Morgunblaðið - 06.09.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.09.1989, Qupperneq 7
7 MORGUNBLAÐIÐ MIBVIKUDAGUK -6. SEpjTÆMffiff ,1989 » siandby moðe rœmo cancsl verö kr. 39.885 Veriö orugg með tvær stöövar - TREYSTIÐ PHILIPS, Nokkrir bátar komnir yfir kvóta o g sviptir veiðileyfi r o c l L * * J Viö höfum fengið nýja sendingu af hágæðamyndbandstækjunum frá PHILIPS sem slógu svo eftirminnilega í gegn í vetur. - Enn bjóöum viö þessi einstaklega goðu tæki á frábæru veröi vegna hagstæðra samninga. • Sextán stöova geymslurými • 20 mínútna öryggisminni • Ótal fleiri möguleikar sem aöeins Philips kann tökin á • Verðið kemur þér á óvart. HQ kerfi tryggir fullkomin myndgæði Mjög góð kyrrmynd Haegur hraði Leitarhnappur FUIIkomin sjálfvirkni í gangsetningu, endurspólun og útkasti snældu Sjálfvirk endurstilling á teljara Fjarstýring á upptökuminni 365 daga upptökuminni Upptökuskráning í minni samtimis fyrir 8 dagskrárliði ár á óvart. ÍÍ Heimilistæki hf Kringlunni SÍMI: 69 15 20 Sætum 8 SÍMI: 69 15 00 (/cd C samuf^utw m ho FJÓRIR eða fimm bátar hafa verið sviptir veiðileyfi, þar sem þeir eru komnir fram yfir þann aflakvóta sem þeir mega veiða. Tveir þeirra voru sviptir leyfi um mánaðamót júní og júlí og einn í ágúst- byijun, að sögn Björns Jónssonar veiðieftirlitsmanns. Björn sagði að nú væri meiri eftirspurn eftir aflakvóta en í fyrra, þar sem kvótinn hefði minnkað. Framboðið væri hins vegar lítið. „Það er farið að þrengjast mjög um og einhveijir verða að binda skipin við bryggju í haust vegna kvótaleysis." Björn sagði að menn ætluðu sér og öfugt.“ Björn sagði að ekki oftast að veiða sjálfir kvóta sinn. „Þó er ef til vill alveg eins gott fyrir báta, sem selja afla sinn fyr- ir 30 til 35 krónur kílóið úti á landi, að selja kvótann fyrir 20 krónur kílóið,“ sagði Björn. Hann sagði að mönnum væri send aðvörun ef þeir væru búnir með kvótann og ef þeir gerðu ekk- ert í málinu væru þeir sviptir leyfi. „Menn eiga að skila skýrslum eigi síðar en 12 dögum eftir hver mán- aðamót og skipin geta því veitt í 40 daga án þess að við vitum að þau séu komin fram yfir kvóta.“ Björn sagði að margar útgerðir hefðu víxlað tegundum á milli skipa í þeirra eigu. „Menn eru einnig smávegis í því að skipta á tegundum á milli byggðarlaga, fá til dæmis rækju í staðinn fyrir fisk Lögreglan leitar vitna LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af þeim, sem kynnu að hafa séð árekstur á mótum Grensásvegar og Fells- múla fimmtudaginn 31. ágúst um klukkan 14.30. Á gatnamótunum rákust saman amerískur fólksbíll og Lada-jeppi.. Vitni eru beðin um að gefa sig fram við slysarannsóknadéild lögregl- unnar í Reykjavik. Lögreglan hefur sérstaklega áhuga á að ræða við ökumann sendibíls, sem er talinn hafa séð tildrög árekstrarins. væri fluttur kvóti frá einu byggð- arlagi til annars nema fyrir lægi samþykki viðkomandi sveitarfé- lags og sjómannafélags. „Sum sveitarfélög samþykkja ekki sölu á kvóta frá þeirra byggðarlagi. Ef menn eru hins vegar að skipta á jafn verðmætum tegundum er það að sjálfsögðu hagkvæmt fyrir báða aðila.“ Björn sagði að í fyrra hefðu menn þurft að greiða 30 króna upptökugjald fyrir hvert kíló sem þeir fóru fram yfir kvótann. „Það er ekki búið að ákveða upptöku- gjaldið fyrir þetta ár. Ég get hins ■ vegar ímyndað mér að það verði nokkuð hátt, þar sem verð á kvóta er nú í kringum 20 krónur fyrir kílóið. Það getur einnig hækkað þegar líða fer á haustíð, því þá fara menn á línu og helmingur aflans er undanþeginn kvóta.“ Morgnnblaðið/Júlíus Tvöfaltgler í Alþingishúsið Þessa dagana er verið að skipta um gler í fjórum gluggum á annarri hæð Alþingishússins og hafa verið reistir vinnupallar til að auðvelda mönnum verkið. Atvinnuástand í fiskvinnsl- unni breytilegt eftir stöðum ATVINNUÁSTAND í frystihúsum úti á landi er nánast jafti mismun- andi og staðirnir eru margir. Þetta kemur fram í viðtölum við verk- stjóra og forstjóra frystihúsanna. Fáir Islendingar starfa sem farand- verkamenn og því er tekið á móti erlendu starfsfólki til vinnu. Soffanías Cecilsson á Grundarfirði verið með í kringum 30 erlenda sagði að offramboð væri af fólki, en jafnvægi kæmist á þegar skóla- fólkið hætti. Hann sagði að eftir tvo róðra væru þeir búnir með kvótann, síðan væri hörpudiskurinn, sem tæki 154 mánuð og svo væri algjört stopp. „Þetta er mjög erfitt dæmi, því hluti fólksins verður eftir á kaupi.“ Eiríkur Finnur Greipsson hjá Hjálmi á Flateyri sagði að þá skorti fólk, en að þeir ættu von á 8 starfs- mönnum frá hinum Norðurlöndun- um. Engan aukakostnað þyrfti að greiða fyrir útlendingana, hvojki far né annað. Hann sagðist taka íslend- inga fram yfir útlendinga. „Við ráð- um ekki búsetu fólks og vandamálið hefur kannski verið það, að fólk vill ekki búa úti á landi. Við höfum oft starfsmenn, þ.e. helming starfs- fólksins í frystingunni. Nógur fiskur hefur verið og verður áfrarn." Að- spurður um hvort þeir hefðu nægan kvóta, sagði Eiríkur, að það væri ekki til neinn „nægur kvóti". Þeir væru hins vegar búnir að kaupa línu- bát og teldu sig búna að tryggja sér afla. Reynt yrði að ná endum saman út árið. Benedikt Jóhannsson hjá Hrað- frystihúsi Eskifjárðar hf. sagði að ástandið væri þokkalegt. Skóla- krakkar væru að vísu að hætta og þegar síldin hæfist í byijun október mundi sjálfsagt vanta fólk. Hann sagðist hafa trú á því að þeir myndu ná að.halda út árið, a.m.k. langt fram í desember. Vonir bundnar síldinni Lokað var í ágúst hjá Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum og hefur aðeins einn togari af þremur landað afla síðan þeir hófu starfsemi aftur. Sig- urgeir Siguijónsson verkstjóri sagði að þeir hefðu nóg fólk meðan hrá- efni væri ekki meira. Þeir ættu ekki orðið mikið eftir af þorskkvóta, þeir væru á sóknarmarki. „Bátar frá okkur fara á síld þegar þar að kem- ur og ég reikna með einhveiju magni til vinnslu. Mér heyrist að ekki muni verða bjart framundan í frysting- unni, það gæti hins vegar breyst. Við erum að vonast til að geta hald- ið þessu gangandi út árið, en okkur skortir ekki fólk í bili.“ Gylfi Guðmundsson hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni á Akranesi sagði að þeir hefðu nóg af starfs- fólki og nóg að gera, það væri bara spurning hvað kvótinn entist. „Ann- að skipið er á aflamarki og er að verða búið, en hitt er á sóknarmarki og á eftir þó nokkurn þorskkvóta. Það ætti að sleppa út árið, en það verður ekki meira en svo.“ Dagbjartur Einarsson forstjóri Fiskaness hf. í Grindavík sagði að frystihúsið hefði verið lokað frá 1. ágúst vegna fyrirsjáanlegs afla- skorts og yrði líklega lokað áfram. Kvótinn væri mikið til búinn, þeir væru með einn bát á línu, sem seldi á mörkuðum. Söltun væri í gangi að nafninu til, 6-8 manns ynnu þar. Hann sagðist vonast til að eitthvað yrði í kringum sfldina. „Grindavík er sá kaupstaður á Islandi sem háð- astur er fiski. Hér eru flest dagsverk í fiski miðað við íjölda. Fólk þarf að sækja þjónustu annað, þannig að við erum algjörlega háðir fiskinum, en bátum fækkar alltaf hér og þar með fer kvótinn." PHILIPS VR-6448 MYNDBANDSTÆKIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.