Morgunblaðið - 26.08.1989, Side 33

Morgunblaðið - 26.08.1989, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1989 33*. I i I | I i Þessir hringdu . . . Framsókn og Pólland 230712-4099 hringdi: „Ég segi ekki að nokkur maður sé framsóknarmaður, nema að ég sé handviss um að svo sé. En mér finnst að þegar Gorbatsjov heimtar að pólskir kommúnistar eigi að ráða öllu í Póllandi, þegar fólkið er hætt að kjósa þá, þá er það eins og þegar Steingrímur Hermanns- son sagðist hafa þingmeirihluta af því að hann vildi verða forsætisráð- herra en hafði hann ekki. Það er nógu bölvað þegar framsókn er í stjórn með þingmeirihluta en ekki hægt þegar hún hefur hann ekki.“ Kettir Rasmus, sem er svartur með hvítan haus, hvarf frá Gijótagötu fyrir nokkru. Finnandi hringi í síma 10786. Þrír kettlingar fást gefíns. Upp- lýsingar gefur Marta í síma 681624. Taska Hvít og rauð íþróttataska tapað- ist í Hvalfirði um miðjan júlí. Finnandi er beðinn um að hafa samband við Árna í síma 21179. Svefiipoki og jakki Svefnpoki, rauður að utan en ljósdrapplitaður að innan, fannst á útihátíðinni í Húnaveri. Upplýsing- ar gefur Stella í síma 52651. Hjá sama aðila er einnig grár krakkajakki, sem er í óskilum og fannst í Hellisgerði í Hafnarfírði. Páfagaukur Ljósblár páfagaukur tapaðist í Jakaseli síðasta miðvikudagskvöld. Þeir sem hafa orðið hans varir, eru beðnir um að hringja í síma 71041. Hver kann ljóðið? Ásta hringdi: „Sigurður Eggerz orti eitt sinn ljóð í tilefni af skipsskaða við Mýr- dalssand. Það hefst svo: ,;Alfaðir ræður, öldumar hníga..“. Ég man ekki alveg ljóðið allt en ef einhver getur sagt mér það, bið ég viðkom- andi að hafa samband við mig í síma 681721.“ Furðuleg samningsgerð Guðmundur Níelsson hringdi: „Ég er mjög undrandi á því hvernig staðið hefur verið að ráðn- ingu Siegfrieds Helds, landsliðs- þjálfara í knattspyrnu. Eftir því sem Ellert B. Schram, formaður KSÍ, segir, þá er bara til munnleg- ur samningur milli hans og KSI. Hvers konar samningsgerð lærði Ellert í lögfræðinni? Nú er Held farinn að þjálfa lið í Tyrklandi og á mjög erfítt með að fylgjast með íslenzku leikmönn- unum. Svo segist hann verða eins og hlutlaus áhorfandi að leik Is- lands og Tyrklands. Held er sjálf- sagt góður þjálfari en það er mikið atriði fyrir lið, að þjálfari standi algjörlega á bak við sína menn. Því væri sennilega réttast að fá nýjan þjálfara strax.“ Hálsfesti Gullhálsfesti fannst fyrir 18-20 árum og í nistið er grafið nafnið Erna Dís Elena. Finnanda hefur ekki tekizt að hafa upp á eigandan- um öll þessi ár, þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir. Ef einhver getur veitt upplýsingar um eigandann, er við- komandi beðinn um að hafa sam- band við Örnu í síma 98-75096. Myndavél Myndavél af gerðinni Rico tap- aðist um síðustu helgi annað hvort á Ártúnssvæðinu eða við Reykjavíkurhöfn. Finnandi hringi í síma 672491. Jörundur og hundadagar Erna Ingólfsdóttir hringdi: „í dagskrárlok á miðvikudags- kvöldið sagði kynnirinn í Ríkissjón- varpinu, að hundadagar hefðu ver- ið nefndir eftir Jörundi hundadaga- kóngi. Þessu er hins vegar öfugt farið. Jörundur var hér við völd á hundadögum og það var hann, sem var kenndur við þá. Hann var nefndur hundadagakóngur í háði.“ Hamar Lítill hamar, merktur með út- skornum stöfum, S.B., er týndur. Hamarinn er 60 ára gamall og eig- andanum kær. Finnandi hafí sam- band við Sæmund í síma 686879. Seðlaveski Svart seðlaveski tapaðist í Sund- laug Vesturbæjar á fímmtudags- morgun. í því er fjöldi mikilvægra skilríkja. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 624412. I 4 4 4 -I Sovéskir dagar 1989: Tónleikar í Þjóðleikhúsinu Lokatónleikar listafólksins frá Moldavíu, Kammerhljómsveitar moldaviska útvarpsins undir stjórn A. Samúile og óperu- söngvaranna Maríu Bieshú, sópran, og Mikhaíls Múntjans, tenor, verða í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 27. ágúst og hefjast kl. 16 - kl. fjögur síðdegis. Á efnisskránni eru hljóm- sveitarverk, óperuaríur, einsöngslög og þjóðleg tónlist. Miðasala í Þjóðleikhúsinu laugardag kl. 13-17 og sunnudag kl. 13-16. MIR. FRA KL. 12 00 TIL 19:00. Það verður uppi fófur og fit í Sundaborg 16 fram á laugardag. Axel Ó h eildverslun rýmir skó af lager og portúgölsk skóverksmiðja notar tækifærið og selur skó á útsöluverði. Kuldaskór fási trá 990 kr•, og aðrir skór frá 790 kr. Gefðu buddunni undir fótinn og líttu inn í Sundaborg 16 án tafar. Þú ferð þaðan vel skóaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.