Morgunblaðið - 26.08.1989, Side 27

Morgunblaðið - 26.08.1989, Side 27
MORGytyBLAfflÐ, ^UGARDAGUR 26. .ÁGÚST 1989 , 27 Minning: Sigurður Jónsson brúarsmiðurj Fæddur 12. október 1900 Dáinn 20. ágnst 1989 Sigurður Jónsson fæddist á Klyppstað í Loðmundarfirði 12. október árið 1900, sonur Jóns Þor- steinssonar og Ragnheiðar Sigur- bjargar ísaksdóttur. Nokkrum árum síðar, 1907, fóru þau búi sínu að Seljamýri,'og þar ólst Sigurður upp við orf og ár, eins og þá tíðkað- ist á sjávarjörðum. Frá 1919-192,3 fékkst hann við smíðar á tré og járn á Siglufirði, Eskifirði og Seyð- isfirði, hélt síðan á heimaslóðir og reisti nýtt íbúðarhús á Seljamýri og bjó þar ásamt foreldrum sínum; stundaði bátasmíðar og útgerð með búskapnum. Þar kom hann upp vatnsaflstöð, sem dugði til ljósa og matseldar. Haustið 1928 gekk hann að eiga Nönnu Sigfríði Þorsteins- dóttur frá Úlfsstöðum í Loðmundar- firði, og bjuggu þau á Seljamýri til fardaga 1937, að þau færðu bú sitt til Borgarfjarðar eystri og reistu nýbýlið Sólbakka í landi Þrándar- staða árið 1938. Þar byggðu þau peningshús, allstórt verkstæði og vélageymslu, sem sjálfsagt hefur ekki verið á hveijum bæ, og 1955 virkjaði hann læk til ljóss og hita í allar vistarverur á Sólbakka. Sig- urður fékkst við smíðar með bú- skapnum og lék allt í höndum, hvort heldur var tré eða járn, smíðaði ljá- bakka, skeifur, katla, glugga og hurðir, skólahús, báta og brýr, lagði miðstöðvar í hús; réttr.efndur þjóð- hagasmiður. Arið 1945 hóf Sigurður störf hjá Vegagerð ríkisins og stjórnaði brú- argerð á Austurlandi frá og með sumrinu 1946 til áramóta 1972. Sókn hans náði frá Lóni norður í Bakkafjörð, og var hann aufúsu- gestur hvarvetna með flokk sinn. Hann stóð fyrir smíði um það bil 140 brúa, sem voru frá fjórum metrum á lengd upp í 102 metra, og um 60 verk átti hann við ræsi, yfirbyggingar og rennur, auk alls konar smálagfæringa og viðhalds. Þegar Austfirðingar aka meira en bæjarleið, fara þeir flestir yfir brýr, sem hann smíðaði eða gerði til góða á einhvern hátt. Hann hefur því haft fjarska mikil áhrif á samgöng- ur innan Ijórðungsins. Sigurður lét af störfum fyrir vegagerðina árið 1972, lauk þá um haustið við brúna yfir Gilsá á Jök- uldal, kórónaði glæsilegan starfs- feril sinn með mesta mannvirkinu. Gilsárbrú er 102 metrar á lengd milli stöpla, liggur yfir alldjúpt gil á tvennum súlum. Við smíði slíkra brúa reynir á meistarann, ekki sízt þegar stálbitunum er rennt yfir brúarhafið. Það tókst óhappalítið. Raunar slitnuðu vírar, þegar bitarn- ir voru sem næst komnir á millistöp- ul, og voru plankar iagðir út á end- ann. Enginn fékk að fara með nýj- ar festingar, nema Sigurður — þá á áttræðisaldri. Hann var djarfur sjálfur, en krafðist þess skýlaust, að menn gættu fyllsta öryggis. Því fór ijarri, að Sigurður settist í helgan stein, þegar hann lét af stjórn brúarflokksins. Hann tók að sér verkstjórn við gerð jarðganga við Oddsskarð. Og heima á Sól- bakka stóð hann dag hvern við verk, meðan þrek entist, renndi gamla búshluti úr birki frá Hallormsstað og annaði hvergi eftirspum og hnýtti spyrðubönd í hjáverkum. Sumarið 1980 var Sigurður flutt- ur til Lundúna og gekkst þar undir aðgerð á slagæðum við hjarta og heppnaðist vel. Hann komst til all- góðrar heilsu, náði þó ekki fýrri mætti, en andlegum kröftum hélt hann fram á síðustu ár, fylgdist með fréttum og las, myndaði sér skoðun á mönnum og málefnum, tókst á við líðandi stund, en hvarf ekki á vit fortíðar, eins og rosknu fólki hættir til. í vor fór Sigurður í rannsókn á sjúkrahúsið á Akur- eyri, og var síðan lagður á sjúkra- hús á Egilsstöðum. Þar andaðist hann 20. ágúst síðastliðinn. Sigurður og Nanna eignuðust átta börn, og eru sjö þeirra á lífi: Bragi vélsmiður, f. 11. september 1929, kvæntur Sigurlaugu Sveins- dóttur. Þau búa á Sauðárkróki. Þórunn, f. 1. nóvember 1930. Hún er gift Grétari Brynjólfssyni bónda og framkvæmdastjóra á Skipalæk í Fellum. Jón, f. 11. júní 1932, ókvæntur. Hann hefur haldið heim- ili með foreldrum sinum og búið á Sólbakka. Ásthildur, f. 9. janúar 1935, gift Elíasi B. Halldórssyni listmálara; þau búa í Kópavogi. Björg, f. 5. júní 1939, gift Tómasi Hjaltasyni verkstjóra; þau eiga heima á Eskifirði. Úlfar bifreiða- stjóri, f. 8. janúar 1943. Hann var kvæntur Kristrúnu Jónsdóttur, en þau skildu. Seinni kona hans er Jónína Ingvarsdóttir; þau eru bú- sett á Eskifirði. Nellý, f. 16. júlí 1945, gift Kormáki Bragasyni pípu- lagningameistara; þau eru í Reykjavík. Sigurður var í lægra meðallagi á hæð, grannvaxinn og vel á sig kom- inn, stórhentur með afbrigðum og hraustur eftir því; ákafamaður til allrar vinnu og ósérhlífinn. Hann var einstaklega léttur á fæti, hljóp á yngri árum milli sveita á skemmri tíma en almennt gerðist. Sigurður var einstaklega háttvís í allri fram- göngu, en ákveðinn og hélt vel sínum hlut í deilum, íhugull og eng- inn vingull í skoðunum, stundum nokkuð stíflyndur. Hann var skap- mikill maður, en stjórnaði vel geðs- munum sínum; var léttur og kátur í viðræðum, kunni öðrum mönnum betur þá gömlu list að taka þátt í lifandi samræðum. Hann var sjálf- stæðismaður að lífsskoðun, en mislíkaði ýmislegt sern flokkur hans hélt á lofti, enda fjarri eðli hans að láta teyma sig í hveiju máli. Hann undraðist stundum, að ágætt fólk sem hann þekkti, jafnvel af- komendur hans, tileinkaði sér póli- tískar hugmyndir, sem hann var andsnúinn; hafði jafnvel af því væg- ar áhyggjur endrum og eins. Ég tel það gæfu mína, að hafa ráðizt unglingur í brúargerðarflokk Sigurðar og þykist geta fullyrt, að félagar mínir frá þeim árum taki undir þá skoðun. Hann ræddi við okkur sem jafningja, hélt okkur að vinnu með fordæmi sínu, áhuga og hljóðlegum aga, sem ég vil nefna svo. Hann var sífellt að, ýmist úti með okkur eða í skúr sínum við alls konar útreikninga og reiknings- færslu; og í því skrifstofuhaldi var hvorki bruðlað með pappír né pen- inga. Ég þykist vita, að hann hafi fylgt fjárhagsáætlun mjög ná- kvæmlega, yfirleitt verið frekar undir henni og ljarska sjaldan ef nokkurn tíma farið fram úr heimild- um. Ýmis fastakostnaður hefur vísast verið lægri hjá flokki hans en almennt gerðist. Timbur var t.d. nýtt afar vel, verkfæri og vélar að sama skapi. Vel var gert við okkur í mat, og ekkert lítilræði, sem ráðs- konur báru fram dag hvern. Ég man ekki til, að Sigurður skammaði okkur strákana, þegar eitthvað gekk á, en svipmót hans og fas sögðu meira en mörg orð þegar honum mislíkaði eitthvað — og auðvitað 'áminnti hann okkur þegar keyrði úr hófi. Sigurður hafði gott lag á unglingum, innrætti okk- ur virðingu fyrir vinnu og iðjusemi. Við fengum góð laun miðað við það sem okkur stóð til boða fyrir aðra vinnu. Hann borgaði út, þegar tími gafst til launaútreikninga, gjarnan á þriggja vikna fresti. Hann geymdi peninga fyrir pilta sína, sem hann kallaði svo, lagði þá í banka, en lét okkur hafa skotsilfur eins og um var beðið, þegar við brugðum okkur bæjarferð; sagði þá ef til vill upp úr eins manns hljóði ofan í ávísana- heftið, að hún væri mögnuð dýr- tíðin nú til dags og betra að halda utan um aura sína. Ég hygg, að hann hafi fylgzt nokkuð grannt með högum okkar, þótt afskiptalít- ill virtist, og hann hélt vel utan um hópinn. Sæi hann eitthvað sak- laust, sem hann átti ekki að sjá, sneri hann sér snarlega í austur og brá tóbaksklútnum á loft! Með verklagni sinni og reynslu tel ég, að Sigurður hafi yfirleitt fundið auðveldustu og ódýrustu lausn þeirra vandamála, sem við var að glíma á.hveijum stað. Ég veit ekki betur en hann hafi tekið upp þann hátt að smíða smábrýr á þurru, veita ánni brott, hlaða gijóti á brúarstæðið, steypa yfir það þunnt lag og slá síðan upp á sléttri plötu. Þetta hét á máli okkar að botnsteypa brýr og sparaði mikinn tíma og óþægindi. Þau fjögur ár sem ég var í brúar- gerð smíðuðum við nokkrar stór- brýr, t.d. á Rangá hjá Skógargerði; þá var uppistaðan í flokknum 16-18 ára unglingar og ekki á allra færi að stjórna þeim við svo stórt verk. Við gerðum aðra brú á Rangá, hjá Flúðum, vorum við Fögruhlíðará í Jökulsárhlið, við Selfljót á Úthér- aði, Eyvindará á Mjóafjarðarleið, uppi í Skriðdal, við Klifá í Fljóts- dal, niðri á fjörðum, suður í Álfta- firði og Lóni, norður í Vopnafirði og Bakkafirði og víðar. Þetta voru ánægjuleg sumur. Við kynntumst fjölda fólks, sáum landið, og mér er minnisstætt, hvað flokknum var alls staðar tekið vel. ■ Sigurður var sérstakur þrifamað- ur við verk, sjálfur ávallt snyrtileg- ur til fara og umgengni á vinnu- svæði til fyrirmyndar. Þegar við fluttum var ekkert skilið eftir, eng- in ummerki sáust eftir flokkinn, nema gulir blettir í grasinu eftir skúra og tjaldbotna — og brúin á sínum stað! Oft var glatt á hjalla á kvöldin úti í eldhússkúr og ófá mál brotin til mergjar, sögur sagðar, slegið á létta strengi. Þar var Sigurður hrókur alls fagnaðar, unz hann spratt skyndilega á fætur, þegar honum fannst kominn hvíldartími. Hann var árrisull og gekk ætíð milli skúra og tjalda og vakti menn sína: „Það er morgunn, piltar!“ Sigurður Jónsson var af þeirri kynslóð, sem lagði grunn að velferð- arþjóðfélagi okkar á manndóms- árum sínum, og lóð hans vegur þungt; Austfirðingar og aðrir lands- menn munu lengi njóta verka hans. Ég minnist hans ætíð með virðingu og þakklæti og sendi öllum ástvin- um hans samúðarkveðju. Sölvi Sveinsson Minning: Karolína Sigurðardóttir Vestmannaeyjum Fædd 9. október 1899 Dáin 10. ágúst 1989 í dag, laugardag, fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum út- för ömmu minnar, Karólínu Sigurð- ardóttur, sem lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. ágúst síðastlið- inn. Það voru aðeins 2 mánuðir í níræðisafmæli hennar og er hryggi- legt til þess að hugsa að hún skyldi ekki ná að fagna þeim merku tíma- mótum í faðmi fjölskyldu sinnar. Hún var gift Jóni Sigurðssyni sem lést árið 1980, áttræður að aldri. Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru á lífi en þau eru: Geir- laug, Kristín, Margrét og Sigurður. Ég hef heimsótt hana árlega undanfarin ár og haldið þá til hjá henni. Alltaf bað ég hana umfram allt að hafa nú ekkert fyrir okkur og lofaði hún því, en alltaf fór það nú svo að áður en við vissum af var hún farin að gera okkur eitt- hvað til góða og ef við fundum að því við haha var svarið vanalega á þann veg að þetta væri nú ekkert, hún vildi bara geta gert meira. Svona var amma, alltaf viljasterk og ósérhlífin og tilbúin að þjónusta aðra þó það væri meira af vilja en mætti. Síðast þegar við komum til Eyja var hún komin á sjúkrahús. Hún var hress og kát og gerði að gamni sínu við okkur á meðan á heimsókn- um okkar stóð og aldrei kvartaði hún þó við sæjum ljóslega hvað henni leið. Þegar við svo héldum heimleiðis, aðeins tveim dögum fyr- ir andlát hennar, þá held ég að hún hafi vitað að nú var hún að kveðja okkur hinsta sinni. Það verður sannarlega tómlegt að koma til Eyja eftirleiðis og vita það að amma er ekki lengur til að taka á móti okkur hress og glöð. Ég vil með þessum fátæklegu orðum kveðja elsku ömmu mína og þakka henni fyrir allt. Blessuð sé minning hennar. Berglind Snorradóttir Karolína leit fyrst dagsins ljós í Vallarhjáleigu í Hvolhreppi. For- eldrar hennar voru Geirlaug Guð- mundsdóttir frá Steinum undir Eyj afjöllum. Faðir hennar var Sig- urður Unason sjómaður. Var hann einnig ættaður undan Eyjaijöllum. Sigurður Unason var sonur Una Runólfssonar, Sigurðssonar bónda á Skagnesi í Mýrdal en Sigurður var sonur Presta-Högna. Sigurður Unason átti tvær systur í Vest- mannaeyjum, Ingveldi konu Guð- jóns Jónssonar skipstjóra á Sand- felli og Katrínu sem m.a. var sjó- maður um skeið. Þau urðu örlög Sigurðar að hann drukknaði í mannskaðaveðrinu mikla árið 1903 þegar þilskipin Ok og Skjöldur fór- ust fyrir Norðurlandi, Sigurður var um börð í Oki. Karolína hafði því ekkert af föður sínum, að segja. Ólst hún upp með móður sinni, ásamt Axel bróður sínum, aðallega í Landeyjum, í Hallgeirsey og í Káragerði og hjá móðurbróður sínum, í Dalbæ í Vestmannaeyjum, skipstjóra á vb. Austra. Hann hét Helgi Guðmundsson. Arið 1920 réðst Karolína til heimilis Gísla Jónssonar á Arna- hóli. Þegar hún var þar, kynntist hún Jóni Sigurðssyni, ættuðum undan Eyjafjöllum, en í Eyjum var hann kenndur við Múla en þar bjuggu hjónin Kristín Jónsdóttir og Jónas Jónsson. Kristín var föður- systir Jóns. Karolína og Jón gift- ust. Um svipað leyti byggðu Jón og Karolína sér hús, sem þau köll- uðu Ártún, við Vesturveg 20 í Eyj- um. Bar það hús þeim vitni fyrir glæsileik og stórhug. Stendur það enn. Jón og Karolína eignuðust þijár dætur og einn son. Þau eru Geirlaug, búsett á ísafirði. Fyrri maður hennar var Snorri Halldórs- són járnsmiður, er dó langt um ald- ur fram hér í Reykjavík. Eignuðust þau sex börn. Síðar bjó hún með Jóni Ara Ágústssyni og áttu þau tvö börn. Jón dó á sóttarsæng. Geirlaug er gift Pétri Haraldssyni, vélstjóra á ísafirði. Næst var Kristín, gift Jóhanni Gunnari Pálssyni heildsala. Eiga þau þijár dætur og búa í Reykjavík. Síðan fæddist Margrét, gift Harry Petersen sjómanni. Búa þau á Fax- astíg 19 í Vestmannaeyjum og eiga þau tvö börn. Yngstur er Sigurður, stýrimaður, sem búið hefir með móður sinni á Vestmannabraut 73, Vestmannaeyjum, allt frá andláti Jóns árið 1980. Jón hafði mikil umsvif, átti í tveim bátum og gerði þá út. Auk þess hafði hann töðu- feng og átti skepnur enda mann- margt í heimilinu á vertíðum. Karolína var ljúf og góð kona, gift stórbrotnum manni, afar fróð- um og minnugum. Kunni hann sögu útgerðar í Eyjum frá upphafi og vann það afrek að teikna alla vél- báta í Eyjum, ásamt því að rita æviágrip allra formanna. Er þetta varðveitt í sjómannablaðinu „Víkingi". Jón sigldi djarft og á erfiðum tímum, en ekkert braut hann eða beygði. Byggði hann sér tvö íbúðarhús í Eyjum og íbúð í Reykjavík sem þau hjónin dvöldust í gosárið. Jón var jafnvígur til sjós og lands. Kom þá niður á Karolínu að sjá um uppeldi barna þeirra, sjá um fjömennt heimili og annast skepnuhöld. Stóðu þau hjón þétt saman í dugnaði sínum. Barnaböm- in sóttust mjög eftir samvistum við afa sinn og ömmu og dvöldu oft langtímum saman í Eyjum. Yfir minningu Karolínu hvílir heiðríkja. Þar er góð og mikilhæf kona gengin. Guð blessi minningu hennar. Einar J. Gíslason Tónleikar í Þjóðleikhúsinu Tónlistarfólkið frá Sovétlýð- veldinu Moldavíu, sem dvalist hefúr hér á landi undanfarna daga í tilefiii Sovéskra daga MÍR 1989 og haldið tónleika víða um land, kemur íram á lokatónleik- um i Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 27. ágúst klukkan 16. Efnisskráin er fjölbreytt; óperu- aríur, einsöngslög, hljómsveitar- verk og þjóðleg tónlist. Flytjendur eru Kammerhljóm- sveit Ríkisútvarps og sjónvarps Moldavíu undir stjórn A. Samúile og óperusöngvararnir María Bieshú sópran og Mikhaíl Muntjan tenór. Eru söngvaramir taldir í hópi fremstu ópemsöngvara í heima- landi sínu og hljómsveitin getið sér gott orð í Sovétríkjunum og víðar. (Frcttaíilkynning:)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.