Morgunblaðið - 06.09.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.09.1989, Qupperneq 1
48 SIÐUR B 201. tbl. 77.árg. MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Ukraínska verður gerð að ríkismáli Ótti við valdbeitingu í Eystrasaltsríkjum Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR kommúnistaflokksins í Úkraínu hafa ákveðið að gefa eftir frammi fyrir þjóðernisvakningunni í landinu og ætla að leggja til, að úkraínskan verði opinbert mál í ríkinu. Síðar í vikunni hefur verið boðað til stoftifiindar úkraínskrar þjóðfylkingar og á hún að verða með líku sniði og sams konar hreyfingar í Eystrasaltslöndun- um. Formaður litháíska kommúnistaflokksins sagði í gær, að Moskvu- stjórnin hefði enga ástæðu til að beita valdi í Eystrasaltslöndunum. Kvaðst hann þó ekki vilja útiloka, að það gæti gerst. TASS-fréttastofan sovéska sagði í gær, að á úkraínska þinginu yrði lagt fram frumvarp, sem á að „ráða bót á því ástandi, að þjóðtungan skuli einskis virt og æ sjaldnar notuð opinberlega". Um leið verður reynt að tryggja rétt rússneska minnihlut- ans en hann er um 30% íbúanna, sem eru 50 milljónir alls. Irak: Fórust 700 í sprengingu? London. Reuter. SAMKVÆMT frétt sem birt er í breska dagblaðinu Independent í dag varð geysileg sprenging 17. ágúst sl. í hernaðarmannvirki nærri Bagdad, höfuðborg íraks, með þeim afleiðingum að 700 manns létu lífið. Blaðið hefur eftir embættis- mönnum bandarísku utanríkis- þjónustunnar að írakar hafi talað um „meiriháttar slys“ um miðjan ágúst sem kostað hafi mörg hundruð manns lífið. Eft- ir öðrum heimildum er haft að sprenging hafi orðið í eld- flaugaverksmiðju í 64 km fjar- lægð frá Bagdad og hafi hávað- inn heyrst í höfuðborginni. Að sögn blaðsins tók viku að slökkva eldinn í verksmiðjunni. Algirdas Brazauskas, formaður kommúnistaflokksins í Litháen, kvaðst í gær vona, að stjórnvöld í Moskvu létu ógert að beita valdi í Eystrasaltsríkjunum enda væri þar allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir kröfur þjóðanna um aukið sjálfræði. Sagði hann þó, að allt gæti gerst ef Sajudis, þjóðfylkingin í Litháen, og samtök rússneskumælandi manna gættu ekki hófs. Harðlínumenn í Moskvu hafa að undanförnu hvatt til aðgerða gegn ólgunni í Eystrasaltsríkjunum og far- ið hörðum orðum um „sefasýkina", sem væri að sundra Sovétríkjunum. Við viljum burtl Keuter Vestur-þýsk yfirvöld sögðu firá því í gær að 77.000 Austur-Þjóðverjar hefðu flust til Vestur- Þýskalands á þessu ári. Fjölmiðlar segja að þar af hafi 21.000 komið vesturyfir í ágústmánuði. Ekkert lát er á straumnum og til mótmæla kom í borginni Leipzig í Austur-Þýskalandi í fyrra- kvöld. Hundruð borgarbúa kröfðust þess að fá að flytja úr landi og hrópuðu: „Við viljum burt!“ Lögregla leysti upp mótmælin og handtók nokk- urn fjölda manna. Bush Bandaríkjaforseti kynnir stefiiu ríkisstjórnar sinnar í fíkniefiiamálum: Bj örgnm þjóðinni úr kviksyndi eiturlyflanna Kókaínsmygl til Bandaríkjanna snarminnkar vegna ástandsins í Kólumbíu Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti flutti i gærkvöldi stefhu- markandi ræðu í baráttu stjórn- valda við eiturlyíjavandann. „Við þurfum að taka höndum saman og bjarga þjóðinni úr Kosiðí S-Afríku Miklar mótmæla- aðgerðir hafa ver- ið í Suður-Afríku undanfarið vegna þingkosninga í landinu í dag því blökkumenn hafa ekki atkvæðisrétt. Því er spáð að Þjóðarflokkurinn, sem farið heftir með völd i áratugi, tapi fylgi. Hér sést þegar verið er að ganga frá auglýs- ingaskilti með fyr- irsögn útbreidd- asta kvöldblaðsins í Jóhannesarborg: „Mikið fylgistap blasir við Þjóðar- fiokknum.“ Keuter kviksyndi eiturlyfjanna," sagði forsetinn við fréttamenn áður en hann setti ríkisstjórnarfúnd. Þar lagði Bush fram stefnu sína, sem hefúr verið í smíöum undan- farnar vikur, áður en hún var kynnt bandarísku þjóðinni í sjónvarpsræðu forsetans. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC sagði frá því í gærkvöldi að eiturlyfjastríðið í Kólumbíu hefði haft þau áhrif að smygl á kókaíni til Bandaríkjanna hefði stórminnkað. Af þessum sökum hefði verð á kókaíni tvöfaldast undanfarna daga. Bush flutti sjónvarpsræðu sína úr skrifstofu sinni í Hvíta húsinu og hófst hún klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Bush hefur aldrei áður ávarpað bandarísku þjóðina frá skrifstofu sinni og þyk- ir það m.a. sýna hversu baráttan við útbreiðslu fíkniefna í Banda- ríkjunum skipar stóran sess í stefnu forsetans. Skoðanakannanir sýna að almenningur lítur á eitur- lyfjaneyslu sem stærstu vá. sem steðjar að bandarísku þjóðfélagi og væntir brýnna ráðstafana af hálfu yfirvalda. Samkvæmt heimildarmönnum ifeuters-fréttastofunnar felst í hinni nýju stefnu bandarískra stjórnvalda að varið verður 7,8 milljörðum dala (480 milljörðum ísl. króna) á næsta ijárlagaári til baráttunnar við eiturlyfin. Er það einum milljarði dala meira en áformað hafði verið. Höfðað verður til opinberra starfsmanna á öllum stjórnstigum að hefta útbreiðslu eiturlyfja, refsingar við fíkniefna- neyslu verða hertar, fangelsisrými verður aukið, 740 milljónum dala verður varið til meðferðar eitur- lyíjaneytenda og 390 milljónum dala til forvarnarstarfs. Sam- kvæmt sömu heimildum mun Bush fara fram á að þingið veiti 300 milljónir dala til baráttunnar gegn eiturlyfjakóngum í Kólumbíu, Bólivíu og Perú en þaðan koma meira en 80% af þvi kókaíni sem árlega er smyglað til Banda- rikjanna. Sjá fréttir af eiturlyflastríðinu í Vesturheimi á bls. 20-21. Undirréttardómur í Danmörku: Yfirbókanir flug- félaga ólöglegar Kaupmannahöfii. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DÓMUR féll fyrir bæjarþingi Álaborgar á þriðjudag á þá leið að flugfé- lögum væri ekki heimilt að selja fleiri farmiða en næmi sætafjölda hverrar flugvélar. Rétturinn kvað yfirbókanir ólöglegar og jaftigilda broti á samningi milli seljanda og kaunanda. Málarekstur þennan hóf farþegi, sem pantað hafði flugfar hjá SAS- Danair milli Álaborgar og Kaup- mannahafnar. Hann komst ekki með umræddu flugi vegna þess að yfirbókað hafði verið í vélina og tók leiguvél í staðinn, af því að hann varð að komast á fund á tilteknum tíma. Síðan sendi maðurinn SAS reikninginn, sem hljóðaði upp á 5.390 danskar krónur (um 43.000 ísl. kr.). Rétturinn dæmdi SAS til að borga reikninginn, auk 3.000 dkr. málskostnaðar. SÁS-flugfélag- ið hyggst áfrýja dómnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.