Morgunblaðið - 06.09.1989, Qupperneq 14
MORGÍJNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989
Kvótinn I:
Sósíalismi andskotans
eftir Þorvald Garðar
Kristjánsson
Nú hafa fiskifræðingar gert til-
lögur um veiði næsta árs. Þar er
um mikinn samdrátt að ræða frá
því sem verið hefir. Menn geta haft
mismunandi skoðanir um eða deilt
um að hve miklu leyti stjórnvöld
eigi að fara eftir þessum tillögum.
En engum blandast hugur um nauð-
syn fiskveiðistjórnunar. Hins vegar
eru menn á öndverðum meiði um
þá aðferð, sem beri að hafa við
stjóm fiskveiða. Af því sprettur
umræðan um kvótakerfið.
Öll stjómun atvinnulífsins getur
verið annað hvort einstaklings-
bundin eða almenns eðlis. Það
skiptir sköpum hver stjómunarað-
ferðin er viðhöfð. Með einstaklings-
bundnum stjómaraðferðum er
hveijum einstaklingi gefin bein fyr-
irmæli um athafnir sínar, um hvað
hann megi gera og hvað mikið að-
hafst. En stjómun almenns eðlis
er fólgin í reglum þar sem einstakl-
ingnum er heimilað að athafna sig
eins og hann hefir vilja og getu til
innan ramma þeirra stjómvalds-
fyrirmæla, sem sett em á hveijum
tíma. Hér skilur á milli frelsis og
ófrelsiS; valddreifingar og miðstýr-
ingar. Önnur leiðin er dragbítur á
efnahagslegar framfarir, hin stuðl-
ar að hagsæld og velmegun.
Með kvótakerfinu em veiðiheim-
ildir bundnar við einstök skip og
því takmörk sett hvað hvert skip
má veiða mikið. Þannig er kvóta-
kerfið einstaklingsbundin stjómun
fiskveiða með þeim göllum og ann-
mörkum sem slíkri skipan fylgir.
Kvótakerfið leggur fjötra á fmm-
kvæði og dugnað einstaklingsins í
undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar
svo að fyrirmunað er að ná há-
marksafrakstri við nýtingu físki-
stofnanna.
í umræðunni um kvótakerfið er
fýrst að spyija hvers vegna slík
skipan skuli viðhöfð. Hvers vegna
,er beitt stjórnunaraðferð sem veikir
rekstrargmndvöll útgerðarinnar og
rýrir þjóðartekjumar? Kann að vera
að þrátt fyrir þessa alvarlegu galla
kunni kvótakerfið að duga til að
halda veiðinni innan ákveðinna
marka og stuðla að samdrætti í
skipastólnum? Ekki orkar tvímælis
nauðsyn þess að hindra ofnýtingu
fískistofnanna. Það gefur augaleið
að undirrót vandans er of mikil
sóknargeta fískiskipastólsins. Til
mikils skal mikið vinna. En dugar
kvótakerfíð sem aðferð til stjómun-
ar fískveiðum? Reynslan segir sína
sögu.
Það kemur í ljós að á kvótatíma-
bilinu hefír stjómunaraðferðin ekki
dugað til að fylgt væri þeim
veiðitakmörkunum sem stjómvöld
höfðu ákveðið. Á ámnum 1984 til
1988 fór veiði þorsks árlega 54-73
þús. smálestir fram úr því sem
stjómvöld höfðu ákveðið. Þetta seg-
ir að veiðin hafi þessi ár farið 17,5%
til 29,2% fram yfír það sem ákveð-
ið hafði verið. Hér er um að ræða
fimm ár sem kvótakerfinu hefír
verið beitt.
Á sama tíma hefír fiskiskipum
samtals fjölgað um 122 skip og
smálestatala þeirra jókst um 1725.
Þannig hefur fískiskipastóllinn auk-
ist frá því kvótakerfíð kom til og
afkastageta hans langt fram úr því
sem aukning smálestatölu bendir
til. Það hefír komið í ljós að í kvóta-
kerfínu er innbyggður hvati til að
halda á fioti hveiju fleyi, því að
hvert haffært skip á sinn útdeilda
skammt af afla hversu óhagkvæm-
ur sem rekstur þess kann að vera
og ekki er svo hrörlegt skip að
ekki gagnist til að hljóta úthlutun
á veiðiheimild sem hagnýta má sem
söluvöru ef ekki vill betur til.
Þetta hefír leitt til þeirrar öfug-
þróunar að fískiskipastóllinn hefír
stöðugt orðið vannýttari. Augljóst
er að þetta ástand er óþolandi fyrir
rekstur útgerðarinnar. Og þjóð-
hagslega er ástandið óviðunandi
þegar svo er komið að framleiðslu-
tæki sem ijárfest hefír verið í má
ekki nota þriðjung úr ári eins og
nú er orðin staðreynd.
Þessar upplýsingar segja sína
sögu svo að ekki verður um villst.
Kvótakerfið hefír sýnt sig í algjöru
haldleysi sem aðferð til fiskveiði-
stjómunar. Það er ekki til þess fall-
ið að koma í veg fyrir ofnýtingu
fiskistofnanna hvort heldur er með
því að minnka sóknargetuna með
fækkun skipa eða veiðitakmörkun-
um á hvert skip. Það orkar ekki
tvímælis að kvótakerfíð þjónar ekki
þeim tilgangi sem því er ætlaður.
Heldur þvert á móti.
Það hefði mátt ætla að menn
gætu verið sammála um þetta ef
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
„Það er þessi skipan
sem helst má jafha við
það fyrirbæri sem svo
meistaralega hefir ver-
ið kallað á kjarnyrtri
íslensku sósíalismi and-
skotans. Og kvótakerfið
okkar sver sig í ættina.“
allir vildu viðurkenna staðreyndir
og draga ályktanir af. En því er
ekki að heilsa svo furðulegt sem
það má héita. Hver er skýringin?
Af þeim óttalega leyndardómi mót-
ast umræðan í dag um kvótakerfið.
Formælendur kvótakerfísins eru
trúfastir við þessa aðferð til stjóm-
unar fískveiða. Þeir trúa á lögmálið
og því verði ekki breytt fremur en
gangi himintunglanna. Og það
skulu vera lög að kvótakerfið standi
áfram. Þeir tala að vísu um breyt-
ingu á framkvæmd kerfísins, en
kerfið sjálft á að vera til frambúð-
ar, veiðitakmarkanir á hvert skip.
Það má ekki hverfa frá einstaíd-
ingsbundinni stjómunaraðferð til
almennra stjómunarreglna. Það ber
að hafa í heiðri miðstýringuna í
stað valddreifingar. Og það er sama
á hveiju gengur, við þetta skal
sitja. Mér er sama um þjóðarhag
var eitt sinn sagt.
Það er sama gamla sagan. Ríkis-
forsjármenn allra tíma hafa alltaf
sagt að allt fari til fjandans, ef slak-
að er á ríkisklónni. Einstaklingamir
kunni ekki fótum sínum forráð,
ríkisvaldið verði að koma til. Þetta
em þeirra ær og kýr. Trúfestan er
svo mikil að það má ekki taka ann-
að í mál.
Slíkri ríkisforsjá í atvinnurekstri
verður að sjálfsögðu best við komið
þar sem eignarrétturinn er ekki
virtur og framleiðslutækni þjóðnýtt.
Þannig er þessu fyrir komið í ríkjum
sósíalismans. En ríkisforsjá í efna-
hagsmálum má koma á þó ekki sé
búið við sósíalíska stjómskipan, svo
sem dæmin sanna. Svo mikil getur
ríkisforsjáin verið að virtir fræði-
menn í hópi andstæðinga sósíalisma
telji jafnvel álitamál hvor kosturinn
sé þá lakari að framleiðslutækin séu
ríkiseign eða einkaeign.
Víst er um það að svo gagnger
getur ríkisforsjáin verið að einka-
rekstrinum sé fyrirmunað að byggja
upp traustan rekstrargrundvöll.
Em þá fyrirtækin ósjálfbjarga ef
eitthvað bjátar á og það eitt til
hjálpar að leita forsjár ríkisins um
aðstoð. Það er þessi skipan sem
helst má jafna við það fyrirbæri sem
svo meistaralega hefír verið kallað
á kjamyrtri íslensku sósíalismi and-
skotans. Og kvótakerfið okkar sver
sig í ættina.
En þó að trúin á ríkisforsjá og
miðstýringu geti verið mögnuð er
ekkert undir sólinni óumbreytan-
legt. Jafnvel í Póllandi og öðmm
Austur-Evrópuríkjum er um þessar
mundir að fínna viðbrögð frá ófrelsi
til frelsis. En samt sem áður er
ekki að fínna bilbug á áköfustu
kvótamönnunum hér á landi. Þeir
sitja við sinn keip. Þeir eygja enga
von því að þeir segja að enga aðra
aðferð við stjórnun fiskveiða sé að
finna en kvótakerfið og ekki hafi
verið bent á aðra Ieið. Hvort tveggja
er rangt og skal þeirri fullyrðingu
gerð skil í öðmm pistli.
Höfundur er annar af
alþingismönnum SjálfstæðisOokks
fyrir Vcstíjarðakjördæmi.
Námstefna í skyndihjálp;
Kynning á björgunarbúnaði
Björgunarskóli Landssambands hjálparsveita skáta heldur nám-
stefnu fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp dagana 9.-Í0. september.
Á þessari námstefnu bér hæst . velli og kynna sér störf hennar.
kynningu á SORA, sem er staðlaður
búnaður norsku almannavamanna
og Almannavarnir ríkisins hafa við-
urkennt hérlendis til nota í neyðar-
tilfellum. Þá munu þátttakendur í
námstefnunni heimsækja björgunar-
sveit varnarliðsins á Keflavíkurflug-
Námstefnan er að þessu sinni
haldin í Njarðvík og er stjómandi
hennar María Haraldsdóttir, yfir-
kennari skyndihjálpar- og almanna-
vamarsviðs björgunarskólans. Þátt-
töku ber að tilkynna á skrifstofu
Landssambands hjálparsveita skáta.
Rófur og grænkál
Nokkrar vikur eru síðan ég sá fyrst í sumar íslenskar rófur I búð í Reykjavík. Ég keypti
eina meðalstóra rófu, en ég keypti um leið 6 epli, og þessi eina rófa var dýrari en eplin.
Mér fannst þessi snemmsprottna rófa ekki góð, enda hafði maður það á tilfínningunni
að maður væri að tyggja gull. En núna hafa þær lækkað í verði og íslenskar nýupptekn-
ar rófúr eru hið mesta hnossgæti og fúllar af vítamínum. Maður hefiir heyrt því fleygt að engin
þjóð nema íslendingar borði rófúr. Eitthvað er sennilega til í því. Þegar íslendingar í Danmörku
kaupa rófúr til að hafa með hangikjötinu á þorrablótum fiissa Danir og hneykslast á Iandanum,
sem leggur sér svínafóður til munns. En ýmsar tegundir af rófiim eru til, sumar ætlaðar til mann-
eldis en aðrar handa dýrum. í enskum matreiðslubókum er talsvert um rófúr, en Bretar kalla þær
Swede og hefúr mér dottið í hug að það tengist Svíþjóð, Svíi á ensku er Swede, en ég hefi engar
sönnur á því. Ameríkanar kalla þær Rutabaga. Aðra íslenska grænmetistegund hefi ég aftur á
móti sjaldan rekist á í útlendum matreiðslubókum, en það er grænkál sem á ensku heitir Kale.
Það virðist ekki mikið borðað annars staðar en á íslandi, þótt undarlegt sé. Ég hefi líka rekið mig á,
að íslendingar vijja borða grænkál, sem sjaldan fæst í búðum, og unga fólkið veit ekki hvemig á
að matreiða það. Hér áður fyrr þekkti hvert mannsbam grænkálsjafiiing, en unga fólkið i dag
borðar ekki slíkt, og til að koma til móts við þarfir þess lagði ég höfúðið í bleyti og úrkoman varð
„grillað grænkál", sem er bæði jjúffengt og óvenjulegt. Hvað rófúm viðkemur, em þær mjög góð-
ar þunnt sneyddar með eða án ídýfú og er það bæði hollt og gott snarl.
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Grillað grænkál
8-10 meðalstór grænkálsblöð
1 egg
h dós hrein jógúrt
salt milli fíngurgómanna
1 skvetta úr tabaskósósuflösk-
unni
h dl rifínn mjólkurostur
1. Þvoið grænkálsblöðin, setjið
í hreint stykki og hristið svo að
blöðin þomi. Gætið þess að meija
þau ekki.
2. Hrærið saman jógúrt, egg,
salt og tabaskósósu.
3. Hitið glóðarristina í baka-
rofninum.
4. Smyijið eggjahrærunni yfír
grænkálsblöðin, setjið á grind,
hafíð skúffuna úr ofninum undir.
Stráið osti yfir. Glóðið í 3-4 mínút-
ur. Hafið þetta nálægt glóðinni,
en gætið þess að það brenni ekki.
Það á að brúnast örlítið í kantinn.
Rófúbakstur
14 kg rófur
saltvatn til að sjóða rófumar í
24 dl mjólk
2 msk. hveiti
Ia tsk. salt
nýmalaður pipar
'k tsk. múskat
2 dl rifínn maríbó- eða óðalsost-
ur
h tsk. papríkuduft
fersk steinselja
1. Setjið vatn og salt í pott og
látið sjóða. Afhýðið rófumar og
skerið í sneiðar. Sjóðið í vatninu
þar til þær eru orðnar meyrar.
Látið vatnið rétt fljóta yfír þær.
2. Setjið mjólk og hveiti í hristi-
glas og hristið saman. Setjið í
pott og látið sjóða, setjið salt, pip-
ar og múskat út í.
3. Rífið ostinn og setjið saman
við.
4. Setjið rófurnar í smurða eld-
fasta skál, hellið jafningnum yfir.
5. Stráið papríkudufti og smátt
klipptri steinselju yfír.
6. Hitið bakaraofn í 210°C,
blásturofn í 190°C, setjið í miðjan
ofninn og bakið í 15-20 mínútur.
Athugið: Þetta er gott meðlæti
með söltu og reyktu lrjöti og pyls-
um.