Morgunblaðið - 06.09.1989, Side 35

Morgunblaðið - 06.09.1989, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUÍRt 6JISEPTEMBER .1989 35 Minning: Daníel Þorkelsson áratugum. Það var ævintýralegt að fylgjast með því er hann var að koma Múlakaffi á laggirnar. Að því vann hann eins lengi og fært var samhliða daglegum störf- um sínum í mötuneytum tveggja fjölmennra vinnustaða: ísbjarnar- ins sem fyrr segir og frystihússins Kirkjusands. Það hafði hann líka tekið að sér, enda hamhleypa til vinnu. Stefán ávann sér hvarvetna traust og virðingu enda mann- kostamaður. A þessum tíma naut hann mikillar hjálpar dugmikillar eiginkonu sinnar, Jóhönnu R. Jó- hannesdóttur. Var sólarhringurinn hjá þeim oft í styttra lagi. Að því rak að undirbúningurinn að Múla- kaffi varð það umfangsmikill að ekki vannst tími til annars, ef það ætti að farast vel úr hendi. Það var til þess tekið hve samrýnd þau voru, Jóhanna og Stefán. Mér hef- ur þótt það skýra þróun mála innan þessarar fjölskyldu að Múlakaffi og annar skyldur veitingarekstur varð að fjölskyldufyrirtæki um leið og aldur og þekking barna þeirra nægði til þess að þau gátu tekið virkan þátt í hinum umsvifamikla veitingarekstri. Ætíð var skemmtilegt að koma í Múlakaffi til Stefáns og rabba við hann um margvísleg áhugamál hans. Veitingarekstur átti svo ein- staklega vel við hann og allt hans vinnulag. Mér hefur þótt starfs- fólkið hafa kappkostað að mæta kröfum Stefáns í þjónustustörfun- um, t.d. í þeirri matargerð sem Stefán mótaði í Múlakaffi, að þar sé á boðstólum það sem hann kall- aði heimilislegan mat. Stefán lagði ríka áherslu á að fylgjast vel með því sem var að gerast á sviði veit- ingahúsarekstrar út í heimi. Sótti hann sýningar erlendis og kom þaðan jafnan aftur fullur af nýjum hugmyndum og aukinni þekkingu í starfsgrein sinni. Var hann vand- látur við val á slíkum sýningum. Hugurinn er á þeytingi og mér kemur í hug þáttur í þjónustu Múlakaffis við hina mörgu við- skiptavini. Lengi hefur mér þótt hann sérstakur og jafnvel lýsa vel vinnubrögðum Stefáns. Þetta er þorramaturinn í Múlakaffi. Hann hefur sérstöðu, segja má að hann hafi lagt undir sig landið og miðin, og hefur líka varpað ljósi á nafn Múlakaffis. Stefán stóð að þessari matargerð, sem jafnan hefst á haustin, líkt og væri um að ræða vísindalega framleiðslu á mat. Svo nákvæmlega var fylgst með öllum framleiðslustigum á þorramatnum. Enn rifjast upp fyrir mér ánægjuleg tímamót í starfssögu vinar míns Stefáns. Þegar Hús verslunarinnar var risið af grunni og starfsemin að hefjast þar, var strax í upphafi gert ráð fyrir veit- ingarekstri í húsinu. Það kæmi mér ekkert á óvart að þeir sem þar réðu ferðinni hafi þá þegar með sjálfum sér verið búnir að ákveða hverjum skyldi falið að takast á hendur veit- ingarekstur þar, sem sómi væri að og stæði undir nafni. En hvað um það. Dag nokkurn er ég kom í Múlakaffi sagði Stefán mér að til hans hefði verið leitað. Þetta er mikið fyrirtæki, get ég sagt þér, að færast í fang, sagði hann. Auð- vitað leituðu þeir til þín, Stefán, svaraði ég um hæl og fann til stolts yfir því að vera vinur Stef- áns. En þessi ákvörðun þeirra í Húsi verslunarinnar kom mér ekk- ert á óvart, svo borðliggjandi var það að til hans yrði leitað. Þeir sem voru viðstaddir sjálfa vígslu Veitingahallarinnar minnast þessa gleðidags í lífi Stefáns og fjölskyldu hans. Ég held að ég fari nærri um það að einmitt í Veitinga- höllinni og Hallargarðinum hafi Stefán náð því takmarki sínu að gera sitt veitingahús þannig úr garði að hann hafi getað sagt: Góðu verki er lokið! Þetta tókst honum aðeins fáum dögum áður en hið mjög svo ótímabæra fráfall hans bar að höndum. Allt Iíf og starf vinar míns Stef- áns í Múlakaffi var með þeim hætti að um nafn hans og minningu mun ætíð verða bjart. Sv.Þ. Fæddur21. ágúst 1903 Dáinn 28. ágúst 1989 Kveðja frá Karlakórnum Fóst- bræðrum og Gömlum Fóstbræð- rum Fyrir 86 árum hefir án efa ríkt gleði á heimilinu á Akri við Bræðraborgarstíg hér í Reykjavík. Fagnað er nýfæddum syni sem átti eftir að verða gleðigjafi mörg- um fleiri en nánustu fjölskyldu. Á uppvaxtarárunum í Vesturbænum hafa vafalaust hljómað drengja- raddir bræðranna Daníels og Sveins. Og þegar á unglingsárum voru þeir bræður farnir að taka þátt í sönglífi borgarinnar. Enn má heyra raddir þeirra öðru hveiju í óskalagaþáttum útvarps. Daníel Þorkelsson málarameist- ari fór til framhaldsnáms í iðn sinni til Þýskalands. Vafalaust hefir ekki verið auðvelt fyrir hann að hafna góðum boðum sem honum buðust oftar en einu sinni um að stunda söngnám og gerast at- vinnumaður í söng. Það hefði verið auðvelt mál fyrir slíkan raddmann. Fædd 27. desember 1910 Dáin 9. ágúst 1989 Höfðingskona er horfin okkur. Bára Kristjánsdóttir fæddist í Grímsey. Foreldrar hennar voru Þuríður Björnsdóttir og Kristján Sigurgeirsson, bæði voru þau ætt- uð úr S-Þingeyjarsýslu. Þau eign- uðust 7 börn, Báru sem hér er minnst og sex syni, Björn, Arnór, Kára, Pál, Ásgeir og Þráin, en hanp er einn á lífi. Þeir bjuggu allir á Húsavík nema Kári er flutt- ist að Hörgslandi á Síðu. Á fyrsta aldursári Báru flutti fjölskyldan til Húasvíkur. Ung að árum kvaddi Bára heimahagana, fór til Reykjavíkur og nam þar húsmæðrafræði hjá Kristínu Thoroddsen og vann síðan við hússtörf. Á Akureyri kynntist Bára Páli Hannessyni frá Bíldudal, er þá var stýrimaður á Lagarfossi, og leiddi sá kunningsskapur til hjónabands og voru þau gefin saman á Bíldu- dal 27. desember 1937 af þáver- andi sóknarpresti þar, séra Jóni Jakobssyni. Páli er sonur Hannesar Stephen- sen Bjarnasonar, Þórðarsonar frá Reykhólum en Þórey konu hans, móðir Páls var Sigríður Pálsdóttir, Ólafssonar prófasts í Vatnsfirði og konu hans Arndísar Pétursdóttur, Eggerz. Bára og Páll fluttust til Bíldu- dals 1939 og bjuggu þar alfarið til ársins 1984 er þau fluttu til Reykjavíkur. Einkabarn þeirra er Sigríður Stephensen, fædd 4. júlí 1938, nú húsmóðir og bankaritari í Reykjavík. Hún giftist Pétri Valgarð Jó- hannssyni, skipstjóra á Bíldudal. Móðir hans er Kristín Pétursdóttir, Bjarnasonar skipstjóra á Bíldudal og Valgerðar Kristjánsdóttur konu hans. Faðir Péturs Valgarðs var Jó- hann Hafstein Jóhannsson. Pétur Valgarð var mikill atgervismaður en hann fórst með skipi sínu í af- takaveðri er gekk yfir Arnarfjörð 25. febrúar 1980. Sigríður og Pét- ur Valgarð eignuðust fjögur börn: Pál Ægi skipstjóra og kennara við Sjómannaskólann, hann er kvænt- ur Helgu Báru Karlsdóttur og eiga þau 2 börn, Sigríði Stephensen og Pétur Valgarð; Kristinu ritari, Hannes Sigurð nema, og Pétur Daníel fann þó sína stærstu ham- ingju í því ágæta landi. Hann kynntist elskulegri og fallegri stúlku. Martha Kámpfert varð á vegi hans. Þau giftust árið 1926. Ungu hjónin settust að hérlendis og fljótlega stækkaði fjölskyldan. Dóttirin Svanhildur fæddist 1927, Hákon árið 1929, Ernst árið 1936 og Helgi árið 1947. Og nú er fjöl- skydlan orðin stór, barnabörnin eru 11 og barnabarnabörnin eru 10. Óhætt er að fullyrða að öll hafi þau búið við farsæld og dugnaður og hjartahlýja einkenna þau öll. Snemma gekk Daníel til liðs við Karlakórinn Fóstbræður. Radd- fegurð, styrkur og tónhæfni réð því að varla hélt kórinn tónleika án þess að Daníel væri einsöngv- ari. Glaðværð, gamansemi og létt- leiki einkenndi alla framkomu Daníels og það svo að erfiðustu söngæfingar urðu að gleðistundum fyrir okkur félagana. Daníel var með fyrstu söngvurum til að syngja á öldum ljósvakans og varð því snemma landskunnur og vinsæll. Þá var sungið „beint“, þ.e. ekki Valgarð nema. Bára og Páll bjuggu við mikla rausn á heimili sínu, Staðarbóli. Má segja að það hafi staðið við „þjóðbraut þvera“. Páll var athafnamaður og þurfti mörgu að sinna. Hann var oddviti og síðar hreppstjóri Suðurfjarðar- hrepps um árabil og afgreiðslu- maður Ríkisskips og Eimskips. Við systkinin frá Valhöll og fjöl- skyldur okkar þökkum áralanga samleið og sendum Páli frænda og elskulegri frænku okkar, Diddý, börnum hennar og tengdadóttur innilegar samúðarkveðjur. Unnur Ágústsdóttir Minning: Bára Kristjáns- dóttir frá Bíldudal átti hverju sinni. Hann var sannur listamaður. Þegar við nú kveðjum þennan góða félaga þá þykjumst við vissir um að nú er farið að æfa og syngja með fyrrgengnum félögum og þá sungið fullum rómi fóstbræðar- anna glaða lag. Megi ævikvöld Mörthu verða friðsælt og við óskum allri fjöl- skyldunni farsældar og Guðs bless- unar. Mér er ljúft að minnast manns- ins og málarans sem ég starfaði hjá í mörg ár. Mannsins sem var boðinn og búinn að greiða götu sérhvers, ef þörf krafði. Kynni okkar Daníels urðu allná- in sem gefur að skilja, á sjö ára tímabili. Maðurinn var mjög hæfur í sínu starfi. Sérstaklega man ég að hafa séð máiverk, tvö frekar en eitt, sem hann hafði málað á Þýskalandsárum sínum, þá korn- ungur maður, sem voru snilldar vel gerð og faglega unnin. Með þessum fátæklegum orðum og vart tæmandi lýsingu á sönnum manni vil ég votta konu hans, börn- um og barnabörnum djúpa samúð mína. Góður drengur gleymist seint. Matthías Ólafsson t Ömmusystir okkar, GUÐRÚN HARALDSDÓTTIR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, sem lést 1. september verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 8. sept. kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennár er bent á Systrasjóð St. Jósefs- spítalans í Hafnarfirði. Ruth Árnadóttir, Ása B. Árnadóttir, Guðný Árnadóttir, Harajdur Árnason, Árni Össur Árnason. tekið upp á tónband og svo flutt síðar. Þetta er því miður orsökin fyrir því að lítið er til af upptökum með söng hans. Tónskáld voru tíðir gestir hjá honum og þau munu ekki fá sönglögin sem hann frum- flutti. Þegar farið var að flytja stærri tón- og kórverk, óratoríur, var Daníel ávallt beðinn að syngja tenórhlutverkin og það gerði hann af öryggi og tilfinningu sem við + Einlægar þakkir sendi ég öllum er sýndu mér og fjölskyldu minni hlýhug og hluttekningu við andlát og útför eiginmanns míns, HARÐARTULINIUS, Eikarlundi 10, Akureyri, Erna A. Tulinius. t Innilegar þakkir þeim, sem sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og bróður, GUÐMUNDAR ILLUGASONAR, Háahvammi 15, Hafnarfirði. Sigurbjörg Kristinsdóttir, Guðbjörg E. Guðmundsdóttir, Regína F. Guðmundsdóttir, Arnar G. Guðmundsson, Halldóra K. Guðmundsdóttir, Benedikt Gunnarsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Emil Karlsson, Eysteinn Orri lllugason, Ina illugadóttir, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Jóhanna lllugadóttir, Sveinn Jónsson. Lokað frá kl. 13.00-15.00 í dag, miðvikudag, vegna jarð- arfarar STEFÁNS ÓLAFSSONAR, veitingamanns. Múlakaffi - Veitingahöllin og Hallargarðurinn. LOKAÐ miðvikudaginn 6. september frá kl. 13.00-15.00 vegna jarðarfarar STEFÁNS ÓLAFSSONAR veit- ingamanns. Verslunin Lissabon Suðurveri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.