Morgunblaðið - 06.09.1989, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 1989
21
Svíþjóð:
S1J órnmálamenn sakaðir
um áfengisneyslu í óhófi
Drykkjuskapur þingmanna þykir meiri en góðu hófi gegnir
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgnnblaðsins.
JÖRN Svensson, fyrrum þing-
maður kommúnistaflokksins
sænska, hefur sagt sig úr stjórn
flokksins og framkvæmda-
sljórn. Er ástæðan deilur milli
hans og formanns flokksins,
Lars Werners, en Svensson hef-
ur sakað hann og aðra frammá-
menn kommúnista um óheyri-
legan drykkjuskap.
hússins hefur nefnilega lengi þótt
meiri en góðu hófu gegnir og svo
er einnig meðal frammámanna
ýmissa annarra samtaka og úti í
atvinnulífinu.
Lars Wemer er eftir sem áður
vinsælastur sænsku flokksfor-
mannanna og samkvæmt nýjustu
skoðanakönnuninni hefur heldur
hækkað á honum risið meðal al-
mennings eftir að áfengisumræð-
an hófst. Kommúnistar gefa hins
vegar þá skýringu á uppákom-
unni, að hjá Svensson ráði öfundin
ein því að hann hafi lengi viljað
komast í stólinn hans Wemers.
Ruud Lubbers, forsætisráðherra
Hollands og leiðtogi kristilegra
demókrata.
Hollensku þingkosningarnar:
Fyrir þremur vikum skrifaði
Svensson grein þar sem hann sak-
aði forystumenn kommúnista-
flokksins um að neyta áfengis í
miklu óhófi án þess þó að nefna
þá á nafn. Var málið umsvifalaust
tekið upp í öðmm fjölmiðlum og
þótt Svensson þrætti fyrir var full-
yrt, að hann hefði fyrst og fremst
átt við formanninn, Lars Werner.
Svensson hefur nú staðfest þetta
því að í úrsagnarbréfinu segist
hann í sex ár hafa reynt að tala
við Wemer og aðra þingmenn
flokksins um drykkjuskap þeirra
og óhóflega áfengisnautn.
Um þetta mál hafa orðið all-
miklar umræður og hefur Svens-
son verið gagnrýndur fyrir að hafa
ekki kveðið upp úr með þetta fyr-
ir löngu. Áfengisneysla meðal
þingmanna og innan veggja þing-
Kristilegum demó^
krötum spáð sigri
Haag. Reuter.
NÝ skoðanakönnun, sem birt var í gær, bendir til þess að hol-
lenski miðjuflokkurinn Kristilegi demókrataflokkurinn undir for-
ystu Ruuds Lubbers forsætisráðherra beri sigur úr býtum i þing-
kosningunum í Hollandi í dag og verði áfram stærsti flokkur lands-
ins. Fijálslyndi flokkurinn, sem hefiir verið í stjórn með kristilegum
demókrötum undanfarin sjö ár, tapar fylgi ef marka má könnunina
og er talið að Lubbers reyni að mynda stjóm með Verkamanna-
flokknum.
Skoðanakönnunin bendir til þess
að Kristilegi demókrataflokkurinn
haldi 54 þingsætum sínum. FVjáls-
lyndi flokkurinn tapi hins vegar
fimm af 27 þingsætum. Talið er ólík-
legt að Lubbers vilji mynda stjórn
með fijálslyndum eftir slíkt tap því
meirihluti stjórnarflokkanna yrði
mjög naumur. Einnig er talið fullvíst
að Fijálslyndi flokkurinn sé ekki til-
búinn að ganga til stjómarsamstarfs
við Verkamannaflokkinn, sem verð-
ur áfram næst stærsti flokkurinn
en tapar fjórum af 52 þingsætum
sínum samkvæmt könnuninni.
Umhverfísmál voru efst á baugi
í kosningabaráttunni. Hollendingar
hafa miklar áhyggjur af gróður-
hússáhrifunum enda er land þeirra
þegar undir sjávarmáli. Mengunin í
Rínarfljóti, sem berst niður til Holl-
ands, er þeim einnig mikið áhyggju-
efni. Frjálslyndi flokkurinn sleit
stjórnarsamstarfinu við Kristilega
demókrataflokkinn vegna^deilna um
fjármögnun umhverfísáætlunar
stjórnarinnar, sem miðar að því að
minnka mengunina í landinu um 70%
fyrir árið 2010. í áætluninni er gert
ráð fyrir að útgjöld ríkisins til um-
hverfismála aukist verulega og verði
3,5% af vergri þjóðarframleiðslu.
Þótt umhverfisáætlunin hafi orðið
stjóminni að falli greindi flokkana
litt á um hana í kosningabarátt-
unni. Talið er að fijálslyndum hafi.
einungis gramist það að Lubbers
skuli hafa gengið að því sem vísu
að þeir myndu styðja áætlunina.
Þykja þau atriði, sem fijálslyndir
settu fyrir sig, smávægileg og benda
skoðanakannanir til þess að kjósend-
ur vilji hegna Frjálslynda flokknum
fyrir að slíta stjómarsamstarfinu
vegna þeirra.
Vinstri græningjar, bandalag
fjögurra smáflokka sem leggja
áherslu á umhverfismál, bæta við
sig sjö þingsætum, ef marka má
skoðanakönnunina, en þeir fengu
aðeins þijú sæti í síðustu kosningum.
Gaddafi
vill gyð-
ingaburt
Fundur samtaka
óháðra ríkja í
Júgóslavíu
Belgrað. Reuter.
MUAMMAR Gaddafi Líbýu-
leiðtogi sagði í gær á leið-
togafundi óháðra ríkja, að
finna ætti gyðingum nýjan
samastað; í Alaska, Eystra-
saltsríkjunum eða í Elsass-
Lothringen. Kom hann
þessum boðskap á framfæri
í 90 minútna ræðu þótt öll-
um væri uppálagt að tala
aðeins í 20 mínútur.
Gaddafi kvaðst í ræðunni
vera búinn að finna lausn á
gyðingavandamálinu og væri
hún í því fólgin að flytja þá
alla til Alaska, til Eystrasalts-
ríkjanna þriggja eða, sem
væri allra best, til Elsass-
Lothringen. „Allt fram á okk-
ar daga hefur Elsass-Lot-
hringen verið einskis manns
land og út af því mun annað
heimsstríð rísa milli Þjóðveija
og Frakka. Því er best að
skilja þjóðimar að með því
að skipa héraðið gyðingum,"
sagði Gaddafi.
Gaddafi kom víðar við í
ræðunni og kvaðst nú sjá fyr-
ir sér nýjan heim þar sem
allt veraldlegt vald yrði í
höndum alþýðunefnda. „Pen-
ingum og gróða mun þá á eld
kastað og dollarinn verður
einskis virði ... enda er hann
djöfullinn sjálfur í dularklæð-
um.“
Kólumbískir herlögreglumenn eru við öllu búnir á strætum Medellin-
borgar. Her landsins hefur beitt sér í æ ríkari mæli gegn hryðjuverk-
um eiturlyfjasala í landinu.
„Krakkneysla er algengust á
meðal fátæks fólks og unglinga,"
sagði starfsmaður bandarísku fíkni-
efnadeildarinnar. „Næstum allir
hafa ráð á því að borga fímm doll-
ara fyrir krakkmola og næstum
allir vita að þú færð meira fyrir
þinn snúð fyrir hvem dollara sem
þú eyðir í krakk en fyrir sömu upp-
hæð sem þú eyðir í kókaín,“ sagði
hann.
Krakk verður til með því að hita
blöndu af kókaíni og bökunarsóda
á pönnu eða í örbylgjuofni þar til
að blandan verður að hörðum mola.
Krakkmolinn er síðan reyktur í
pípu. Víman sem fýlgir krakkneyslu
er svo ofsaleg að læknar segja að
sumir verði háðir efninu eftir að
hafa neytt þess aðeins einu sinni.
Richard Gephart, leiðtogi demó-
krata á fulltrúadeildarþingi Banda-
ríkjanna, segir að krakkfaraldurinn
endurspegli dekkri hliðar hins
fijálsa framtaks bandarískra borg-
ara. „Krakk olli straumhvörfum í
fjármálaheimi eiturlyfjaviðskip-
tanna. Það braut nýtt blað í sögu
eiturlyfjanna," hefur Gephart sagt.
Sérfræðingar og löggæslumenn
em þó sammála um að suður-
amerískir eiturlyfjahringir, sem
ábyrgir eru fyrir um það bil 80%
alls kókaínssmygls til Banda-
ríkjanna, kómi hvergi nærri sölu á
krakki. „Það var fundið upp hér,“
sagði Cornelius Dougherty, tals-
maður bandarísku fíkniefnalögregl-
unnar. „í fyrstu virtist sem krakk
væri einangrað fyrirbæri í kjarna
stórborganna. En svo er ekki leng-
ur,“ sagði hann.