Morgunblaðið - 26.08.1989, Side 13

Morgunblaðið - 26.08.1989, Side 13
í frændgarði Ásgeirs nyrðra er að finna áhugasama og dugmikla unnendur og yrkjendur þjóðlegra fræða. Ber þar hæst nöfn þeirra Jóns Ámasonar og Ólafs Davíðs- sonar hinna kunnu þjóðsagnasafn- ara. Mat Ásgeir þessa frændur sína mikils og hugur hans hneigðist æ meir að þeirri arfleifð sem þeir höfðu unnið að því að varðveita. Ég held að í þeim fræðum hafi hann fundið þá sönnu og einu þrenningu sem Snorri Hjartarson hefur ofið úr landi þjóð og tungu og fáum verið ljósara að þar var traustasta vígi íslands „gegn trylltri öld“. Ásgeir var óvenju vel máli farinn og gerði vægðarlausa kröfu til sjálfs sín og annarra um notkun íslepskrar tungu. Ásgeir var í hærra lagi meðal- maður og þreklega vaxinn, karl- mannlegur og höfðinglegur í yfir- bragði. Hann var ljúfmenni í allri viðkynningu þó ekki dyldist að þar fór skapfestumaður sem ekki var uppnæmur fyrir smámunum. Hon- um fylgdi jafnan ferskur andblær, svalur gustur sem svifaði burt muggu og móki. Enginn var glað- ari á góðri stund; enginn betri fé- lagi þegar á móti blés. Af þessum sökum var Ásgeir vinmargur. Hann var vinfastur og því var hann mik- ill hugljúfi þeirra sem eignuðust vináttu hans. Það er erfítt hlutskipti að þurfa að kveðja dugmikinn og traustan samstarfsmann á miðri leið, sjá hann hverfa að fullu frá verkefnum 'sem hann hafði áhuga á og hefði leyst allra manna best. Hitt er þó enn þyngra að sjá á bak góðum félaga og nánum vini. Á þeirri stund verða orð næsta marklítil. Það hafði reyndar borist í tal milli okkar Ás- geirs að hann setti á blað nokkur orð um mig þegar þar að kæmi. Þetta hefði eftir gengið ef allt hefði verið með felldu. Hér fór á annan veg. Svo afsleppt er lífíð, svo óviss tími dauðans. Nú verður mér efst í huga þakklæti fyrir drengskap hans og falslausa vináttu sem aldr- ei brást. Foreldrum Ásgeirs og öðr- um aðstandendum færi ég samúð- arkveðju. Indriði Gislason Sú fregn barst í Kennaraháskól- ann að morgni sl. mánudags að Ásgeir S. Björnsson hefði látist kvöldið áður. Þessi sorgartíðindi, þótt ekki kæmu þau samstarfsfólki Ásgeirs með öllu á óvart, varpa engu að síður löngum skugga fram á veginn nú við upphaf skólaárs. Við andlát Ásgeirs S. Björnsson- ar lektors á Kennaraháskólinn á bak að sjá einum sínum ástsælasta og virtasta kennara. Það er sam- dóma álit samkennara jafnt sem nemenda að Ásgeir hafí verið frá- bær kennari og það var mikið lán fyrir menntastofnun kennara á umbyltingarskeiði að njóta fræðslu og leiðsagnar svo öruggs móður- málskennara. Vandað íslenskt mál, klárt og kvitt, var honum eðlilegt og ígróið, greinilega sprottið úr daglegu málfari í foreldrahúsum og heimabyggð — tungutak agað og skírt við sögur, vísur og frásagnir, kynslóð eftir kynslóð, öld fram af öld. En Ásgeir var ekki einungis traustur og vinsæll kennari. Hann var ekki síður vel fallinn til leið- sagnar á sviði skipulagsmála, um- sýslu hvers konar og félagsstarfa. Þar naut sín vel atorka hans og ósérhlífni, sköruleg framkoma og einurð í málflutningi. Þessir eigin- leikar í fari Ásgeirs komu sér vel fyrir unga háskólastofnun sem þurfti að endurmóta skipulag sitt og fá stjórnsýslu sinni nýtt snið við mjög breyttar aðstæður. Ásgeir S. Björnsson átti ómældan hlut að uppbyggingu . Kennaraháskólans, bæði þann tíma er hann sat í skóla- ráði og einnig í þeim starfshópum er mótuðu kennsluskipan og stjórn- kerfi skólans. Haustið 1988 átti Ásgeir að taka sæti í skólaráði á ný en veikindi hans urðu þess valdandi að hann kom þar ekki til starfa. Að því var mikill skaði fyrir skólann og okkur sem þar störfum. Fyrir mig per- sónulega var það mikill missir að MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989 13 fá ekki notið ráða hans og stuðn- ings við afgreiðslu mála og þó sér- staklega þá stefnumótun um skipan og starfshætti Kennaraháskólans, sem nú er unnið að á grundvelli nýrra laga um skólann. Ásgeir S. Bjömsson hafði til að bera höfðingsbrag og reisn sem næsta ósjálfrátt leiddu til þess að honum voru falin erfið verkefni bæði innan skólans og után. Það er því sárt að hann skuli nú horfinn á braut á besta aldri þegar mörg verkefni, sem honum hefðu leikið í hendi, bíða á næsta leiti. Ásgeir S. Bjömsson hafði mikinn metnað fyrir hönd Kennaraháskól- ans — að skólinn risi undir nafni og auðnaðist að gegna forystuhlut- verki sínu sem miðstöð kennara- menntunar við breyttar samfélags- aðstæður og halda í því efni á loft merki Kennaraskólans gamla. Ás- £eir skildi betur en flestir aðrir, sem ég hefí kynnst af hans jafnöldrum, nauðsyn þess að varðveita tengslin milli hins „gamla Islands“ og þess nýja samfélags, sem nú er í deigl- unni — nauðsyn þess að endumýja gildi og gefa nýtt líf verðmætum, sem þróast höfðu um aldir í bænda- samfélaginu gamla, þar sem hann átti svo djúpar rætur. Að leiðarlokum færi ég Ásgeiri S. Björnssyni þakkir Kennarahá- skóla íslands fyrir mikilvæg og vel unnin störf á vegum skólans á und- anförnum árum. Ég þakka honum vináttu og drengilegan stuðning við mig persónulega, skuld sem aldrei verður goldin. — Foreldrum hans, ungum syni, ættingjum og öðrum ástvinum flyt ég hugheilar samúð- arkveðjur. , Jónas Pálsson Mig Iangar til að kveðja hjart- kæran ástvin minn, Ásgeir S. Björnsson, með nokkmm orðum, þótt myrkrið hnígi í bijósti og auðn og ýóm setjist að. Ásgeir háði við ofraun örlaga- stríð í langan tíma. Nú er því lokið og vænsti drengur er horfinn sjón- um. Lífið er seigt Lifíð græðir djúp sár og góð er græn jörðin. Þessum orðum Snorra Hjartar- sonar verður að trúa nú. Ég kynntist Ásgeiri í starfi hans sem lektor í íslensku við Kennara- háskóla íslands. Hann var gæddur þeim mannkostum sem 'löðuðu þá að, sem kynntust honum. Það átti jafnt við fjölmarga nemendur hans sem samstarfsmenn. Ásgeir var einstakur vinnufélagi, röggsamur, lipur, víðsýnn og ósér- hlífinn til allra starfa. Hann dró að sér athygli vegna glaðværðar sinnar og vasklegrar framkomu. Hann var sérlega næmur á íslenska tungu og slíkur smekkmaður í meðferð máls, að skemmtun var að hlusta á hann segja frá. Ástúð hans og nærgætni við náungann fundu þeir sem þekktu hann. Það var sama hvað störf okkar voru margvísleg og verkefnin strembin. Vinnan varð ekki erfið og alltaf var stutt i hlátur, sem okkur féll báðum vel. Vináttu okkar gat ekkert haggað. Við vissum ekki þá að líf okkar yrði ofið þeim örlaga- þráðum, að við ættum að deila sam- an sælustu og sárustu stundunum. í langri baráttu Ásgeirs við ban- vænan sjúkdóm reyndist hann slík hetja að það gleymist engum sem hjá voru. Honum tókst ætíð að stýra þraut inn á veg vonar. Stilling hans, kjarkur og kraftur gáfu sig aldrei. Hann naut þess að geta dvalið í nokkurn tíma í kærri sveit sinni, umvafinn ástúð og umhyggju góðra foreldra og systkina á Ytra-Hóli, Vindhælishr. A-Hún. Draumur Ásgeirs um lengra líf hér rættist ekki. Hann skildi að spurningin því ég? — gat eins verið — því ekki ég? Ég trúi og vona að hann njóti nú heilbrigðis og friðar þar sem honum líður vel. Við erum fjölmörg sem syrgjum Ásgeir. Foreldrum og systkinum hans bið ég huggunar í djúpri sorg þeirra. Ég þakka þeim innilega fyr- ir allt örlæti í minn garð undanfar- ið. Aðstandendum öðrum votta ég samúð mína. Hana dýpsta á elskað- ur sonur Ásgeirs, Jón Bjarki. í huga mínum er þakklæti fýrir minningu um samvistir svo nánar að orð voru óþörf. Rannveig Þó þú langförull legðir sérhvertland undir fót, bera hupr og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka'eldfjalls og íshafs, sifji árfoss og hvers, dóttir iangholts og lyngmós, sonur landvers og skers. Ofanskráð ljóð eftir Stephan G. Stephansson er eitt hið fegursta sem ort hefur verið á íslenska tungu. Ljóðið hefur sungið mér fyr- ir eyrum síðan ég fregnaði andlát vinar míns og samstarfsmanns, Ásgeirs S. Bjömssonar. Kynni okk- ar voru í raun ekki löng. Þau hóf- ust fýrir nokkmm ámm þegar hann tók að sér að vinna ákveðið verk fyrir bókaútgáfu mína. Hér var um aukaverkefni að ræða sem hann leysti af hendi með mikilli vand- virkni. Eitt verkefni leiddi svo af öðru og mér varð brátt ljóst að Ásgeir bjó yfir öllum þeim bestu eiginleikum og þekkingu sem prýða þyrftu útgáfustjóra metnaðarfulls íslensks útgáfufyrtækis. Ég var svo lánsamur að Ásgeir var tilbúinn að takast á við þetta verkefni. í kjölfar þess hófst tímabil þar sem hmndið var í framkvæmd verkum sem unn- ið hafði verið að ámm saman, stöð- ugt til þeirra safnað, en sjálft loka- átakið var eftir. Yfirburðaþekking Ásgeirs á þjóð- legum fróðleik, öguð og hávísinda- leg vinnubrögð, lyftu daglegum störfum í æðra veldi og ósérhlífni hans, atorka og síðast en ekki síst smitandi glaðværð og æðmleysi hreif alla með. Við lyftum Grettis- tökum. Ég mun aldrei horfa svo á loka- bindi bókaflokksins Landið þitt ís- land, íslandsynir Mayers, Islenskt þjóðlíf í þúsund ár, Fegurð íslands og fornir sögustaðir og Reykjavík — Sögustaður við sund — að ég minnist ekki Ásgeirs og hans mik- ilsverða þáttar í útgáfu þessara verka. Spor hans í fyrirtæki mínu munu halda áfram að marka stefn- una. Við munum leitast við að vinna áfram í sama anda. Ásgeir var einhver mesti íslend- ingur sem ég hefi kynnst. Hann var samofinn landinu og sögunni. Ann- að erindið í kvæði Stephans G. hljóðar svo: Yfír heim eða himin þar sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðarlönd. Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: nóttlaus vor-aldar veröld, þar sem víðsýnið skín. ísland og íslensk þjóðmenning skreyttu öll framtíðarlönd Ásgeirs. Þar tvinnuðust saman uppeldi, upp- lag og menntun. Glæsilegur kennsluferill og árangursrík út- gáfustjóm komu saman í einum ósi. Ásgeir var sem nýútsprungið blóm sem átti eftir að miðla þjóð sinni svo miklu og er það óbætan- legur skaði að honum skyldi ekki skapað að ráðast í þau verk er hefðu skipað honum varanlega á fremsta bekk meðal fræðimanna. Það er óskaland íslenskt, sem að yfir þú býr - Segir skáldið í lokaerindi síns fagra ljóðs. Ásgeir bjó yfir slíku óskalandi og þótt hann hafi fallið frá langt um aldur fram, áður en hann gat skilað þjóð sinni öllu því sem efni stóðu til, þá hefur hann samt í verkum sínum gefíð okkur mikið og skilið eftir minningu sem varir. í lokaerindinu heldur skáldið áfram og segir: aðeins blómgróin björgin, sérhver bald-jökull hlýr, frænka eldfjalls og íshafs, sifli árfoss og hvers, dóttir langholts og lyngmós, sonur landvers og skers. í dag kveðjum við son landvers og skers. Við þökkum honum sam- fylgdina og vitum að hann vakir yfír eylendunni sinni fjarst í eilífðar útsæ, vakir yfir ástkærum foreldr- um , syni, systkinum, ástvin og vin- um. Ég veit að hann biður þeim ölium blessunar og sjálfur bið ég og fjölskylda mín Guð að blessa minningu þessa góða drengs. Örlygur Hálfdanarson Náinn samverkamaður, féjagi og vinur er allur. Með fráfalli Ásgeirs S. Björnssonar er stórt skarð fyrir skildi í Kennaraháskóla Islands.. Hann hafði átt samleið með skólan- um í meira en tuttugu ár, fyrst sem nemandi og síðan sem kennari. Varla er hægt að hugsa sér betri samverkamann en Ásgeir var: hlýr í viðmóti, geðprúður, ráðhollur og ósérhlífinn. Um málefni fræðslu og uppeldis almennt var hann mjög áhugasamur og með afbrigðum næmur á mál og menntir. Ræktar- semi hans við móðurmál og menn- ingararf var smitandi. Þeir voru margir sem leituðu ráða hjá Ás- geiri um meðferð máls og texta. Við sem störfuðum lengur eða skemur með Ásgeiri vitum að hann var afburðagóður kennari. Það fór heldur ekki fram hjá okkur að nem- endur dáðu hann að verðleikum, kunnu að meta hæfileika hans og mannkosti — og hlýja kímnina und- ir svolítið hijúfu yfírborði. Við ufi- um þess vör að margir nemendur tóku ástfóstri við hann. Ásgeir var jafnvígur á verk hug- ar og handa, ha.mhleypa sem kunni sér vart hóf. Á glaðri stund var hann líka hrókur fagnaðar, óspar á að veita öðrum af anda sínum. Hann setti svip á samfélagið við Stakkahlíð — og átti það til sem ósvikinn Húnvetningur að stríða Skagfírðingunum í hópnum. Ásgeir hafði þegar afkastað miklu, einkum á sviði íslenskrar menningarsögu. Við vissum þó að hann átti fjölmargt óunnið af því sem hugur stóð til. Því sárara er að sjá á eftir góðum félaga og vin. Megi minning hans lifa og pund hans ávaxtast um ókomin ár. Ættingjum Ásgeirs vottum við djúpa samúð. F.h. vina og sam- starfsmanna í KHÍ, Loftur Guttormsson. Kveðja frá Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslu- gagna. Ásgeir S. Björnsson var einn af stofnendum Hagþenkis, félags höf- unda fræðirita og kennslugagna, og lagði sitt af mörkum til þess að félagið næði árangri í starfi sínu þau sex ár sem það hefur starfað. Ásgeir átti sæti bæði í fulltrúaráði Hagþenkis og Fjölíss, samtaka rétt- hafa. í umræðum um störf og stefnu Hagþenkis lagði Ásgeir áherslu á að fé þess og kröftum yrði m.a. varið til viðurkenningar á vel unnu verki og til að ráða bót á skorti á vönduðum fræðiritum fyrir börn kog unglinga. — Málflutningur hans á vettvangi félagsins bar vitni um einlægan áhuga hans á uppeldi og menntun — og vilja til að gera höfundum verka sem auðvelda þroska og þekkingarleit kleift að leysa verk sitt vel af hendi. Kennslubækur og fræðirit Ás- geirs bera þess Ijóst vitni að hann lagði eigin krafta í sköpun slíkra verka af fádæma elju og ósérhlífni. Þau tala skýru máli um hve mikill missir er að ótfmabæru fráfalli hans. Hörður Bergmann, formaður Hagþenkis. Vegna mikilla þrengsla í blaðinu bíða nokkrar grein- ar birtingar fram á sunnu- dag. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför föður okkar, ÓSKARS STEFÁNSSONAR, Viðigrund 7, Sauðárkróki. Ingibjörg Óskarsdóttir, Páli Oskarsson, Ragnhildur Óskarsdóttir. BOKAMARKADUR Hundruó bókatitla Stórkostleg verólækkun jið frá kl. 12-18.30 I JL HÚSINU, 2. HÆÐ WS4® frá kl. 10-14 Síml 11981 VIRSIUWflRMIÐSTOÐ VESTURBffiJ&R, HRINGBRAUT 121

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.