Morgunblaðið - 06.09.1989, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.09.1989, Qupperneq 30
MÖRGUNBIAÐro ‘MIÐVIKU'DAGHR (6/SEKTEMlBER!1989, 30 Athugasemdir við grein um Rykkrokk eftir Margréti K. Sverrisdóttur Útitónleikarnir Rykkrokk sem haldnir voru nýverið við félagsmið- stöðina Fellahelli fengu verðskuld- aða athygli í blöðum og öðrum fjöl- miðlum. Morgunblaðið gerði þeim ágæt skil, m.a. í grein eftir Arna Matthíasson, sem birtist 27. ágúst sl. Ég vil samt koma með athuga- semdir við þá grein. Þar segir orðrétt: „í upphafi var það Sjón og félagar sem komu á Rykkrokki 1984, en það ár og 1985 voru fyrstu Rykkrokkhátíðarnar haldnar, sem reyndar áttu meira skylt við karnival en rokktónleika." Þegar Árni talar um „Sjón og fé- laga“ munu flestir skilja það þann- ig að félagar hans í listahópnum Medúsu eða Smekkleysumenn hafi komið Rykkrokki á. Hið rétta er að Sjón og ég undirrituð, þá bæði starfsmenn Fellahellis, áttum hug- myndina að Rykkrokki. Okkur fannst unglingamenning standa í miklum blóma á „Rykkdans-tíma- bilinu" (1984) og vildum halda hátíð þar sem þessi menning fengi notið sín í tónlist, myndlist og auð- vitað rykkdansi. Nafnið drógum við líka af dansinum eins og Árni sagði réttilega. En Rykkrokkið var alltaf rokktónleikar en ekki karnival. En Árni segir ennfremur: „1987 var sú stefna mótuð af Sigurði Sigurðs- syni forstöðumanni Fellahellis og Þór Eldon, sem þá var starfsmaður þar, að gera Rykkrokk að útitón- leikum þar sem fram kæmu rokk- hljómsveitir nær eingöngu,; gjarn- an lítið eða ekkert þekktar." Þetta er ekki rétt. Þessi stefna var mótuð strax í upphafi, þar sem markmið okkar var einmitt að hlúa að vaxt- arbroddum í unglingatónlist, sem óneitanlega eru „bílskúrsböndin" svokölluðu. Við vildum samt hafa þekktar hljómsveitir líka, til þess að hinum óþekktu þætti eftirsókn- arverðara að spila á tónleikunum. Af klausunni hér að ofan má einn- ig ætla að Sigurður hafi verið for- stöðumaður 1987, en þá var Skúli Skúlason forstöðumaður þar sem ég var í barneignarfríi og Þór El- don var framkvæmdastjóri Ryk- krokks það árið. Saga Rykkrokks er því rétt sem hér segir: 1984, Rykkrokk haldið í fyrsta sinn. Margar óþekktar hljómsveitir komu fram, rvkkdans dansaður á þökum Fellahellis, portið skreytt með „spraybrúsamyndum“ sem einkenndu þetta tímabil og Oxmá var e.k. heiðurshljómsveit. Fram- kvæmdastjórar: Sjón og Margrét Sverrisdóttir. Forstöðumaður: Sverrir Friðþjófsson. 1985, Rykkrokk haldið í annað sinn. Margar óþekktar hljómsveitir, „gógó-dans“ dansaður á þökum Fellahellis og Gypsy og Kukl voru þekktu hljómsveitinar þá. Bubbi og Megas komu einnig fram. Af því að 1985 var „Ár æskunnar" báru tónleikarnir yfirskriftina: „Ungl- ingar utan úr geimnum" (því þeir voru að sjálfsögðu velkomnir) og myndverk í þeim anda skreyttu portið. Einnig var kvikmyndum varpað á veggi meðan hljómsveitir léku. Framkvæmdastjórn: Sjón. Forstöðumaður: Margrét Sverris- dóttir. 1986 var ákveðið að fella niður Rykkrokk af því að Reykjavíkur- borg átti 200 ára afmæli og þá var mikið um rokktónleika í borginni í ágúst, á sama tíma og Rykkrokk er vant að vera. 1987, Rykkrokk haldið í þriðja sinn. Margar óþekktar hljómsveitir komu fram að vanda og rúsínan í pylsuendanum þá voru Sykurmol- arnir. Framkvæmdastjóri: Þór Eld- on. Forstöðumaður: Skúli Skúla- son. 1988 var Rykkrokki sleppt og ákveðið að halda það annað hvert ár vegna mikils umfangs. Hins vegar var haldin vel heppnuð lista- hátíð í staðinn. - 1989, Rykkrokk haldið með glæsibrag á 15 ára afmæli Fella- hellis. Framkvæmdastjóri: Benóný Ægisson. Forstöðumaður: Sigurð- ur Sigurðsson. Það er ánægjulegt að sjá Rykk- rokk skápa sér fastan sess í tónlist- arlífi unglinga og þar hafa vissu- lega margir lagt hönd á plóg, en það er alltaf skemmtilegra að farið sé rétt með staðreyndir. Margir starfsmenn hafa komið við sögu og þær þekktu hljómsveitir sem ég nefni hafa sýnt Rykkrokki mikinn stuðning í gegnum árin með því að koma fram, oftast fyrir minni laun en þær fengju annars staðar. Síðast en ekki síst á íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur þakkir skilið fyrir að veita fé til þessara tónleika í gegnum árin. Höíundur er forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Vitans, en var áður forstöðumaður Fellahellis. Samvinnuneftid bind- indismanna: Bæklingur um áfengis- málog vímuvarnir SAMVINNUNEFND bindindis- inanna gaf nýlega út bæklinginn „Áfengismálastefna og vímuvarnir — Markmið og leiðir“. í honum eru kynnt sjónarmið bindindis- samtaka varðandi ýmis atriði, svo sem sölu og dreifingu áfengis, verðlagningu þess, áfengismálast- enu stjórnvalda og fleira. í bæklingnum er meðal annars lögð áhersla á að einkasölu á áfengi verði haldið áfram með áfengi er selt í landinu. Núverandi umboðs- mannakerfi verði hins vegar lagt niður og öll fríðindi til áfengiskaupa afnumin. Meðal annars verði heimild- ir farmanna og ferðamanna um toll- fijálsan innflutning áfengis afnumd- ar. Lagt er til að lágmarksaldur til áfengiskaupa verði ekki lækkaður, heldur stefnt að þvi að hækka hann á næstu árum. SJÁLFSTJEDISFLOKKURSNN F É L A G S S T A R F Akureyri - Akureyri Fundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn í Kaupangi þriðjudaginn 12. september kl. 20.30. Dagskrá: 1. Undirbúningur fyrir landsfund. Frummælendur verða: Haraldur Sveinbjörnsson, Tómas Ingi Olrich og Benjamín Baldursson. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. Fundarstjóri Gunnar Ragnars. Áríðandi er að allir fulltrúaráðsmenn og -konur mæti eða sendi varamenn. Stjórnin. % Félag sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi Fundur verður haldinn i Félagi sjálfstæðismanna i Hóla- og Fella- hverfi í Valhöll miðvikudaginn 6. september nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa félagsins á landsfund Sjálfstæðisflokksins í októ- ber nk. 2. Stjórnmálaviðhorfið: Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, tal- ar. 3. Önnur mál. Stjómin. Málfundafélagið Óðinn Málfundafélagið Óðinn fer sina árlegu haustferð sunnudaginn 10. seþtember næstkomandi. Farið verður til Stykkishólms og ekið það- an um nærliggjandi sveitir. Þeir, sem þess óska, geta keypt sér sigl- ingu um Breiðafjarðareyjar með Eyjaferðum. Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 8.30 að morgni og áætlað að koma til baka kl. 19.00. Fararstjóri verður Pétur Hannesson. Fargjald er 1.600 kr. Skráning i ferðina og allar nánari upplýsingar i síma 82900. Málfundafélagið Óðinn Félagsfundur verður í Málfundafélaginu Óðni í Valhöll, fimmtudaginn 7. september nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa félagsins á landsfund Sjálf- stæðisflokksins í október nk. 2. Kosning uppstillingarnefndar fyrir næsta aðalfund félagsins. 3. Stjórnmálaviðhorfið: Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, talar. 4. Önnur mál. Fundarstjóri: Pétur Hannesson. Stjórnin. Vesturland - Borgfirðingar Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Borgarfjarð- arsýslu verður haldinn á Brún í Bæjarsveit fimmtudaginn 7. september 1989 kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Friðjón Þórðarson alþingismaður kemur á fundinn. Stjórnin. Hvöt - félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík Fundur verður í Hvöt, félagi sjálfstæðis- kvenna i Reykjavík, í Valhöll, miðvikudaginn 6. sept. nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa félagsins á landsfund Sjálfstæðisflokksins í október nk. 2. Stjórnmálaviðhorfið: Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, talar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi Fundur verður haldinn í Félagi sjálfstæðis- manna í Nes- og Melahverfi í Valhöll, fimmtudaginn 7. seþtember nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa félagsins á landsfund Sjálfstæðisflokksins í október nk. 2. Stjórnmálaviðhorfið: Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, talar. 3. Önnur mál. Stjórnin. Félag sjálfstæðismanna \ V-Skaftafellssýslu Aðalfundur verður haldinn í Félagi sjálfstæðismanna í V-Skaftafells- sýslu miðvikudaginn 13. september kl. 20.00 i Brydebúð, Vík í Mýrdal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosnir fulltrúar á landsfund Sjálfstæðis- flokksins i október. Ávörp: Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Eggert Haukdal, alþingismaður og Árni Johnsen, blaðamaður. Önnur mál. Stjórnin. Austurland Aðalfundur kjördæmisráðs og haustmót Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjör- dæmi verður haldinn í Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, laugardaginn 23. september nk. og hefst hann kl. 10.00 fyrir hádegi. Haustmótið verður haldið að kvöldi sama dags kl. 20.00. Dagskrá fundarins og haustmótsins verður auglýst síðar. Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi. Ungir Vestlendingar Stofnfundur kjördæmissamtaka Stofnfundur kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna í Vesturlandskjördæmi verður haldinn á Helgafelli við Stykkishólm 9. september nk. Fundurinn hefst kl. 16.00. Dagská fundarins: 1. Stofnun samtakanna. 2. Lög samþykkt. 3. Stjórn og formaður kosinn. 4. Önnur mál. Gestir fundarins verða: Þorsteinn Pálsson, formaður, Friðjón Þórðarson, alþingismað- ur, Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri og Guð- laugur Þ. Þórðarsson, fyrsti varaformaður SUS. Undirbúningsnefndin. smá auglýsingor Wélagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Skyggnilýsingafundur Miðillinn Tony Gleeson he[dur skyggnilýsingafund i kvöld kl. 20.30 i Siðumúla 25. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almennur bibliulestur verður i kvöld kl. 20.30. Efni: Grundvall- aratriði trúarlifsins, Garðar Ragnarsson. Allir hjartanlega velkomnir. Aðalfundur Kjördæmisfélags Borgaraflokks- ins í Reykjaneskjördæmi verður haldinn þriðjudaginn 26. sept- ember nk. Nánar í fundarboði. Stjórnin. Útivist Helgarferðir 8.-10. sept. 1. Hrafntinnusker - Kraka- tindsleið. Spennandi ferð. Gist i skála við Landmannahelli. Ekið í áttina að íshellunum og siðan gengið. Fararstj.: Egill Pétursson. 2. Þórsmörk - Goðaland. Góð gisting í Útivistarskálunum Bás- um. Gönguferðir. Fararstj.: Friða Hjálmarsdóttir. Uppl. og farmiðasala á skrifst., Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Félagsmenn, vinsamlegast greiðið árgjald Útivistar 1989 og fáið nýja ársritið. Sjáumst! Útivist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.