Morgunblaðið - 26.08.1989, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓI I IR’töN’jkYiAgÚk 26.^00^1'; ]989r,
KNATTSPYRNA / BIKARURSLITALEIKURINN
Vinna Framarar í fjórðu tilraun?
KR-ingar hafa sigrað í öllum þremur úrslitaleikjum sínum gegn Fram
REYKJAVÍKURFÉLÖGIN Fram
og KR mætast á morgun í úr-
slitaleik Bikarkeppni KSÍ. Leik-
urinn fer f ram á Laugardals-
velli og hefst kl. 14. Þetta er í
fjórða sinn sem liðin mætast í
úrslitum en KR-ingar hafa sigr-
að í öllum viðureignum liðanna.
eikmenn Fram hafa þó heldur
meiri reynslu af bikarúrslita-
leikjum. Lið þeirra hefur leikið til
úrslita fjórum sinnum á síðustu
fimm árum. KR-ingar hafa hinsveg-
ar látið bikarúrslitaleiki afskipta-
lausa í 21 ár eða síðan 1968 er
B-lið þeirra lék gegn ÍBV.
Báðum liðunum hefur gengið vel
í sumar og útlit er fyrir jafnan og
spennandi leik.
„Spái fjörugum markaleik"
„Er nokkuð annað hægt en að
láta svona leik leggjast vel í sig,“
sagði Kristinn R. Jónsson, Fram.
„Undirbúningurinn er svipaður og
fyrir venjulega leiki nema hvað við
Fjölmennum á völlinn.
ÖLVER,
Glæsibæ.
verðum á Laugarvatni fram eftir
degi í dag til að hrista hópinn enn
betur saman. Það er erfitt að spila
gegn KR-ingunum og okkur hefur
gengið illa með þá upp á síðkastið.
Þeir eru sérstaklega hættulegir í
hraðaupphlaupum. Þótt við séum
með reynslumeira lið, kemur það á
móti að þeir eru hungraðir í titil
eftir öll þessi ár. En ég spái
skemmtilegum og íjörugum mar-
kaleik,“ sagði Kristinn R. Jónsson.
„Stór áfangi hjá KR“
„Leikurinn leggst bara vel í mig,
þótt hann verði vafalaust erfiður,"
sagði Pétur Pétursson, KR. Hann
hefur spilað fjóra bikarúrslitaleiki
og skorað í þeim fimm mörk.
„Framarar eru með reynslumikið lið
og því verður á brattann að sækja
að því leyti en við gerum okkar
bezta. Við högum undirbúningi okk-
ar eins og fyrir venjulegan deildar-
leik. Það að komast í bikarúrslitin
er stór áfangi hjá KR og því væri
gaman að fá sem flesta á völlinn,"
sagði Pétur.
Leiðin í úrslitin:
Tindastóll—KR.........3:6 (2:2)
— Jóhann Lapas, Pétur Pétursson 2,
Sæbjörn Guðmundsson, Bjöm Rafns-
son, Sigurður Björgvinsson.
Valur-KR................ 0:1
— Heimir Guðjónsson.
ÍBV-KR....................2:3
— Sæbjörn Guðmundsson 2, Sigurður
Björgvinsson.
Arangur í bikarúrslitum:
1960 KR-Fram.............2:0
1961KR-ÍA................4:3
1962 KR-Fram.............3:0
1963KR-ÍA................4:1
1964 KR-ÍA............. 4:0
1966 KR—Valur............1:0
1967 KR-Víkingur.........3:0
Leiðin í úrslitin:
KA—Fram..................0:1
— Pétur Ormslev.
Víðir—Fram...............1:2
Ómar Torfason, Ragnar Margeirsson.
ÍBK-Fram............... 3:4
Guðmundur Steinsson 3, Ragnar
Margeirsson.
Árangur í bikarúrslitum:
1960 Fram-KR.....1..... 0:2
1962 Fram-KR.............0:3
1970 Fram—ÍBV............2:1
1973 Fram-ÍBK............2:1
1977 Fram-Valur..........1:2
1979 Fram-Valur..........1:0
1980 Fram-ÍBV............2:1
1981 Fram-ÍBV............2:3
1984 Fram—ÍA.............1:2
1985 Fram—ÍBK............3:1
1986 Fram—ÍA.............1:2
1987 Fram—Víðir..........5:0
Upplýsingasímsvari 681511.
~ Lukkulínan: 99 1002.
Sovétmenn úr leik
Töpuðu dýrmætum stigum vegna lyfjaneyslu
Sovétmenn eru úr leik í heims-
meistarakeppninni í fijálsum
íþróttum sem fram fer í Barcelona
í september. Sovéski kúluvarpar-
inn Aiexandr Bagach féll á iyfja-
prófí í Evrópukeppni landsliða þar
sem Sovétmenn höfnuðu í 2. sæti.
Þar með töpuðu Sovétmenn sex
stigum og féllu úr öðru sæti í það
þriðja. Tvær efstu þjóðir í Evrópu-
keppninni komast áfram, Bretar,
sem sigruðu, og Austur-Þjóðveij-
ar sem færðust úr þriðja sæti í
annað. Þá er valið sérstakt Evr-
ópuúrval sem skipað er íþrótta-
mönnum frá öðrum þjóðum Evr-
ópu.
„Sovétmenn eiga í miklum
vandræðum með lyfjamálin og
þetta var mikið áfall fyrir þá,“
sagði John Holt, ritari alþjóða
fijálsíþróttasambandsins.
SKIÐI
Að gefnu tilefni
Athugasemd frá Skíðasambandi íslands
Að gefnu tilefni vill stjóm
Skíðasambands íslands taka
fram eftirfarandi:
í sumar valdi alpagreinanefnd
SKÍ ásamt þjálfara sinum, Kajsu
Nyberg, tvo æfingahópa, I og II,
sem í vom alls 25 manns. í hópi I
vom 12 manns og í hópi II 13
manns.
Einstaklingar í báðum hópunum
fengu æfingaáætlanir sniðnar að
hveijum og einum, æfíngadag-
bækur og áætlun um samæfingar
þær sem halda átti í sumar. í því
bréfi var skýrt tekið fram að kraf-
ist væri 100% mætingar á samæf-
ingar, ella yrði brotlegum vikið úr
hópnum. Þegar kom að fyrstu sam-
æfingunum á skíðum í Kerlingar-
fjöllum kom í ljós að úr fyrsta hópi
mættu ekki eftirtalin: Guðrún H.
Kristjánsdóttir, Wilhelm Þorsteins-
son, Kristin Svanbergsson, Jóhann-
es Baldursson, María Magnúsdóttir
og Sara Halldórsdóttir.
Og úr öðrum æfingahópi; Mar-
grét Ó. Arnardóttir og Sigríður Sig-
urðardóttir.
Við alla þessa skíðamenn var
talað símleiðis rétt fyrir æfingamar
og þau innt eftir ástæðum fyrir því
að taka ekki þátt. Þá var þeim
gerð grein fyrir hveijar afleiðing-
amar yrðu ef þau ekki mættu.
Því má bæta við, að hér var ekki
um eiginlegt landslið íslands á
skíðum að ræða, heldur tvo fjöl-
menna æfingahópa, sem væntan-
legt landslið verður valið úr.
Hóparnir æfa nú samkvæmt
áætlun sem nær fram að áramótum
og innifelur m.a. tvær æfinga- og
keppnisferðir til útlanda. Fram-
haldið í þessu máli ræðst svo eftir
áramót, og byggir þá m.a. á því
hvort einhveijir þesara einstaklinga
hafa þá næga getu og æfíngasókn
og hvort þau gefa kost á sér í lands-
lið.
Eitt er þó ljóst, og á væntanlega
við um fleiri íþróttagreinar en skíði,
að ekki gengur að ætla sér að koma
upp afreksliði með einstaklingum
sem ekki eru tilbúnir að starfa á
þann hátt, sem til þess kjömir aðil-
ar telja bestan. Stjórn SKI harmar
að þessir einstaklingar hafi ekki séð
sér fært að æfa samkvæmt áætlun
SKÍ og vonar að aftur takist það
góða samstarf sem að jafnaði hefur
verið með SKÍ og keppendum í iið-
um á þess vegum.
F.h. stjórnar SKÍ,
Sigurður Einarsson.
KR-ingurinn Þormóður Egilsson á hér í höggi við fyrirliða Fram, Pétur
Ormslev. Þeir mætast á morgun í úrslitaleik bikarkeppninnar.
BIKAR-PUNKTAR
Bikarinn sem keppt verður um er 66 cm. á hæð og húðaður 22. kar-
ata gulli: Verðmæti hans er talið vera um 350 þúsund krónur. Það
var Félag íslenskra gullsmiða sem gaf bikarinn til að hvetja íslenska
knattspyrnumenn til dáða, og vekja athygli á íslenskri gullsmíði.
Dómari úrslitaleiksins á morgun verður ÓIi P. Olsen. Hann er einn
okkar reyndasti milliríkjadómari og er þar að auki Þróttari að upp-
lagi. Hann hefur verið knattspyrnudómari síðan 1964 og milliríkjadómari
undanfarin 10 ár. Á línunni verða Gísli Guðmundsson og Gunnar Ing-
varsson. Þeim til aðstoðar utan vallar verður Egill Már Markússon.
KR hefur oftast allra félaga orðið bikarmeistari, eða 7 sinnum, en
Fram hefur 6 sinnum unnið bikarinn. Framarar hafa keppt 12 sinn-
um um bikarinn en árangurinn er einungis 50%. KR-ingar hafa hins veg-
ar alltaf unnið sína úrslitaleiki, nema árið 1968, þegar B-lið þeirra tapaði
2:1 fyrir ÍBV.
Aðeins einu sinni hefur bikarúrslitaleik lokið með jafntefli eftir fram-
lengingu. Það var árið 1969 þegar ÍBA og ÍA áttust við. Það varð
því að fara fram nýr leikur, eins og reglurnar segja til um, og þá sigraði
IBA 3:2. Er þetta býsna merkileg staðreynd í ljósi þess að keppt hefur
verið um bikarinn í 29 ár.
Ráðist úrslit ekki eftir framiengingu í leiknum á sunnudaginn, verður
háður annar leikur. Ráðist úrslit ekki heldur þar eftir framlengdan
leik, verður vítaspyrnukeppni. Ákveðið hefur verið að sá leikur fari fram
miðvikudaginn 30. september klukkan 18.00, fáist úrslit ekki á morgun.
ÆT
Urslitaleikir í bikarkeppninni hafa endað með ýmsum hætti. Sex sinn-
um hafa lyktir orðið 1:0, en stærsti sigur í úrsiitaleik varð fyrir tveim-
ur árum, þegar Fram vann Víði Garði með fimm mörkum gegn engu.
Lið Fram hefur á að skipa mjög reyndum leikmönnum, sem margir
hafa leikið til úrslita áður og orðið bikarmeistarar. Pétur Ormslev
og Guðmundur Steinsson hafa til dæmis leikið átta sinnum í úrslitaleik
Bikarkeppninnar og fjórum sinnum orðið bikarmeistarar. Ásgeir Elías-
son, þjálfari Fram, hefur einnig orðið ijórfaldur bikarmeistari, og sömu
sögu er að segja um Martein Geirsson, þjálfara Fylkis.
Tveir leikmenn Fram og KR urðu síðast bikarmeistarar með IA. Það
eru þeir Pétur Pétursson og Birkir Kristinsson, sem lögðu þá
Fram að velli í sérlega spennandi úrslitaleik. Lokatölur leiksins urðu 2:1
fyrir IA.
Aðrir bikarmeistarar Fram sem verða í liðinu á morgun eru Kristinn
R. Jónsson, Viðar Þorkelsson og Jón Sveinsson, en þeir unnu til
titilsins árin 1985 og 1987. Þá hafa Ómar Torfason, Kristján Jónsson,
Pétur Arnþórsson, Ragnar Margeirsson, Steinn Guðjónsson, og Arn-
ljótur Davíðsson allir orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera í iiði sigurveg-
aranna í úrslitaleik. Pétur Pétursson, KR, er hins vegar sá eini KR-
inga sem orðið hefur bikarmeistari, en það var árin 1978 og 1986 með ÍA
KR-ingar hafa ekki unnið til titilsins síðan 1968, er liðið sigraði
Víkinga 3:0 á Melavellinum. Þá'tók Ellert B. Schram við bikarnum
í þriðja sinn, én hann varð bikarmeistari með KR árin 1964, 1966 og
1967. Síðast lék Ellert um bikarinn í undanúrslitum gegn Fram árið
1970. Leiknum lauk með 2:1 sigri Fram og síðasta spyrna Ellerts í leikn-
um var vítaspyrna, sem Þorbergur Atlason varði.
Vegna fjölda áskorana var hlutkesti varpað um það hvoru megin í
stúkunni á Laugardalsvellinum stuðningsmenn liðanna skildu vera.
KR-ingar hrepptu syðri endann, en Framarar þann nyrðri. Er það trú
félaganna að þetta fyrirkomulag auki stemninguna á vellinum til muna.