Morgunblaðið - 06.09.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 06.09.1989, Síða 25
MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER11989 25 Þokkalegt í Soginu Þokkaleg veiði hefur verið í Soginu í sumar, 259 laxar voru komnir þar á land í gær, eftir því sem Friðrik D. Stefánsson fram- kvæmdastjóri SVFR sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Alvið- ran var best með 109 laxa, Bíldsfellið var með 75 fiska, As- garður með 68 og Syðri-Brú með 7. Hörkuveiði í Elliðaánum Mjög góð veiði hefur verið í Elliðaánum í sumar og hátt í 1500 iaxar hafa komið þar á land. Göngur hafa verið fram á þennan dag og mikill fiskur fyrir upp um alla á. Fyrir skömmu veiddist nýgenginn 15 punda lax í Fossin- um, en 'stærsti til þessa var 16,5 pund, einnig dreginn úr Fossinum eigi alls fyrir löngu. Flugan er geysisterk í Elliðaánum um þessar mundir og hefur verið lengst af í sumar. Skammlaust í Leirvogsá Skammlaus veiði hefur verið í Leirvogsá í sumar og eitthvað yfír 400 laxar hafa veiðst, sá stærsti 19,5 punda lax sem veidd- ist fyrir örfáum dögum. Skugga hefur borið á Leirvogsá í sumar, mikið af aflanum í sumar hefur reynst vera eldisfiskur. Met í Rangánum Á meðan flestar ár landsins hafa verið í slöku meðallagi eða hreinlega lélegar, hefur eitt vatnasvæði skilað metveiði. Það eru Eystri- og Ytri-Rangá, en einn hundraðasti laxinn veiddist þar fyrir skömmu. Laxinn sögulega veiddi Trausti Pétursson lyfja- fræðingur í Ægissíðufossi í Ytri- Rangá, en þar hafa flestir laxanna veiðst. Einnig hefur Bergsnefið í Eystri-Rangá verið dijúgt. Nokk- ur bleikja hefur veiðst í sumar, stórfiskur, og sjóbirtingurinn er Bjarni Júlíusson með þann stærsta úr Norðurá á sumrinu, 17 punda hæng tekinn á rauða Frances nr.8 í Hvararhyl 30. júlí. Bjarni var í þijá tíma að ráða niðurlögum stórfisksins. farinn að sýna sig í vaxandi mæli þessa daganna. Reytingur í Laxá í Þing. Reytingur hefur verið í Laxá í Aðaldal að undanförnu og laxam- ir nú milli 1600 og 1700 talsins. Menn hafa verið að fá þá stóru að undanförnu, 24 punda lax veiddist í Nesi, 21 punda lax á svæðum Laxárfélagsins, einnig 19 punda fiskur. Svo virðist sem tveggja ára fiskurinn úr sjó og þaðan af eldri fiskur hafi skilað sér mun betur úr hafinu í sumar heldur en smálaxinn. Orri Vigfús- son formaður Laxárfélagsins sagði við Morgunblaðið í gær, að enn sem fyrr væri þriðji hver veiddur lax með meiri og minni netaförum. gg Fiskverð á uppboðsmörkuðum 5. september FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 61,00 48,00 52,93 20,356 1.077.498 Þorskur(smár) 20,00 20,00 20,00 0,082 1.640 Ýsa 103,00 39,00 84,52 12,907 1.090.900 Karfi 40,00 40,00 40,00 0,442 17.680 Ufsi 32,00 23,00 30,31 20,706 627.566 Steinbítur 25,00 25,00 25,00 0,038 950 Langa 32,00 32,00 32,00 0,108 3.456 Lúða 240,00 240,00 240,00 0,045 10.800 Koli 30,00 30,00 30,00 0,157 4.710 Kinnar 70,00 70,00 70,00 0,143 10.010 Gellur 260,00 260,00 260,00 0,015 3.900 Skötuselur 114,00 114,00 114,00 0,013 1.482 Samtals 51,82 55,128 2.856.506 Selt var úr Jón' Vídalín ÁR, Þorláki ÁR og Sturlaugi H. Böðvars- syni AK. 1 dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 57,00 50,00 53,49 14,742 788.565 Þorsk(1-2n.) 30,00 30,00 30,00 0,214 6.420 Þorsk(smárj 20,00 20,00 20,00 0,230 4.600 Ýsa 109,00 58,00 86,54 4,485 388.127 Karfi 40,00 25,00 34,13 29,868 1.019.270 Ufsi 35,00 13,00 33,75 62,921 2.123.580 Hlýri+steinb. 51,00 39,00 42,38 0,195 8.265 Langa 30,00 30,00 30,00 0,176 5.250 Lúða 245,00 210,00 227,26 0,157 35.680 Samtals 38,78 113,104 4.386.566 Selt var úr Jóni Vídalín, Krossnesi og bátum. ( dag verða með- al annars seld 130 tonn af þorski, 60 tonn af karfa, 8 tonn af ýsu og fleira úr Sigurey, Drangey og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 75,00 35,00 50,95 7,355 374.713 Ýsa 100,00 35,00 85,11 2,459 209.290 Ufsi 31,00 13,00 30,68 0,610 18.712 Steinbítur 31,00 30,00 30,18 0,550 16.600 Langa 33,00 33,00 33,00 1,000 33.000 Lúða 255,00 150,00 197,03 0,177 34.875 Skarkoli 55,00 25,00 52,76 0,523 27.595 Keila 12,00 12,00 12,00 2,450 29.400 Samtals 52,00 22,444 1.167.094 I dag verða meðal annars selt óákveðið magn af þorski, ýsu og fleiri tegundum úr Hópsnesi GKog óákveðið magn úr bátum. Gunnar Þorleifsson í Eden GUNNAR Þorleifsson, bókaút- gefandi opnar málverkasýningu í Eden, Hveragerði, í dag. Þetta er 10. einkasýning Gunnars. Á sýningunni eru um 25 myndir málaðar í olíu. Sýningunni lýkur sunnudagskvöldið 17. september. Gunnar Þorleifsson við eitt verka sinna. „Hress og Kát- ur“ 1. verðlaun ALLS bárust 9.273 tillögur í verðlaunasamkeppni um nöfii á Mixbræður sem Sanitas efhdi til í tilefiii af því að hafin var fram- leiðsla á gosdrykknum Mix í hálfs lítra umbúðum. Fyrstu verðlaun, vöruúttekt að upphæð 20 þúsund kr., hlaut Jó- hann Sigurðsson', Flyðrugranda 18, Reykjavík, fyrir tillöguna „Hress og Kátur“. Önnur verðlaun, vöruút- tekt að upphæð 10 þúsund kr., hlaut Elín Gísladóttir, Útgarði 1, Egilsstöðum, fyrir tillöguna „Ferskur og Frábær“. Þriðju verð- laun, vöruúttekt að upphæð 5.000 kr., hlaut Dagmar Markúsdóttir, Bugðulæk 13, Reykjavík, fyrir til- löguna „Eini og Sanni“. Þá var einnig dregið úr pottinum á hvetjum laugardegi í júlímánuði í beinni útsendingu á Bylgjunni. Verðlaun voru gistinótt á Hótel Eddu fyrir fjóra. Þeir, sem ekki hafa vitjað vinninga sinna eru: Hróðný Mjöll Tryggvadóttir Lyng- bergi 20 Þorlákshöfn og Erla Pét- ursdóttir Urriðakvísl 13 Reykjavík. Þær geta vitjað vinninga sinna á Bylgjunni. Fréttatilkynning Kvennalistinn: Y arnar samning- urinn uppsegjan- legur „Kvennalistinn lýsir undrun sinni og áhyggjum yfir því að æ ofan í æ berast fréttir af áætlun- um um langdvöl bandarisks her- liðs á íslandi," segir meðal ann- ars í ályktun frá Kvennalistanum sem Morgunblaðinu hefiir borist. í ályktuninni er minnt á að varn- arsamningurinn er uppsegjanlegur m_eð aðeins átján mánaða fyrirvara. „Á tímum þíðu í alþjóðastjóm- málum og vilja til að draga úr vígvæðingu, væri þeim, er trúað hefur verið fyrir stjóm landsins, nær að endurskoða afstöðuna til vem hers á íslandi í stað þess að gera íslendinga sífellt háðari hern- um efnahagslega," segir ennfrem- ur. Bílasala Alla Rúts við Hyijar- höfða. Bílasala Alla Rúts 15 ára BILASALA Alla Rúts hefur um þessar mundir starfað I fímmtán ár. Bílasala Alla Rúts er elsta starf- andi bílasala í höfuðborginni. Síðastliðin 10 ár hefur bílasalan verið við Hyijarhöfða. Sótt hefur verið um 300 fm lóð fyrir bílasöl- una við Sævarhöfða. Þar er ætlun- in nokkrar bílasölur verði staðsett- ar á svipúðum slóðum. Guðrún Guð- mundsdóttir með sýningu ísafirði. NYLEGA lauk fyrstu sýningu Guðrúnar Guðmundsdóttur trefjalistakonu hér í fæðingarbæ hennar. Guðrún hefur undanfarin 6 ár numið erlendis, fyrst í þijú ár í textílnámi í Kaupmannahöfn, en síðan við við trefjalist í borginni Iowa í Bandaríkjunum. Hún hefur tekið þátt í nokkmm samsýningum í Bandaríkjunum og á nú tvö verk á stórri alþjóðlegri pappírslistasýningu í Renó. Guðrún seldi tvö verk á sýningunni hér og þijú á fyrstu einkasýningunni sem hún hélt í Reykjavík fyrr í sumar. Henni hefur boðist skólavist við 8 bandaríska háskóla og er farin utan til náms og líklega kennslu við Listaakademíuna í Chicago, þar sem hún mun leggja stund á mast- ersnám í trefja- og pappírslist. - Úlfar Eitt verka Jóns Jóhannssonar. Jón Jóhannsson opnar sýningu JÓN Jóhannsson opnar sýningu á glerverkum I Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, fimmtudaginn 7. september klukkan 17. Jón Jóhannsson fæddist í Reykjavík árið 1955. Hann nam við Califomia College of Art and Craft á áranum 1985-87. Árið 1987 vann hann á verkstæði Oliver Juteau í Daumeray í Frakklandi. Hann lauk BA-prófi í glerlist frá West Surrey College of Art and Design í Englandi. Jón hefur tekið þátt í sýningum í Bandaríkjunum, Englandi og Þýskalandi. Þetta er fyrsta einka- sýning hans hérlendis. Einu sinni á ári velur blaðið „Coming Glass Competition" í Bandaríkjunum til birtingar myndir af verkum listamanna. Árið 1989 var verk Jóns eitt af 100 listaverk- um sem valin vom úr 2.700 verkum til birtingar í blaðinu. Sýningin verður opnuð eins og fyrr segir fimmtudaginn 7. septem- ber og henni lýkur þriðjudaginn 19. september. Sýningin er opin virka daga frá klukkan 10-18 og frá klukkan 14-19 um helgar. Landsþing fram- sóknarkvenna 4. landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður hald- ið að Hvanneyri í Borgarfirði dagana 8.-10. september nk. Þar verður m.a. fjallað um at- vinnumál framtíðarinnar, umhverf- is og samgöngumál og kynning verður á íslandi og Evrópubanda- laginu. Fyrirlesarar verða í hveijum málaflokki og pallborðsumræður á eftir. Gestir á þinginu verða frá Svíþjóð og Noregi auk innlendra gesta. Á föstudags- og laugardags- kvöld verða kvöldvökur og Borgar- nes heimsótt á sunnudaginn. Á fundi í framkvæmdastjórn Landssambands framsóknar- kvennaðO. ágúst sl. var tekið und- ir þær hugmyndir sem nú em rædd- ar í ríkisstjóminni þess efnis að tvö skattstig verði á virðisaukaskattin- um sem á að leysa söluskattinn af hólmi 1. janúar ’90. Stjórnin telur það samrýmast manneldisstefnu þeirri sem Lands- samband framsóknarkvenna átti fmmkvæði að og samþykkt var á Alþingi sl. vor að næringarríkar matvörar séu á lægra verði og hvetur því til að virðisaukaskattur á mjólkurvörar, físk, kjöt, kartöfl- ur, grænmeti og matbrauð verði lægri. (Fréttatilkynning) Norræna húsið: Magnús Bald- vinsson heldur einsöngstónleika MAGNÚS Baldvinsson, bassi, heldur sína fyrstu sjálfstæðu ein- söngstónleika í Norræna húsinu fimmtudaginn 7. september kl. 20.-30 við undirleik Olafs Vignis Albertssonar. Á efiiisskrá verða lög eftir Sveinbjöm Sveinbjöms- son, Ama Thorsteinsson, Karl O. Runólfsson og Schubert og ópemaríur eftir m.a. Verdi og Rossini. Magnús Baldvinsson stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík hjá Má Magnússyni, Guðmundi Jónssyni og Dóra Reyn- dal. Frá 1987-89 vann hann að mastersgráðu við háskólann í Bloomington í Indiana í Banda- ríkjunum. Aðalkennari hans þar var prófessor Roy Samuelsen. Við óperana í Bloomington söng hann m.a. hlutverk Ósmins í Brottnám- inu úr Kvennabúrinu eftir Mozart, Don Basilio í Rakaranum frá Se- ville eftir Rossini og nú síðast í vor hlutverk Bláskeggs í óperanni Kastali Bláskeggs eftir Bartók, ásamt fleiri smærri hlutverkum. Hann hefur einnig komið fram sem sólisti í 9. sinfóníu Beethovens og sungið hlutverk í Salóme eftir Strauss við óperana í Louiville í Kentucky. í mars sl. var Magnúsi boðið að syngja fyrir Jonathan Friend, tón- listarstjóra Metropolitan-óperann- ar í New York og einnig fyrir hina þekktu bassasöngvara Matti Salm- inen, Hans Sotin og Mazura. Luku þeir allir miklu lofsorði á rödd og hæfileika Magnúsar. Hann er nú á leið til Þýskalands þar sem hann mun hitta fyrir nokkra af þeim umboðsmönnum sem hann hefur verið í sambandi við undanfarið. Miðar á tónleikana verða seldir við innganginn. Magnús Baldvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.