Morgunblaðið - 06.09.1989, Page 19

Morgunblaðið - 06.09.1989, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 158,9 Bílanaustrallið: „Rugluðum andstæðing- ana í ríminu í byrjun“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Bræðurnir frá Keflavík unnu sinn þriðja sigur á árinu á Talbot. Ólafur og Halldór Sigurjónssynir eru nú manna líklegastir til að hreppa Islandsmeistaratitilinn. Refs. klst. Ólafur Siguijónsson, Halldór Sigurjónsson, Talbot Lotus 4.22.36 Ævar Hjartarson, Ari Arnórsson, Suzuki Swift GTi 4.26.58 Birgir Vagnsson, Gunnar Vagnsson, Toyota Corolla 4.28.17 Phlip Walke, David Whilford, Ford Escort 4.38.34 Guðmundur Guðmundsson, Trausti Kristjánsson, Ford Escort 4.55.56 Hörður Birkisson, Ómar Björnsson, Nissan Silvia 4.58.37 Elvar Magnússon, Elías Jóhannesson, Ford Escort 4.59.25 Andrew Orchard, Bragi Guðmundsson, Peugeot 205 GTi 5.09.48 Jón Þórmundsson, Kristbjörn Svansson, Ford Escort 5.30.55 Francaois Colomb, Jaques Leprovost, Peugeot 205 GTi 5.33.53 „VIÐ keyrðum mjög hratt í byrj- un til að reyna að rugla and- stæðingana í ríminu og æsa þá upp. Það bragð heppnaðist og eftirleikurinn reyndist fremur auðveldur. Síðan ókum við nán- ast áfallalaust og fylgdumst með keppendum fyrir aftan okkur,“ sagði Ólafúr Siguijónsson í sam- tali við Morgunblaðið, en hann vann ásamt bróður sínum Hall- dóri alþjóðlega Bílanaustrallið, sem fram fór um helgina. Með sigrinum unnu þeir í þriðju keppninni á árinu á Talbot Lot- us og leiða íslandsmeistara- keppnina örugglega. Enn sýndu Ævar Hjartarson og Ari Arnórs- son frábæran akstur á Suzuki Swift GTi og nældu í annað sætið eftir mikla keppni við Birgi og Gunnar Vagnssyni á síðasta degi rallsins. Aðeins 10 bílar komust í mark af 27 sem lögðu af stað á fostudaginn. Strax á fyrstu leið náðu Ólafur og Halldór forystu, þegar ekið var um Tröllháls og Kaldadal. Þetta sló helstu andstæðinga þeirra út af laginu. Steingrímur Ingason og Witek Bogdanski á Nissan keyrðu út af á sérleið í Borgarfirði og sömuleiðis feðgarnir Rúnar Jóns- son og Jón Ragnarsson á Ford Escort. „Eftir að þeir lentu í skakkaföllum ákváðum við að aka af öryggi, en fengum síðan vægt áfall þegar við ókum sérleið við Gufunes. Þá fór bíllinn ekki í neinn gír og ég taldi gírkassann hafa brotnað. Eg drap á bílnum og var eitthvað að hræra í gírstönginni og startaði bílnum. Þá hrökk hann í annan gír og við kláruðum leið- ina,“ sagði Ólafur. „Kom í ljós að splitti í skiptingunni hafði losnað. Annan daginn vissum við að for- skotið var það gott að okkur nægði að keyra áfallálaust. En við veltum samt í Meðallandi, bremsurnar blotnuðu í polli og handan hans var kröpp beygja og ég náði ekki að hægja á bílnum sem skrikaði út af. Við ultum en lentum á hjól- unum og töpuðum ekki nema mínútu. Við pössuðum okkur betur eftir þetta og á síðustu leiðinum á seinasta degi keppninnar vorum við ansi taugaveiklaðir, biðum eft- ir því að eitthvað myndi bila.“ Það var hins vegar meiri hraði á Ævari og Ara sem óku grimmt í kappi við Birgi og Gunnar í bar- áttunni um annað sætið. Seinasta daginn munaði aðeins fimm sekúndum á þessum áhöfn- um í byrjun dags, en Ævar og Ari gerðu fljótlega út um málið með hröðum akstri. Þeir höfðu ekki sloppið óhappalaust gegnum rallið. „Við sprengdum fyrst á Kaldadal og töpuðum svo fimm mínútum á Fjallabaksleið, eftir að hafa sprengt dekk. Þá duttum við úr öðru sæti i það þriðja, sem við náðum svo aftur seinasta daginn. Við vorum í raun lánsamir því bíllinn flaug útaf þegar það sprakk og við lentum á kletti sem skekkti hjólastellið. Við náðum að ljúka deginum og löguðum svo hjólabún- aðinn fyrir lokabaráttuna," sagði Ævar. Þeir Ævar og Ari hafa náð verðlaunasæti í öllum mótum árs- ins, þó þeir aki óbreyttum bíl gegn mun öflugri og sérsmíðuðum keppnisbílum. „Við gætum alveg átt möguleika á íslandsmeistarat- itlinum. Miðað við fyrri mót gætum við náð verðlaunasæti í síðustu tveimur mótunum," sagði Ævar. En Ólafur Siguijónsson er þó ákveðinn í að gera betur en Æv- ar. „Við þurfum ekki nema 4-5 sæti í annarri keppninni til að hreppa titilinn. Það hlýtur að haf- ast,“ sagði hann. Erlendu keppendurnir sem mættu í Bílanaustrallið höfðu ekki erindi sem erfiði hvað toppslaginn varðar. Þeir komu líka aðallega til að ljúka keppni, en fremstir þeirra urðu Phlip Walker og David Whil- ford á Ford Escort, sem einnig unnu í sínum vélarflokki. Flokkasigurvegarar: Óbreyttir bílar Ævar og Ari, Suzuki. 0-1600cc, Phlip og David Ford Escort. 1600-2000cc, Ólafur og Halldór, Talbot. - G.R. Suzukisveifla að hætti Ævars Hjartarssonar og Ara Arnórssonar við öskuhaugana í Gufúnesi í Reylq'avík. Litli bíllinn þeirra gaf mun aflmeiri bílum ekkert eftir og sló marga útaf laginu. t? Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Guðbergur Guðbergsson bíður átekta ásamt aðstoðarmanni sínum að takast á við þrautirnar í Grindavík. Mikill mannQöldi fylgdist með keppninni. Torfæra í Grindavík: Deilur vegna úrslita GUÐBERGUR Guðbergsson vann sína fyrstu torfærukeppm á sunnu- daginn, en hann ók Jeepester í torfæru björgunarsveitarinnar Stakks í Grindavík. Reyndar hafði Arni Kópsson verið tilkynntur sigurveg- ari að lokinni keppni, sem var slælega skipulögð og mátti greinilega heyra það á áhorfendum sem bauluðu að mótshöldurum vegna sifelldra tafa. „Það var leiðinlegt að svona mis- tök skyldu koma upp varðandi út- reikninginn og verðlaunin voru af- hent þrátt fyrir að við teldum þetta ekki rétt,“ sagði Guðbergur í sam- tali við Morgunblaðið. Hann var að keppni lokinni sagður í þriðja sæti Haraldur Asgeirsson í öðru og Arni Kópsson í fyrsta sæti. Þegar Guð- bergur hafði svo yfirgefið svæðið og stigin voru endurreiknuð kom í ljós að um mistök hafði verið að ræða í samlangningu stiga fyrir þrautirnar. „Mér fannst þrautirnar ekkert sérlega vandasamar og keppnin langdregin," sagði Guð- bergur. „Ég mun ekki keppa í næstu mótum vegna ferðar erlend- is, en hef hug á að smíða mér nýj- an keppnisbíl fyrir næsta ár og slást þá um Islandsmeistaratitilinn. Mig langar að hafa Porsche-vél í bílnum, en kannski þetta líti betur út á blaði en í raun. Það verður bara að koma í ljós.“ Árni Kópsson varð í öðru sæti í Grindavíkur-keppninni, en Haraldur Ásgeirsson þriðji. - G.R. Rafmótorar frá ABB Motors snúast og snúast. * Aratuga reynsla ABB (Asea) rafmótora hérlendis er vafalaust bestu meðmælin með rafmótorunum frá Johan Rönning. Rönning tryggir þjónustuna. Tvö nöfn sem standa fyrir sínu. Við eigum ávallt á lager mótora frá 0,25 kW - 37 kW. Við veitum tæknilega þjónustu og aðstoð við val á réttum mótor, ræsibúnaði og hraðastýringu. JT JOHAN RÖNNING HF Sundaborg 15-104 Reykjavik - sími (91)84000,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.