn til
að vinna að nýrri námskrá í íslensku
handa grunnskóla en hún kom út
í bók á síðastliðnu vori.
Við samstarfsmenn Ásgeirs við
KHÍ hugðum gott til að hann hyrfi
aftur að fullu starfi við Kennarahá-
skólann sem enn stendur á vega-
mótum. Ný lög hafa verið sam-
þykkt fyrir skólann. Enn er þörf á
endurskoðun og nýju skipulagi. Þar
var mikils vænst af Ásgeiri því
hann hafði trausta þekkingu á við-
fangsefninu og haldgóða reynslui
Hann hafði líka heilbrigðan metnað
fyrir hönd þeirrar stofnunar sem
hann hafði tekið þátt í að móta og
vildi veg hennar sem mestan. Hér
verður nú skarð fyrir skildi. Ungur
og röskur maður er horfinn úr lið-
inu.
Ásgeir S. Björnsson var fæddur
á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi 12.
desember 1943 og var því ekki
fullra 46 ára er hann lést þann 20.
ágúst sl. Foreldrar hans eru þau
Björg Björnsdóttir og Björn Jónsson
búendur á Ytra-Hóli og hjá þeim
ólst Ásgeir upp og þar átti hann
heimili lengi eftir að spor hans lágu
suður yfir heiðar. Var hann jafnan
bundinn æskuheimili og_ feðraslóð-
um traustum böndum. í gamni —
sem þó var blandið nokkurri alvöru
— taldi hann sig jafnan vera í kaup-
staðarferð hér syðra. En það teygð-
ist úr kaupstaðarferðum og þar kom
að Ásgeir kvæntist og stofnaði
heimili suður á Seltjarnarnesi. Kona
hans var Sigurveig Alexanders-
dóttir og eignuðust þau einn son,
Jón Bjarka. Ásgeir og Sigurveig
slitu samvistum.
Ekki rofnuðu tengsl við hún-
vetnska sveit þó nýtt heimili með
reisn og risnu kæmi til. Hygg ég
að þau ár hafi verið fá að Ásgeir
tók ekki þátt í heyskap á Ytra-Hóli
á sumrum og aldrei lét hann sig
vanta í fjallgöngur á haustum. Því
fór þó fjarri að Ásgeir væri „upp-
flosnaður sveitamaður á mölinni".
Hann var fyrst og fremst sá víðsýni
sannmenntaði Islendingur sem
skildi vel að íslensk borg er sproti
vaxinn að hluta til af dreifðri byggð
og að rótunum má ekki gleyma.
Stórbflasyníng um helgina
~ og nú er smíé um meira en bara greíÓslukjör
Við bjóðum þért.d. 25% út og eftirstöðvará þremur
árum á venjulegum lánskjörum banka.
Gamla bílinn tökum við upp í nýjan.
Þriggja ára ábyrgð á öllum okkar bílum.
Umboðsmaður okkar á Akureyri verður einnig með
sýningu á sama tíma — algjöra bombu.
Munið að það borgar sig að líta við hjá okkur
frá kl. 14-17 laugardag og sunnudag.
Réttur bíll
á réttum stað.
Ingvar
Helgason hf.