Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6j [SEPTEMBBR 1989
fclk í
fréttum
BARNASTJARNA
Eg og Rudy erum ólíkar
Keshia Knight Pulliam hefur
unnið hug og hjörtu sjón-
varpsáhorfenda um allan heim en
hún fer með hlutverk Ru’dy litlu í
sjónvarpsþáttum Bills Cosbys. í
þáttunum er Bill pabbi hennar en
í raunveruleikanum á Keshia annan
föður. Hún kvartar stundum undan
því að pabbi sinn sé enn þá strang-
ari en Bill Cosby og að í rauninni
eigi hún tvo pabba sem báðir hafi
gætur á henni. Hún segist því aldr-
ei komast upp með það að vera
óþekk.
En yfirleitt hefur Keshia lítinn
tíma til að gera nokkuð af sér. Fjóra
daga í viku vinnur hún við upptök-
ur sjónvarpsþáttanna. „Það kemur
bílstjóri og sækir mig á morgn-
ana,“ segir hún. „Þegar ég kem í
myndverið verð ég að læra setning-
amar mínar og taka þátt í æfíng-
um.“ Þegar upptökum lýkur kemur
einkakennari í myndverið og hann
sér til þess að Keshia geri heima-
verkefnin sín. Þegar kennslunni er
lokið fær hún að fara heim.
Á föstudögum fer Keshia þó í
skóla eins og önnur böm. „Mér
finnst ofsalega gaman að vera í
skólanum og í frímínútunum förum
við alltaf út að leika. En stundum
kallar einhver krakki mig Rudy og
ég þoli það ekki. Ég segi þeim allt-
af að ég heiti Keshia. Rudy er ágæt
stelpa en ég myndi ekki vilja vera
hún frekar en ég. Mér fínnst mín
fjölskylda vera best.“
Keshia segist ekki vera eins
óstýrilát og Rudy getur stundum
verið. „Ég og Rudy erum mjög ólík-
ar. Hún er alltaf að gera eitthvað
Keshia og Bill Cosby í hlutverk-
um sínum sem faðir og dóttir.
Keshia segist ekki vilja skipta við Rudy og er hrifnust af sinni eigin
fjölskyldu. Hér sést hún faðma pabba sinn.
sem hún má ekki, eins og þegar
hún klippti myndir út úr alfræði-
orðabókunum sem pabbi hennar á.
Ég myndi aldrei þora að gera neitt
svoleiðis heima hjá mér. Pabbi
myndi ekki taka því þegjandi."
„Bill Cosby er svo fyndinn. Hann
er eins og stór krakki," segir Kes-
hia. „Hann er alltaf að fá okkur til
að hlæja. Einu sinni þóttist hann
hnerra og þá kom blikkandi ljósa-
pera út um nefið á honum. Við
vorum alveg að springa úr hlátri."
Þegar Keshia verður stór ætlar
hún að verða læknir. „Það er ágætt
að vera leikkona en mig langar til
að hjálpa fólki. Þess vegna ætla ég
að læra læknisfræði. Ég ætla samt
líka að vera leikkona í hlutastarfí.
Ég er búin að tala um þetta við
pabba og mömmu og þeim líst vel
á þetta. Bill Cosby fínnst þetta líka
vera góð hugmynd.“
i
i
V
i
i
Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson
Kristófer Már með níu punda bleikju úr Djúpalóni.
ARNARVATNSHEIÐI
Fengsæll
veiðimaður
Sagt er að veiði fari minnkandi á Arnarvatnsheiði vegna þess að neta-
veiði hefur ekki verið stunduð þar eins mikið og áður fyrr. Sumir
segja að þar sé of mikið af fiski miðað við æti.
Ékki eru' allir sammála þessu og segja að það þurfi kunnáttu og þekk-
ingu þeirra sem eldri og reyndari eru til að ná góðum árangri. Arnarvatns-
heiði býður upp á margskonar veiði í djúpum og grunnum vötnum, straum-
vötnum og ám. Fengsælir veiðimenn sem eru þaulkunnugir á Arnarvatns-
heiði eru til og um daginn fór Kristófer Már Kristinsson í Brussel fram
á Arnarvatnsheiði og veiddi 9 og 7 punda bleikju ásamt nokkrum minni
fiskum í Djúpalóni. Fiskurinn var feitur og fallegur og ekki að sjá að
hann hefði ekki nóg æti. Þrír skálar eru á Arnarvatnsheiði sem hægt er
að fá gistingu í.
- Bernhard
I
GOD LIKAMSÞJALFUN
SKEMMTILEGll UMHVERFI
LEIKFIMI
Líkamsþjálfun
Vaxtamótun - styrkjandi og
vaxtamótandi æfingar. Áhersla
lögð á maga, rass og læri.
Þolþjálfun:
Fita íbrennslu (Erobikk)
Púltímar: Fjörugirtímarfyrir þá,
sem vilja meira.
Leikfimi (Low Impact):
Mjúkt samansettar
æfingar, engin hopp,
fita íbrennslu.
Rólegirtímarfyrir
byrjendur.
Teygjurog slökun.
JAZZ-
BALLE'
og framhaldsfiokkar
þriðjud. - fimmtud. - föstud.
Kennari: Margrét Arnþórsdóttir,
jazzballettkennari.
Félagi í F.Í.D. Félagi ísl. danskennara,
alþjóðlega viðurkenntjazzballettkenn-
arapróf frá I.C.B.D.
INNRITUN Í SÍMA 45399.
STÍDIO
SMIÐSBÚÐ 9, GARÐABÆ, SÍMI45399.
HEIMUR KVIKMYNDANNA
Aftur og aftur
tilframtíðar
Bandaríska bíómyndin Aftur til framtíðar var ákaflega vinsæl svo
það þarf ekki að koma á óvart að ráðist var í gerð framhalds-
myndar. Þegar framleiðendur og handritahöfundar funduðu um efni
myndarinnar fengu þeir hins vegar svo margar góðar hugmyndir
að áveðið var að gera tvær framhaldsmyndir en ekki eina. Þær voru
teknar báðar í einu og er sú fyrri væntanieg í kvikmyndahús vestan-
hafs í nóvember en sú síðari næsta sumar. Michael J. Fox fer með
aðalhlutverkið í myndunum. Efni þeirra hefur verið haldið leyndu
en þó hefur spurst út að í fyrri myndinni fari söguhetjan fram til
ársins 2015 til að bjarga börnum sínum úr einhverju klandri.