Morgunblaðið - 06.09.1989, Qupperneq 2
MÓRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR G. SEPTEMBER 1989
Miðstjórn ASÍ:
Hækkunum búvöru
harðlega mótmælt
Á FUNDI miðsljórnar Alþýðusambands íslands í gær var sam-
þykkt ályktun þar sem þeim hækkunum, sem urðu á búvöru um
síðastliðin mánaðamót, er harðlega mótmælt og bent á að þær séu
í andstöðu við kjarasamninga samtakanna frá 1. maí í vor.
Síðan segir: „í annað skipti á og frekari verðhækkanir á nauð-
þeim fjórum mánuðum sem liðnir
eru frá samningsgerð þarf launa-
fólk að horfast í augu við verulegar
hækkanir á búvöru, langt umfram
launahækkanir. Jafnframt hefur
smásöluálagning á mjólkurvörum
hækkað sérstaklega á þessum tíma.
Með þessum hækkunum er launa-
fólki gert ókleift að kaupa þessar
vörur.“
Þá er þess krafist að verðhækk-
anirnar verði þegar dregnar til baka
synjavörum stöðvaðar. Ennfremur
krefst miðstjómin þess að ríkis-
stjómin standi við yfirlýsingar sínar
frá því í vor. Fram kemur að mið-
stjómin bíður svara ríkisstjómar-
innar við bréfi samtakanna til for-
sætisráðherra frá 30. ágúst og jafn-
framt er þess getið að miðstjómin
muni leggja á ráðin með hvaða
hætti bmgðist skuli við verði svörin
neikvæð.
Gjaldþrot Sigló hf:
Lýstar kröfiir nema
400 milljómim króna
SKIPTAFUNDUR í þrotabúi Sigló hf. á Siglufirði verður haldinn
nú á fostudag. Kröfúm hefúr verið lýst í búið fyrir tæpar 400
milljónir króna. Óvíst er um verðmæti eigna félagsins, húsnæðis
og véla, að sögn Erlings Óskarssonar, bæjarfógeta á Siglufirði,
en bókfært verð þeirra var nefiit 80-90 miiyónir króna við gjald-
þrot, þann 6. apríl síðastliðinn.
Rekstur verksmiðju félagsins er
leigður fyrirtækinu Siglunesi hf. til
1. október næstkomandi. Skipta-
fundurinn mun taka afstöðu til
lýstra krafna og ráðstöfunar eigna
búsins, en bæjarfógeta var ekki
kunnugt um að kauptilboð hefðu
borist í þær.
Almennar kröfur nema um 194
milljónum króna, kröfur utan
skuldaraðar, vegna fasteigna-
gjalda, veðbréfa, tryggingarbréfa
og þinglýstra fjámáma, um 173
milljónum króna og forgangskröfur,
vegna launatengdra gjalda svo sem
lífeyrissjóðs- og orlofsgreiðslna,
tæplega 31 milljón króna. Að sögn
bæjarfógeta er stærsta krafan veð-
krafa ríkissjóðs, fyrri eiganda fyrir-
tækisins, en hún nemur um 78 millj-
ónum króna.
Bæjarsjóður Siglufjarðar á
ógreidd fasteigna- og aðstöðugjöld
fyrir um 8 milljónir og veitustofnan-
ir bæjarins hafa lýst kröfum að
upphæð 1 milljón króna. Þá em
Byggðastofnun og Iðnþróunarsjóð-
ur meðal veðhafa og meðal banka-
stofnana á kröfuskrá em Útvegs-
bankinn og sparisjóður staðarins.
Ríkisstjórnin:
Morgunblaðið/Þorkell
Einn fálka vantar nú á húsmæninn. Á innfelldu myndinni má sjá
einn þeirra, sem eftir eru.
Dularfullt fuglshvarf:
Hvar er fálkinn?
EINN af fjórum útskornum fálkum, sem í áttatíu og tvö ár
hafa prýtt mæni Fálkahússins við Hafiiarstræti í Reykjavík, er
horfinn. Allt útlit er fyrir að einhver hafi prílað upp á húsmæn-
inn og haft fúglinn á brott með sér.
Eigendum hússins var ókunn- fóta sig á því. Hannes óskaði eft-
ugt um fuglshvarfið er Morgun- ir því að þeir, sem kynnu að vita
blaðið hafði samband við þá og um afdrif fálkans, létu sig vita.
lögreglan hafði heldur engar
spumir haft af örlögum fuglsins.
Hannes O. Johnson, einn af eig-
endunum, sagði að sér þætti það
ótrúleg bíræfni að brölta upp á
þakið til þess að stela fuglinum.
Þakið er snarbratt og erfitt að
Fálkamir á mæni Hafnarstræt-
is 1-3 minna á uppmna hússins,
en á lóð þess var árið 1762 reist
hús, sem gekk undir nafninu
Fálkahúsið. Þar vom um nokk-
urra ára skeið geymdir fálkar,
sem handsamaðir vom og færðir
Danakonungi, sem notaði þá til
veiða. Húsið var flutt til bæjarins
frá Bessastöðum, þar sem það
hafði þjónað sama hlutverki frá
1750.
Fálkamir og víkingaskipið á
húsmæninum em frá árinu 1907,
en þá var húsið umbyggt og hefur
lítið breytzt síðan. Ekkert er þó
líklega eftir af viðum gamla
Fálkahússins. Sigurður Olafsson
frá Butm í Fljótshlíð skar út týnda
fálkann og bræður hans.
Hlutaíj ár sj ó ður aðstoði við
skipakaup Patreksfírðinga
Veitt verði 200 milljónum til sjóðsins á tveimur árum
Trésmiðir
samþykktu
Á FUNDI Trésmíðafélags
Reykjavíkur í gærkvöldi var
samþykkt að ganga að ný-
gerðum kjarasamningi félags-
ins við viðsenyendur.
Samningurinn var samþykkt-
ur með þorra greiddra atkvæða.
Um 70 manns sátu fundinn.
HALLDÓR Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra hefiir gert það að
tillögu sinni í ríkisstjórninni að ríkissjóður veiti Hlutayársjóði
Qárframlag sem notað verði til aðstoðar Patreksfirðingum. Hall-
dór vill að 100 milljónum króna verði varið til þessa verkefiiis í
ár og öðrum 100 milljónum króna á næsta ári. Ætlunin er að
Patreksfirðingar noti fé þetta til að kaupa skip í stað togskip-
anna Sigureyjar og Þryms, sem þaðan voru seld á nauðungarupp-
boði í síðustu viku. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
segir það vera í höndum Fiskveiðasjóðs að koma rekstri frystihúss-
ins á Patreksfirði aíitur af stað. Þessi mál voru rædd á fimdi ríkis-
stjóniarinnar í gærmorgun.
frystihúsinu á Patreksfirði í rekstur
á ný. „Frystihúsið er nú ekki komið
á uppboð ennþá og Fiskveiðasjóður
kemur að öllum líkindum til með
að eignast það og það verður nú
ekki flutt í burtu sem betur fer.
Ætli sé ekki rétt að leyfa Fiskveiða-
sjóði að velta því fyrir sér hvernig
á að koma því í rekstur. Það er
hans vandi, hann afþakkaði að taka
þátt í lausn málsins hér áður fyrr,“
sagði Steingrímur Hermannsson.
„Fyrir fundinum lá greinargerð
frá Byggðastofnun, bæði úttekt á
málinu og farið yfir leiðir,“ sagði
forsætisráðherra eftir ríkisstjórnar-
Fiskvinnslan Norðursíld:
Búsljóri skipaður
BÆJARFÓGETINN á Seyðisfirði úrskurðaði í gær Fiskvinnsluna
Norðursíld hf. gjaldþrota og skipaði bústjóra í þrotabúi fyrirtækis-
ins. Atvinnumálanefnd SeyðisQarðar fúndaði um málið í gær og sendi
frá sér ályktun, þar sem segir meðal annars, að einskis megi láta
ófreistað til að starfsemi í þessari undirstöðuatvinnugrein komist
hið fyrsta í fúllan gang að nýju.
Bæjarfógetinn, Lárus Bjamason,
úrskurðaði fyrirtækið gjaldþrota í
gærmorgun og tók eignir þess til
skiptameðferðar. Enn fremur fól
hann Áma Halldórssyni, lögfræðingi
á Egilsstöðum, stjóm þrotabúsins.
Forráðamenn fyrirtækisins óskuðu
eftir gjaldþrotaskiptum fyrr í vik-
unni, en áhvílandi kröfur að frá-
dregnum veltufjármunum eru taldar
nema rúmum 300 milljónum króna.
Fiskvinnslan Norðursíld er eina
frystihúsið á Seyðisfirði.
Atvinnumálanefnd Seyðisfjarðar
fundaði í gær og í ályktun hennar
segir meðal annars, að um sé að
ræða mikið áfall fyrir bæjarfélagið,
þar sem á annað hundrað manns
hafi misst atvinnu sína.
fundinn. „Þær fela allar í sér að
stuðlað verði að því að þeir geti
stofnað fyrirtæki til að kaupa skip.
Það var samþykkt að óska eftir því
við Hlutafjársjóð, sem lögum sam-
kvæmt hefur það verkefni að taka
þátt í stofnun svona fyrirtækja, að
hann yrði aðili að fyrirtækinu og
yrði útvegað fjármagn í því skyni.“
Steingrímur var spurður hvort
ákvörðun hafi verið tekin um að
Patreksfirðingar legðu fram ákveð-
inn hluta kaupverðsins. Hann sagði
svo ekki vera, aftur á móti hefði
Hlutafjársjóður reglum að hlíta í
þeim efnum. „Hann getur ekki
gerst meirihlutaaðili og ég geri ráð
fyrir að það sama gildi áfram.“
Fram hefur komið í fréttum
Morgunblaðsins að hlutafélagið
Stapar, sem heimamenn stofnuðu á
Patreksfirði til að kaupa Sigurey
og Þrym, ráði yfir hlutafjárloforð-
um upp á 85 milljónir króna. Félag-
ið er nú að leita að heppilegum
skipum til að kaupa og gera út frá
Patreksfirði.
Forsætisráðherra sagði að ekki
hafi komið til tals að ríkisstjómin
hefði afskipti af því að koma hrað-
Hjólastólaferðin:
95 kílómetrar að baki
FÉLAGARNIR í Sjálfsbjörg sem nú ferðast á hjólastólum frá Akur-
eyri til Reykjavíkur gistu í Staðarskála og Sæborg í nótt. Höfðu
þeir þá lagt að baki 95 km.
Jóhann Pétur Sveinsson formaður
Sjálfsbjargar sagði í gærkvöldi að
ferð þeirra í gærdag hefði gengið
að óskum. Sjálfsbjörg bárust gjafir
í gærdag. Nokkrir hreppar í Austur-
Húnavatnssýslu gáfu 60.000 krónur.
Áhöfnin á togaranum Örvari frá
Skagaströnd gaf 35.000 krónur og
áhöfnin á rækjubátnum Þorleifi EA
sendi 10.000 krónur svo dæmi séu
tekin.
Hjartaþeginn kemur heim í dag:
Ég er í sjöunda himni
- segir Helgi Einar Harðarson
HELGI Einar Harðarson, sem í vor gekfcst undir hjartaígræðslu í
Lundúnum, kemur heim til íslands í dag. í samtali við Morgunblaðið
i gær sagðist Helgi varla geta beðið eftir því að komast heim. „Ég
er alveg í sjöunda himni,“ sagði hann.
Helgisagðistveraorðinnvelhress, og kunningja, en síðan fer hann- á
gæti gengið allt sem hann þyrfti og
væri laus við hjólastólinn. „Eg finn
það sjálfur hvað mér líður mikið bet-
ur,“ sagði hann.
Eftir heimkomuna fer Helgi fyrst
til Grindavíkur og lítur framan í vini
Landspítalann í skoðun.
Velunnarar Helga Einars og fjöl-
skyldu hans hafa stofnað gíróreikn-
ing nr. 1.000 í Sparisjóði Grindavík-
ur, þeim til styrktar.