Morgunblaðið - 26.08.1989, Page 21
2i
Afnot af íbúð
í Davíðshúsi
Eins og áður hefur komið fram, þá gefst fræði-
mönnum og listamönnum kostur á að sækja um
1-6 mánaða dvöl í lítilli íbúð í Davíðshúsi, til að
vinna að fræðum sínum eða listum. Ákveðið
hefur verið, að frestur til að skila umsóknum um
afnot af íbúðinni árið 1990, renni út 30. septem-
ber nk. Umsóknir ber að senda til:
Akureyarbær,
c/o Ingólfur Ármannsson,
menningarfulltrúi,
Strandgötu 19b, 600 Akureyri.
Heiðargæs fjölgar
mjög á afréttum
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Húsum velt um koll
Leikvöllurinn á Iðavöllum hefur ekki fengið að
vera í friði nú síðsumars. Aðkoma fyrir starfs-
menn og börn hefur verið heldur óskemmtileg
á morgnana, svæðið allt út í rusli, sælgætis-
bréfúm, gosdósum og vindlingastubbum. Þá
hafa kvöld„gestir“ gert sér það að leik að henda
um koll húsum barnanna, eins og sjá má á
myndinni. Börnin hafa undrandi horft upp á
umgengnina á vellinum þeirra. Að sögn starfs-
manns á Iðavöllum er talið nær fullvíst að um
unglinga sé að ræða og er þetta ekki í fyrsta
sinn sem þeir ráðast til atlögu á vellinum, því
undanfarin haust hafa ummerki verið með sama
hætti. „Það er eingöngu á vorin og á haustin
sem þetta gerist. Það er eins og krakkarnir fái
einhvern fiðring í sig þegar þeir hætta í skólan-
um eða eru að byrja aftur á haustin,“ sagði
starfsmaðurinn.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Kraftar í kögglum
Tíu sterkbyggðir kraftakarlar reyndu með sér i hjólbörum frá Hrísey nokkra vegalengd, en í
í ýmsum aflraunum í göngugötunni á Akureyri I börunum var hvorki meira né minna en 800 kílóa
í gær, en þar voru á ferðinni keppendur um titil- hlass. Keppnisgreinin vafðist ekki mikið fyrir
inn Aflraunameistari íslands. Fyrsta keppnis- I flestum keppendanna.
greinin var fólgin í því að aka þar til gerðum |
NORÐLENSKIR bændur hafa þungar áhyggjur af fjölgun heiðar-
gæsa á afréttum. Heiðargæsum hefur Qölgað jafht og þétt síðastlið-
in 30 ár.
Gæsunum fjölgar sífellt," sagði
Tryggvi Harðarson í Svartárkoti í
Bárðardal í samtali við Morgun-
blaðið. „Hún er að leggja undir sig
alla afréttina. Við höfum reynt að
sporna við fjölguninni með eggja-
töku á vorin en það sér ekki högg
á vatni. Á haustin er veiði leyfð en
gæsirnar eru styggar og erfiðar
viðureignar." Tryggvi sagði gæsina
hirða allan nýgræðing sem kæmi
undan snjónum á vorin. Hann telur
virkjunarframkvæmdir sunnan-
lands eiga þátt í fjölgun gæsa fýrir
norðan.
Aðalsteinn Aðalsteinsson á Vað-
brekku í Jökuldal hefur einnig orðið
Útímarkað-
ur og tívolí
ÁRLEGUR útimarkaður Ung-
mennafélags Arnarnes- og
Skriðuhrepps verður haldinn í
fimmta sinn nú í dag og hefst
kl. 13.00.
Útimarkaður þessi er í Reistarár-
rétt í Arnarneshreppi og eru allir
söludilkar upppantaðir. Þeir sem
leið sína leggja á markaðinn geta
fest kaup á hinum ólíklegustu hlut-
um, nýjum, reyktum eða þurrkuð-
um fiski, sveppum, kartöflum og
grænmeti, auk hverabrauðs. Þá
verða til sölu leirmunir, bútasaum-
ur, notaður fatnaður og heima-
saumuð barnaföt.
Hlutavelta verður haldin og eins
konar tívolí í smækkaðri útgáfu.
Lokst gefst markaðsgestum tæki-
færi til að drekka síðdegiskaffið á
staðnum, en kaffi verður til sölu
og eitthvað til að bíta í með.
Fyrirhugað að byggja
nýja dagvist við Þverliolt
ÞAR SEM dregið hefur úr að-
sókn bama á gæsluvelli em
uppi áform um að byggja næstu
dagvistir Akureyrarbæjar á
slíkum völlum, en með því nýt-
ist svæðið betur og einnig verð-
ur hægt að veita þar fjölbreytt-
ari þjónustu. Ágúst G. Berg
húsameistari Akureyrarbæjar
hefiir fyrir hönd bæjarins sótt
um lóðimar númer 3 og 5 við
Þverholt, en þar er fyrirhugað
að byggja nýja dagvist, sem að
hluta til yrði einnig gæsluvöllur.
Á fundi bygginganefndar fyrr í
þessum mánuði var erindinu fre-
stað þar sem eðlilegt þótti að fram
færi grenndarkynning og kynning
á umfangi þeirra bygginga sem
fyrirhugaðar eru á lóðinni.
Jón Björnsson félagsmálastjóri
sagði að á þessu ári hefði komið
til 15 milljón króna fjárveiting úr
bæjarsjóði til verkefnisins, en þar
sem fjárhagsáætlun yrði endur-
skoðuð fljótlega hefði verið ákveð-
ið að hinkra aðeins við varðandi
framkvæmdir. Þó hefur verið unn-
ið að því að skoða ýmsa valkosti,
en fyrirhugað er að reisa rúmlega
200 fermetra einingahús á lóð-
inni. Fyrirkomulagi yrði þannig
háttað að samhliða yrði þar rekin
gæsluvöllur og dagvist.
Jón sagði stöðuna í dagvistar-
málum á Akureyri oft hafa verið
verri. „Við nálgumst það að geta
sinnt dagvistarþörf 2-6 ára barna,
en það er sá hópur sem hefur for-
gang á dagvistum bæjarins. Enn
eru nokkuð langir biðlistar, en bið-
tími hvers barns er hins vegar
ekki langur,“ sagði Jón. Öll aukn-
ing í dagvistum undanfarið hefur
komið í Glerárhverfi og nýjasta
dagvistin sem fyrirhugað er að
rísi í Þverholti er einnig í því
hverfi. Jón segir að hverfið eigi
því að vera nokkuð vel sett hvað
dagvistunarrými varðar, en á móti
kemur að um er að ræða barnf-
lesta hverfið. _
Skakkt númer
í nýrri símaskrá sem KA-menn
hafa nýlega lokið við að dreifa
hafa af einhveijum ástæðum átt
sér stað slæm mistök. I auglýsingu
frá Morgunblaðinu misritaðist
símanúmer á ritstjórn blaðsins og
í stað hins rétta númers 21100
er gefið upp númer bæjarskrifstof-
anna á Akureyri.
var við fjölgun heiðargæsa. „Hér
sást varla gæs fyrir nokkrum árum.
Nú er svo komið að gæsabeit er
meira áberandi en beit eftir sauðfé
á afréttinni á vestur-öræfum. Af-
réttin er ein af víðlendustu og grón-
ustu afréttum á landinu." Að sögn
Aðalsteins er eggjataka þó nokkur
á vorin og veiði á haustin. Það virð-
ist þó ekki hafa áhrif á stofninn.
„Mér hefur skilst að eggjataka geti
jafnvel valdið fjölgun, þeir ungar
sem komi úr eggjunum sem eftir
verða fá meiri fæðu og komast frek-
ar á Iegg,“ segir Aðalsteinn.
Menn eru ekki á eitt sáttir um
hvað valdi fjölgun heiðargæsa.
Annars vegar eru þeir sem teija
friðun heiðargæsa á vetrarstöðvum
í Evrópu vera skýringuna. Hins
vegar eru þeir sem telja aukna
áburðarnotkun bænda í Skotlandi
hafa bætt lífsskilyrði gæsanna og
valdi því að fleiri lifi vetursetuna af.
Heiðargæsaveiði mátti hefjast
20. ágúst.