Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 41
MORGÚNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGIJR 16i SEPTEMBER 1989 41 Athugasemd vegna greinar um ljótar aðfarir lögreglu Til Velvakanda. „Vegfarandi" ritar um „ljótar aðfarir lögreglu" í Velvakanda þann 30. ágúst sl. Lýsir hann þar atviki, sem hann varð vitni að þegar lög- reglumenn aflífuðu særðan kött á gatnamótum Gunnarsbrautar og Karlagötu nokkrum dögum áður. Lögreglumennirnir höfðu skotið köttinn, sem virtist veikur, á staðn- um og hefðu viðbrögð kattarins í dauðateygjunum haft mikil áhrif á hann. Taldi hann að betur hefði verið öðruvísi að þessu máli staðið. Við verkið hefðu lögreglumennirnir verið húfulausir og að því loknu ekið Karlagötuna í öfuga átt, þrátt fyrir augljóst bann þess efnis. Umræddur atburður átti sér stað þriðjudaginn 15. ágúst sl. Kl. 13.07 hafði verið tilkynnt um særðan kött á fyrrgreindum stað. Taldi tilkynn- andi að ekið hefði verið á köttinn. Tveir lögreglumenn voru sendir í bíl á staðinn og tóku þeir með sér byssu ef á þyrfti að halda, því til- tölulega algengt er að aflífa þurfi særð dýr (u.þ.b. 50 dýr það sem af er árinu). Þegar lögreglumennirnir komu á staðinn sáu þeir köttinn híma á gangstéttinni við gatnamótin. Fólk í nágrenninu, sem þeir ræddu við, sagði köttinn hafa verið þarna í langan tíma. Hann var með hálsól og byijuðu lögreglumennirnir á að reyna að lesa af ólinni hugsanlegar upplýsingar. Það tóks hins vegar ekki vegna þess að kötturinn var greinilega mjög kvalinn og reyndi að klóra og bíta þegar reynt var að snerta hann. Vegna slæmrar reynslu sem lögreglumenn hafa af dýrabiti var ákveðið að aflífa kött- inn og var notuð til þess byssan, sem þeir höfðu tekið með sér. Áður var fólki vísað frá. Eftir stóð þó eldri karlmaður, sem rætt hafði við lögreglumennina um meiðsli kattar- ins. Var hann vitni að því er köttur- inn var skotinn og dauðateygjum hans. Af einhveiju ástæðum fóru afleiðingar verksins fyrir bijóstið á manninum og yfirgaf hann lög- reglumennina með þeim orðum að honum hefðu fundist aðfarirnar ógeðslegar og að svona lagað vildi hann ekki sjá til lögreglunnar. Lögreglumennirnir tóku síðan köttinn, losuðu hálsólina, og komu hræinu fyrir. Tveimur dögum síðar tókst að hafa uppi á eiganda kattar- ins og honum var tilkynnt um mála- vexti. í þessu tilfelli varð að velja á milli þess að aflífa sært dýrið á staðnum eða færa það annað til þess og þá með þeim kvölum, sem það kynni að valda. Örlög dýrsins hefðu að lokum orðið þau sömu. Fólk, sem alist hefur upp í sveit, þekkir þessa hluti betur. Viðbrögð manna og tilfinningar við eða vegna atburða eru mismunandi og sjálf- sagt að reyna að taka tillit til þeirra, ef því verður við komið. Alltaf er þó erfitt að sjá viðbrögð manna fyrir og öllum er frjáls að hafa skoð- anir. Lögreglan hefur reynt að framkvæma þessi verk eins og best verður á kosið hveiju sinni og mun reyna það áfram. Um vinnubrögðin verður eflaust alltaf hægt að deila. Um akstur lögreglumanna gegn einstefnu er það að segja að ákvæði umferðarlaga gilda almennt um akstur og ökutæki lögreglu. í viss- um tilvikum og við tilteknar að- stæður er þó um undanþáguheim- ildir lögreglu að ræða. Einkennishúfur eru hluti ein- kennisfatnaðar lögreglumanna og þær eiga þeir að öllu jöfnu að bera við störf sín. Ómar Ármannsson, aðalvarðstjóri Húsið á - sléttunni aftur Kæri Velvakandi. Ég er 12 ára og ég óska eindreg- ið eftir því að „Húsið á sléttunni" verið sýnt aftur í sjónvarpinu. Það voru svo margir sem höfðu gaman að því og muna ekki eftir fyrstu þáttunum. Anna Margrét Reykhólasveit: Reykhóla- skóli settur Miðhúsum. MÁNUDAGINN 4. septem- ber var Reykhólaskóli settur í Reykhólakirkju að við- stöddum nemendum, kennur- um og mörgum foreldrum. Sr. Bragi Benenediktsson sóknarprestur hafði helgistund og Jón Ólafsson skólastjóri setti skólann. í Reykhólaskóla eru 64 nemendur skráðir í vetur. Klukkan 2 hófst svo for- eldrafundur sem var vel sóttur, en foreldrar hér taka virkan þátt í mótun skólastarfsins. - Sveinn SUZUKI UMBOÐIÐ H/F Skútahrauni 15, S 65-17-25 SUZUKI 1989« TS50X LOFTÞJÖPPUR Fyrirliggjandi ioftþjöppur í stærðum frá 210-650 l/mín með eða án loftkúts Mjög hagstætt verð Útsölustaðir: LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 - Sími (91 )20680 STRAUMRÁS SF. — Akureyri Sími (96)26988 r LANDSSMIÐJAN HF. & Ármúla 29 símar 38640 - 686100 Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Armstrong LOFTAPLÖTUR ^orwr GÓLFFLÍSAR IfJ'ABMAPLAST EINANGRUN GLERULL STEINULL ÍSLAND - A-PÝSKALOND A LAUGARDALSVELLI í KVÖLD KL. 18 Forsalaaógöngumióa hcfstáLaugardalsveitíkl. íí.OO Hmálninglt HVETIIR L WIÍSHIW TIL ADIJÖIAIEWA Á VÖLMW Á NÆST SÍDASTV STÖRLEIK ÁRSIAS Sex fallhlífastökkvarar úr Fallhlífasveit í hálfleik sýna ungir knattspyrnumenn Reykjavíkur sýna listir sínar fyrir leikinn. leikni sína í knattþrautum. Áhorfendur athugið! Neysla áfengis, og þar með talið áfengt öl, er stranglega bönnuð í íþróttahúsum og á íþróttavöllum Reykjavíkurborgar og eru áhorfendur beðnir að virða þá reglu. íþróttir byggja upp - áfengi brýtur niður IÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARAD REYKJAVlKUR Steinvari 2000 í»egar engin önnur málning er nógu góð Þcir scm vilja vanda til hhttanna. cða bcrjast gcgn alkalí- og frostskcmmdum, mála nicð Steinvara 2000 irá Málningu hf. Steinvari 2000 býður upp á kosti, scm cngin önnur utanhússmálning á stcin hcfur í dag. Hann stöðvar því scm naíst vatnsupptöku stcins um lcið og liann gcfur stcininum mögulcika á að „anda“ bctur cn hcfðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stcin cr gulltrygg, unnt cr að mála mcð honum við lágt hitastig, jafnvcl í frosti. hann þolir rcgn cftir um cina klst. og hylur attk þcss fullkomlcga í tvcimur um- fcrðum. Steinvari 2000 cr góð fjárfesting fyrir húscig- cndur. Vcðrunarþol hans og cnding cr í scrflokki og litaval fallcgt. Steinvari 2000 cr málning fagmanns- ins, þcgar mæta þarf hæstu krofuni um vcrnd og cnd- ingu. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er ÁSGEIR SIGURVINSSON Kmálning'f - það segir sig sjálft —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.