Morgunblaðið - 26.08.1989, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989
15
Miklar hafiiarfram-
kvæmdir á Húsavík
Húsavík.
MIKLAR framkvæmdir hafa verið við Húsavíkurhöfn á líðandi sumri
og er áætlað að þær kosti um 43 milljónir króna.
I tlp S# •
.......
'
í fyrra var gerður brimbijótur við
svo kallaðan Norðurgarð, sem er inn-
an við Bökuna og myndaðist þar
mikið lón, sem stóð ófyllt sl. vetur.
í vor var svo samið við Dýpkunarfé-
lagið hf. um að dæla lausu efni, sandi
og leir, úr höfninni upp í lónið, um
14.000 rúmmetrum, og þar með um
leið að dýpka höfnina.
Verkið hófst í júní og þegar búið
var að dæla um 10.000 rúmmetrum
reyndist ekki meira laust efni í höfn-
inni og varð þá að aka því efni, sem
á vantaði til að fylla lónið, og er því
verki nú að ljúka. Með því að dæla
efninu úr höfninni og í lónið vinnst
tvennt. Efnið sem upp er dælt nýtist
og jafnframt sparast flutningur á því
með prömmum út í hafsauga eins
og venja er við dýpkun hafna. Einn-
ig reyndist kostnaður á hvern rúm-
metra til fyllingar við lónið vera
minna á þennan hátt en að aka fylli-
efninu úr námum upp til fjalla.
Jafnframt hefur verið unnið að
sprengingum og gijótvinnslu í gijót-
' námunni í Kötlum frá því í vor. Þar
er um að ræða 16.000 fermetra af-
gijóti og verður hver steinn, sem
nothæfur er, að vera 1 til 4 tonn.
Til viðbótar hafa svo verið unnir
2.500 ferm. af 4 til 8 tonna „björg-
um“ í brimbijótinn. Það sem smærra
er í námunni er notað til að gera
sjóvarnargarð í fjörunni neðan
Stangarbakka en sá garður verður
jafnframt vegur fyrir þungaflutninga
fyrir neðan Bakkann. Við þessar
framkvæmdir stækkar og verður
þægilegra allt athafnasvæði við
höfnina.
Yfirverkstjóri við allar þessar
framkvæmdir er Guðmundur Hjart-
arson og hefur verkið unnist vel
miðað við aðstæður.
- Fréttaritari
Kísilskemman við hafhargarðinn og slippurinn á Naustafjöru.
Morgunblaðið/Silli
—
Rauði krossinn:
Námskeið í
skyndihjálp
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
stendur fyrir kvöldnámskeiði í
skyndihjálp 29. ágúst til 3. sept-
ember. Námskeiðið hefst næst-
komandi þriðjudag kl. 20.00. Öll-
um 15 ára og eldri er heimil
þáttaka á námskeiðinu sem hald-
ið verður að Armúla 34.
Meðal þess sem kennt verður á
námskeiðinu er endurlífgun og
margt fleira sem getur skipt máli
er slys ber að höndum. Leiðbein-
andi verður Guðlaugur Leósson.
Þeim sem áhuga hafa á að kom-
ast á námskeiðið er bent á að hafa
samband við skrifstofu RKÍ. Fjöldi
þátttakenda er takmarkaður.
Fyrirlestur:
Tölvunotkun
í stærðfræði-
kennslu
VIGGO Sadolin lektor við Dan-
marks Lærehojskole heldur fyr-
irlestur í Kennaraháskóla íslands
um tölvunotkun i stærðfræði-
kennslu mánudaginn 28. ágúst.
Fyrirlesarinn hefur langa reynslu
af þróun forrita til stærðfræði-
kennslu. Mörg forrita hans hafa nú
verið þýdd á íslensku á vegum
Reiknistofnunar Háskóla íslands og
munu þau m.a. kynnt í fyrirlestrin-
um. Námsgagnastofnun mun ann-
ast sölu forritanna.
Á undanförnum árum hefur
áhersla í skólum hvarvetna beinst
í auknum mæli að því að nýta tölv-
ur beint í kennslu hinna ýmsu náms-
greina. Ýmis rannsóknar- og þróun-
arverkefni hér á landi og erlendis
ijalla um það viðfangsefni. Meðal
þeirra má nefna danska verkefnið
INFA (Informatik i skolens fag)
sem á íslensku má kalla upplýsinga-
tækni í kennslu námsgreina. Viggo
Sadolin hefur tekið virkan þátt í
þessu rannsóknaverkefni frá upp-
hafi.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 16
og er í stofu 201.
(Úr fréttatilkynninjfu.)
-hefur kennt íslendingum aö meta gott kaffi.
Þú getur valið um þijár mismunandi
tegundir af Merrild-kaffi.
103 - Millibrennt
3 04 - Dökkbrennt
104 - Mjög dökkbrennt
Merrild-ilmandi og ljúffengt kaffi,
sem bragö er af.